Brjálæði samfélagssins
Fólk hleypur um, gengur hratt og hringsnýst í kringum sjálft sig. Margir hverjir að tapa sér í jólaundirnbúning og farnir að halda að þeir séu að missa af jólunum. Fólk með allskyns kaupæði æðir á milli búða, kaupandi fullar innkaupakörfur að mat og öðru sem það telur sig þarfnast. Í brjálæðinu sér maður fólk út undan sér og hugsar: vá eru þau að missa sig, þurfa þau virkilega allt þetta drasl og aukahluti? En svona er þetta. Við þurfum helst að kaupa allt, og ef það er á tilboði þurfum við örugglega aðeins meira. Allt frá litlum jólasveini eða matvöru til húsgagna og bíla.
Talandi um bíla. Finnst ykkur normalt að gefa bíl í jólagjöf? Bílasölur auglýsa hið ítrasta: Gefðu bíl í jólagjöf! Eða: Bílarnir okkar eru með rauðri jólaslaufu! Hversu rík sem ég væri, ég myndi ekki gefa bíl í jólagjöf. Auðvitað hefði ég sjálf ekkert á móti glænýjum bíl. En þetta er bara svo yfirdrifið. Þetta eru jólin. Þau snúast ekki um að þrífa sem mest, eyða sem mestum peningum, kaupa sem mest eða baka sem flestar sortir, hvað þá að kaupa risastórar og rándýrar gjafir.
Í gær langaði mig bara að henda þessum jólum í ruslið. Hætta við þetta allt saman og halda áfram hversdagslegu lífi. Ég verð þreytt og pirruð þegar ég horfi á allt þetta fólk hlaupandi í stresskasti um allt. Skil ekki þessa biluðu peningaeyðslu og allt þetta yfirdrifna umstang. Svo eru margir hverjir lengi að borga allar skuldir desembermánaðar. Höfum við efni á jólunum?
Í dag er ég hins vegar til í að halda uppá jólin. Ég þarf bara að gleyma þessu fólki sem er að tapa sér. Lifa í mínum eigin heimi og fara að eftir mínu höfði. Kannski þyki ég eitthvað á eftir, en engar áhyggjur. Ég vinn nú bara allan daginn og nenni enganvegin að drífa mig í búðir á meðal brjálaðs fólks strax eftir vinnu. En þetta hefst allt á endanum. Jólagjafirnar komast á rétta staði, jólakortin verða tilbúin fljótlega. Gerði jólakortin um helgina og hef lokið að skrifa á nokkur. Ég gef mér tíma til þess að liggja í leti, kveikja á kertum og vera til. Jólin eru ekki á morgun. Auk þess verða jólin ekki svo góð ef við verðum útkeyrð þegar klukkan loksins slær sex á aðfangadag. Hver hefur ekki heyrt um konuna sem sofnaði ofan í súpudiskinn?
Hægið á, lýtið í kringum ykkur, stoppið smá stund og gefið ykkur tíma til þess að anda. Jólin koma þrátt fyrir allt.
Í þungum þönkum,
Valborg Rut.
Talandi um bíla. Finnst ykkur normalt að gefa bíl í jólagjöf? Bílasölur auglýsa hið ítrasta: Gefðu bíl í jólagjöf! Eða: Bílarnir okkar eru með rauðri jólaslaufu! Hversu rík sem ég væri, ég myndi ekki gefa bíl í jólagjöf. Auðvitað hefði ég sjálf ekkert á móti glænýjum bíl. En þetta er bara svo yfirdrifið. Þetta eru jólin. Þau snúast ekki um að þrífa sem mest, eyða sem mestum peningum, kaupa sem mest eða baka sem flestar sortir, hvað þá að kaupa risastórar og rándýrar gjafir.
Í gær langaði mig bara að henda þessum jólum í ruslið. Hætta við þetta allt saman og halda áfram hversdagslegu lífi. Ég verð þreytt og pirruð þegar ég horfi á allt þetta fólk hlaupandi í stresskasti um allt. Skil ekki þessa biluðu peningaeyðslu og allt þetta yfirdrifna umstang. Svo eru margir hverjir lengi að borga allar skuldir desembermánaðar. Höfum við efni á jólunum?
Í dag er ég hins vegar til í að halda uppá jólin. Ég þarf bara að gleyma þessu fólki sem er að tapa sér. Lifa í mínum eigin heimi og fara að eftir mínu höfði. Kannski þyki ég eitthvað á eftir, en engar áhyggjur. Ég vinn nú bara allan daginn og nenni enganvegin að drífa mig í búðir á meðal brjálaðs fólks strax eftir vinnu. En þetta hefst allt á endanum. Jólagjafirnar komast á rétta staði, jólakortin verða tilbúin fljótlega. Gerði jólakortin um helgina og hef lokið að skrifa á nokkur. Ég gef mér tíma til þess að liggja í leti, kveikja á kertum og vera til. Jólin eru ekki á morgun. Auk þess verða jólin ekki svo góð ef við verðum útkeyrð þegar klukkan loksins slær sex á aðfangadag. Hver hefur ekki heyrt um konuna sem sofnaði ofan í súpudiskinn?
Hægið á, lýtið í kringum ykkur, stoppið smá stund og gefið ykkur tíma til þess að anda. Jólin koma þrátt fyrir allt.
Í þungum þönkum,
Valborg Rut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home