Fnjóskadalur
Fnjóskadalurinn tók á móti okkur, nýfallinn snjórinn settist á trjágreinarnar. Komið að því að leyfa tímaleysi, letilífi og fjölskyldudögum að taka völdin. Matur, sófaleti, flatmagað í heita pottinum. Talað og já skyndilega vorum við farin að syngja ástarfaðir himinhæða. Af hverju? Jú því bróðirinn á að læra það fyrir fermingarfræðsluna á þriðjudaginn. Skil ekkert í því að við séum ekki búin að stofna fjöslkyldusöngband. Með allt þetta góða fólk meðal vor. Furðulegt, hehe. Laugardagurinn tók á móti okkur og náttfatadagur tók völdin. Hressleikinn og krafturinn brást, máttleysið tók völdin. Líkaminn óvanur fríum og hefur líklega ekkert litist á þessa leti. Laugardagur, sunnudagur, ég geng hægt, rúmið eða sófinn mínir griðarstaðir. Harkaði af mér í kirkju áðan. Stelpurnar í kórnum gullmolar eins og alltaf.
Vinnuvika að hefjast, heilsan vonandi að koma til. Ný verkefni, ný tækifæri. Nýjir dagar, nýjir klukkutímar.
Orkan er búin, betri skrif síðar.
Valborg Rut
Vinnuvika að hefjast, heilsan vonandi að koma til. Ný verkefni, ný tækifæri. Nýjir dagar, nýjir klukkutímar.
Orkan er búin, betri skrif síðar.
Valborg Rut
2 Comments:
Blessuð gamla,,,,
þvílík orka í þér, ræður bara ekki ekki við þig ;-)
Vonandi ertu orðin sæmilega hress, annars skalt þú drífa þig í blóðprufi og láta mæla allt mögulegt og ómögulegt.
Þú hefttur sennilega sungið sálminn of oft og öll orkan farið í það en nú skaltu bara syngja jólalög, þau hressa alla við.
Kveðja S.
By Nafnlaus, at 1:16 e.h.
Jólalög.... er það ekki aðeins of snemmt? Kannski ég skelli þeim í grænjurnar fljótlega!
Mér finnst læknar nú ekkert sérlega skemmtilegir... en það er nú lítið pælt í því... hehe.
By Nafnlaus, at 2:08 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home