Jólagleði
Það er svo jólalegt. Fullt af nýjum snjó og hvert snjókornið af öðru svífur til jarðar. Að heyra stelpurnar syngja jólalög niðrá torgi áðan þar sem var verið að kveikja á jólatrénu gerði snjóinn enn betri. Var reyndar ekki sátt við hljóðkerfið þarna, fannst það alveg glatað. Og þessi maður sem talaði þarna var skelfingin ein. En jólin nálgast og aðventan byrjar á morgun. Það er ljúf tilhugsun. Kannski er ég svolítið jólabarn. En þó ekki það jólabarn sem hendist um allt og er búin að öllu löngu fyrir jól eða ofskreyti allt í kringum mig með alls kyns glingri. En mér finnst gaman að dunda mér á aðventunni við að skrifa á jólakortin, baka og finna smákökulyktina fylla húsið. Að finna allt fallega jóladótið mitt og koma því vandlega fyrir hér og þar. Við erum öll svolítið betri um jólin en á öðrum árstímum. Við mýkjumst og hugur okkar hugsar meira til þeirra sem eiga erfitt eða skortir eitthvað. Við komum öll aðeins betur fram við aðra og mörg hver brosum við í jólasnjónum. Hjartað okkar finnur frið og við gefum eflaust meira af okkur en aðra mánuði.
En við megum ekki gleyma því að á meðan við gleðjumst svo mikið eru líka margir sem eiga erfitt um jólin. Hræðast þessa miklu peningaeyðslu landsmanna og geta ekki leyft sér að kaupa góðan jólamat, ný föt eða heimsins bestu jólagjafir. En öll eigum við það sameiginlegt að halda jólin af sömu ástæðu. Frami fyrir Guði erum við öll jöfn. Þeir sem eiga mikið, þeir sem eiga ekkert.
Ég held áfram að drekka í mig kærleik aðventunnar, njóta hennar í nýföllnum snjónum, hlusta á fagra tóna með fallegum textum, og æfa mig í því að vera aðeins betri manneskja en aðra mánuði.
Ég held áfram að sækja menningarlega viðburði og ætla að halda á tónleika með Hymnodiu.
Bestu kveðjur um víða veröld...
Valborg Rut
En við megum ekki gleyma því að á meðan við gleðjumst svo mikið eru líka margir sem eiga erfitt um jólin. Hræðast þessa miklu peningaeyðslu landsmanna og geta ekki leyft sér að kaupa góðan jólamat, ný föt eða heimsins bestu jólagjafir. En öll eigum við það sameiginlegt að halda jólin af sömu ástæðu. Frami fyrir Guði erum við öll jöfn. Þeir sem eiga mikið, þeir sem eiga ekkert.
Ég held áfram að drekka í mig kærleik aðventunnar, njóta hennar í nýföllnum snjónum, hlusta á fagra tóna með fallegum textum, og æfa mig í því að vera aðeins betri manneskja en aðra mánuði.
Ég held áfram að sækja menningarlega viðburði og ætla að halda á tónleika með Hymnodiu.
Bestu kveðjur um víða veröld...
Valborg Rut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home