Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, október 09, 2007

Jólin nálgast...

Verkefnin eru óteljandi. Ég vakna og er á hreyfingu hingað og þangað um bæjinn þangað til ég kem heim, teigji mig í náttfötin, leggst uppí rúmið mitt og skömmu síðar sloknar á mér. Væri til í eins og einn dekurdag fljótlega. Væri líka til í eins og smá skvísuferð í borgina þar sem innihald fatabúða yrði kannað vandlega. En skilst að það bíði þangað til í lok nóvember. Í hverju á ég að vera um jólin? Ég er með ofnæmi fyrir þessari spurningu. Hvert einasta ár fer ég í vont skap yfir fataleysi á þessum hátíðsdögum sem ekki tíðkast að mæta í gallabuxum. Svo hér með er ég byrjuð að leita því ég eyði ekki fleiri þorláksmessudögum í þetta stóra vandamál. Jólakortin. Fljótlega fer ég að leggja hausinn í bleiti áður en ég byrja á föndrinu. Var frekar mikið á eftir í jólakortagerð í fyrra, ja eða öllu heldur skrifunum, það sem í fyrsta skipti þá sendi ég keypt kort og átti bara eftir að krota nokkrar línur áður en ég gat sent þau. Engu að síður fengu sennilega sumir nýárskort. En nú skal föndrað og ég verð búin með þetta fyrir 15. des. Reyndar er ég sérlega heppin í ár, þarf að senda svo rosalega fá jólakort! En kannski reka einhverjir upp stór augu. Jólin? Ha? En ótrúlegt en satt þá eru bara sjötíu og eitthvað dagar til jóla! Í næsta mánuði koma jólaauglýsingarnar, jólaskrautið verður sett upp hjá þeim sem vilja hafa það rykfallið um jól, jólahlaðborðsauglýsingar eru nú þegar farnar að dynja á okkur, því eins og við vitum nú öll eru jólin alveg sérstakur stresstími íslendinga. Seint komum við til með að læra að desember er til að hafa notalegt og "hugga sig" eins og danir.

Veðrið er búið að vera ótrúlega gott. Þó fjárfesti ég í snjógalla um helgina. Ójá svona gamaldags snjógalla sem varla er hægt að hreyfa sig í. En ég vinn á leikskóla og stend úti og horfi á börn leika sér í kuldanum og ekki vill maður frjósa. Gallinn hefur nýst vel síðan og kemur án efa til með að bjarga mér frá kuldanum í vetur. Í tilefni veðursins höfum við Sólveig verið iðnar við að hreyfa okkur og arka stóra hringinn í kjarna og allar krókaleiðir sem þar finnast. Það er alltaf jafn skemmtilegt að hreyfa sig. Ég sá þó í blaði í morgun að maður í Svíþjóð hefði látist af völdum sára eftir árás skógarbjarnar. Ji minn, eins gott að það kom ekki bara björn og réðst á mig í Noregi! Lítil hætta í kjarnaskógi kannski, þar eru sem betur fer bara fuglar og kanínur. Jú og svo eflaust mýs og nokkur skordýr eða svo.

Nú legg ég aftur augun....

Valborg Rut

2 Comments:

  • haha ég varð einmitt skíthrædd þegar ég sá þessa frétt og spurði Agnesi hvort það væri ekki ALVEG ÖRUGGT að það væru engir skógabirnir í okkar sveit...hehe

    Annars eru komnar nýjar myndir úr sveitinni ef þú vildir sjá ;) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:43 f.h.  

  • Hehe ég spurði einmitt líka hvort það kæmi ÖRUGGLEGA ekki eitthvað dýr og réðist á mig!

    Er búin að skoða myndirnar, alltaf gaman að sjá myndir frá Jakobsgarden!Reyndar fannst mér nú skrítið að einhver annar byggi í herberginu mínu! hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home