Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, október 30, 2007

Jólin, jólin, jólin koma brátt....

Snjórinn fellur til jarðar og allt er hvítt. Endalaust fallegt og birtir svo til á jörðinni í litlausu haustumhverfinu. Rauðu laufblöðin og fallega lyngið leggst í dvala og snjórinn breiðir sæng sína yfir landið. Undir niðri kraumar fyrsta jólaskapið og jólagleðin smígur á milli hugskotanna. Ég horfði út um gluggann á leikskólanum og rankaði ekki við mér fyrr en ég var farin að syngja snjókorn falla á allt og alla. Jólalag í október. Finnst það heldur snemmt. En jólaskapið lætur alltaf sjá sig með fyrsta snjónum. Svo leggst það í smávegist dvala þangað til því skítur upp á yfirborðið af miklum krafti þegar húsið angar af bökunarlykt jólanna. Þegar ég gekk út í snjóinn eftir vinnu langaði mig mikið á kaffihús með nokkrum vinum. Ófáir klukkutímarnir í einmitt svona veðri sem hefur verið setið inni með heitt súkkulaði og spjallað um allt og ekkert. En hér líður mér líka vel í miðju herbergis við kertaljós. Fyrir utan gluggan er myrkrið lýst upp af birtu jarðarinnar.

Ég man þegar við stelpurnar röltum um miðbæ Lemvig fyrir jólin í fyrra. Úr Dómkirkjunni var spilað á orgelið og leitt út í hátalara fyrir utan. Göngugatan full af fólki hvern einasta dag. Hvít froða í kringum bæjarjólatréð því snjórinn lét ekki sjá sig. Börn og fullorðinir, allir nutu þess að hafa það notalegt fyrir jólin. Stemmning sem ég væri mikið til í að hafa hér á stresssama Íslandi. Í ár fer ég líklega ekki á traktor að fella jólatré með vélsög. Og jólatréð verður ekki skreytt og tilbúið fyrsta desember. Ég man enn eftir því mikla sjokki sem ég fékk þegar ég kom upp í stofu og sá að allt var tilbúið. Yfir sig skreytt jólatré og það eina sem vantaði var spariklætt fólkið og jólamaturinn. Ég er ein af þeim sem set ekki upp jólaskraut eða seríur fyrr en í byrjun desember. Kannski því mér finnst það ekki mega vera orðið rykfallið fyrir jól. Og ég er líka ein af þeim sem leyfi jólunum að klárast áður en ég ríf allt niður. Reyndar tek ég jólin frekar niður með trega því jóladótið mitt væri ég svo til í að hafa aðeins lengur. Og ljósin í gluggunum setja svo mikinn svip á dökkt myrkrið. Á útvarpið reyni ég að hlusta á sem minnst fram í desember því ef ég hlusta á jólalög í tvo mánuði verð ég komin með ógeð af þeim fyrir jólin. Jólin mín byrja á aðventunni. Þó undirbúningur jólanna kraumi undir yfirborðinu, jólakortadundur setji svip á daga mína, gjafaleiðangrar í miðbæjinn og dagar þrifnaðar. Jólahreingerningin er hafin, óvenju snemma í ár. Alla mína tíð hefur allt verið þrifið fyrir jólin. Hver einasti skápur og skúffa, fatapokar til rauða krossins eða hjálpræðishersins og veggirnir fá meira að segja sinn skammt. Ég man reyndar eftir því að mér þótti þetta alltaf frekar skrítið. Mamma vildi alltaf hafa allt svo hreint og fínt. Skildi ekkert í þessu, það sér þetta hvort sem er enginn. Jólin koma hvort sem gólfin eru skítug eða ekki. Hvort sem jóladúkurinn er nýstraujaður, eða þó að við höfum ekki náð að baka alveg allar smákökusortirnar. Núna veit ég hins vegar að ég verð alveg eins. Hef víst ekki efni á að kvarta lengur og finnst þetta eðlilegasti hlutur. Reyndar er best að fara hinn gullna meðalveg. Smá Íslenskt, en ég hef hér með ákveðið að taka pínu Danskan sið á þetta líka. Elsku fólk, ég skal bjóða ykkur í danskar eplaskífur þegar nær dregur jólum ;) Var næstum búin að gleyma þessari líka fínu pönnu sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Verður gaman að tékka á þessu við tækifæri.

Farið varlega í snjónum.....

Valborg Rut í jólaskapi.

sunnudagur, október 28, 2007

Gefðu af þér

Hjálpa mér að græða sárin
hans sem liggur einn við veginn.
Hjálpa mér að þerra tárin
þeirra sem að sorgir hrjá.
Hjálpa mér að styrkja veika
græða lítt logandi kveika.
Hjálpa mér að rækja sjúka
þá sem aðrir flýja frá.
Helgin er á enda. Gærdagurinn var mesti letidagur sem ég hef tekið þátt í lengi. Gott að stöðva þeyting og áreiti í nokkra klukkutíma. Í dag vaknaði ég. Stóð á fætur og bjó um rúmið. Fór í sturtu og eyddi örfáum mínótum fyrir framan spegilinn. Eftir að hafa borðað síðbúinn morgunmat tók ég mér tusku í hönd og tók baðherbergið í gegn. Mamma heldur að mér finnist baðherbergi mjög skemmtileg. Eitthvað sem ég þríf bara án þess að vera beðin um það. Lítið mál þegar maður gefur sér tíma í það. Heimilið ilmaði af kökubakstri og mörgum tilraunum úr nýjasta blaði Gestgjafans. Móðirin á afmæli á morgun og bauð vitanlega til tilrauna í eldhúsinu. Í dag borðaði ég því rjómakökur, súkkulaðikökur, nammi, rúllutertubrauð með sólþurrkuðum tómötum og fleira sem langanir hugans teigðu til sín. Dagur er að kveldi kominn og óhollustu dagsins lokið. Óhollustudagar eru góðir, er ekki svo oft sem ég fæ mér eitthvað svona nú til dags. Alveg óvart reyndar. Fljótlega svíf ég inn í heima drauma og hvíldar. Þegar ég vakna hefst ný vinnuvika með nýjum atburðum, nýjir dagar með nýjum tækifærum.
Hafið það gott um víða veröld....
Valborg Rut.
(Myndin virkar greinilega ekki, smellið á myndina og hún kemur með boðskapinn;)

föstudagur, október 26, 2007

Leyndarmálið og sjálfsmyndin

Horfði í fyrsta skipti á How to Look Good Naked á miðvikudaginn. Hef ákveðið að lýsa hrifningu minni á þessum þætti þó hann væri vitanlega örlítið íktur á köflum. En þarna var samt svo eðlilegt, náttúrlegt fólk með venjulega líkama. Það sem málið snérist að mestu um var léleg sjálfsmynd gagnvart sjálfum sér. Markmiðið var að konan yrði ánægð með að vera eins og hún er, án allra lýtaaðgerða, fitusoga og annarra aðgerða sem gerðar eru að goðsögnum nútímans. Með smá klippingu, nýjum fötum og auknu sjálfstrausi sem unnið var að í gegnum þáttinn varð útkomman æðisleg. Konan var ennþá hún sjálf, en hún leit miklu betur út, vegna þess að hún lærði að vera sátt við sjálfa sig og ánægð með að vera eins og hún er. Heilbrigður þáttur sem ætti að stuðla að jákvæðara viðhorfi fólks gagnvart líkama þeirra og sjálfsmynd.

Ég keypti mér The Secret bókina um daginn. Stóðst ekki freistinguna þegar ég sá hana í hillu í bókabúðinni. Umtalið um þessa bók hefur verið svo mikið að maður fyllist forvitni. Langar að vita meira, hefja lesturinn og nýta mér á einhvern hátt til góðs. Hef þó átt bókina í nokkra daga en enn ekki gefið mér nógan tíma til þess að skoða hana vel eða hefja lesturinn almennilega. Hver veit nema ég noti lausar mínótur helgarinnar í það verkefni. Leyndarmálið verður afhjúpað og krufið til enda.

"Við búum öll yfir miklu meiri orku og möguleikum en við gerum okkur grein fyrir. Ímyndunaraflið er einn öflugasti hæfileiki okkar." (Leyndarmálið)

Farið vel með ykkur....

Valborg Rut.

miðvikudagur, október 24, 2007

Stattu þig, gefstu ekki upp. Þolgæði er snilld.

Á heimili þar sem ekki er til uppþvottavél þýtur stundum um huga minn þegar ég opna eldhússkáp í þeirri meiningu að ná mér í glas að líklega væri betra að drekka bara úr einu af marglitu plastglösunum. Einfaldlega því það er ögn þægilegra að vaska þau upp og maður getur staflað mörgum saman í vaskann án þess að eitthvað brotni. En einhverra hluta vegna tek ég samt alltaf glerglas. Hafiði velt því fyrir ykkur að nánast allir drykkir bragðast betur í glerglasi en plastglasi? Hvort sem um er að ræða vatn, appelsínusafa eða kók. Eins má nefna að heimagerða samlokan þín sem þú smurðir heima í eldhúsi með skinku og osti bragðast miklu betur úti í náttúrunni en í eldhúsinu. Bragðið af brauðinu verður einfaldlega betra þegar það er komið í poka, kuldi náttúru Íslands hefur umvafið það og við erum stödd á milli fjalla eða dala.

Veturinn nálgast og veðrið finnst mér eiginlega lítið skemmtilegt núna. Rok og rigning auk þess kulda sem vill bíta í mig þegar ég þeytist um á peysunni utandyra. Er víst ekki alveg komin í úlpu menninguna eftir sumarið. Snjógallinn er þó notaður í vinnunni en þætt víst nett hallærislegur utan girðingar leikskólans. Í fyrsta skipi síðan síðasta vetur setti ég samt á mig húu í dag. Fyrsti vetrardagur næstu helgi að ég held svo ætli snjórinn taki ekki fljótlega við.

Hef velt því fyrir mér að fjárfesta í hlaupabretti. Ég þoli ekki að hreyfa mig svona lítið og þegar ég loksins er búin í vinnunni er farið að rökkva úti. En svo einfalt er það, hér er ekki pláss fyrir líkamsræktartæki innandyra. Ég gæti reyndar farið í íþróttafötin og hlaupið upp og niður stigann, en ætli ég yrði ekki þreytt á því til lengdar. Svo ekki sé talað um smávægilegt hallæri að þjóta upp og niður stiga margar ferðir í þeim tilgangi að hreyfa sig. Mér bauðst smá aukavinna í líkamsrætarstöð. Ég er þó ekki viss um að það myndi nýtast mér því ég myndi eflaust ekki nota árskortið sem ég fengi í staðinn svo mikið. En kannski er það núna eða aldrei að takast á við líkamsræktarstöðvafóbíuna. En ég held næstum ekki. Ef ég gæti mætt eftir lokun væri það frábært. En það er víst ekki í boði. Í það minnsta, ef einhver á einkastöð þar sem ég get fengið að hreyfa mig má endilega láta mig vita ;)

Ætli ég láti þetta ekki vera nóg í bili, þó mér finnist ég hafa mest lítið annað að gera en að skrifa hér nokkra stafi.

Knús á ykkur öll.... Valborg Rut.

þriðjudagur, október 23, 2007

Herbergið og heimasætan




Það byrjaði með alsherjar tiltekt. Hver einasta skúffa og allir skápar. Þvílít dót og drasl sem birstist við þessar aðgerðir.






Þegar búið var að henda því sem mátti hverfa, raða í allar skúffur með skipulagskörfum í mismunandi litum voru húsgöng og annað sett fram og parketið tekið af. Stórskemmtilegt gólf sem kom í ljós þá!




Litaprufurnar voru málaðar hver á eftir annarri á veggina. Brúnir, grænir, ljósir.... í leit að hinum fullkomna lit. Pabbi var settur í að mála fyrir prinsessuna!






Ég bjó á ganginum á meðan beint fyrir framan fjölskyldusjónvarpið.... mjög hentugt og þægilegt fannst okkur ;)







Loksins hófst mállingarvinnan og hlutirnir fengu sinn stað.









Prinsessan gat flutt inn og notað þann tíma sem hana listi til að fínisera herbergið eftir kúnstarinnar reglum.










Sumir halda að þarna sé leiðinlegt að þurrka af.... en það er í raun alveg stórskemmtilegt ;)







Umgengni lýsir innri manni.... finnst þessi setning nú alltaf svolítið góð.... hehe.

Annars er lítið að frétta. Helga er horfin suður eins og svo oft áður og Hólmasólardagar vikunnar brátt hálfnaðir. Langt síðan ég hef legið hér í rúminu mínu með tölvuna á flakki um netheima. En svo virðist sem kreisíness dögum sé að ljúka og rólyndiskvöldin taki við á ný. Bæði betra, tek þetta svona kaflaskipti... ;)

Annars kveð ég bara úr besta herberginu.....

Valborg Rut

sunnudagur, október 21, 2007

Vinátta

Vinátta er eitt af því fallegasta sem þú getur eignast
og eitt af því besta sem þú getur orðið.
Vinur er lifandi fjársjóður og ef áttu einn slíkan,´
þá átt þú eina vermætustu gjöf lífsins.
Vinur er sá sem stendur alltaf við hlið þér
gegnum gleði þína og sorgir.
Vinur er sá sem þú getur alltaf treyst á,
sá sem þú getur alltaf opnað þig fyrir,
sú dásamlegasta persóna, sem alltarf trúir á þig
á sinn einstaka hátt.
Vinur er sem heilagur, vinur sem er bros.
Vinur er hönd sem heldur í þína, sama hver þú ert
sama hve langt eða stutt er á milli ykkar.
Vinur er sá sem alltaf er til staðar
og sýnir þér alltaf - alltaf umhyggju.
Vinur er tilfinning um eilífa tryggð.
Vinur eru þær dyr sem alltaf standa þér opnar.
Vinur er sá sem þú getur gefið lykilinn þinn.
Vinur er það besta sem þú getur eignast
og það besta sem þú getur orðið.
(Höfundur ókunnugur.)

fimmtudagur, október 18, 2007

Vinkonudagar

Þá er komin góð leið til að safna kommentum. Einfaldlega að blogga ekki í viku!! Nei ég verð að segja að það er nú alls ekki líkt mér. Enda hef ég lúmska tjáningarþörf og hef varla neitt fyrir því að pikka þessi orð á tölvuna. Annars sitjum við Helga hér í vellystingum, búnar að fara að borða á Greifanum ásamt Huldu Björk, alltaf gaman að rifja upp gamla slúðurtakta, það vantaði reyndar restina af kss gellunum okkar! En við höfum víst ekki hist svo mánuðum og jafnvel árum skiptir! En nú sitjum við uppí rúmi með sitthvora tölvuna, borðandi kókosbollur og lion bar, vafrandi um í netheimum í leit að allskyns nytsamlegum og gáfulegum hlutum. En sumt myndi fólk náttúrlega aldrei skilja.

Katrín, Aron og Lilja Kristín eru á Íslandi og kíktu norður í nokkra daga. Gaman að hitta þau aftur, en hálf skrítið að sjá þau alltí einu á Íslandi, maður er svo vanur þeim bara í Noregi! Nú bíð ég bara eftir hinum Noregsbúunum ;) Agnes: Hvernig var þetta með Íslandsferðina í haust?

Annars bara að skrifa hér nokkrar línur, er búin að vera á leiðinni að koma með gáfuleg skrif hér í marga daga en svo virðist sem ég sé búin að ofurhugsa efnið, þá hef ég svo mikið að ég veit ekkert hvað ég á að byrja lengur!!

Kveðja, ofurupptekin en samt svo ekki.

laugardagur, október 13, 2007

Applepiedesign

Í einhverju blaði sem datt innum bréfalúguna í morgun var lítil auglýsing sem vakti athyggli mína. Belgískt fyrirtæki sem gerir form til að stensla á veggi. Tók eftir litlu vefsíðumerki þarna og ákvað að tékka betur á þessu. Það er ekki aftur snúið.... þetta er fáránlega líkt mér. Passaði ágætlega inní hönnunar og breytinga-skot hugans. Hver veit nema ég pannti stensla frá Belgíu þegarar ég flyt að heiman, hvenær svosem það nú verður. Endilega tékkið á þessu, www.applepiedisign.be, gaman að skoða það sem er hægt að setja á veggina ;-)

Við skvísurnar í Suðurbygðinni erum búnar að hafa það gott. Sótti frænkurnar á skautaævingu í gær eftir vinnu og við fórum í mat til ömmu. Í dag erum við búnar að fara í Kjarnaskóg, í heimsókn til Lilju að skoða nýjasta kisumeðlim fjölskyldunnar, á skauta og sitjum núna og gæðum okkur á laugardagsnamminu sem við vorum að kaupa. Stefnan er svo að panta bara pitsu í kvöld og hafa það kósí fyrir framan sjónvarpið.

Nýjustu fréttir af hinum eina sanna bíl eru annars þær að loksins þegar við vorum búin að borga morðfjár fyrir aukahlut og keyra hann á götum bæjarins í viku..... fór hann yfirum og bíllinn okkar líklega ónýtur. Ég þakka bara fyrir að það var ekki ég sem var á honum þegar hann var við það að springa í loft upp á Drottningarbrautinni. Hvar endar þetta eiginlega? Í versta falli ferðumst við með strætó, það er frítt á Akureyri. En samt glatað. Ég vona bara að það verði hörku vetur svo við getum ferðast á snjósleða innanbæjar. Snjór, snjór, snjór, þú ert velkominn til okkar í miklu magni þangað til sleðarnir bila líka. Ég sé mig í anda skreppa í búðina eða í vinnunna á snjósleða. Úffame. En svona er lífið.

Laugardagspósti hér með lokið....

Valborg Rut

fimmtudagur, október 11, 2007

Dagarnin þjóta hjá

Ég kem ekki til með að skrifa um fall borgarstjórnar eða álit mitt á nýjum borgarstjóra. Ég er alveg sérstaklega lítið inní þessum efnum og finnst þetta alþingisdót alltaf verða meiri og meiri vitleysa að reyna að fylgjast með. Einu sinni vissi ég alltaf hvað borgarstjórinn hét. Núna finnst mér það ekki eins mikilvægt, það er hvort sem er alltaf verið að skipta. Ég veit reyndar hvað bæjrarstjórinn á Akureyri heitir, en við hér í næststærsta samfélaginu erum betur niðri á jörðinni í þessum málum en stórborgarfólkið. Skiptum ekki um stjóra eins og við skiptum um sokka. Auðvitað ætti maður að hafa löngun til þess að setja sig inní þau mál sem rædd eru á alþingi og að hafa skoðun á því hverjir stjórna landinu. En því miður finn ég ekki til löngunar varðandi þetta efni. Kannski er ég bara ekki orðin nóg og gömul til að hlusta á rás 1 eða nóg og aðgerðarlaus til að horfa á bæjarstjórnarfuni eða alþingi í sjónvarpinu. Ég læt föðurömmu mína algjörlega sjá um þetta fyrir mig. Ég var reyndar fljót að koma mér út hjá henni áðan þegar hún kveikti á þessari umræðu í útvarpinu.

Eftir vinnu í dag fékk ég afhendan bíl föðursystur minnar. Á morgun mun ég fá húsið og tvær frænkur sem ég mun sækja á skautaævingu eftir vinnu. Stefnum að því að hafa það gott um helgina og sýnist mér allt stefna í að við lifum sannkölluðu lúxuslífi. Hef ekki eitt svo miklum tíma með þessum stelpum um ævina svo það verður gaman að kynnast þeim betur. Var reyndar nokkuð dugleg fyrir mörgum árum að spóka mig um gangstéttar bæjarins með þær pínulitlar í barnavagninum. En nú eru þær víst í 1. og 3. bekk, vá hvað tíminn líður hratt.

Blaður og hlátur heyrist af neðri hæðinni. Vinkonur mömmu eru hérna í svokölluðum saumaklúbb. Hef reyndar ekki séð þær sauma í mörg ár en það er kannski ekki aðal meiningin með hittingnum. Hér þeyttist mamma um og galdraði fram úr erminni margar sortir af girnilegum réttum. Ég kem þó ekki til með að smakka þá alla því ég þyki víst nokkuð kresin á mat. En er þó að hugsa um að hætta mér niður og fá mér smá af öllu því sem mér finnst gott. Hef gaman af svona boðum. Ekki svo oft sem það kemur fólk hingað. En finnst alltaf skemmtilegt að horfa á mömmu á milljón í eldhúsinu, hreyfist svo hratt að það er betra að vera ekki fyrir! Og haldiði ekki að Baldur hafi bara verið sáttur við að þurfa að ryksuga stigann! Þetta er allt að koma hjá yngri þjóð karlamanna í húsinu. Ég stóð þó vitanlega ekki aðgerðarlaus, þeyttist bara um allt og hlíddi skipunum móður minnar. Hver veit nema ég borði marengsköku í morgunmat í fyrramálið. Já, það er allt hægt!

Helgin tekur við, svo kemur Katrín, þar á eftir kemur Helga. Mæli annars með að allir kynni sér tónleikahald helgarinnar á Akureyri, Brekkuskóli á föstudagskvöldið, íþróttahús Glerárskóla á laugardagskvöldið. Skilst reyndar að fyrirfram auglýstur besti Stúlknakór landsins komi ekki til með að hlýja fólki með nærveru sinni. En margt annað sem gæti verið spennandi að sjá! Og sýningin Matur 2007 í VMA, gæti verið skemmtilegt að kíkja þangað, hver veit nema maður líti inn hjá gömlum kennurum matvælabrautar.... hehe.

Knús á ykkur öll....

Valborg Rut

þriðjudagur, október 09, 2007

Jólin nálgast...

Verkefnin eru óteljandi. Ég vakna og er á hreyfingu hingað og þangað um bæjinn þangað til ég kem heim, teigji mig í náttfötin, leggst uppí rúmið mitt og skömmu síðar sloknar á mér. Væri til í eins og einn dekurdag fljótlega. Væri líka til í eins og smá skvísuferð í borgina þar sem innihald fatabúða yrði kannað vandlega. En skilst að það bíði þangað til í lok nóvember. Í hverju á ég að vera um jólin? Ég er með ofnæmi fyrir þessari spurningu. Hvert einasta ár fer ég í vont skap yfir fataleysi á þessum hátíðsdögum sem ekki tíðkast að mæta í gallabuxum. Svo hér með er ég byrjuð að leita því ég eyði ekki fleiri þorláksmessudögum í þetta stóra vandamál. Jólakortin. Fljótlega fer ég að leggja hausinn í bleiti áður en ég byrja á föndrinu. Var frekar mikið á eftir í jólakortagerð í fyrra, ja eða öllu heldur skrifunum, það sem í fyrsta skipti þá sendi ég keypt kort og átti bara eftir að krota nokkrar línur áður en ég gat sent þau. Engu að síður fengu sennilega sumir nýárskort. En nú skal föndrað og ég verð búin með þetta fyrir 15. des. Reyndar er ég sérlega heppin í ár, þarf að senda svo rosalega fá jólakort! En kannski reka einhverjir upp stór augu. Jólin? Ha? En ótrúlegt en satt þá eru bara sjötíu og eitthvað dagar til jóla! Í næsta mánuði koma jólaauglýsingarnar, jólaskrautið verður sett upp hjá þeim sem vilja hafa það rykfallið um jól, jólahlaðborðsauglýsingar eru nú þegar farnar að dynja á okkur, því eins og við vitum nú öll eru jólin alveg sérstakur stresstími íslendinga. Seint komum við til með að læra að desember er til að hafa notalegt og "hugga sig" eins og danir.

Veðrið er búið að vera ótrúlega gott. Þó fjárfesti ég í snjógalla um helgina. Ójá svona gamaldags snjógalla sem varla er hægt að hreyfa sig í. En ég vinn á leikskóla og stend úti og horfi á börn leika sér í kuldanum og ekki vill maður frjósa. Gallinn hefur nýst vel síðan og kemur án efa til með að bjarga mér frá kuldanum í vetur. Í tilefni veðursins höfum við Sólveig verið iðnar við að hreyfa okkur og arka stóra hringinn í kjarna og allar krókaleiðir sem þar finnast. Það er alltaf jafn skemmtilegt að hreyfa sig. Ég sá þó í blaði í morgun að maður í Svíþjóð hefði látist af völdum sára eftir árás skógarbjarnar. Ji minn, eins gott að það kom ekki bara björn og réðst á mig í Noregi! Lítil hætta í kjarnaskógi kannski, þar eru sem betur fer bara fuglar og kanínur. Jú og svo eflaust mýs og nokkur skordýr eða svo.

Nú legg ég aftur augun....

Valborg Rut

sunnudagur, október 07, 2007

Sunnudagur til þrifa

Í víðri merkingu getum við kallað sunnudaga hreingerningardaga. Sumir nota daginn í að laga til í hugarheiminum, hreinsa út úr hugskotum hugans eftir annasama viku. Aðrir leyfa sér þann munað að vera aðeins lengur í sturtu á sunnudögum. Að dunda sér fyrir framan spegillinn með kremdósir og hárblásara. Velja fötin af meiri kostgæfni en aðra daga og gefa sér tíma til að velta fyrir sér lúkki dagsins þangað til maður er sáttur og tilbúinn til að halda hreinn út í nýjan dag. Ekki að við séum yfirleitt skítug, en það er ótrúlegt hvað nokkrar auka mínótur geta gert. En aðrir nota sunnudaga til þess að þrífa heimilið sitt. Að þurrka af, ryksuga og skúra gólfin. Að gera heimilið hreint og fínt fyrir nýja viku sem hefst með daglegu amstri.

Sunnudagar eru dagar þar sem oft er lítið fyrir stafni. Ágætt að nota daginn í hreingerningar hér og þar á ólíkum sviðum. Í dag er ég búin að nota stresslausar aukamínótur fyrir framan spegilinn. Í dag ætla ég líka að þurrka af í herberginu mínu. En það er alltaf gert þegar farið er að rökkva úti. Nokkrar mínótur af kvöldinu verða gefnar með bleika afþurrkunnarklútnum. Annars er ég komin með yfir mig nóg af því að laga til. Fattaði í gær að ég á enn eftir að taka skápana í skrifborðinu í gegn og þvílíkt dót og drasl. Hef ekki opnað þessa skápa síðan ég koma heim og hef litla löngun til þess að kanna innihald þeirra. En neyðist til þess. Ekki get ég lifað með þessu í óreiðu. Svo þarna verður lagað til í dag.

Í dag ætla ég líka út. Hvernig væri að keyra hringinn í firðinum í tilefni þess að það er sunnudagur og bíllinn okkar er loksins kominn eftir alltof langan tíma á verkstæði. Hver veit nema ég arki eins og einn hring í kjarna eða gangi í heimsókn til ömmu. Um að gera að nota daginn í verkefni sem ekki gefst tími til að gera í næstu viku. Vikan verður væntanlega annasöm, allavega ef marka má morgundaginn. Vinna til fimm, fundur klukkan fimm, annar fundur klukkan sjö og þegar hann loks klárast verð ég ábyggilega búin að þreytu og fer beinustu leið heim að sofa. En sumir dagar eru skemmtilegir með pakkaðri dagskrá.

Sunnudagur er hvíldagrdagur..... förum okkur ekki of hratt í dag..... hehe :)

Bestu kveðjur um heima og geima..... Valborg Rut

föstudagur, október 05, 2007

Enda er ekkert sem þú gerir venjulegt....

Ef þú ert gott dæmi um eitthvað, þá er það almenna skynsemi og heiðarleika - ekki slæmt! Enda er ekkert sem þú gerir neitt venjulegt. (Stjörnuspáin mín af mbl.is í dag.)

Líklega get ég ekki verið annað en sátt. Ef ég hef þessa stóru kosti sem eiga víst að vera ráðandi í meyjamerkinu í dag er ég líklega ekki alvitlaus. Enda er ekkert sem þú gerir neitt venjulegt..... það er kannski rétt, enda þyki ég nú hálf furðuleg á köflum og uppátækin stundum öðruvísi, en ég er nú bara eins og ég er... :)

Frí frá löngum lesningum í dag.....

Prinsessan í herberginu.

fimmtudagur, október 04, 2007

Gott verður slæmt


Miðvikudagskvöld hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hvað sjónvarpsdagskrá varðar. Af hverju? Jú því að America's Next Top Model hefur síðustu ár verið einmitt á þeim degi. Ég viðurkenni alveg að mér fannst mjög gaman að fylgjast með þessum þáttum. Hafði sterkar skoðanir á öllum myndatökum og fannst gaman að horfa á stelpurnar breytast og bætast. En nú er mér nú allri lokið. Níunda þáttaröðin er hafin og þvílíkt rugl. Að það sé endalaust hægt að fá stelpur til að taka þátt í þessu, að þær nenni að væla og grenja, rífast og vera með stæla í öllum þáttum er alveg ótrúlegt. Tyra Banks virtist nú með nokkru viti og þátturinn hennar hafði fínt afþreygingargildi Nú er hinst vegar komið nóg og ef ég hafði álit á "módelmömmunni" er það horfið. Í gærkvöldi var einn af mínum fyrstu miðvikudögum á Íslandi síðan þættirnir byrjuði sem ég kveiki ekki á sjónvarpinu. Sorglegt. En stundum verður maður að gera sér grein fyrir því hvenær er komið nóg. Tyra Banks fer vonandi bráðum að snúa sér að örðum og meira uppbyggjandi verkefnum.
Hef haft eitthvað ótrúlega mikið að gera síðustu daga. Skil eiginlega ekkert í þessu. Ég sem bjóst við svo rólegu hausti og hélt ég myndi ekki gera neitt annað en að vinna mína átta tíma á dag. Svo virðist ekki vera. Stundum finnst manni fínt að hafa lítið að gera en inná milli lifir maður á því að þeytast um á milli verkefna og taka þátt í einu og öllu. Ég vinn á leikskóla, skúra félagsheimili kfum&k þar sem ég kem víst einnig til með að gegna hlutverki forstöðukonu í 10-12 ára stelpustarfi. Tók að mér að skipuleggja og fara í gegnum skrifstofuna þar á bæ líka en hefur bara verið skemmtilegt þó það sé nokkuð tímafrekt. Ég tek þátt í því að stofna kristilegt félag fyrir fólk í framhaldsskólum á Akureyri og hafa verið nokkrir ágætis hittingar í kringum það. Veit reyndar ekki hversu lengi ég kem til með að starfa í því verkefni, til lengri eða styttri tíma, kemur í ljós þegar skýrari mynd verður komin á þetta. Auk þess á ég fjölskyldu, nokkra vini og langar að vera í kór þó ég eigi eftir að finna eitthvað sem mér líst á. Eina helgi og október og eina í nóvember kem ég til með að flytja á heimili föðursystur minnar, halda heimilinu gangandi og passa frænkur mínar tvær. Allt skemmtileg verkefni og svo er líklega von á Helgu til Akureyrar fljótlega. Katrín og krakkarnir eru komin til landsins frá Noregi og ætla að kíkja norður í besta bæjinn líka :) Verður ótrúlega gaman að hitta þau!
En.... nú er ég búin að bæta bloggleysi síðustu daga og kveð því úr herberginu :)
Valborg Rut