Leikfimi hugans og þú tekur þátt ;-)
Hugaleikfimi ;-) Hvað er á myndunum? Hvað tákna þær? Hvernig túlkar þú þessar myndir?
Nú er sá tími sem allir taka þátt og segja sína skoðun ;-)
Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Hvernig hljómar eiginlega gullna reglan í nýju biblíunni?
Allt sem þú vilt að aðrir geri þér..... ?
Elskið lífið og ykkur sjálf.....
Valborg Rut.
7 Comments:
Snilld Valborg...þetta er skemmtilegt.
Regnboginn er sáttmáli milli Guðs og manna minnir mig... merki samtakanna 78 líka... við getum óskað okkur undir regnboganum... Allt þetta dettur mér í hug þegar ég horfi á myndina. En ég vil túlka myndina sem brú sem tengir okkur og hina. Hinir geta verið hver sem er, Guð...menn...konur...ALLIR og við erum öll jöfn.
Seinni myndin er ekki eins glaðleg.
Stelpan er föst, er í greipum einhvers ills og vill losna. Eitthvað vald er yfir henni og stjórnar hugsunum hennar og hegðun og dregur úr henni alla orku. Hún þarf hjálp, hjálp við að rífa sig lausa.
By Nafnlaus, at 11:45 f.h.
Hey svo datt mér í hug...kannski gæti stelpan verið útí horni og böndin verið að reyna að draga hana úr horninu en hún þorir ekki að koma fram - koma úr horninu og takast á við lífið...
Pæling... ;) Gaman að svona myndum sem hægt er að túlka á marga vegu.
By Nafnlaus, at 3:01 e.h.
Þú ert snillingur ;) Alltaf svo mikið til í pælingunum þínum ;)
Skildi það verða svo að þú verðir sú eina sem kommentar á þetta pælingablogg? Hey, koma svo, það geta allir sagt eitthvað :)
By Nafnlaus, at 4:11 e.h.
Ég verð með í leiknum ...
Fyrri myndin er full bjartsýni og við eigum að stefna að ljósinu og að bjartari tímum....
sú seinni er erfiðari...en ég ætla að ímynda mér að Spiderman sé að bjarga þessari stúlku og kippi henni aftur burtu úr þessari prísund sem hún virðist vera í :-)
hehe......
By Nafnlaus, at 3:41 f.h.
Hehe spiderman ver ég ekki búin að fatta,en gæti nú vel verið!
By Nafnlaus, at 2:52 e.h.
Fyrri myndin, einsog ég túlka þetta: Þar sem fólk stendur virðist vera dimmt yfir,,, þar er ljótt ský með eldingu og fyrir mér einsog það sé þar sem það vonda er, leiðindin í lífinu, vandamálin og erfiðleikarnir,,, hinumenda regnbogans er svo sól.. þar sem allt verður betra. Regnborgin sýnir leiðina til hins betra fyrir manninn, og fólkið virðist ætla að labba þangað. Semsagt fólkið velur þá leið að fara til hins betra, vinna í sínum málum og komast á betri stað í lífinu.. þó það sé löng leið.
Svo er það seinni myndin: Sýnir manneskju sem er virðist vera föst, föst í lífinu? Líður einsog hún geti ekki gert neitt? Hún þarf hjálp,, sýnir að manneskjunni vantar hjálp frá öðrum, því hún getur ekki gert það sjálf. Manneskjan sýnist allavega vera mjög langt niður komin.
Okej svona túlka ég þær allavega:)
By Sólveig, at 10:26 f.h.
Það er svo gaman að segja hvað fólki finnst, þetta er æðislegt!
Sólveig, við stefnum að hittingi sem fyrst!!
By Valborg Rut, at 10:37 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home