Eins og belja á svelli
Í dag leið mér eins og belju á svelli. Ekki að ég væri með fjóra fætur eða lafandi júgur. Hvað þá hala og segði mu. Nei nei ég er enn bara með tvo fætur og talandi íslensku. En í þessari líka fínu hálku og svelli mátti ég hafa mig alla við svo ég stæði á fótunum. Beið bara eftir að renna á hausinn og liggja eins og klessa á köldu undirlaginu. En hafði heppnina með mér í dag og komst allra leiða minna slysalaust.
Kíkti heim í smástund áðan og henti mér uppí hjónarúmið þar sem foreldrarnir sátu og mamma veiddi uppúr okkur hvað mætti eiginlega kaupa og við vildum að væri til. Hakk, kjúklingabringur, kex, skipulagskörfur, gólfsápa, baðherbergishreinsiefni með sítrónulykt svo eitthvað sé nefnt. Ég bað um nýjar gluggaþvottagræjur en fékk því ekki framgengt. Skyndilega stekkur pabbi á fætur og segist þurfa að sýna mér nýju nærbuxurnar sínar. Eitt vissi ég strax að þetta væru nú greinilega ekki venjulegar nærbuxur. Nei það voru sko alveg eðal IslandRover nærbuxur. Hló nú ekki lítið af þessu uppátæki þeirra Landroverfélaga. Hvenær ætli KFUK sendi mér nærbuxur merktar félaginu? Hehe. Þá held ég að peysurnar séu nú betri. Fannst þetta reyndar svolítið skemmtileg og skondin hugmynd. Maður á greinilega að vera vel merktur sínu félagi. Í Landrover ferðum getiði því alltaf vitað að karlkyns þátttakendur eru í eins peysum og eins nærbuxum.
Myrkrið hylur jörðina og klukkan á veggnum segir mér að draumaheimurinn sé handan við hornið.
Berið virðingu fyrir hvort öðru og lifið í sátt og samlyndi....
Valborg Rut.
Kíkti heim í smástund áðan og henti mér uppí hjónarúmið þar sem foreldrarnir sátu og mamma veiddi uppúr okkur hvað mætti eiginlega kaupa og við vildum að væri til. Hakk, kjúklingabringur, kex, skipulagskörfur, gólfsápa, baðherbergishreinsiefni með sítrónulykt svo eitthvað sé nefnt. Ég bað um nýjar gluggaþvottagræjur en fékk því ekki framgengt. Skyndilega stekkur pabbi á fætur og segist þurfa að sýna mér nýju nærbuxurnar sínar. Eitt vissi ég strax að þetta væru nú greinilega ekki venjulegar nærbuxur. Nei það voru sko alveg eðal IslandRover nærbuxur. Hló nú ekki lítið af þessu uppátæki þeirra Landroverfélaga. Hvenær ætli KFUK sendi mér nærbuxur merktar félaginu? Hehe. Þá held ég að peysurnar séu nú betri. Fannst þetta reyndar svolítið skemmtileg og skondin hugmynd. Maður á greinilega að vera vel merktur sínu félagi. Í Landrover ferðum getiði því alltaf vitað að karlkyns þátttakendur eru í eins peysum og eins nærbuxum.
Myrkrið hylur jörðina og klukkan á veggnum segir mér að draumaheimurinn sé handan við hornið.
Berið virðingu fyrir hvort öðru og lifið í sátt og samlyndi....
Valborg Rut.
1 Comments:
Blessuð,,
Hvernig væri að taka mynd af húsbóndanum´´a nýju nærbuxunum einum saman og skella henni hér inn svo við getum dáðst að honum (eða brosað) líka. ;-)
S.
By Nafnlaus, at 1:09 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home