Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, nóvember 03, 2007

Dagur óhollustu

Í gær hélt ég á símanum mínum í þeim tilgangi að skrifa sms. Gerði tvo stafi þegar síminn dó. Líf hans varð ekki meira. Batteríið gaf sig og munar frekar litlu á nýju batteríi eða nýjum síma. Fór því í dag og rétti fram kortið gegn nýjum síma. Ef ég verð ekki gella með bleika myndavélasímann minn. Játa þó að kröfuharða ég vel yfirleitt það ódýrasta þegar ég kem inní símabúðir. Held að ódýr sími virki alveg jafn vel og þeir dýrari.

Dagurinn er búinn að vera hálf kreisí. Leið þó hratt enda gátum við varla stoppað á milli atriða. Vakna - Elísa í afmæli - Elísa til ömmu - Ég og Sóley á furðufataball í Brekkuskóla - Til ömmu - Bíó með listhlaupadeild skautafélagssins - Panta pitsu - Borðað og horft á Latabæ - Náttföt - Sofa. Svo hér hafiði lýsingu á frænkudeginum. Nú sofa stelpurnar en ég eins og endranær tékka á netheimum.

Hvað varð um allar gáfulegu setningarnar sem sáust á þessu bloggi? Verð nú að segja að sjálfri finnst mér skemmtilegra að lesa eitthvað með innihaldi. En..... það verður víst ekki í dag.

Stutt lesning til tilbreytingar....

Valborg Rut.

2 Comments:

  • hehe ég var eins og þú með símana þangað til ég kynntist aðeins dýrari símum ;) hehehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:27 f.h.  

  • Hehe já líklega er þetta þannig, ef maður ákveður að kaupa einu sinni dýrt freistast maður næst líka... hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home