Jólalagapistill
Hvers vegna í ósköpunum eru til svona mörg skrítin jólalög?
Í vinnunni í dag vorum við að syngja um Adam sem átti synina sjö. Ég söng eins og ekkert væri, hann sá þig, hann sá þig.... þangað til ég sprakk úr hlátri og fattaði í fyrsta skipti að ég syng lagið kolvitlaust. Adam sá þig ekki, heldur var hann að sá í akurinn sinn. Já ég var ljóska dagsins sem fólkið hló af. Hvernig átti ég að vita að þessi Adam ætti einhvern akur? Ekki kemur það fram í laginu, sáði og klappaði saman lófunum, er samhengi í því? Ja eins líklegt gæti verið að hann hafi séð þig!
Eða um gamla manninn sem gekk yfir sjó og land og var spurður hvar hann ætti heima. Á hlælandi, hopplandi, klapplandi, grátlandi..... hvað í ósköpunum bendir til þess að þetta sé jólalag? Ekkert.
Eða aumingja kannan sem stóð uppá stólnum.
Göngum við í kringum einiberjarunn, þvoum þvot, hengjum upp, staujum, brjótum saman og göngum frá, eða hvað það nú var. Og jólatengingin í þessu er? Einiberjarunninn? Eða tengist það sérstaklega jólunum að þvo þvott og teigja?
Nú skal segja.... stelpurnar vagga brúðu, amma prjónar, strákar sparka í bolta, afi tekur í nefið..... hafiði pælt í kynjaskiptingunni? Af hverju er afi ekki að prjóna, stelpan að sparka bolta, strákurinn að vagga brúðunni og amma að taka í nefið? Og jólaboðskapurinn er hvar?
Eða Gunna sem var í nýju skónum, mamman að elda matinn og pabbinn hlaupandi um allt hús í leit að flibbahnappinum með kattargreyjið á hælunum, órótt í jólastressinu.
Kofinn í skóginum, og svo kom héraskinnið sem vildi komast inn því veiðimaðurinn var fast á eftir með byssuna sína og ætlaði að skjóta hann! Er það fallegt? En sem betur fer komst hérinn nú inn í húsið að lokum til góðhjartaða vinarinns.
Það er svo margt skrítið. Og þessi jólalög mun ég aldrei skilja. Veit ekki hvernig ég á að geta sungið þetta í vinnunni á hverjum degi til jóla. Ef það er ekki aðeins of mikið af því góða. En jú, þetta eru lögin sem landsmenn hafa sungið í tugi ára, ágæt, en gætu vafalaust verið betri.
Kveð úr þungum jólalagaþönkum....
Valborg Rut
Í vinnunni í dag vorum við að syngja um Adam sem átti synina sjö. Ég söng eins og ekkert væri, hann sá þig, hann sá þig.... þangað til ég sprakk úr hlátri og fattaði í fyrsta skipti að ég syng lagið kolvitlaust. Adam sá þig ekki, heldur var hann að sá í akurinn sinn. Já ég var ljóska dagsins sem fólkið hló af. Hvernig átti ég að vita að þessi Adam ætti einhvern akur? Ekki kemur það fram í laginu, sáði og klappaði saman lófunum, er samhengi í því? Ja eins líklegt gæti verið að hann hafi séð þig!
Eða um gamla manninn sem gekk yfir sjó og land og var spurður hvar hann ætti heima. Á hlælandi, hopplandi, klapplandi, grátlandi..... hvað í ósköpunum bendir til þess að þetta sé jólalag? Ekkert.
Eða aumingja kannan sem stóð uppá stólnum.
Göngum við í kringum einiberjarunn, þvoum þvot, hengjum upp, staujum, brjótum saman og göngum frá, eða hvað það nú var. Og jólatengingin í þessu er? Einiberjarunninn? Eða tengist það sérstaklega jólunum að þvo þvott og teigja?
Nú skal segja.... stelpurnar vagga brúðu, amma prjónar, strákar sparka í bolta, afi tekur í nefið..... hafiði pælt í kynjaskiptingunni? Af hverju er afi ekki að prjóna, stelpan að sparka bolta, strákurinn að vagga brúðunni og amma að taka í nefið? Og jólaboðskapurinn er hvar?
Eða Gunna sem var í nýju skónum, mamman að elda matinn og pabbinn hlaupandi um allt hús í leit að flibbahnappinum með kattargreyjið á hælunum, órótt í jólastressinu.
Kofinn í skóginum, og svo kom héraskinnið sem vildi komast inn því veiðimaðurinn var fast á eftir með byssuna sína og ætlaði að skjóta hann! Er það fallegt? En sem betur fer komst hérinn nú inn í húsið að lokum til góðhjartaða vinarinns.
Það er svo margt skrítið. Og þessi jólalög mun ég aldrei skilja. Veit ekki hvernig ég á að geta sungið þetta í vinnunni á hverjum degi til jóla. Ef það er ekki aðeins of mikið af því góða. En jú, þetta eru lögin sem landsmenn hafa sungið í tugi ára, ágæt, en gætu vafalaust verið betri.
Kveð úr þungum jólalagaþönkum....
Valborg Rut
4 Comments:
Skemmtilegar pælingar margar hverjar,,, en ætli það sé ekki bara eitthvað eitt orð í sumum lögum sem gerir lagið jólalagi.. og það orð er líklegast stundum á svokallaðri forníslensku, svo við skiljum það hvort sem er ekkert:)
*svona gerum við þegar við gögnum kirkju gólf* er það ekki í þarna þvoum þvott og því einhverju?
Annars þá er það víst eina sem heldur mér vakandi þessa dagana,,, jólalög! Meina eina jóla tengt sem ég hef tíma fyrir á meðan ég er í prófunum! Kannski ég fari að hlustá þessi lög bara öll,,,, annars er ég að spá í að finna verkstæði jólasveinana einhverstðar hérna og hlustá það, hljómar vel! DudurudduDUduDUduDUDUduduDUDUuu duuuuu... Þetter gott stef í verkstæði jólasveinana, fattaru ekki hvað þetta er?:)
heheh,, okej...
Kv.Sólveig
By Sólveig, at 5:03 e.h.
Já alveg rétt, á sunnudögum göngum við kirkjugólfin, var búin að gleyma þeirri setningu, en hina dagana eigum við að þrífa, skrúbba og bóna, eða hvað? hehe.
En heyrðu neeeiii er ekki alveg að fatta hvaða jólalag þeta er þarna hjá þér en... hehe, þú syngur það fyrir mig við tækifæri ;)
By Valborg Rut, at 9:35 f.h.
bwahaha ég er með þér í ljóskuskapnum sko!!! ég hef ALLTAF sundið hann sá þig!! Og bara held ég mjööög margir sko! híhíhí
By Nafnlaus, at 2:07 e.h.
HAHAHA Elín snillingur!!! Ég bað mömmu um að syngja þetta fyrir mig, hún söng hann sáði, hann sáði, svo kom pabbi og ég bað hann að syngja þetta fyrir mig, hann söng eins og ekkert væri: hann sá mig hann sá mig!
Og í dag fattaði ég enn eitt vitlaust, einhver sem fór að sofa á undan jólabjöllunum, en það á víst að vera Jóni á Völlunum! Úpps... hehe :)
By Valborg Rut, at 2:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home