Súrmjólk að drekka?
Ég borðaði mjög svo spes mat í kvöldmatinn í dag. Já vitiði, þessi tíbíski norski matur er kannski ekki alveg að gera sig. Þarna voru einhverjar hvítar bollur úr hveiti og hráum kartöflum sem er kramið saman í bollur og soðið. Með þessu voru beikonbitar, endalaust feitir með afskaplega miklu feiti á. Ja líklega eins og beikon annarsstaðar í heiminum. Svo voru þarna einhvernskonar feitar pylsur. Karteflur, gulrætur og eitthvað sem ég var ekki viss um hvað var. Fannst mér þetta bragðast fekar furðulega og ef beikonbitarnir hefðu ekki bjargað þessu bollusulli hefði ég örugglega dottið niður dauð. Hehe. Ég hélt nú bara að þetta væri einhver misskilningur þegar ég sá súrmjólkur fernu á matarborðinu. En nei, mér var tilkynnt að með þessum mat drykkju allir norðmenn súrmjólk!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri. Súrmjólk með kvöldmatnum, í glas og enginn sykur. Ég hélt nú ekki og fékk mér vatn. Þetta var skemmtilegt að sjá. Gaman að smakka þetta en ég held að ég eldi ekki svona handa ykkur þegar ég kem heim. Var bent á að ég yrði orðin vön þessu þegar ég færi, en nja... jú víst mun ég borða þetta ef það er í boði en líklega langt þangað til þetta kemst á minn helsta vinsældarlista.
Bestustu kveðjur heim til ykkar allra..... Valborg Rut sem drekkur ekki súrmjólk en borðar hana hins vegar með weetosi á næstum hverjum morgni. Og má bæta því við til gamans að ég er hætt að setja sykur!!