Sunnudagur til þrifa
Í víðri merkingu getum við kallað sunnudaga hreingerningardaga. Sumir nota daginn í að laga til í hugarheiminum, hreinsa út úr hugskotum hugans eftir annasama viku. Aðrir leyfa sér þann munað að vera aðeins lengur í sturtu á sunnudögum. Að dunda sér fyrir framan spegillinn með kremdósir og hárblásara. Velja fötin af meiri kostgæfni en aðra daga og gefa sér tíma til að velta fyrir sér lúkki dagsins þangað til maður er sáttur og tilbúinn til að halda hreinn út í nýjan dag. Ekki að við séum yfirleitt skítug, en það er ótrúlegt hvað nokkrar auka mínótur geta gert. En aðrir nota sunnudaga til þess að þrífa heimilið sitt. Að þurrka af, ryksuga og skúra gólfin. Að gera heimilið hreint og fínt fyrir nýja viku sem hefst með daglegu amstri.
Sunnudagar eru dagar þar sem oft er lítið fyrir stafni. Ágætt að nota daginn í hreingerningar hér og þar á ólíkum sviðum. Í dag er ég búin að nota stresslausar aukamínótur fyrir framan spegilinn. Í dag ætla ég líka að þurrka af í herberginu mínu. En það er alltaf gert þegar farið er að rökkva úti. Nokkrar mínótur af kvöldinu verða gefnar með bleika afþurrkunnarklútnum. Annars er ég komin með yfir mig nóg af því að laga til. Fattaði í gær að ég á enn eftir að taka skápana í skrifborðinu í gegn og þvílíkt dót og drasl. Hef ekki opnað þessa skápa síðan ég koma heim og hef litla löngun til þess að kanna innihald þeirra. En neyðist til þess. Ekki get ég lifað með þessu í óreiðu. Svo þarna verður lagað til í dag.
Í dag ætla ég líka út. Hvernig væri að keyra hringinn í firðinum í tilefni þess að það er sunnudagur og bíllinn okkar er loksins kominn eftir alltof langan tíma á verkstæði. Hver veit nema ég arki eins og einn hring í kjarna eða gangi í heimsókn til ömmu. Um að gera að nota daginn í verkefni sem ekki gefst tími til að gera í næstu viku. Vikan verður væntanlega annasöm, allavega ef marka má morgundaginn. Vinna til fimm, fundur klukkan fimm, annar fundur klukkan sjö og þegar hann loks klárast verð ég ábyggilega búin að þreytu og fer beinustu leið heim að sofa. En sumir dagar eru skemmtilegir með pakkaðri dagskrá.
Sunnudagur er hvíldagrdagur..... förum okkur ekki of hratt í dag..... hehe :)
Bestu kveðjur um heima og geima..... Valborg Rut
Sunnudagar eru dagar þar sem oft er lítið fyrir stafni. Ágætt að nota daginn í hreingerningar hér og þar á ólíkum sviðum. Í dag er ég búin að nota stresslausar aukamínótur fyrir framan spegilinn. Í dag ætla ég líka að þurrka af í herberginu mínu. En það er alltaf gert þegar farið er að rökkva úti. Nokkrar mínótur af kvöldinu verða gefnar með bleika afþurrkunnarklútnum. Annars er ég komin með yfir mig nóg af því að laga til. Fattaði í gær að ég á enn eftir að taka skápana í skrifborðinu í gegn og þvílíkt dót og drasl. Hef ekki opnað þessa skápa síðan ég koma heim og hef litla löngun til þess að kanna innihald þeirra. En neyðist til þess. Ekki get ég lifað með þessu í óreiðu. Svo þarna verður lagað til í dag.
Í dag ætla ég líka út. Hvernig væri að keyra hringinn í firðinum í tilefni þess að það er sunnudagur og bíllinn okkar er loksins kominn eftir alltof langan tíma á verkstæði. Hver veit nema ég arki eins og einn hring í kjarna eða gangi í heimsókn til ömmu. Um að gera að nota daginn í verkefni sem ekki gefst tími til að gera í næstu viku. Vikan verður væntanlega annasöm, allavega ef marka má morgundaginn. Vinna til fimm, fundur klukkan fimm, annar fundur klukkan sjö og þegar hann loks klárast verð ég ábyggilega búin að þreytu og fer beinustu leið heim að sofa. En sumir dagar eru skemmtilegir með pakkaðri dagskrá.
Sunnudagur er hvíldagrdagur..... förum okkur ekki of hratt í dag..... hehe :)
Bestu kveðjur um heima og geima..... Valborg Rut
4 Comments:
Blessuð
sunnudagur er hvíldardagur (hjá sumum) og allt gott með það.
Þar sem þú ert tuskusjúklingur mikill, mundu samt að heimurinn ferst ekki þrátt fyrir smá ryk.
Ekki láta þrifin stöðva mikilvægari verkefni. Ég hef komist ótrúlega vel af þó að stundum sé rusl og ryk í kring um mig og ég held að ég sé ekkert verri en hver annar þó ég eigi meira af ryki. Svo er líka svo gaman þegar árangur sést á verkinu loksins þegar það er framkvæmt.
Annars er ég búin að þrífa á Bjargi í dag ;-)
Kveðja Stebba
By Nafnlaus, at 10:42 f.h.
Hehe kannski ég ætti að farað halda hvíldardaginn heilagan, gera ekkert á sunnudögum!
En þú ert greinilega líka búin að þrífa svo ég er ekki ein í því ;)
By Nafnlaus, at 10:59 f.h.
Takk fyrir labbið í kjarna:) og góðan sunnudag;) ,,,ertu byrjuð að horfá Grey's Anatomy?:p
Sjáumst í gönguferð á miðvikudaginn:D
By Sólveig, at 10:22 f.h.
Takk sömuleiðis :) Heyrðu nei ekki gefið mér tíma í þetta, en er búin að hlusta á slatta af tónlistinni ;)
By Nafnlaus, at 11:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home