Stattu þig, gefstu ekki upp. Þolgæði er snilld.
Á heimili þar sem ekki er til uppþvottavél þýtur stundum um huga minn þegar ég opna eldhússkáp í þeirri meiningu að ná mér í glas að líklega væri betra að drekka bara úr einu af marglitu plastglösunum. Einfaldlega því það er ögn þægilegra að vaska þau upp og maður getur staflað mörgum saman í vaskann án þess að eitthvað brotni. En einhverra hluta vegna tek ég samt alltaf glerglas. Hafiði velt því fyrir ykkur að nánast allir drykkir bragðast betur í glerglasi en plastglasi? Hvort sem um er að ræða vatn, appelsínusafa eða kók. Eins má nefna að heimagerða samlokan þín sem þú smurðir heima í eldhúsi með skinku og osti bragðast miklu betur úti í náttúrunni en í eldhúsinu. Bragðið af brauðinu verður einfaldlega betra þegar það er komið í poka, kuldi náttúru Íslands hefur umvafið það og við erum stödd á milli fjalla eða dala.
Veturinn nálgast og veðrið finnst mér eiginlega lítið skemmtilegt núna. Rok og rigning auk þess kulda sem vill bíta í mig þegar ég þeytist um á peysunni utandyra. Er víst ekki alveg komin í úlpu menninguna eftir sumarið. Snjógallinn er þó notaður í vinnunni en þætt víst nett hallærislegur utan girðingar leikskólans. Í fyrsta skipi síðan síðasta vetur setti ég samt á mig húu í dag. Fyrsti vetrardagur næstu helgi að ég held svo ætli snjórinn taki ekki fljótlega við.
Hef velt því fyrir mér að fjárfesta í hlaupabretti. Ég þoli ekki að hreyfa mig svona lítið og þegar ég loksins er búin í vinnunni er farið að rökkva úti. En svo einfalt er það, hér er ekki pláss fyrir líkamsræktartæki innandyra. Ég gæti reyndar farið í íþróttafötin og hlaupið upp og niður stigann, en ætli ég yrði ekki þreytt á því til lengdar. Svo ekki sé talað um smávægilegt hallæri að þjóta upp og niður stiga margar ferðir í þeim tilgangi að hreyfa sig. Mér bauðst smá aukavinna í líkamsrætarstöð. Ég er þó ekki viss um að það myndi nýtast mér því ég myndi eflaust ekki nota árskortið sem ég fengi í staðinn svo mikið. En kannski er það núna eða aldrei að takast á við líkamsræktarstöðvafóbíuna. En ég held næstum ekki. Ef ég gæti mætt eftir lokun væri það frábært. En það er víst ekki í boði. Í það minnsta, ef einhver á einkastöð þar sem ég get fengið að hreyfa mig má endilega láta mig vita ;)
Ætli ég láti þetta ekki vera nóg í bili, þó mér finnist ég hafa mest lítið annað að gera en að skrifa hér nokkra stafi.
Knús á ykkur öll.... Valborg Rut.
Veturinn nálgast og veðrið finnst mér eiginlega lítið skemmtilegt núna. Rok og rigning auk þess kulda sem vill bíta í mig þegar ég þeytist um á peysunni utandyra. Er víst ekki alveg komin í úlpu menninguna eftir sumarið. Snjógallinn er þó notaður í vinnunni en þætt víst nett hallærislegur utan girðingar leikskólans. Í fyrsta skipi síðan síðasta vetur setti ég samt á mig húu í dag. Fyrsti vetrardagur næstu helgi að ég held svo ætli snjórinn taki ekki fljótlega við.
Hef velt því fyrir mér að fjárfesta í hlaupabretti. Ég þoli ekki að hreyfa mig svona lítið og þegar ég loksins er búin í vinnunni er farið að rökkva úti. En svo einfalt er það, hér er ekki pláss fyrir líkamsræktartæki innandyra. Ég gæti reyndar farið í íþróttafötin og hlaupið upp og niður stigann, en ætli ég yrði ekki þreytt á því til lengdar. Svo ekki sé talað um smávægilegt hallæri að þjóta upp og niður stiga margar ferðir í þeim tilgangi að hreyfa sig. Mér bauðst smá aukavinna í líkamsrætarstöð. Ég er þó ekki viss um að það myndi nýtast mér því ég myndi eflaust ekki nota árskortið sem ég fengi í staðinn svo mikið. En kannski er það núna eða aldrei að takast á við líkamsræktarstöðvafóbíuna. En ég held næstum ekki. Ef ég gæti mætt eftir lokun væri það frábært. En það er víst ekki í boði. Í það minnsta, ef einhver á einkastöð þar sem ég get fengið að hreyfa mig má endilega láta mig vita ;)
Ætli ég láti þetta ekki vera nóg í bili, þó mér finnist ég hafa mest lítið annað að gera en að skrifa hér nokkra stafi.
Knús á ykkur öll.... Valborg Rut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home