Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, október 31, 2006

Og það rignir á mig....

...rignir endalaust....

Ég harkaði af mér rokið enda sannur íslendingur og hélt upp í kirkjuna í morgun með Erik. Barnasálmasöngur í gangi og við mættum bara 5. Held að rokið og rigningin sé eitthvað að draga út dönunum við að mæta hitt og þetta. En allavega, við byrjuðum þarna og sungum einhver lög og svo er eitt lag sem hefur alltaf bara verið spilað á orgelið og það er sama lag og borðsálmurinn í Vatnaskógi. Nú átti maður hins vegar að syngja með eitthvað um blóma og fugla. Rosalega þótti mér fyndið að vera stödd í kirkju að syngja með liltlum krökkum lag sem ég er vön að heyra hundrað stráka syngja við matarborðið. Já, þetta kom verulega á óvart. Ég ætti þá allavega að geta sungið með og lært textann heima við tækifæri.

Annars fórum við Leifa í skátamessu á sunnudaginn. Þegar við komum inn, vitanlega á síðustu stundu var troðfuollt út úr dyrum. Svo fullt að við gátum ekki einu sinni setið á sama stað. En svo byrjaði messan og við héldum bara að við værum í leikhúsi. Presturinn var svo ofvirkur að tala við krakkana og lék allt sem hann sagði sem sagt söguna um Adam og Evu í aldingarðinum ef ég skildi þetta rétt. Krakkarnir fylgdust með eins og dáleiddir rétt eins og fullorðnafólkið sem var bara að skemmta sér konunglega. Svo átti maður endalaust að vera að standa upp og vera í einhverju speglaleik. Ég fattaði það nú ekki alveg og fór bara að hlægja. Maðurinn við hliðiná mér vildi þó endilega prófa þetta svo ég reyndi að hreyfa mig eitthvað og þá átti hann að gera eins. Hehe þetta var furðulegt allt saman en ótrúelga gaman. Mun betra en messan í Lemvig kirke sem ég entist ekki einu sinni allan tíman ;) híhí.

Ég og Lilja löbbðum í bæjinn áðan að fá okkur að borða. Hélt ég myndi drukna það ringdi svo mikið. Bleika kaffihúsið með reykingarlyktinni varð fyrir valinu. Skrítið að við völdum það... eða nei líklega ekki þar sem það er eini staðurinn hérna sem maður getur setið og borðað eitthvað fjölbreytt. Erik er sofandi núna, frábært, hlýtur samt að farað vakna, hann sefur alveg ótrúlega lítið og illa núna eitthvað. Svolítið óþolandi og þegar hann er vakandi vill hann alls ekki sitja á gólfinu.

Skóli í kvöld og ég á ennþá eftir að klára að læra. Allavega hreinskrifa það sem ég var að gera. Frí á morgun en ekki á fimmtudaginn sem þýðir að ég eyðilegg stelpuferð til Holstbro sem var löngu ákveðin. Skil ekki að kallinn geti ekki bara haft barnið einn fimmtudag svo ég þurfi ekki að vera ein í fríi með engan bíl í ausandi rigningu. Stelpurnar fara því án mín í búðir í Holstebro. Ji minn einasti.

Valborg danadís kveður í bili.

mánudagur, október 30, 2006

Mánudagur og allt á fullu


Mánudagsmorgun og þvotturinn bíður eins og venjulega. Strauþvotturinn sem bíður í risastórum haug í þvottahúsinu. Er ekki að nenna að byrja á þessu. Hef þó langt frá því setið aðgerðarlaus í morgun. Hér mátti ryksuga, fara í búðina, baka súkkulaðikökur, setja krem á herlegheitin, vera með barnið sem er ofurþreytt eftir helgina. Hann er yfirleitt alveg ómögulegur á mánudögum og svefninn hans allur í rugli. Líklega vegna þess að hann sefur miklu meira hjá mér en þeim og alltaf á sama tíma. Nú hafði hann augljóslega ekki sofið nema pínku pons daginn áður. Nú er hann þó loksins sofnaður og að komast aftur í virka daga rútínuna hjá skipulögðu au-pair stelpunni.

Gærdagurinn var fínn. Fór með stelpunum til Struer því það var sunnudagsopnun í búðunum. Vorum því duglegar í þessum fáu búðum en versluðum eitthvað lítið. Kom þó heim með eina svarta peysu og nokkur blöð sem kannski verður föndrað úr. Keypti þau aðalega því mér fannst þau svo flott á litinn. Annars bara heimsókn til Ásdísar og þeirra í Struer áður en við keyrðum heim aftur.

Hér rignir og rignir, orðið ótrúlega kalt og svo komið að ég verð að byðja mömmu um að senda mér bæði úlpuna og snjóbuxurnar. Auk þess sem það væri gaman að fá íslenska vanilludropa með í pakkanum. Eitthvað sem ég sakna mikið þegar ég er að baka. Fyrirbæri sem ekki finnst í Lemig.

Eldhúsið er allt í klessu eftir að ég var að sulla við baksturinn, líklega best að halda áfram og svo tekur þvotturinn við. Svo lengi sem krakkinn sefur.

Hafið það gott heima í snjónum..... kveðja Valborg kökugerðarmeistari og þvottadrusla.

sunnudagur, október 29, 2006

Hún á afmæl'í dag...

Það er merkis dagur í dag. Hún mamma mín á afmæli í dag. Loksins að verða fullorðin, alveg 40 ára. Já hún er ekki gömul hún mamma mín skal ég segja ykkur. Nú er hún þó að ná aldrinum og ja hver veit nema hún verði einhvern daginn amma! Ja.... kannski ekki alveg strax samt. En allavega..... Elsku mamma.... til hamingu með daginn :)



Mynd af mömmu og pabba í Vaglaskógi í sumar. Svaka fín þarna með bláa kæliboxið sitt ;) híhí.

Meira á morgun.... Valborg Rut

föstudagur, október 27, 2006

Aðalsbloggarinn talar


Varð hugsað til þess þegar ég velti fyrir mér bílunum hérna í Danaveldi að það voru afar fáir sem keyrðu um á Landrover eða einhverju öðru landbúnaðartæki öðru en traktor. Ef maður á ekki traktor sýnist mér flestir vera á einhverjum fínum fólksbílum. Og svo auðvitað hellingur af svona litlum mótorhjóladæmum. Kannski eru íslendingar eitthvað sérstaklega jeppaglaðir, ég veit það ekki, kannski er það vegna þess að við búum á landi þar sem gaman getur verið að fara í jeppaferðir um óslétta sveita og fjallvegi, keyra yfir ár og þessháttar en auðvitað erum við nú líka á jeppunum okkar í bænum. Ég hlakka til að koma heim og gellast smávegis á gullmolanum okkar ;) Varð auðvitað að setja eina fjölskyldumynd með, vantar reyndar mömmu því einhver varð jú að taka myndina. Rosalega myndumst við vel... sérstaklega bíllinn :)

Þessi dagur hefur verið hörmulegur frídagur. Ég lá í rúminu mínu í tölvunni í allan heila dag. Brjálað rok úti og ég bara nennti svo mikið sem ekki út úr húsi í þessu veðri gangandi á fótunum mínum. Niðurstaðan varð tölvudagur í kalda herberginu mínu. Loksins er það þó að hlýna smávegis, enda næstum kominn nótt eina ferðina enn. Ekki má gleyma því að þrátt fyrir að enginn hafi verið heima hér í allan dag var ég nú ekki ein því kötturinn tók ekki annað í mál en að standa upp á maganum á mér, sleikja mig í framan, hlaupa yfir mig eða tölvuna, hrjóta á maganum mínum upp í eyrað á mér eða liggja fast við hliðiná mér svo ég gat varla hreyft mig. Þetta dýr getur verið ósköp yndælt og brakandi en eitthvað er hann nú uppáþrengjandi þegar maður nennir ekki að hafa hann ofaná sér.

Til að gera nú eitthvað í dag fór ég með stelpunum út að borða. Fengum fínustu pitsu og skemmltum okkur svo í keilu. Eða nei, það var allt upptekið svo ég lét mér nægja að sitja á stól og horfa á stelpurnar í þythokkí. Löbbuðum svo í bæjinn og eitthvað varð ég þá að nota orkuna sem safnaðist saman yfir daginn og hljóp út um allt og gerði þessar svaka leikfimisæfingar. Svona getur maður nú verið skrítinn.

Herra norðurland er á morgun. Já já auðvitað fylgist ég með þrátt fyrir að vera í öðru landi. Ég verð nú bara að segja hvað er málið? Ætla nú kannski ekkert að láta skoðun mína í ljós hérna en þið getið kannski myndað ykkur skoðun á málinu á http://www.sjallinn.is/index.php?categoryid=23.

Kæmi mér ekki á óvart ef Ásdís Svava myndi vinna eða vera í sæti í Ungfrú Evrópu á morgun. Ekki amarlegt ef íslendingar ættu fyrst ungfrú heim og svo ungfrú evrópu. Fallegt fólk við íslendingarnir finnst ykkur ekki.

Best að hætta þessu tölvugrufli og fara að sofa. Góða nótt góðir hálsar..... Valborg Rut aðalsbloggari

fimmtudagur, október 26, 2006

Köttur og barn með athyglissýki

Hef lítið annað að gera en að blogga. Dugnaður, tvö blogg á dag. Ligg hér í rúminu mínu í danaveldi með köttinn á maganum. Talvan á löppunum og klærnar á kettinu stingast inn í hálsinn á mér. Veit ekki hvað ég er búin að henda honum oft í burtu. En jæja, hann vann í þetta skiptið. Maginn minn verður kúrustaður kvöldsins. Sambúðin með kettinum hér á neðri hæðinni gengur annars vel. Finnst hann nú samt frekar ágengur og heimtar að koma með mér á klósettið og í sturtu. Svo heldur hann til á bak við klósettið mitt þegar honum leiðist. Á morgnana kemur hann brakandi (mjálmið, hann er svo gamall) á móti mér og eltir mig hvert fótspor. Líklega heldur hann stundum að hann sé hundur. Jæja, ég hef þá alltaf félagsskap, meira að segja á klósettinu. Helst af öllu vill hann sitja hjá mér, en nei takk það fær hann sko ekki!! Annars er það afar oft þannig að hann kemur einmitt þegar ég nenni ekki að hafa kött ofaná mér. Svo þegar mig vantar eitthvað að gera eða kæri mig um að hafa kattarhár á fötunum mínum vill hann svo kannski ekkert með mig hafa. Skrítinn þessi danski köttur.

Er búin að setja nýjar myndir á myndasíðuna. Kannski ekkert mjög fjölbreyttar en myndir þrátt fyrir það. Hélt ég myndi bilast þegar ég var að þessu. Það þarf jú afar mikla þolinmæði til þess að setja þetta inn svo ég mátti hafa mig alla við til þess að nenna að bíða eftir þessu.

Annars hef ég bara verið heima í dag og ekki farið lengra en út með barnavagninn sem stendur alltaf rétt fyrir utan dyrnar. Leiðindar veður svo ég nennti ekki að labba neitt. Hef bara verið að tölvast í dag auk þess sem Erik var í sínu besta leidinarskapi í dag og grenjaði ef maður lét hann niður eða veitti honum ekki 100% athyggli. Leifa og Lilja komu svo í heimsókn til að hressa upp á daginn. Annars bara lítið að frétta. Hef sagt skilið við eldamennskuna aftur eftir að Henrik kom heim. Sagði ég ykkur að ég tók yfir í eldhúsinu og eldaði nokkur kvöld í röð og alltaf var maturinn til þegar Benedicta kom heim. Dugnaðurinn alveg að fara með mig held ég stundum. Eða var það bara löngunin í góðan mat?? ja það er spurning.

Ungfrú Evrópa er á morgun í Úkraínu. Hlakka til að vita hvernig það fer. Hef verið að skoða þetta aðeins og held að Ásdís Svava eigi nú kannski góða möguleika. Fannst hún allavega svaka fín og sæt á öllum myndunum þarna. En ætli ég þreyti ykkur nokkuð á þessu furðulega áhugamáli mínu núna..... getið tékkað á www.misseurop.com.ua ef ykkur langar að vita meira ;)

Valborg og kötturinn kveðja úr kalda herberginu á neðri hæðinni.

Stolt


Ég er afar stolt af nöglunum mínum. Eftir margar tilraunir til þess að hætta að naga neglurnar og margra ára ábendingar frá mömmu um hvað neglurnar mínar séu ógeðslegar og hæfi ekki svona fínni stúlku eins nagaðar og þær hafa alltaf verið. Ég gafst ekki upp á að reyna að hætta að naga neglurnar. Ég er viss um að þetta er eins og að hætta að reykja. Enda fíkn að vissu leiti. En nú eru 90 % af nöglunum mínum afar fínar og flottar, lakkaðar og ónagaðar. Aðeins 1 nögl eða 10% er enn að ná sér eftir síðasta kastið mitt. Vonandi verða þau ekki mikið fleiri. Um jólin verð ég því loksins með flottar neglur á Íslandi :)

Löng helgi framundan, föstudagur, laugardagur og sunnudagur í frí. Afskaplega verður það gott. Nema hvað að það er ekki bara nóg að gefa manni frí heldur verður maður líka að finna eitthvað að gera. Enginn bíll svo líklega verð ég að láta mér nægja að hjóla eða nota strætó til annarra bæja. Ég sit og borða íslenskt nammi. Þristar sem Lilja kom með frá Íslandi um daginn þegar hún var búin í fríi þar með fjölskyldunni sinni. Ótrúlega er þetta gott!! Nammið okkar er alveg ábyggilega það besta í heiminum. Ég súkkulaði manneskjan sjálf hef ekki fundið neitt spennandi súkkulaði hérna. Eða jú en þá bara það sem er til heima líka. Annars er ég að reyna að hætta að borða svona mikið nammi og þá allavega í aðalrétt í kvöldmatinn.

Annars hef ég ákveðið að fjárfesta í hlaupaskóm. Þó einhverju sem má nota bæði inni og úti þar sem ég hef ákveðið að takast á við líkamsræktarstöðvafóbíuna og kíka í ræktina hérna ef það kostar ekki morðfjár. Á eftir að tékka á því. Svona á til að gerast þegar maður flytur til annars lands. Þess má í lokin geta að ég hef þyngst um einhver 7 kíló á þessum bráðum tveimur mánuðum sem ég hef verið hérna. Ji minn einasti ef ég fengi nú 3 kíló á mánuði.... já nei takk!! Annars er þetta aðalega til þess að hafa eitthvað að gera á kvöldin þessi líkamsrækt. Víst hafa jú allir gott af smá hreyfingu ;)

Er að reyna að setja myndir inn á myndasíðuna en það gengur eitthvað illa... vonandi tekst það fljótlega... allavega áður en þolinmæði mín er á þrotum....

Kveð í bili úr roki og rigningu....... Valborg Rut

þriðjudagur, október 24, 2006

24. oktober

Mjolkurgrauturinn minn er ad malla i orbylgjuofninum. Hlakka mikid til tess ad borda hann tvi eg er alveg afskaplega svong. Eitthvad eru tetta omerkilegar upplysingar en...

Var ad koma heim med Erik ur banrasalmasongnum i kirkjunni. Tetta er nu bara nokkud gaman og svo er eg ordin svo god i ad syngja tessa donsku! Hehe nei kannski ekki alveg en samt er alveg buin ad na tveimur logum eda svo. Syngjandi keyrdum vid svo heim og krakkinn ut ad sofa. Eg i tolvuna og ekki ad nenna ad gera nokkurn skapadan hlut tratt fyrir ad tvottahusid bidi eftir mer. Tek tvi bara rolega i dag... tad kemur dagur a eftir tessum degi! Svo er skoli i kvold og tad verdur orugglega bara fint. Lika gaman ad keyra med stelpunum til Holstebro og kjafta um heima og geima.

Kem heim 17. desember. Kannski kemur Lilja frænka i heimsokn adur en eg fer heim svo vid getum verslad sma og ferdast svo saman heim. Tetta er allt ad skodast ;) Annars stittist bara odum i ad eg kem heim i herbergid mitt ;) Va hvad eg ætla ad hafa tad gott :) En annars hafa sidustu dagar herna verid agætir, allavega gærdagurinn og svo lofar daguinn i dag bara nokkud godu svo tetta er adeins ad bjartsynast ;)

Vona ad eg fai netid i tolvuna min herna heima aftur a morgun. Komst fint inn a tad hja Leifu en herna bara gengur ekkert. Oh toli ekki svona tolvuvesen alltaf hreint. En jæja tetta hlytur ad lagast med timanum.

Kved i bili...... Valborg Rut danadis :)

laugardagur, október 21, 2006

Ad duga eda drepast

Sælt veri folkid :) Hvad er ad fretta? Eru ekki allir i svaka studi tarna heima a klakanum? Svona nu komidi med sludrid ad heiman svo eg verdi nu ekki utundan. Eg meina tad er nu ekki allt i sed og heyrt ;) Vel a minnst... takk amma fyrir bladid :)

En burt sed fra ollu ruglinu. Her er alltaf jafn kreisi. Dagarnir lida hver a eftir odrum, eg tjotandi ut um allt hus ad reyna ad klara oll verkefnin min eda bara ad reyna ad hafa sæmlega fint herna. Tad er svona tegar madur kennir bornunum sinum ekki ad taka upp eftir sig. Tad ma nu samt milli vera. Her fær allt ad fara a golfid, halfetin gurka, bananahidi, auk alls tess sem er leikid med. Jæja komin med leid a tessu, hendi tessu bara i golfid og finn eitthvad annad! Eda, æ eg er ordin saddur hendum tessu bara a stofugolfid! Hingad og ekki lengra takk fyrir. Nu ræd eg her rikjum tegar tau eru ekki heima og skipa krakkanum ad taka allt upp sem lendir a golfinu. Ef tad er farid ad væla getur hann bara grenjad inn i herbergi tvi madur a ekki ad væla yfir ad turfa ad ganga fra. Eg veit, eg stjorna her med hardri hendi en... svona er eg bara ;) Tegar foreldrarnir eru heima tarf eg hins vegar ad taka allt upp og ganga fra tvi aldrei segja tau eitt aukatekid ord hvernig svo sem barnid hagar ser. Sa yngri verdur alveg eins. Ma ekki heyrast i honum a golfinu ta er buid ad rifa hann upp. Ef tetta er uppeldid get eg liklega ekki gert margt her a daginn ef barnid verdur vant tvi ad hanga a handlegnum a einhverjum daginn ut og inn. Tau hafa talad um ad fa ser hund. Vona ad teim takist betur ad ala hundinn en bornin. (Valborg Rut svona segir madur ekki!! upps)

Eg meina..... bornin min verda fullkomin..... en ekki hvad?

Godur matur a heimilinu i gær. Vitanlega tar sem eg versladi allt inn og eldadi i gær. Ji minn einasti hvad madur er duglegur. Svakalegur kjuklingur a ferdinni. Gaman ad kjuklingur er odyr i danmorku, ta get eg alltaf haft tad i matinn! Nema hvad ad eg ætla ekki ad leggja tad i vana minn ad elda herna. En nu er ekki aftur snuid. Konan komst ad tvi ad eg get eldad mat svo nu ma vist buast vid ad madur vinni kvoldin lika. Agætt, eg fa ta allavega eitthvad gott. Hef ekki latid verda af tvi ad baka braud ennta. Tarf hins vegar ad baka sukkuladikokur i næstu viku tvi Peter er ad hætta i leikskolanum sinum. Byrjar i odrum leikskola, vitanlega einhverju finna.

Nu er ad duga eda drepast. Tarf ad farad akveda hvort eg verd alkomin heim um jol eda endist arid. Erfitt svona lagad. Akvordun tekin næstu daga ef eg get akvedid mig. Fjolskyldunni lyst to ekkert a ad fa mig heim svo kannski eg stingi bara af einhvert annad an tess ad tau viti ;)

Hef velt tvi fyrir mer hvort fjolskyldan min herna lesi bloggid mitt. Fer ju inn a tetta ur teirra tolvu og hver veit nema tetta veki ahuga teirra. Ef teim langar ad lesa her er tad alveg i bodi tvi ta vita tau ju alla sina galla auk tess sem kostirnir fylgja einstaka sinnum (vonandi) med.

Nog af skrifum i bili.... reyni svo ad vera duglegri ad skrifa herna og aldrei ad vita nema einhver skrautleg pælingafærsla detti her inna einhvern daginn. Langt sidan tad gerdist held eg bara.

Allra bestur kvedjur i heimi til ykkar heima :)

miðvikudagur, október 18, 2006

Ad himnum...

...ofan kemur rigning.

Eg nadi i tolvuna mina i vidgerd i dag. borgadi 1400 danskar. Fannst tad mikid en bjost alveg eins vid miklu meiru. Tegar eg kem svo heim og kveiki i gledi minni a tolvunni se eg ad hun er galtom. Jæja, ekki einn einasti hlutur eftir. Ekkert word eda neitt. Yndislegt. Eftir mika leit fann eg to myndirnar minar og tad sem eg hafdi geymt tarna inni. Var mjog takklat fyrir tad ;) En allavega eg a tolvu i heilu lagi med nyrri virusvorn og ja hver einasti hlutur er a donsku. Kemst ekki a netid tvi tad er læst og eg veit ekki adgangsordid sem var sett i tolvuna mina. Kemst ad tvi vonandi i næstu viku tegar kallinn kemur heim af sjonum.

Endalaus rigning her i dag. Myndi nu eiginlega frekar vilja hafa smavegis snjo en svona mikla rigningu. Tid kannski sendid mer smavegis vid tækifæri :) Er ad fara yfir um af hungri. Eftir ad hafa bordad afar litid og ta adalega kex i dag liggur leidin ut i sjoppu ad kaupa eitthvad ætilegt. Liklega verd eg to ad taka bensin a bilinn. Ekki alveg nog ad lana manni bilinn en svo get eg ekki einu sinni keyrt a honum.

Svaf afar litid i nott. Var alveg ad drepast i bakinu a ad liggja i tessu rumi. Vaknadi a klukkutima fresti i von um ad nottin væri buin og eg gæti stadid upp og hætt ad reyna ad sofa. Draumurinn rættist to ekki fyrr en marga klukkutima.

Tad sem ekki drepur mann a vist ad bæta mann. Vona ad tad se eitthvad til i tessari fullyrdingu.

Farin til Leifu eda eitthvad ut ur tessu husi tar sem eg hef hangid her i næstum allan dag. Svong mannvera kvedur i bili....Valborg.

mánudagur, október 16, 2006

Ur einu i annad

Liklega er longu timabært ad blogga smavegis. Talvan min enn i vidger og eg tess vegna eitthvad utan tjonustusvædis. Vona ad talvan komist nokkud heil fra tessum tolvugaurum laus vid alla virusa og veikindi.

Eg hef verid i frekar vondu skapi sidustu daga og latid margt fara i minar finustu taugar. Margt sem ekki skal vera upptalid i netheimum kom tar vid sogu. Segjum bara ad folkid mitt herna se einu ordi sagt: SPES.

Velti tvi fyrir mer hvernig folkinu minu finnst ad hafa mig herna a heimilinu. Veit ekkert hvad teim finnst. Bara ad teim finnst eg vera matvond og barda litid. Ekki skritid, maturinn teirra er ogedslegur! Ekki eitt ord um ad eitthvad se gott eda slæmt. Aldrei takk fyrir eitt eda neitt. Finnst tau ekki kunna ad meta vinnuna mina herna. Audvitad ekki, snobbad lid vant ad hafa vinnustelpur allt i kring. Tau turfa ad læra eitt og annad um mannaskidi og framkomu.

Eg straujadi 36 smekki i dag. Gat ekki annad en talid. Rett eins og adra manudaga var buid ad safna tvotti handa mer svo eg matti strauja hratt og mikid i dag til ad klara tetta allt saman. Tvilik og onnur eins vitleysa. I verklysingunni minni stod ekkert um margra klukkutima vidveru i tvottahusinu a dag. Einhverjir hafa verid ad segja mer ad hætta bara ad strauja. Slepti tveimur samfellum ur ollum bunkanum i dag. Annars bara geri eg hlutina og geri ta vel.

Eg for ut ad hlaupa a laugardagsmorguninn. Takmarkid er ad gera hlupid fra Nørlem kirke ad Kabbel (herragardurinn). Kilounum fjolgar hratt vegna nammiats i oll mal og fransbrauds. Eitt af tvi fyrsta sem mamma min kenndi mer: Ekki kaupa fransbraud! Ji minn einasti tetta er ekkert annad en hveiti og madur verdur ekkert saddur. Næringarlaust i tokkabot. I Danmorku er bara til fransbraud og rugbraud. Borda ekki rugbraud svo litid annad kemur til greina en hveitidraslid. Nog af rugli. Veit ekki hversu oft eg hef bloggad a moti megrunum svo tad er eins gott ad hætta.

Mamma og Helga koma ekki i heimsokn til min. Kannski i mars ef eg verd her ennta. Er ad reyna ad hugsa mer ad vera her i ar en madur veit ekki hvad gerist. Ta tarf held eg annsi margt ad breytast. Sjaum bara til, akved tetta bara seinna. Eitthvad erfitt samt tvi suma daga vil eg endilega vera herna (serstaklega fridagana!!) en adrir eru alveg ad ganga fra mer. Ovist hvenær eg kem heim um jolin. Skyndilega eins og eg eigi bara alls ekkert ad fara heim. Ja nei takk. Eg er ad koma heim 15. des hvad sem allir segja. Vonandi tekst tad. Ta getum vid Leifa lika ferdast saman og dregid ur hættunni a ad eg villist i lestinni eda a flugvellinum. Lendi kannski bara i Prag eda eitthvad.

Ein med mikid skap kvedur i bili.... Valborg Rut

miðvikudagur, október 11, 2006

Pakki fra Islandi

Eg veit ekki hversu oft eg hef verid i budinni, horft a danska sed og heyrt og oskad tess ad eg hefdi eitt stikki nytt sludurblad fra islandi. I gærmorgun hugsadi eg: eg hefdi att ad bydja mommu um nyja bok i posti.
I hadeginu i gær kom pakki til min. Samansafn af dotarii fra mommu, ommu og Helgu frænku. Eg opna kassann og tar liggur ser og heyrt. Tarna er lika fullt af nammi og eitthvad i appelsinugulum pappir. Gloss og krem fra mommu. Yndislegt. Tarna var lika eitthvad litid og blatt... bok!! Jeij! Svo nu get eg tekid til vid lesturinn a ny. En tarna var meira. Extra tyggjo, sokkar, tvo kort fra ommu og afa, annad fra hinum og ja tetta gula. He he gulur badsvampur. For ad hlægja yfir ollu tessu samansafni olikra hluta. Veit ekki hvort tetta gula dotari verdi mikid notad en takk Helga, einmitt tad sem mig vantadi til danaveldis ;)
A kortinu fra ommu og afa stod: vonum ad ter liki nammid, hafdu tad to ekki sem adalrett. He he ju i minu herbergi er nammid besti adalretturinn. Vist er ad tad er betra en eldamennskan.

Takk ædislega fyrir sendinguna! Tid tekkid mig greinilega alltof vel :)

For i skolan i Holstebro i fyrsta skipti i gærkvoldi. Likadi vel, reyndar fannst mer tetta heldur lett. Se til hvort eg fari i eitthvad adeins erfidara. Er heima med bada strakana i dag. Henrik fer a sjoinn a mandudaginn og verdur ruma viku. Liklega verdur ekkert bordad tegar hann fer tvi ta eldar enginn.

Mamma og Helga koma til min eftir 25 daga!!!! Hlakka ekkert sma til ad sja tær :)

Amma og afi: Tetta er frabær bok, strax byrjud ad lesa i henni.

Elska ykkur i klessu........ Valborg Rut

sunnudagur, október 08, 2006

Ut um mela og moa

Talvan min er komin i vidgerd. Liklega einhver virus i gangi tar sem fattadist ad virusvornin var utrunin og ekki virk lengur. Tibiskt, einmitt tegar eg er i utlondum. Skilst ad tad taki viku ad laga tetta. Ta fer eg og sæki gripinn og borga um leid mikinn pening. Kvidi tessum degi. Er einfaldlega of nisk til ad borga eitthvad fyrir vidgerd. Verd vist to ad lata mig hafa tad. Verd bara sparsom tennan manud.

Ein heima i hollinni fra fimmtudegi til sunnudags. Fostudagurinn for i ad kikja i bæjinn i Lemvig og hanga hja Lilju um kvoldid eftir ad hafa keyrt folkid hennar a djammid. Laugardagur og vid ekki med bil. Yndislegt. Ta kom ekki annad til greina en ad taka stræto til Holstebro tar sem vid hofdum hlakkad til alla vikuna ad kikka i Nørreportcenter og i Bilka. Voda stoltar af okkur komumst vid a gongugotuna eftir langa strætoferd. Budir,budir,budir. I Bilka en hvernig i oskupunum attum vid ad komast tangad? Of langt ad labba. Leigubill var tad. Bilka tok vid og tar skodudum vid allt sem mogulega var hægt ad skoda tar sem vid nenntum alls ekki heim strax. Hvernig attum vid annars ad komast aftur til Lemvig? Æi upps vid gleymdum ad hugsa ut i tad! Malunum var reddad. Eg hringdi og pantadi annan leigubil a minni godu donsku. Hann keyrdi okkur i strætoinn sem fer til Lemvig. Ju ju alltaf gott ad vera stundvis en vvid mattum bida tarna i klukkutima. Nammid bjargadi okkur, daudtreyttar komumst vid svo heim. Ta var malid ad panta bara mat heim. Eg hringdi en heyrdu nei... tad er ekki heimsendingatjonusta a kvoldin!! Sko, hver pantar mat heim a daginn?? Okey, vid lobbudum og nadum i matinn okkar. Hordum svo a tvær myndir tangad til vid vorum alveg ad sofna. Ta rolti Lilja heim og eg for ad sofa.

Sunnudagur og eg tvilikt ad dunda mer. Lagadi til i herberginu minu og fataskapnum tar sem allt var a kvolfi a badum stodum. Sturta, krem, fot, harid, nyja harturkan ur Bilka, restin af fotunum, tvottavelin, ganga fra ur upptvottavelinni sidan i gær, talvan og nu er malid ad fa ser eikkad ad borda og svo ad gera krem a finu kokuna sem eg bakadi i gær. Lilja ætlar svo ad koma i koku. Leifa er i utlondum med folkinu sinu. Hefur tad gott i 30 stiga hita a medan vid hinar horkum af okkur mikid rok og rigningu.

Valborg Rut sem saknar tolvunnar og ykkar allra kvedur i bili ;)

miðvikudagur, október 04, 2006

OH!!!

Talvan min er bilud. Vill ekkert gera. Ekki einu sinni slokkva a ser. Kemst ekki inn i neitt og allt i rugli. Ætla ad reyna ad finna einhvern sem getur gert vid tetta. Veit ekki hvernig tad a eftir ad ganga her i tessu furdulega landi. Blogga tegar tetta kemst i lag. Verdur vonandi fljotlega. Er i vondu skapi ut af tessu. Somuleidis ut af ollum helv.... tvottinum herna.

Tetta fjarndans straudot er tilbuid. Farin i tvottahusid.

Valborg ekki i godu skapi.

þriðjudagur, október 03, 2006

Óperutónleikar

Í gærkvöldi fór ég á óperutónleika í Holstebro með Didu (stelpan frá Búlgaríu sem vinnur á herragarðinum) . Fannst þetta mjög gaman en er nú ekki viss um að Dida hafi verið að fíla þetta. Nú hef ég t.d. heyrt part úr Töfraflautunni á dönsku og var náttla rosa ánægð þegar ég þekkti hvaðan þessi lög voru. Híhí ;) Þetta var í nýja tónleikahúsinu í Holstebro sem drottningin var einmitt að opna rétt áður en ég kom. Ekkert smá flott hús og hönnunin ótrúlega einföld og töff. Var svaka gella í nýjum grænum bol, svörtu pilsi og á fína svarta bílnum þeirra. Alveg að passa fínt inn þarna hjá fína fólkinu í óperunni ;)

Hér er stanslaus rigning. Hér rignir ekki lítið þegar það rignir og á götunum í Lemvig í gær var næstum flóð. Ég labbandi hingað og þangað með strákana þar sem ég hafði ekki bíl. Held þau verði nú bara að fá sér þriðja bílinn því það er ekkert smá sem ég labba hérna alla daga. Fór áðan með Erik í barnasálmasönginn sem við skráðum okkur í. Þetta var gaman, svolítið sniðugt fyrirbæri fyrir fólk með litla krakka.

Ógeðslega mikill þvottur bíður. Þau bara þvo og þvo og svo hef ég engan tíma til að ganga frá svo allur þvotturinn sem ég þvoði í gær, 3 vélar og allta sem hún þvoði um helgina bíður nú eftir að verða straujað. Verð líkelga að í allt kvöld. En.... líkega best að byrja á meðan Erik sefur. Lítið gert þegar hann er vakandi.

Skvísin í danaveldi skilar kveðju til fólksins á besta landinu ;)

mánudagur, október 02, 2006

Myndirnar komnar


Daginn! Hér ligg ég í sófanum í stofunni, með tölvuna og æði á milli mis spennandi hluta í tækniheiminum. Erik nýsofnaður og ég búin með öll verk dagsins svo lífið er ljúft þessa stundina.

Í gær var semst hladið til Holstebro með Lilju og Leifu. Sunnudagsopnun í búðunum svo við gátum nú ekki annað en að tékka aðeins á því. Versluðum eitt og annað á göngugötunni en mátuðum enn meira. Á slaginu 4 lokaði allt. Og þá meina ég allt. Ekki var hægt að fá sér ís í sjoppu, ekki hægt að fara á kaffihús og fá sér köku, allt var lokað. Að frátöldu mc donalds sem fékk þá að njóta nærveru okkar. Reyndar bara í lúgu til að kaupa ís. Eftir rúnt í Holstebro og nokkra nýja hluti meðferðis keyrðum við til Struer. Fórum í heimsókn til Ásdísar (íslensk stelpa í Struer, býr þar með fjölskyldunni sinni, mamman heitir Sigrún, pabbinn Gunni og svo á hún þrjár yngri systur.) Sátum þar og spjölluðum í nokkra klukkutíma. Sigrún var svo frábær að bjóða okkur bara í mat svo við fengum þetta líka góða grillaða lambalæri. Vá og það var meira að segja brún sósa með!! Hef aldrei fengið sósu með matnum mínum þennan mánuð sem ég hef verið hérna. Ja nema tómatsósu auðvitað.
Svo fórum við í bíó á einhverja svaka stelpu mynd. Það snérist allt um tísku, dýra og fína hönnuði og flotta skó. Yndælt og bara gaman. Keyrðum svo heim til Lemvig og komum þangað um miðnætti.

Hef verið að vinna í því að búa til myndasíðu svo þið getið nú fylgst með á myndum líka. Það eru komnar myndir af öllu húsinu mínu og strákunum. Fleira bætist við smátt og smátt.
Slóðin er http://valborg.myphotoalbum.com . Vonandi skemmtiði ykkur vel við að skoða þetta. Getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri ;) (leiðbeiningar handa nokkrum) Set þetta líka hér til hliðar ;)

Valborg Rut kveður úr þungskýjuðu danaveldinu og rigningunni.

sunnudagur, október 01, 2006

Stelpuferð til Holstebro


Dagarnir líða og á morgun hef ég verið hér í mánuð. Finnst það skrítið núna, þessi vika var alltof fljót að líða.

Föstudagurinn fór í að fínisera heimilið. Ég náði takmarkinu.... er orðin snillingur. Ryksugaði, skúriði og tók baðherbergin allt fyrir kl 2 auk þess að fara í apótekið með Erik. Henrik var reyndar svo frábær að taka krakkann smá stund og fara með hann út að labba þar sem hann var sko í sínu mesta stuði og vildi sko alls ekkert vera eitthvað einn á gólfinu að leika sér.

Helgarfríið tók við og í gær settist ég að hjá Leifu. Keyrði nokkrar ferðir í búðina auk þess að skutla Lilju til og frá Lemvig. Gaman að því ;) Leifa bakaði pitsu handa okkur í gærkvöldi og svo kom Lilja og þá var borðaður ís og snakk með heitri sósu sem Lilja mallaði. Hér í Lemvig opnar maður hurðina, gengur inn og kallar halló. Ekki bara au-pair stelpurnar heima hjá hvor annarri heldur gerir pósturinn þetta líka. Fyndið.

Nú liggur leiðin til Holstebro með stelpunum. Stelpudagur út í gegn og engir litlir strákar með aldrei þessu vant. Ætlum að kíkka í nokkrar búðir, fara út að borða og svo í bíó í Stuer.

Er að vinna í því að búa til myndasíðu.... þið fáið meira en nóg að skoða þegar hún verður tilbúin :) Á myndinni eru Erik og Oxí.... ekkert smá sætir þarna!!

Skvísan ykkar kveður í bili..... Valborg Rut sem var rétt í þessu að fá útborgað :) frábært.... átti nefnilega engan pening!!