Fegurð og ávextir
Þegar fólk fer að lifa eftir hjarta sínu og sækjast eftir því sem það þráir munu ekki allir keppa eftir því sama. Það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Við viljum ekki öll eiga BMW, eiga sama makann eða öðlast sömu lífsreynsluna. Okkur langar ekki einu sinni í sömu fötin. Við viljum ekki.....
Við erum öll svo ólík. Það er þess vegna sem er svo gaman að kynnast nýju fólki. Enginn er eins. Hver og einn er sérstakur og hefur sína kosti og hæfileika. Enginn annar hefur nákvæmlega sömu kosti og hæfileika og þú. Enginn lítur nákvæmlega eins út og þú og þannig greinumst við í sundur við fyrstu sýn. Kannski væri gaman að kynnast fólki án þess að sjá það. Ef við værum öll ósýnileg og hefðum þar af leiðandi ekkert til að mynda okkur skoðanir við fyrstu sýn. Við einfaldlega þyrftum að kynnast því sem innra er áður en við getum ákveðið hvort manneskjan höfði til manns á einhvern hátt.
Ég fer í búðina og ætla mér að kaupa ávexti. Stend fyrir framan eplin og vel mér fallegustu eplin úr hópnum. Geng að appelsínunum og vel þær sem eru fallegastar í laginu. Að lokum kaupi ég banana og vel þá sem eru fallega gulir. Ekki grænir og ekki með brúnar doppur. Og þetta gera fleiri en ég.
Það sem ég veit hins vegar ekki er hvort að ávextirnir mínir séu jafn góðir á bragðið og þeir eru fallegir. Fallegustu eplin eru ekki endilega alltaf best. Fallega appelsínan gæti verið skemmt inní. Bananinn gæti verið vondur á bragðið.
Þetta þurfum við að muna. Ef við stæðum fyrir framan hóp af fólki og ættum að velja úr eins og við veljum okkur ávexti er ég ekki viss um að niðurstaðan yrði góð. Kannski voru þeir fallegustu og þeir sem voru best vaxnir ekki endilega þeir sem gætu orðið okkar bestu vinir.
Horfum á innrætið en ekki á útlitið. Við erum öll falleg. Falleg á okkar hátt.
Valborg.
Við erum öll svo ólík. Það er þess vegna sem er svo gaman að kynnast nýju fólki. Enginn er eins. Hver og einn er sérstakur og hefur sína kosti og hæfileika. Enginn annar hefur nákvæmlega sömu kosti og hæfileika og þú. Enginn lítur nákvæmlega eins út og þú og þannig greinumst við í sundur við fyrstu sýn. Kannski væri gaman að kynnast fólki án þess að sjá það. Ef við værum öll ósýnileg og hefðum þar af leiðandi ekkert til að mynda okkur skoðanir við fyrstu sýn. Við einfaldlega þyrftum að kynnast því sem innra er áður en við getum ákveðið hvort manneskjan höfði til manns á einhvern hátt.
Ég fer í búðina og ætla mér að kaupa ávexti. Stend fyrir framan eplin og vel mér fallegustu eplin úr hópnum. Geng að appelsínunum og vel þær sem eru fallegastar í laginu. Að lokum kaupi ég banana og vel þá sem eru fallega gulir. Ekki grænir og ekki með brúnar doppur. Og þetta gera fleiri en ég.
Það sem ég veit hins vegar ekki er hvort að ávextirnir mínir séu jafn góðir á bragðið og þeir eru fallegir. Fallegustu eplin eru ekki endilega alltaf best. Fallega appelsínan gæti verið skemmt inní. Bananinn gæti verið vondur á bragðið.
Þetta þurfum við að muna. Ef við stæðum fyrir framan hóp af fólki og ættum að velja úr eins og við veljum okkur ávexti er ég ekki viss um að niðurstaðan yrði góð. Kannski voru þeir fallegustu og þeir sem voru best vaxnir ekki endilega þeir sem gætu orðið okkar bestu vinir.
Horfum á innrætið en ekki á útlitið. Við erum öll falleg. Falleg á okkar hátt.
Valborg.
1 Comments:
Mikið rétt :-)
By Nafnlaus, at 1:48 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home