sunnudagur, nóvember 11, 2007

Fnjóskadalur

Fnjóskadalurinn tók á móti okkur, nýfallinn snjórinn settist á trjágreinarnar. Komið að því að leyfa tímaleysi, letilífi og fjölskyldudögum að taka völdin. Matur, sófaleti, flatmagað í heita pottinum. Talað og já skyndilega vorum við farin að syngja ástarfaðir himinhæða. Af hverju? Jú því bróðirinn á að læra það fyrir fermingarfræðsluna á þriðjudaginn. Skil ekkert í því að við séum ekki búin að stofna fjöslkyldusöngband. Með allt þetta góða fólk meðal vor. Furðulegt, hehe. Laugardagurinn tók á móti okkur og náttfatadagur tók völdin. Hressleikinn og krafturinn brást, máttleysið tók völdin. Líkaminn óvanur fríum og hefur líklega ekkert litist á þessa leti. Laugardagur, sunnudagur, ég geng hægt, rúmið eða sófinn mínir griðarstaðir. Harkaði af mér í kirkju áðan. Stelpurnar í kórnum gullmolar eins og alltaf.

Vinnuvika að hefjast, heilsan vonandi að koma til. Ný verkefni, ný tækifæri. Nýjir dagar, nýjir klukkutímar.

Orkan er búin, betri skrif síðar.

Valborg Rut

2 ummæli:

  1. Nafnlaus1:16 e.h.

    Blessuð gamla,,,,
    þvílík orka í þér, ræður bara ekki ekki við þig ;-)
    Vonandi ertu orðin sæmilega hress, annars skalt þú drífa þig í blóðprufi og láta mæla allt mögulegt og ómögulegt.
    Þú hefttur sennilega sungið sálminn of oft og öll orkan farið í það en nú skaltu bara syngja jólalög, þau hressa alla við.
    Kveðja S.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:08 e.h.

    Jólalög.... er það ekki aðeins of snemmt? Kannski ég skelli þeim í grænjurnar fljótlega!
    Mér finnst læknar nú ekkert sérlega skemmtilegir... en það er nú lítið pælt í því... hehe.

    SvaraEyða