Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, október 26, 2007

Leyndarmálið og sjálfsmyndin

Horfði í fyrsta skipti á How to Look Good Naked á miðvikudaginn. Hef ákveðið að lýsa hrifningu minni á þessum þætti þó hann væri vitanlega örlítið íktur á köflum. En þarna var samt svo eðlilegt, náttúrlegt fólk með venjulega líkama. Það sem málið snérist að mestu um var léleg sjálfsmynd gagnvart sjálfum sér. Markmiðið var að konan yrði ánægð með að vera eins og hún er, án allra lýtaaðgerða, fitusoga og annarra aðgerða sem gerðar eru að goðsögnum nútímans. Með smá klippingu, nýjum fötum og auknu sjálfstrausi sem unnið var að í gegnum þáttinn varð útkomman æðisleg. Konan var ennþá hún sjálf, en hún leit miklu betur út, vegna þess að hún lærði að vera sátt við sjálfa sig og ánægð með að vera eins og hún er. Heilbrigður þáttur sem ætti að stuðla að jákvæðara viðhorfi fólks gagnvart líkama þeirra og sjálfsmynd.

Ég keypti mér The Secret bókina um daginn. Stóðst ekki freistinguna þegar ég sá hana í hillu í bókabúðinni. Umtalið um þessa bók hefur verið svo mikið að maður fyllist forvitni. Langar að vita meira, hefja lesturinn og nýta mér á einhvern hátt til góðs. Hef þó átt bókina í nokkra daga en enn ekki gefið mér nógan tíma til þess að skoða hana vel eða hefja lesturinn almennilega. Hver veit nema ég noti lausar mínótur helgarinnar í það verkefni. Leyndarmálið verður afhjúpað og krufið til enda.

"Við búum öll yfir miklu meiri orku og möguleikum en við gerum okkur grein fyrir. Ímyndunaraflið er einn öflugasti hæfileiki okkar." (Leyndarmálið)

Farið vel með ykkur....

Valborg Rut.

5 Comments:

  • já þessi bók þarna er víst alveg snilld:) mamma fékk sér hana og skoraði á mig að lesa hana:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:03 f.h.  

  • Styð það ;) Gaman að fá komment frá þér og hlakka til að sjá þig fljótlega :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:07 e.h.  

  • Gaman að lesa bloggið þitt.Þú endar það líka alltaf með svo fallegri kveðja
    Takk amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:40 f.h.  

  • Mér finnst how to look good naked alveg snillarþættir :D:D Var svo alveg að fíla þá þegar ég var á Íslandi!

    En hvar er annars kommentið mitt á síðustu færslu??? Ég kommentaði alveg heillangt blogg, en það er bara ekki þar :( hmmm

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:28 f.h.  

  • Amma: Gaman að því að þú lest þetta ennþá ;)

    Elín: Þessir þættir eru náttúrlega bara snilld. En bíddu kommentaðiru á síðustu færslu? Eitthvað hefur það ekki virkað :( Endilega skrifaðu bara aftur ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home