Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Bókatíðindi

Bókatíðindi 2007 voru að detta í hús. Blað sem maður skoðar á hverju ári. Kynnir sér bækur sem í boði eru því jólin eru tími nýrra bóka. Ég fletti blaðsíðunum hverri á eftir annarri. Byrjaði aftanfrá. Ég skoða líka öll dagblöð í öfugri röð líka. En séð og heyrt skoða ég yfirleitt frá byrjun en ekki frá endanum. Flókið mál til útskýringar en hugsunarlaust í veruleikanum.

Eftir að hafa lesið mér til um nokkrar bækur sem vöktu athygli mína hugsaði ég til baka. Voru þetta ekki aðalega handbækur fyrir lífið sjálft? Sjálshjálparbækur og ævisögur úr heimum góðs og ills, þeirra sem áttu erfitt en gengur núna lífið vel? Mestmegnis voru bækurnar á þessa leið. Og ein uppskriftabók. Matarkynns, ekki uppskrift af góðu lífi.

  • Listin að stjórna eigin lífi - um sjálsfstjórn í verki og tilfinningagreind.
  • Litagleði fyrir heimilið - litir og gleði, innanhússhönnun.
  • Kjúklingaréttir - 256 blaðsíður um matreiðslu kjúklinga.
  • Aldrei aftur meðvirkni - alltaf gaman að vita meira um skugga umhverfisins.
  • Postulín - bók eftir Ölmu og Freyju, að lifa með fötlun.
  • Hvítt á svörtu - barn með heilahrörnun, sjálfsbjargarviðleitni fólks.
  • Hjartað sem slær í brjósti mér er ekki mitt - um stelpu sem fékk nýtt hjarta, endurminning.
  • Enginn má sjá mig gráta - frásögn Arons Pálma úr barnafangelsi í Texas.
  • Þú ert það sem þú hugsar - alltaf gaman að vita meira.
  • Draumalandið - þekkt bók eftir Andra Snæ, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.
  • Tvíburarnir - skáldsaga.
  • Súkkulaði - skáldsaga, nafnið greip mig um leið!!! Súkkulaðiverslun opnuð á móti kirkju.
  • Á ég að gæta systur minnar - skáldsaga.
  • Vetrarborgin - sennilega enn eitt snilldarverk Arnalds Indiða.

Líklega tóku allir eftir því að þarna var engin bók með galdrastráknum Harry eða öðrum fljúgandi furðuverum. Kannski því ég heillast ekki sérstaklega af því sem maður getur á engan hátt nýtt sér. Er meira í því sem getur gerst á jörðinni eða því sem maður getur tengt manni sjálfum. En allir hafa sinn stíl og sín áhugamál. Það er gott að við erum ekki öll eins.

Á meðan ég skrifaði þetta blogg borðaði ég tæplega hálfan líter af ís. Pínulitla rándýra ísboxið sem ég fjárfesti í á leið minni um Hagkaup um daginn. Ekta ítalskur súkkulaði ís. Gott til hátíðarbrigða. Slíkt dýrmeti kaupir maður ekki á hverjum degi.

Heilsan lætur bíða eftir sér. Er enn heima, fimmti dagurinn án krafts og útiveru. Get vonandi látið sjá mig í vinnu á morgun.

Gangið hægt um gleðinnar dyr og munið að jólin koma þó stressið sjáist ekki.....

Bestustu kveðjur um víða veröld....

Valborg Rut

6 Comments:

  • Ég skal segja þér það,, að í gær var ég MJÖG menningarleg, ásamt tveimur vinkonum mínum úr skólanum, eigum það allar sameiginlegt að vera í sálfræðiáföngum. Allar að gera fyrirlestur eða ritgerð. Ég er að gera ritgerð um geðhvörf, þær fyrirlestur um geðhvörf svo í hinum áfanganum. Svo vill semsagt til að í gær var fyrirlestur á amtinu í tilefni útkomu bókarinnar "Þegar ljósið slokknar" Sem er um dreng og líf hans með geðhvörf, en hann svipti sig lífi áðuren bókinni var lokið. Ég var Semsagt virkilega menningarleg í gær þegar við fórum á amtið á fyrirlestur (þetta hef ég aldrei áður gert) En anyway,,, Þarna var móðir stráksins mætt til að segja frá sinni reynslu (hún skrifaði líka bókina ásamt syni sínum) sem var ótrúlegt að heyra og mér fannst reyndar ótrúlegt að hún gæti talað svona um þetta mál, einsog það fór. Þarna var líka leikari sem las upp úr bókinni. Og svo einnig Sigursteinn Másson sem sagði frá sinnir reynslu og vissi í rauninni allt. http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/nr/9415
    "Þegar ljósið slokknar" er semsagt bók sem ég ÆTLA að lesa! Þó ég væri til í að gera það áðuren ég þyrfti að skila ritgerðinni,,, en það fer nú að vera full seint.. því miður!

    Þessar sjálfshjálparbækur finnst mér nú líka vara mikið áhugaverðari helduren skáldsögur eða eitthvað þannig. Þær gera þá eitthvað gagn svona bækur, sjálfshjálpabækur og einsog "þegar ljósið slokknar" bækur. Þær segja frá lífinu einsog það er og geta kennt helling. Ég er ánægð með að það komi fleiri svona bækur út... segi ég sem hef aldrei haft áhuga á að lesa..... En þessar bækur allavega fá mig frekar til að lesa;)

    Annað sem ég vildi segja... JÁ akkúratt ég veit, ég hef mikið að segja núna:)

    Ekta ítalskur ís.. er ekki svo dýr ís meðað við marga aðra! ÞEtta er ótrúlega góður ís... sérstaklega lakkrísísinn og piparmyntuísinn=D OG ég hef nú ekki peypt þennan ís sem spariís,,,,, hann er alltaf til í frystinum hjá mér:p Okej,, og margar aðrar ístegundir, afþví ég er ísfíkill!:D

    Þú kannski bara postar commentinu mínu sem bloggi hahah,,,, allavega að verða jafn langt og bloggið þitt:D

    By Blogger Sólveig, at 8:42 f.h.  

  • Haha Sólveig þú ert snillingur!! Frábært að fá svona heilt blogg á móti bloggi!

    Þú hefðir átt að taka mig með á þennan fyrirlestur, hvernig fór þetta framhjá mér? En ég er og var veik heima svo ég hefði líklegast ekki komist.

    En á morgun er fyrirlestur um einelti og félagslega einangrun barna með þrosakraskanir í Brekkuskóla, langar á hann ef ég verð orðin hress, kemuru með? (Auglýsing í dagskránni, tékkaðu á henni)

    Langar að lesa þessa bók, Þegar ljósið slokknar, verð að muna það! Á ennþá eftir að lesa bókina Konan í köflótta stólnum, kláraðiru hana? Kannski við ættum að stofna bókaklúbb, lesum heima og komum svo og ræðum bókina og hvort hún breytti einhverju viðhorfi okkar... úff þá fyrst yrðum við menningarlegar! En yrði til þess að við myndum lesa meira okkur til skemmtunar og hefðum alltaf einhvern til að tala um bókina við, því þeir sem hafa ekki lesið bókina nenna ekki alltaf að hlusta og skilja heldur ekki alveg alltaf það sem maður er að reyna að segja.

    Íssjúklingur... eitthvað kannast ég við það! Reyndar er ég duglegri í ísnum þegar ég er ein heima eða bý ein ja eða ef vinkonurnar hafa áhuga á því að smakka á þessu manni til samlætis ;) En ég verð nú að segja að þetta pínulitla box kostaði nú frekar mikið, hefði örugglega geta fundið 2. lítra af ís fyrir sama verð! En ísinn var góður engu að síður og án verður án efa keyptur aftur. En lakkrísísinn verður ekki bragðaður! Kannski því ég er með súkkulaðiáhuga?

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:06 f.h.  

  • haha,, já hvernig væri það, stofna klúbb jájá, nema ég er svakalega léinleg að lesa! OG ég tek það fram að éger ENÞÁ að lesa "konan í köflótta stólnum" hva 2 mán? úps! Allavega ég er hryllilega léinleg að lesa!

    Ég er búin að vera veik síðan á lau og er enþá veik, samt fór ég í skólann á mánudaginn, var veik heima í gær... fór samt á fyrirlesturinn afþvi mig LANGAÐI og fór í skólan í dag,, en nei samt lasin! Ég hef ENGAN tíma í að vera lasin, það er ekki að ræða það!!:)

    Ég skoða dagskránna á eftir;) Og læt þig vita..

    By Blogger Sólveig, at 9:14 f.h.  

  • Nei ég hef sko alls ekki tíma til þess að liggja í einhverjum veikindum heldur, en maður getur víst ekki stjórnað öllu!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 f.h.  

  • Óje! Búin að smita þig af ítalska ís-æðinu! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:14 e.h.  

  • Hehe já Helga svo virðist vera! En ég held nú samt að ég haldi mér við rjómaísinn svona dag frá degi, en þegar ég kem suður verðum við samt að fá okkur svona ítalskan kúluís í góðu ísbúðinni ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home