Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Hólavatnsferð

Vont veður. Eigum við að fara? Eða að gefast upp fyrir veðurguðinum og hætta við ferðalagið? Nei ég er nú þrjóskari en það. Á Hólavatn var haldið í leiðindar veðri. Eyjafjörðurinn stóð þó fyrir sínu og í botni fjarðarinns vottaði ekki fyrir illviðri bæjarins. Sveitin tók á móti okkur köld en falleg. Vatnið frosið en inni var nokkuð hlýtt. Hressar stelpur töluðu hver í kapp við aðra, sungu og léku. Hef sjaldan séð jafn skemmtilegan hóp stelpna sem nær jafn vel saman komnar hver úr sinni áttinni. Góð samheldni og liðsheild fannst mér áberandi. Allar svo ólíkar en allar svo frábærar. Ferðin gekk mjög vel og held að allir hafi skemmt sér vel. Vonandi allir bætt einhverju góðu í minningarbankann.

Eftir komu í menningu bæjarins var farið í kaffi til ömmu. Alltaf gaman að hitta fólkið sem er manni mest en maður eyðir kannski þegar upp er staðið of lítlum tíma með. Fór svo í sunnuhlíðina þar sem var skúrað og skrúbbað. Óhreinindi sem safnast hafa upp í leti minni sem þrifnaðardama og vegna heilsuleysis. En get nú hætt að hafa þetta á samviskunni þangað til það verður skítugt næst. Kom svo loksins heim, flakka um netheima en mun bráðlega laga neglurnar mínar fyrir komandi daga.

Án þess að vita hvert ég stefni, á hvað eða hvernig, þá stefni ég hátt.

Lifið sátt við allt og alla....

Valborg Rut

4 Comments:

  • Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:10 f.h.  

  • Æ en yndælt komment! Hefði nú samt frekar viljað sjá eitthvað annað og meira spennandi... en...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:11 e.h.  

  • Gaman að heyra að ferðin var góð:)
    Gott commentið já sem þú fékkst;) hihih..

    Takk fyrir góða kaffihúsarferð í gær=) - hittumst fljótt aftur!!:) - Þurfum bæði að fara út að labba og svo þurfum við að fara í bókval í te og kaffi og líklega er það eitthvað fleira;) hihih..

    Hafðu það gott ynsisleg,,

    By Blogger Sólveig, at 11:44 f.h.  

  • Takk sömuleiðis frábær ;) Já klárlega hittingur sem fyrst! Pöntum jafn æðisleg norðurljós og stjörnur eins og voru í gær :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home