Ári eldri :-)
Hann er dugnaðarforkur þó þyki hann eflaust svifaseinn við heimilisstörfin. Segist bara vera sannur karlmaður, enda hafi hann tvær góðar eldabuskur á heimilinu og ekki þurfi hann að kaupa uppþvottavél því hann eigi eina svo ansi góða (mamma). Hann hefur sagt mér frá því ég man eftir mér að Landroverbílar séu flottir bílar. Og þess vegna trúi ég því og hef vott af sömu dellu og faðir minn þó ég vilji nú alls ekki hvað sem er enda dóttirin smekkmanneskja. Hann liggur og sínir mér nýjustu snjósleðablöðin og fræðir mig um kraftmiklar vélar eða getu hvers og eins tæki. Hvað það væri geggjað að geta átt einn glænýjan úr kassanum. Dóttirin bara játar og sýnir þessu áhuga þó hún viti í raun ekkert í sinn haus um svona mál. En víst væri dóttirin meira en til í að eiga eitt stikki svona flott tæki.
Dóttirin spyr hann stundum hvort hann ætli virkilega að fara í "þessari" peysu. En að sama skapi spyr hann stundum dótturina hvort hún geti ekki farið í einhverju öðru. Get ég farið svona? Algeng setning á heimilinu frá öllum aðilum. Nema náttúrlega bræðrunum sem er nett sama í hverju þeir eru þó helst bara sömu hversdagsfötunum alla daga. Hann segir ekki mikið og þegar forvitin dóttirin reynir að komast til botns í einhverju virðist hann helst til of fámáll. Hann smellir fingrum á báðum höndum þegar dóttirin fer með í byko því hann veit að henni finnst þetta óþarfi þó hún hafi vanist þessu í gegnum tíðina eftir margar bykoferðirnar. Hann hristir hausinn yfir uppátækjasemi dótturinnar og vonar innilega að hún komi ekki með enn eina tillöguna um breytingar á herberginu eða íbúðinni. Dóttirin varð afar glöð þegar faðirinn fór á hestbak og sýndi hestamennskunni áhuga. Faðirinn vill ekki fá kanínu á heimilið og sagði hart nei þegar dóttirin bað um páfagauk. Samþykki fyrir báðu fékkst þó á endanum enda dóttirin ofdekruð frekjudós inná milli. Þess má þó geta að faðirinn var sá eini sem sýndi páfagauknum áhuga en dvaldi hann aðeins á heimilinu í tvær vikur. Gullfiskarnir hafa þó alltaf fengið samþykki og hlakka ég til að setja nýja fiskategund í stofudjásnið í ágúst :)