Jólin, jólin, jólin koma brátt....
Snjórinn fellur til jarðar og allt er hvítt. Endalaust fallegt og birtir svo til á jörðinni í litlausu haustumhverfinu. Rauðu laufblöðin og fallega lyngið leggst í dvala og snjórinn breiðir sæng sína yfir landið. Undir niðri kraumar fyrsta jólaskapið og jólagleðin smígur á milli hugskotanna. Ég horfði út um gluggann á leikskólanum og rankaði ekki við mér fyrr en ég var farin að syngja snjókorn falla á allt og alla. Jólalag í október. Finnst það heldur snemmt. En jólaskapið lætur alltaf sjá sig með fyrsta snjónum. Svo leggst það í smávegist dvala þangað til því skítur upp á yfirborðið af miklum krafti þegar húsið angar af bökunarlykt jólanna. Þegar ég gekk út í snjóinn eftir vinnu langaði mig mikið á kaffihús með nokkrum vinum. Ófáir klukkutímarnir í einmitt svona veðri sem hefur verið setið inni með heitt súkkulaði og spjallað um allt og ekkert. En hér líður mér líka vel í miðju herbergis við kertaljós. Fyrir utan gluggan er myrkrið lýst upp af birtu jarðarinnar.
Ég man þegar við stelpurnar röltum um miðbæ Lemvig fyrir jólin í fyrra. Úr Dómkirkjunni var spilað á orgelið og leitt út í hátalara fyrir utan. Göngugatan full af fólki hvern einasta dag. Hvít froða í kringum bæjarjólatréð því snjórinn lét ekki sjá sig. Börn og fullorðinir, allir nutu þess að hafa það notalegt fyrir jólin. Stemmning sem ég væri mikið til í að hafa hér á stresssama Íslandi. Í ár fer ég líklega ekki á traktor að fella jólatré með vélsög. Og jólatréð verður ekki skreytt og tilbúið fyrsta desember. Ég man enn eftir því mikla sjokki sem ég fékk þegar ég kom upp í stofu og sá að allt var tilbúið. Yfir sig skreytt jólatré og það eina sem vantaði var spariklætt fólkið og jólamaturinn. Ég er ein af þeim sem set ekki upp jólaskraut eða seríur fyrr en í byrjun desember. Kannski því mér finnst það ekki mega vera orðið rykfallið fyrir jól. Og ég er líka ein af þeim sem leyfi jólunum að klárast áður en ég ríf allt niður. Reyndar tek ég jólin frekar niður með trega því jóladótið mitt væri ég svo til í að hafa aðeins lengur. Og ljósin í gluggunum setja svo mikinn svip á dökkt myrkrið. Á útvarpið reyni ég að hlusta á sem minnst fram í desember því ef ég hlusta á jólalög í tvo mánuði verð ég komin með ógeð af þeim fyrir jólin. Jólin mín byrja á aðventunni. Þó undirbúningur jólanna kraumi undir yfirborðinu, jólakortadundur setji svip á daga mína, gjafaleiðangrar í miðbæjinn og dagar þrifnaðar. Jólahreingerningin er hafin, óvenju snemma í ár. Alla mína tíð hefur allt verið þrifið fyrir jólin. Hver einasti skápur og skúffa, fatapokar til rauða krossins eða hjálpræðishersins og veggirnir fá meira að segja sinn skammt. Ég man reyndar eftir því að mér þótti þetta alltaf frekar skrítið. Mamma vildi alltaf hafa allt svo hreint og fínt. Skildi ekkert í þessu, það sér þetta hvort sem er enginn. Jólin koma hvort sem gólfin eru skítug eða ekki. Hvort sem jóladúkurinn er nýstraujaður, eða þó að við höfum ekki náð að baka alveg allar smákökusortirnar. Núna veit ég hins vegar að ég verð alveg eins. Hef víst ekki efni á að kvarta lengur og finnst þetta eðlilegasti hlutur. Reyndar er best að fara hinn gullna meðalveg. Smá Íslenskt, en ég hef hér með ákveðið að taka pínu Danskan sið á þetta líka. Elsku fólk, ég skal bjóða ykkur í danskar eplaskífur þegar nær dregur jólum ;) Var næstum búin að gleyma þessari líka fínu pönnu sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Verður gaman að tékka á þessu við tækifæri.
Farið varlega í snjónum.....
Valborg Rut í jólaskapi.
Ég man þegar við stelpurnar röltum um miðbæ Lemvig fyrir jólin í fyrra. Úr Dómkirkjunni var spilað á orgelið og leitt út í hátalara fyrir utan. Göngugatan full af fólki hvern einasta dag. Hvít froða í kringum bæjarjólatréð því snjórinn lét ekki sjá sig. Börn og fullorðinir, allir nutu þess að hafa það notalegt fyrir jólin. Stemmning sem ég væri mikið til í að hafa hér á stresssama Íslandi. Í ár fer ég líklega ekki á traktor að fella jólatré með vélsög. Og jólatréð verður ekki skreytt og tilbúið fyrsta desember. Ég man enn eftir því mikla sjokki sem ég fékk þegar ég kom upp í stofu og sá að allt var tilbúið. Yfir sig skreytt jólatré og það eina sem vantaði var spariklætt fólkið og jólamaturinn. Ég er ein af þeim sem set ekki upp jólaskraut eða seríur fyrr en í byrjun desember. Kannski því mér finnst það ekki mega vera orðið rykfallið fyrir jól. Og ég er líka ein af þeim sem leyfi jólunum að klárast áður en ég ríf allt niður. Reyndar tek ég jólin frekar niður með trega því jóladótið mitt væri ég svo til í að hafa aðeins lengur. Og ljósin í gluggunum setja svo mikinn svip á dökkt myrkrið. Á útvarpið reyni ég að hlusta á sem minnst fram í desember því ef ég hlusta á jólalög í tvo mánuði verð ég komin með ógeð af þeim fyrir jólin. Jólin mín byrja á aðventunni. Þó undirbúningur jólanna kraumi undir yfirborðinu, jólakortadundur setji svip á daga mína, gjafaleiðangrar í miðbæjinn og dagar þrifnaðar. Jólahreingerningin er hafin, óvenju snemma í ár. Alla mína tíð hefur allt verið þrifið fyrir jólin. Hver einasti skápur og skúffa, fatapokar til rauða krossins eða hjálpræðishersins og veggirnir fá meira að segja sinn skammt. Ég man reyndar eftir því að mér þótti þetta alltaf frekar skrítið. Mamma vildi alltaf hafa allt svo hreint og fínt. Skildi ekkert í þessu, það sér þetta hvort sem er enginn. Jólin koma hvort sem gólfin eru skítug eða ekki. Hvort sem jóladúkurinn er nýstraujaður, eða þó að við höfum ekki náð að baka alveg allar smákökusortirnar. Núna veit ég hins vegar að ég verð alveg eins. Hef víst ekki efni á að kvarta lengur og finnst þetta eðlilegasti hlutur. Reyndar er best að fara hinn gullna meðalveg. Smá Íslenskt, en ég hef hér með ákveðið að taka pínu Danskan sið á þetta líka. Elsku fólk, ég skal bjóða ykkur í danskar eplaskífur þegar nær dregur jólum ;) Var næstum búin að gleyma þessari líka fínu pönnu sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Verður gaman að tékka á þessu við tækifæri.
Farið varlega í snjónum.....
Valborg Rut í jólaskapi.
4 Comments:
Ég hlakka til þegar þú ferða að bjóða í eplaskífur :-)
En ég ætla líka að muna að hafa það svolítið huggulegt á aðventunni .... en það eru nú samt 84 dagar til jóla.... :-)
Snjórinn okkar er nú samt mjög mis jólalegur og stundum viljum við ekkert hafa hann...
By Nafnlaus, at 3:35 f.h.
Myndin af parinu er æðislega falleg og sönn. 'Eg kemst í jólaskap við að lesa bloggið þitt. Knús frá ömmu
By Nafnlaus, at 6:58 f.h.
Úff ekki segja mér að jólin séu að koma,,, því það þýðir bara eitt...... PRÓF!! Jæja hvör fjárin:/
Jæja.. ef þú ert ekki búin að skoða nýjasta bloggið mitt... þá hvet ég þig eindregið til þess, það er eiginlega skildulesning þetta blogg sem ég bloggaði:)
Hafðu það gott,,,
Þín vinkona
Sólveig:)
By Sólveig, at 9:44 f.h.
Mamma... það eru bara 64 dagar til jóla ;)
Amma, kannski þú verðir farin að baka næst þegar ég lít við ;)
Sólveig ég kíkti á bloggiðitt í flýti, sá að þar var nýtt blogg en hafði ekki tíma til að lesa það, bæti úr því í hvelli ;) Verðum að hittast og hreyfa okkur sem fyrst! Nú verður það út að búa til snjóengil!!!
By Nafnlaus, at 11:14 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home