Með augun opin, hugann í lagi og heilbrigði í fyrirrúmi.
Ég er komin í helgarfrí. Skipulagsdagur á leikskólanum á morgun og árshátíð í borginni á laugardag. Ég læt þó samstarfsfólk mitt um gleðina og tek mér önnur verkefni fyrir hendur. Starfsdagurinn verður líka tekinn í borginni þar sem á að skoða aðra hjallaleikskóla. En ég er heima og verð því í ljúflegu fríi á morgun. Annaðkvöld tek ég við frænkunum og ætli við notum ekki helgina í dunderí. Verð því ekki aðgerðarlaus þessa frídaga. Væri þó alveg til í að kíkja á árshátíð og gista á Hilton hótelinu en það bíður betri tíma.
Það eru ekki komin jól. Það er ekki heldur föstudagur. Hvers vegna í ósköpunum var þá svona margt fólk á hlaupum og engin bílastæði að finna? Ef jólastessið er strax byrjað er mér nú allri lokið. Er með ofnæmi fyrir þessu stressi. Hvers vegna labbar fólk ekki bara rólega og tekur lífinu með ró? Í stað þess að stressa sjálfan sig upp og raska ró samfélagsins. Ótrúlegt að nenna þessu. En svona er þetta víst á okkar litla Íslandi.
Steinahillan mín er við það sama. Skyndileg þolinmæði gagnvart handklæði og steinum á gólfinu. Horfi á þetta á hverjum degi og hugsa að ég verði nú að farað klára þetta. Einhverra hluta vegna þarf sköpunargáfan að vera í hámarki og humyndaflugið líka. Og þolinmæði ef maður ætlar sér að pússla steinum og ljósaseríu saman þannig að engar snúrur sjáist. Vantar bara eitthvað til að brjóta þetta upp. Datt reyndar í hug að setja þurrkaðar rósir á milli steinanna. En tími ekki að taka þær sem ég á úr hinum hillinum. Finn út úr þessu. Er alveg að farað gefa mér tíma í þetta. Þoli ekki svona ókláruð verkefni.
Núna þarf ég að föndra. Teikna hringi á lituð karton og klippa út. Undirbúningur fyrir kfuk fund á mánudaginn. Stefnan er að láta stelpurnar búa til hús úr sykurmolum. Til þess þarf undirstöður og þar koma hringirnir til sögunnar. Hlakka eiginlega ótrúlega til að gera þetta. Man hvað við Helga skemmtum okkur vel eitt kvöldið við að búa til svona sykurmolahús úr útrunnum sykurmolum í sunnuhlíðinni. Veit reyndar ekki hvort að 10-12 ára stelpum í dag finnist þetta skemmtilegt, en það kemur allt í ljós!
Hafið augun opin, ekki er allt sem sýnist.....
Valborg Rut.
Það eru ekki komin jól. Það er ekki heldur föstudagur. Hvers vegna í ósköpunum var þá svona margt fólk á hlaupum og engin bílastæði að finna? Ef jólastessið er strax byrjað er mér nú allri lokið. Er með ofnæmi fyrir þessu stressi. Hvers vegna labbar fólk ekki bara rólega og tekur lífinu með ró? Í stað þess að stressa sjálfan sig upp og raska ró samfélagsins. Ótrúlegt að nenna þessu. En svona er þetta víst á okkar litla Íslandi.
Steinahillan mín er við það sama. Skyndileg þolinmæði gagnvart handklæði og steinum á gólfinu. Horfi á þetta á hverjum degi og hugsa að ég verði nú að farað klára þetta. Einhverra hluta vegna þarf sköpunargáfan að vera í hámarki og humyndaflugið líka. Og þolinmæði ef maður ætlar sér að pússla steinum og ljósaseríu saman þannig að engar snúrur sjáist. Vantar bara eitthvað til að brjóta þetta upp. Datt reyndar í hug að setja þurrkaðar rósir á milli steinanna. En tími ekki að taka þær sem ég á úr hinum hillinum. Finn út úr þessu. Er alveg að farað gefa mér tíma í þetta. Þoli ekki svona ókláruð verkefni.
Núna þarf ég að föndra. Teikna hringi á lituð karton og klippa út. Undirbúningur fyrir kfuk fund á mánudaginn. Stefnan er að láta stelpurnar búa til hús úr sykurmolum. Til þess þarf undirstöður og þar koma hringirnir til sögunnar. Hlakka eiginlega ótrúlega til að gera þetta. Man hvað við Helga skemmtum okkur vel eitt kvöldið við að búa til svona sykurmolahús úr útrunnum sykurmolum í sunnuhlíðinni. Veit reyndar ekki hvort að 10-12 ára stelpum í dag finnist þetta skemmtilegt, en það kemur allt í ljós!
Hafið augun opin, ekki er allt sem sýnist.....
Valborg Rut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home