Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Ræktaðu græna tréð í hjarta þér handa söngfuglinum

Heimilisfaðirinn stóð fyrir framan ísskápinn. Segir: ég finn ekki kartöflurnar. Húsmóðirin segir með hneikslunartón: þú ert búinn að búa með mér í tuttugu ár og ættir að vita hvar í ísskápnum kartöflunar eru geymdar! Ég er líka búin að búa með móður minni í 20 ár. Ég veit að kartöflurnar eru geymdar neðst hægra meginn. Kartöflur, karteflur, kartebblur, rosalega er þetta skrítið orð.

Það er auglýsing í sjónvarpsdagskránni sem ég get öskrað yfir þegar hún mæti mér. Einn fjórði af blaðsíðu og fyrirsögnin alltaf falin í kílóafjölda. Og í dag stendur: Núna eru 51 kíló farin!!! Fyrir mér kemur þetta frekar óheilbrigt út. Ég veit vel að sumir einfaldlega þurfa að grenna sig til að geta lifað heilbrigðara lífi. Því við vitum jú öll að það er til meðalvegur. Ekki of grannur en ekki of feitur. En ég veit líka að það getur ekki verið mjög hollt að grennast svona hratt um svo mörg kíló. Því í hverri viku í nokkurn tíma hefur staðið þarna ný tala. Við höfum ekki séð manneskjuna sem er að missa þetta allt. Vitum ekki hvort það er kona eða karl. Hún gæti verið komin langt undir kjörþyngd. Hún gæti verið enn í yfirþyngd. Mér finnst þetta slæm auglýsing. Finnst hún hafa röng áhrif og gefa slæm skilaboð út í samfélagið. En ég veit vel að það eru ekki allir á sömu skoðun og ég, öllum er frjálst að hafa sína skoðun og sitt álit. Vafalaust er til fólk sem finnst slíkar auglýsingar frábærar.

Þið eruð eins og þið eigið að vera. Og þannig eruð þið lang best.

Valborg Rut.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home