Reykjavík - Akureyri
Ég hljóp út í flugvélina rétt áður en dyrunum var skellt aftur. Yfir mig ánægð með að það hafi verið laust sæti handa mér. En ánægjan hvarf á braut þegar byrjað var á því að vara við ókyrrð í loftinu. Ég var farin að halda að flugvélin myndi hrapa þar sem ég hentist til í sætinu með magann uppí heila. Hugsaði að kannski hefði ég bara átt að bíða eftir mömmu og pabba og keyra með þeim. En tók gleði mína á ný þegar Helga renndi við á flugvelli borgarinnar. Búðir og labb á laugavegi og skólavörðustíg í æðislegu veðri þó kalt hafi verið. Ítalskur ís í íscafé, smáralindin og kaffihús þangað til fólkið mitt renndi í borgina á Landrovernum. Ójá, eftir 11 vikur á verkstæði og langa bið eftir varahlutum sem ýmist reyndust gallaðir eða án festinga komst þetta loksins saman. Ánægjan hefur tekið völdin.
Föstudagur, laugardagur, búðir, kaupa, kaupa meira, máta, máta meira, veskið léttist, pokarnir fylltu öll gólf íbúðarinnar í vesturbænum, landroverinn hlaðinn uppí loft á leið heim á sunnudaginn. Takk Helga fyrir skemmtilegan fimmtudag og föstudagskvöldið. Takk Abba fyrir æðislegan ísrúnt og spjall á laugardagskvöldið. Verðum að taka ferð á bláu þegar þú kemur norður um jólin. Ef eki sjáumst við vafalaust í kirkjunni okkar góðu. Og takk allir hinir fyrir góðar búðaferðir, endalaust labb á milli staða og svokallaða jólasveinaferð í borgina.
Jólin geta alveg komið. Er næstum búin að öllu. Ja nema náttúrlega að kaupa allar jólagjafirnar, pakka þeim inn, búa til jólakortin og skrifa á þau. Já ókey. Jólin mega kannski ekki koma alveg strax. Ég þyki vera að verða ögn sein að hlutunum. Mamma fyllist af stressi þegar ég nefni í rólegheitum mínum að ég eigi nú enn eftir að kaupa í jólakortin. Ég dró Helgu nú samt með mér í Föndru í borginni þar sem ég var viss um að finna eitthvað sniðugt. Nóg var að hugmyndum en svo varð nú að þrátt fyrir allar hugmyndirnar og klukkutíma viðveru í föndurbúð gekk ég út með ekki neitt. Tíminn líður, dagarnir, klukkutímarnir og mínóturnar þjóta hjá alltof hratt. En jólin koma. Jafnvel þó ég myndi steingleyma að ég ætti eftir að skrifa á jólakortin eða kaupa jólagjafirnar. En engar áhyggjur. Eins og sannur íslendingur segi ég bara; þetta reddast!
Nú ligg ég í hreina rúminu mínu í hreina herberginu og ætla mér að leggja aftur þreytt augun.
Góða nótt besta fólk...
Valborg Rut.
Föstudagur, laugardagur, búðir, kaupa, kaupa meira, máta, máta meira, veskið léttist, pokarnir fylltu öll gólf íbúðarinnar í vesturbænum, landroverinn hlaðinn uppí loft á leið heim á sunnudaginn. Takk Helga fyrir skemmtilegan fimmtudag og föstudagskvöldið. Takk Abba fyrir æðislegan ísrúnt og spjall á laugardagskvöldið. Verðum að taka ferð á bláu þegar þú kemur norður um jólin. Ef eki sjáumst við vafalaust í kirkjunni okkar góðu. Og takk allir hinir fyrir góðar búðaferðir, endalaust labb á milli staða og svokallaða jólasveinaferð í borgina.
Jólin geta alveg komið. Er næstum búin að öllu. Ja nema náttúrlega að kaupa allar jólagjafirnar, pakka þeim inn, búa til jólakortin og skrifa á þau. Já ókey. Jólin mega kannski ekki koma alveg strax. Ég þyki vera að verða ögn sein að hlutunum. Mamma fyllist af stressi þegar ég nefni í rólegheitum mínum að ég eigi nú enn eftir að kaupa í jólakortin. Ég dró Helgu nú samt með mér í Föndru í borginni þar sem ég var viss um að finna eitthvað sniðugt. Nóg var að hugmyndum en svo varð nú að þrátt fyrir allar hugmyndirnar og klukkutíma viðveru í föndurbúð gekk ég út með ekki neitt. Tíminn líður, dagarnir, klukkutímarnir og mínóturnar þjóta hjá alltof hratt. En jólin koma. Jafnvel þó ég myndi steingleyma að ég ætti eftir að skrifa á jólakortin eða kaupa jólagjafirnar. En engar áhyggjur. Eins og sannur íslendingur segi ég bara; þetta reddast!
Nú ligg ég í hreina rúminu mínu í hreina herberginu og ætla mér að leggja aftur þreytt augun.
Góða nótt besta fólk...
Valborg Rut.
5 Comments:
Sammála síðasta ræðumanni...þetta reddast ;) Eins og alltaf. Á einhvern undraverðan hátt reddast hlutirnir yfirleitt á endanum þó maður geti ekki ímyndað sér annað en þetta fari allt í rúst! Thank god því annars væri ég alls ekki stödd hér í dag, búin með stúdent og svona. hehe
By Nafnlaus, at 4:36 f.h.
Síðasta ræðumanni, ég sé bara komment frá þér... hehe! Mikið sammála þér í þessu!
By Nafnlaus, at 2:44 e.h.
Já skvísin mín ...þetta var fín ferð hjá okkur og þú ekki í vandræðum með jólafötin í ár !!
Svo gaman að þú skulir enn vilja koma með okkur í svona ferðir, frábært !!
By Nafnlaus, at 1:11 f.h.
Þú varst líka síðasti ræðumaður þá kjáninn þinn ;)
By Nafnlaus, at 10:15 f.h.
Elín: Æ já alveg rétt, hehe fattaði það ekki!!!
Mamma: Já svon ertu nú heppin að eiga mig ;) hehe
By Nafnlaus, at 11:04 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home