Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Á hraðferð

  • Naglalakkið er að þorna á fingrunum svo með hraði get ég skrifað hér nokkra stafi.
  • Hef haft brjálað að gera síðustu daga og bræður mínir og fjölskylda hrædd um að ég sé flutt að heiman.
  • Svo er nú samt ekki.
  • Ég kíki við á nóttunni og næstu kvöld ætla ég mér að hafa minna að gera.
  • Hef afrekað svo mikið síðan á föstudag að ég man nánast ekkert hvar ég er búin að vera og hvar ekki.
  • Hvað þá hvað ég er fyrr búin að skrifa og hvað ekki.
  • Í gær vaknaði ég frekar þreytt eftir fimm tíma svefn.
  • Tók mig til með hraði í vinnuna, henti gallabuxum og peysu í tösku og hélt af stað.
  • Vann til fimm og skipti úr íþróttabuxunum í gallabuxur.
  • KFUK fundum klukkan 5, borðað á leiðinni.
  • Gerðum sykurmolahús og stelpurnar eru algjörir snillingar. Ótrúlega flott hjá þeim.
  • Úr Sunnuhlíð var haldið á Hjálpræðisherinn á Gospelkóræfingu.
  • Þar var fólk frá Noregi með námskeið.
  • Ótrúlega skemmtilegt og þreytuhugsanir flugu út um gluggan.
  • Í dag komst ég að því að tveggja ára strákar geta tekið forskot á gelgjuna.
  • Já frekar skrítið en ég er viss um að þetta var smá undirbúningur í dag.
  • Kom heim í sturtu, lagaði neglurnar.
  • Er núna að verða of sein á skipulagsfund KNS.
  • KNS stendur fyrir Kristilegt Næstum því Stúdentafélag.
  • Já, við vorum í vandræðum með að finna nafn en þetta kom að lokum.
  • Í raun allt í lagi, ja allavega þangað til maður útskýrir stafina.
  • En allavega er þetta nýstofnað kristilegt félag fyrir fólk í framhaldsskólum.
  • Hef þó ekki tíma til að vera þar til enda.
  • Fer á kóræfingu aftur í kvöld og þem raddböndin aðeins.
  • Á daginn syng ég með leikskólabörnum, stundum syngja þau með, stundum líður mér eins og einsöngvara.
  • Á kvöldin virðist ég syngja meira fyrir mig sjálfa. Og syng ekki lagið um brunabílinn, hvað þá Óla í skóginum.
  • En nú verð ég að þjóta, taka mig til að bruna á næsta áfangastað.

Hafið það gott, gætið þess í brjálæði heimsins og gleyma ekki ykkur sjálfum.

Knús á ykkur öll.....

Valborg Rut.

4 Comments:

  • það er aldeilis bilað að gera hja þer heh:) en hafðu það gott:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:48 f.h.  

  • Takk takk sömuleiðis ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:59 f.h.  

  • Herðu jááá,, við erum svo uppteknar manneskjur svakalegt;) Þú gefur þér allavega tíma í að blogga,, annað en ég er búin að gera!
    Þúst ég er að spá hvort við eigum ekki að skella okkur á kaffihús, útað labba líka kannski? heyrðu í mér:)

    By Blogger Sólveig, at 11:31 f.h.  

  • Það væri æði, gef mér tíma til að heyra í þér ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home