Atorkusamir vinnudagar
Ég hef brjálað að gera. Jólastressinu get ég lítið kennt um en vitanlega er margt sem þarf að gera og klára áður en jólin koma. Ég biðst hér með afsökunur á jólapökkum sem gætu skilað sér til útlanda í janúar. Ja eða kortum sem eru ekki enn komin í póst og enn á eftir að skrifa á nokkur. Jólagjafirnar eru þó allar komnar nema ein. Þó á eftir að pakka inn og senda eina á annan landshluta. Ég á líka eftir að vera sýnileg á heimili mínu þar sem ég gegni því hlutverki að vera bæði dóttir og systir. Dóttirin sem lagar til, þrífur og hjálpar til við bakstur. Systirin sem gerir eitthvað skemmtilegt sem bræður hafa áhuga á að gera. Auk þessa gerði ég mér lítið fyrir og tók að mér tiltekt og þrif á einu heimili fyrir jólin. Dágóður tími fer í það, hver einasti elshússskápur og stofuhlutur, allt frá geisladiskum til flottra listaverka og húsgagna hefur frískað uppá útlit sitt. Verkið mun sennilega klárast á miðvikudag. Skemmtilegt verkefni en tíminn er naumur. Stressið er nánast ósjáanlegt þó auðvitað langi mig að koma öllu í verk og hlutunum frá sem fyrst.
Einhvernveginn fann ég þó tíma til að dunda mér í netheimum í nokkrar mínótur í gær. Prófaði mig áfram á 123.is og fann þar til eins og eitt einkasvæði til viðbótar. Held mig þó hér enn sem komið er en endilega tékkið á www.123.is/valborgrut og segið skoðun ykkar á málinu. Þar er mjög einfallt kommentakerfi svo allir ættu að geta skilið eftir sig spor öðru hvoru ;)
En nú mun ég loka augunum svo ég geispi kannski ögn minna í vinnunni á morgun en ég gerði í dag. Ég vildi að ég gæti slept því að sofa þegar ég hef svona mikið að gera. En það gengur víst ekki.
Farið ykkur ekki að voða í undirbúningi jólanna....
Valborg Rut.
Einhvernveginn fann ég þó tíma til að dunda mér í netheimum í nokkrar mínótur í gær. Prófaði mig áfram á 123.is og fann þar til eins og eitt einkasvæði til viðbótar. Held mig þó hér enn sem komið er en endilega tékkið á www.123.is/valborgrut og segið skoðun ykkar á málinu. Þar er mjög einfallt kommentakerfi svo allir ættu að geta skilið eftir sig spor öðru hvoru ;)
En nú mun ég loka augunum svo ég geispi kannski ögn minna í vinnunni á morgun en ég gerði í dag. Ég vildi að ég gæti slept því að sofa þegar ég hef svona mikið að gera. En það gengur víst ekki.
Farið ykkur ekki að voða í undirbúningi jólanna....
Valborg Rut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home