Sandblásnar filmur
Á þeim tíma sem húsið okkar var byggt var í tísku að hafa gulbrúna glugga við loftið í herbergjum sem átti að þjóna þeim tilgangi að lýsa upp ganginn frammi. Þar eru engir gluggar því herbergin eru við útveggina en gangurinn/holið er í miðjunni. Málið er hinsvegar að í gegnum svona gler kemst birtan ekki. Veit þar af leiðandi ekki alveg hver tilgangur verksins var. Lengi hefur þessi svokallaði gluggi pirrað mig svolítið. Einfaldlega því hann gæti verið öðruvísi útlits útfrá heimasætunni í prinsessuherberginu. Ég held reyndar að fólk sé ekkert að pæla í þessu og fæstir þeir sem velta þessu eitthvað fyrir sér. Ég hef þó vitanlega gert það og gert nokkrar tilraunirnar til þess að þola gluggann betur. Til dæmis hafa verið í honum pappírshjörtu í mismunandi stærðum og mismunandi röðuð. Hef velt því fyrir mér að reyna að festa þarna þurrkaðar rósir eða fá mér eitthvað prinsessuefni og setja þarna til skrauts í einhverri útfærslu. Í nútímanum er hinsvegar ekkert í glugganum, bara hann eins og hann er. Nú langar mig hins vegar í ögn stærri framkvæmdir. Hef komist að því að þarna eru tvö gler. Annað gulbrúnt, hitt glært. Það mætti taka dökka glerið úr og hafa glerið einfalt. Það yrði hins vegar heldur hrátt og lítið gaman að sjá beint uppí loftið hinumegin við vegginn þegar maður liti þarna upp. Niðurstaðan er því að að næst þegar ég íti út í framkvæmdir á heimilinu verður litaða glerið tekið og settar sandblásnar filmur á glæra glerið. Gluggarnir verða hreinlegri, með einhverju fínlegu munsti svo birtan komist betur til skila inná miðjuna. Held að þetta gæti virkað vel og myndi breyta svolítið miklu á efri hæðinni. Og svo mætti náttúrlega alltaf gera veggina hvíta eins og ég hef verið að skjóta að heimilisráðinu. Svo virðist samt sem hugmyndir mínar séu ekki alltof vel skoðaðar. Einfaldlega því foreldrarnir eru ekki jafn nýjungagjarnir eða eins framkvæmdarsamir í innanhússarkitektaheiminum og dóttirin.
Í sumum húsum fer hugurinn á flug og puttarnir eiga erfitt með að vera kjurrir. Mig langar kannski bara rétt að færa einn hlut eða rétt aðeins að endurraða í hillur og skápa. Ja eða jafnvel
skipta um gólfefni, pússa veggi og mála. Í húsgagnabúðum get ég horft í kringum mig og hannað mitt eigið heimili í huganum. Raðað saman borðum, sófum og stólum. Stórum speglum og listaverkum. Þegar ég verð rík verður gaman að koma í heimsókn til mín í fína og flotta húsið mitt.
Mér hefur alltaf fundist gaman að koma inná mismunandi heimili. Þegar ég var 10 ára og fjölskyldan að leita sér að nýju heimili fóru foreldrarnir hvergi að skoða nema með dótturina á hælunum. Hoppandi af kæti yfir að mega fara með að skoða hús hjá öðru fólki. Þetta er svo gaman. Okkur finnst gaman að kynnast nýju fólki því allir eru svo ólíkir. Ekkert fólk er eins. Eins er það með heimilin. Ekkert heimili er eins og þess vegna svo gaman að kynnast því. Eins og við breytum ekki því fólki sem við kynnumst breytum við ekki þeim heimilum sem við komum inná. Heldur tökum allt það góða og jákvæða og beinum athygli okkar á það.
Mér finnst þetta ennþá skemmtilegt. Spyr stundum hvort við getum ekki farið og skoðað þetta hús og bendi á litla auglýsingu í dagskránni. Er svo bent á að maður fer ekki að skoða hús sem maður getur ekki keypt. En jafnvel þó svo ég hafi ekki efni á að kaupa mér hús á næstunni skoða ég samt alltaf allar fasteignaauglýsingarnar í dagskránni. Og ef mér leiðist finn ég mér fasteignavef á netinu og kynni mér hvað er í boði. Skrítið áhugamál en ætli það sé þá ekki bara í stíl við mig.
Í sumum húsum fer hugurinn á flug og puttarnir eiga erfitt með að vera kjurrir. Mig langar kannski bara rétt að færa einn hlut eða rétt aðeins að endurraða í hillur og skápa. Ja eða jafnvel
skipta um gólfefni, pússa veggi og mála. Í húsgagnabúðum get ég horft í kringum mig og hannað mitt eigið heimili í huganum. Raðað saman borðum, sófum og stólum. Stórum speglum og listaverkum. Þegar ég verð rík verður gaman að koma í heimsókn til mín í fína og flotta húsið mitt.
Mér hefur alltaf fundist gaman að koma inná mismunandi heimili. Þegar ég var 10 ára og fjölskyldan að leita sér að nýju heimili fóru foreldrarnir hvergi að skoða nema með dótturina á hælunum. Hoppandi af kæti yfir að mega fara með að skoða hús hjá öðru fólki. Þetta er svo gaman. Okkur finnst gaman að kynnast nýju fólki því allir eru svo ólíkir. Ekkert fólk er eins. Eins er það með heimilin. Ekkert heimili er eins og þess vegna svo gaman að kynnast því. Eins og við breytum ekki því fólki sem við kynnumst breytum við ekki þeim heimilum sem við komum inná. Heldur tökum allt það góða og jákvæða og beinum athygli okkar á það.
Mér finnst þetta ennþá skemmtilegt. Spyr stundum hvort við getum ekki farið og skoðað þetta hús og bendi á litla auglýsingu í dagskránni. Er svo bent á að maður fer ekki að skoða hús sem maður getur ekki keypt. En jafnvel þó svo ég hafi ekki efni á að kaupa mér hús á næstunni skoða ég samt alltaf allar fasteignaauglýsingarnar í dagskránni. Og ef mér leiðist finn ég mér fasteignavef á netinu og kynni mér hvað er í boði. Skrítið áhugamál en ætli það sé þá ekki bara í stíl við mig.
2 Comments:
Þarna kom það : Þú getur orðið fínasti innanhús arkitekt það sést nú á herberginu þínu. Mer líst vel á að setja filmu í gluggana á holinu.Vonandi ert þú að skríða saman og þessi flensa að líða undir lok.
Kveðja amma
By Nafnlaus, at 12:27 e.h.
Hehe já hver veit nema ég verði einn daginn innanhúss arkitekt ;)
Eitthvað er þetta að lagast, en get nú ekki hrópað húrra yfir útlitinu hvað þá kvefi og hausverk.
By Nafnlaus, at 12:35 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home