Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Síðasti dagurinn á norðurlandi

Síðasti dagurinn minn á norðurlanadi er í dag. Í nótt mun ég sofa í síðasta skipti í rúminu mínu og í mínu yndislega herbergi þangað til um jólin. Á morgun verður haldið til borgarinnar þar sem familían æðir líklega á milli búða í leit að hinu og þessu eða bara af einskærri forvitni til að vita hvað sé til í höfuðborginni. Út að borða með stelpunum og hitt og þetta brallað. Síðustu dagarnir á landinu... pínu skrítið. En líklegavirkar þetta droll ekki mikið lengur. Hér þarf að pakka hinu og þessu, nokkur föt og nokkrir hlutir. Vanda sig að pakka svo taskan verði ekki þyngri en 20 kíló. Mamma verður svo bara að senda mér það sem ekki kemst í töskuna. Í dag hef ég verið að vinna í því að kveðja alla. Skrítið. En ég kem aftur.... engin hætta á öðru!

Næst verður bloggað brá danaveldi.... Valborg Rut

mánudagur, ágúst 28, 2006

Get ég haft herbergið með?

Það líður að því að ég geti farið að pakka. En hvað skal hafa með?? Úff ég veit að ég á eftir að vilja hafa herbergið eins og það leggur sig. Enda er hér um að ræða besta herbergi í heimi. En finnst ekki öllum herbergið sitt best í heiminum? En bráðum fæ ég nýtt herbergi og það í öðru landi. Líklega aðrar áherslur, annar stíll og allt nýtt og spennandi. En hvernig svo sem þetta allt verður veit ég að mér tekst að gera þetta svaka fínt. Svo má alltaf kaupa nokkra hluti ef það vantar eitthvað sem komst ekki í töskuna ;)
Núna fara dagarnir í að þjóta um bæinn og út um allt og reyna að koma öllu í lag og gera allt sem þarf að gera áður en maður fer. Svo er ég búin að kveðja þó nokkra en svo fæ ég ekkert að hitta kórskvísurnar áður en ég fer. Sé ykkur um jólin stelpur!

Danmörk nálgast óðfluga... aðeins vika þangað til ég verð komin á svæðið ;)

föstudagur, ágúst 25, 2006

Vika eftir á norðurlandi

Þá er akkurat vika þangað til ég yfirgef norðulandið. Fer suður á föstudaginn í næstu viku og út á mánudagsmorguninn. Bráðum get ég byrjað að pakka vel og mikið því eins og mér einni er lagið er ég yfirleitt með þó nokkuð mikið með mér. Þeir sem þekkja mig vel hafa gert óspart grín af því síðustu daga hvað ég ætli eiginlega að hafa mikið með mér því alltaf finn ég meira og meira sem ég gæti hugsanlega þurft að nota þarna úti og jú jú auðvitað ætla ég að taka nokkra vel valda hluti úr herberginu ;)
Hlakka mikið til að koma út og sjá allt þarna og hitta alla sem ég er búin að tala við á minni góðu dönsku. Veit nú reyndar líka um tvær stelpur sem eru þarna úti sem eru líka frá Íslandinu góða svo ég viðheld vonandi íslenskunni líka ;) híhí ég er viss um að ég eigi alveg eftir að brillera í dönskunni!

Annars er ég ekkert smá ánægð með mig að hafa getað lært á þessa síðu alveg sjálf! Vá hvað maður er að vera tölvuvæddur ;) Líklega er þó best að hætta þessu grúski núna og fara að sofa, enda komin nótt fyrir löngu.

Sofið rótt í alla nótt.... Valborg Rut bráðum í Danmörku ;)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Danaveldisbloggið

Þá er það enn ein síðan. Hér á víst að lenda það sem á daga mína drífur í Danaveldi. Allt í vinnslu... gerist hægt með minni litlu tölvukunnáttu ;)
Valborg Rut