Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, október 18, 2007

Vinkonudagar

Þá er komin góð leið til að safna kommentum. Einfaldlega að blogga ekki í viku!! Nei ég verð að segja að það er nú alls ekki líkt mér. Enda hef ég lúmska tjáningarþörf og hef varla neitt fyrir því að pikka þessi orð á tölvuna. Annars sitjum við Helga hér í vellystingum, búnar að fara að borða á Greifanum ásamt Huldu Björk, alltaf gaman að rifja upp gamla slúðurtakta, það vantaði reyndar restina af kss gellunum okkar! En við höfum víst ekki hist svo mánuðum og jafnvel árum skiptir! En nú sitjum við uppí rúmi með sitthvora tölvuna, borðandi kókosbollur og lion bar, vafrandi um í netheimum í leit að allskyns nytsamlegum og gáfulegum hlutum. En sumt myndi fólk náttúrlega aldrei skilja.

Katrín, Aron og Lilja Kristín eru á Íslandi og kíktu norður í nokkra daga. Gaman að hitta þau aftur, en hálf skrítið að sjá þau alltí einu á Íslandi, maður er svo vanur þeim bara í Noregi! Nú bíð ég bara eftir hinum Noregsbúunum ;) Agnes: Hvernig var þetta með Íslandsferðina í haust?

Annars bara að skrifa hér nokkrar línur, er búin að vera á leiðinni að koma með gáfuleg skrif hér í marga daga en svo virðist sem ég sé búin að ofurhugsa efnið, þá hef ég svo mikið að ég veit ekkert hvað ég á að byrja lengur!!

Kveðja, ofurupptekin en samt svo ekki.

5 Comments:

  • Tveir af noregsbúunum eru í Finnlandi en gríslíngarnir þrír sitja allir uppp í sófa með teppi að horfa á barnasjónvarpið og segja varla orð ;) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:32 f.h.  

  • Hehe frábært ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:07 e.h.  

  • Vinkonudagar eru bráðnauðsynlegir!

    By Blogger Sólveig, at 6:27 f.h.  

  • Satt og rétt! Við verðum að hittast í næstu viku Sólveig!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:59 f.h.  

  • Já klárlega=D

    By Blogger Sólveig, at 12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home