Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, desember 31, 2006

Árið á enda

Ég var búin að skrifa svakalegan áramótapistil. Hann innihélt nákvæma lýsingu á árinu mínu og góðar minningar sem síðurstu mánuðir hafa að geyma. Því miður varð hann húsbónda sínum ekki hlýðinn og hvarf allur þegar ég ætlaði að láta hann festast í netheiminum. Synd. Ég lagði mikið á mig og vandaði til skrifanna. Þegar ég ætlaði svo að byrja upp á nýtt eftir áfallið fannst mér ekkert eins gott og gamli pistillinn. Ég hef því ákveðið að láta hér við sitja og tilkynna um horfinn pistil sem ekki mun líta dagsins ljós.

Ég þakka fyrir heimsóknirnar á bloggið, vináttuna, kommentin og fyrir árið sem er að líða.

Bestu kveðjur, Valborg Rut.

laugardagur, desember 30, 2006

Heilbrigði í fyrirrúmi


Ég las litla grein í fréttablaðinu í morgun sem fékk mig til þess að brosa. Kannski ekkert sem hver venjuleg manneskja myndi brosa yfir en mér þótti mikið til í þessu og tilefni til að brosa.

Ein stærsta tískuborg heims, Mílanó hefur slegist í hópinn í baráttunni geng átröskunum og útlitsdýrkun. Stjórnendur tískuviku hafa ákveðið að banna öllum fyrirsætum sem eru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-stuðli að taka þátt í sýningunum og tískuvikunni í heild sinni. Nú þegar hefur Madríd tekið skrefið en í þeirri borg voru þessar reglur teknar í gildi í haust. Umræðan um þyngd fyrirsætna hafa verið mjög miklar upp á síðkastið og eru margir stórir hönnuðir sem stutt hafa þessa reglu heilshugar.

Spekingar telja að fyrst í Mílanó sé búið að banna of mjóar fyrirsætur á tískupöllum sé ekki langt í það að þessar relgur verði settar á öllum tískuvikum í heiminum.

Það var tími til kominn að fá einhverjar svona reglur. Fyrirsætur eru fyrirmyndir margra og alltaf virðist breikka bilið milli þeirra venjulegu og fyrirmynda þeirra. Ég tel því þessa breytingu afar góða og löngu tímabært að fólk velti þessu fyrir sér og eitthvað að viti sé gert í þessum málum. Við vitum það öll að afar fátt er eðlilegt við útlit þeirra sem eru allra grennstar á tískusýningarpöllunum og því ekki rétt að tróna þeim fram sem fyrirmyndum í daglegu lífi.

Ég vona að heimurinn fylgi í kjölfarið og þessar reglur verði settar á tískusýningum, ljósmyndafyrirsætur og að gínur í búðargluggum öðlist heilbrigðara útlit.

Valborg Rut

Kínversk kona

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endan. Á langristöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi sótti hún vatn langa leið íuppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn ogskilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu. Svonagekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungnipotturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeinstil hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnutalaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðumína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt áleiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott.

,,Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómumskreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar?

Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegnasáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heimvökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreyttheimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njótafegurðar blómanna.

Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaus. En það eru gallarnirog sprungurnar sem gera hvern og einn einstakann. Þess vegna er svo spennandi aðkynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskjueins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvort öðru.

föstudagur, desember 29, 2006

Líf og fjör

Það er varla hægt að segja að ég sitji auðum höndum þetta jólafríið. Nei aldeilis ekki því ef ég sit er ég bókin mín yfirleitt ekki langt undan. Í morgun var ég nú alveg svaka aktíf og dreif bræður mína með mér út. Ekki var nú auðvelt að hagga þeim frá tölvuveröldinni en þegar ég sá að þeir voru búnir að vinna leikinn ákvað ég að þetta væri komið gott og lofaði að við færum á subway ef þeir löbbuðu með mér stóra hringinn í kjarna. Umm.... já góð hugmynd! Þarna voru svellbúnkar og þvílík og önnur eins drulla. En við létum þetta ekki á okkur fá og komumst allan hringinn án þess að detta eða hljóta alvarleg meiðsli. Á skyndibitastaðinn var haldið áður en við sóttum mömmu í vinnuna.

Í kvöld brunuðum við mamma á landanum okkar í Dalinn góða og kíktum á jólin í Laugaseli áður en við fórum á tónleika á Dalvík með Karlakór Dalvíkur. Vá og rétt hjá Laugaseli var bara komið heilt hús sem var ekki einu sinni byrjað á þegar ég fór! Og vá það er komið heitt vatn í sumarbústaðinn okkar og hægt að fara í sturtu og allt!! Ekkert smá æðislegt að geta vaskað upp úr heitu vatni, þvegis sér um hendurnar og allt án þess að hita vatn í katli fyrst. Það var náttúrlega svakalega jólalegt í litlja jólahúsinu okkar. Jólaskraut út um allt og jólastjörnur í gluggunum og serían á þakinu svaka flott. Þetta er sko bestasta og krúttlegasta hús í öllum Svarfaðardalnum þó víðar væri leitað ;)

Í dag þegar ég bloggaði hérna var ég full hugmynda. En sko það vildi svo illa til að það datt allt út þegar ég festi það svo það festist víst ekki. Líklega verður þetta þá að nægja í bili og ég kveð hálfsofandi úr góða rúminu mínu í fallega herberginu á Akureyri. (Ji hvað ég er alltaf hágvær)

Valborg Rut býður ykkur öllum góða nótt.

fimmtudagur, desember 28, 2006

Hið mikla brúðkaup



Hið mikla brúðkaup var haldið í gær. Eftir mikinn undirbúning, dúkuð borð og dekkuð kom að þesu öllu saman. Þetta var auðvitað frábært. Gaman að sjá Unni í svona flottum kjól og ofan af svölunum í kirkjunni leit þetta allt svo fullkomlega út. Ræðan hjá sr. Höllu var æðisleg og auðvitað var húmorinn uppi hjá þessum miklu húmonistum. Kórskvísurnar sungu og ég ákvað að heiðra þær með næsrveru minni og söng auðvitað með á þessum merka degi. Tveir kaflar úr Gloriíunni eftir Vivaldi flugu þarna um og hljómaði bara vel held ég ;) Dauðþreytt eftir langan dag steinsofnuðu allir seint um síðir þegar búið var að borða og borða í veislunni, ganga frá og koma öllu í fínt horf. Til hamingju með daginn allir saman :)

Eins og þið sjáið er talvan mín komin í lag og ég orðin tæknivædd enn á ný og búin að krifja netheiminn síðustu mínóturnar. Núna er víst málið að mæta í veilsu númer tvö þar sem matarafgangar gærdagsins munu renna ljúflega niður í svanga maga.

Meira fljótlega..... Valborg Rut dúkalagningameistai

þriðjudagur, desember 26, 2006

Óperudraugurinn

Það eru augljóslega jól. Ég nýt þess að vera í fríi, vera með fjölskyldunni, lesa bók og liggja í leti. Þar sem talvan mín vill ekki finna netið á Íslandi hefur bloggið líka verið í jólafríi. Ég vinn þó að því að koma þessum tölvumálum enn og aftur í lag.

Á jóladagskvöld lá ég límd fyrir framan óperudrauginn í sjónvarpinu. Hefur lengi langað til þess að sjá þessa mynd og heyra tónlistina úr myndinni í heild. Þetta hreyf mig með sér. Ég lifði mig inn í þetta og þaut áfram með óperunum og þessum fögru tónum. Fannst þetta þó töluvert langdregið en horfði nú samt til enda. Bræður mínir sýndu að þeir hafa smá tónlistargen þegar þeir voru komnir upp í rúm til mín að horfa á þetta með mér. Sofnuðum svo seint um síðir og ja ætli það megi ekki segja að við höfum einnig vaknað seint um síðir í morgun. Drifum okkur þó á fætur og skelltum okkur í messu. Síðustu sex ár hef ég verið að syngja annan í jólum en nú gat ég setið á kirkjubekknum aðgerðarlaus. Í dag er svo hið árlega jólaboð stórfjölskyldunnar í tilefni þess að langafi minn hefði átt afmæli í dag. Alltaf gaman að hittast öll svona einu sinni á ári svo við höldum nú vinskapnum.

Annars hef ég haft það afskaplega gott og notið þess að vera til. Aðfangadagur auðvitað frábær, algjör letidagur með nýja bók eins og alltaf. Bókagagngrýnin kemur seinna. Er þó komin þónokkuð áleiðis, einar hundrað blaðsíður lesnar nú þegar. Ekki má svo gleyma hinu mikla brúðkaupi. Á morgun mun Unnur Helga víst gifta sig og er undirbúningur í hámarki. Ekki á hverjum degi sem brúðkaup er haldið. Auðvitað hlakka allir mikið til. Kannski ég reyni að gaula eitthvað með kórskvísunum sem ég held að heiðri viðstadda með söng sínum. Kemur allt saman í ljós.

En ég allavega óska ykkur öllum gelðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best!

Valborg Rut

miðvikudagur, desember 20, 2006

Ísland :-)

Ég er komin heim. Yndislegt. Hef ekki gefið mér tíma til þess að blogga síðan ég kom og auk þess er talvan mín ekki að samþykkja netið hérna. Vinn í því að koma því í lag fljótlega. En ég er komin heim og það er fyrir öllu. Afar stolt af sjálfri mér að hafa getað ferðast þetta allt alein og komist heil heim´. Ferðin gekk vel, ég endaði á réttum stað eftir lestaferðina, gat tékkað mig inn án vanræða, þurfti ekki að borga yfirvigt, fann hliðið mitt alveg sjálf og komst til Keflavíkur. Þar varð ég reyndar þónokkuð stressuð því ég hélt að dótið mitt hefði ekki komið með. Nánast allir farnir með töskurnar sínar en ekkert bólaði á mínu dóti. Það kom þó að lokum eftri smá stesskast yfir hvort ég ætti næstum ekki neitt því öll uppáhaldsfötin mín voru þarna. Gaman að hitta Helgu. Skvísan kom vitnalega að sækja mig að vanda algjör gella. Töluðum frameftir nóttu og vöknuðum svo hressar fyrir allar aldir á mánudagsmorguninn. Tókum okkur í rólegheitum til fyrir búðardag. Það var ekki fyrr en þegar ég ætlaði að halda heim til Akureyrar að vesenið byrjaði. Þarna var ég veðurtept í Reykjavík. Ekki sátt við stöðu mála og þetta endalausa rok sem varð til þess að ég festist í borginni. Ég komst þó heim á þriðjudagsmorguninn. Auðvitað rosa gaman að hitta alla og nú er ég einfaldlega að njóta þess að vera til. Búin að taka úr töskunum, fínisera herbergið mitt og er þónokkuð komin með að setja jólaskrautið á sinn stað í herberginu. Vitanlega besta herbergi í heimi.

En nú kallar mamma.... vill fá prinsessuna til að hjálpa sér að ná í kassa í geymslunni.... meira seinna....

Valborg Rut loksins á Íslandi

sunnudagur, desember 17, 2006

Endir...

Það er komið að því. Síðasta bloggið frá Danaveldi. Þá er maður að fara, fullur spennu yfir ferðalaginu, búin að pakka og koma síðustu hlutunum fyrir. Ég gat lokað töskunni að lokum eftir mikil pökkunarvandræði.

Þetta hafa verið ótrúlegir mánuðir. Allt í einu er ég búin að búa í útlöndum og læra smá í öðru tungumáli. Langt ferðalag sem nú er að enda. En ferðalgið er þó ekki á enda. Annar áfangastaður tekur við og ég hlakka mikið til. Held að þetta hafi verið góð ákvörðun.

Ég kveð að lokum sátt við allt og alla...

Hlakka til að sjá ykkur öll :)

Valborg Rut bráðum á Íslandi

laugardagur, desember 16, 2006

Ísland á morgun

Síðasti dagurinn í Danaveldi. Á morgun verður það Íslandið góða á ný. Annars er búið að pakka mestu, senda hingað og þangað en einhvernegin er ég ekki alveg að koma kuldaskónum fyrir.

Í gær keyrðum við Lilja og að sjálfsögðu Erik til Holstebro. Kíktum í síðasta skiptið mitt á göngugötuna þar í bæ í leit að konfektbúðinni. Jú jú auðvitað smá keypt þar, var samt voða stilt miðað við súkkulaði græðgi mína. Svo var það Bilka, auðvitað urðum við að kíkja við þar. Kláraði að kaupa síðustu jólagjöfina til að skilja eftir hérna. Skunduðum svo aftur til Lemvig, ég fór á pósthúsið í síðasta skipti til að senda smá dót. Konurnar þarna eru örugglega alveg komnar með nóg af mér, dauðfegnar þegar ég verð loksins hætt að flytja búslóð þessara mánaða í kössum og töskum á milli landa. En svona er lífið, maður kaupir, eyðir, gefur og þyggur svo einhvernvegin veðrur maður að koma sér heim ;)

Í gærkvöldi fékk ég svo ekta danskan jólamat í matinn. Þar var önd á ferðinni og bragðaðist bara nokkuð vel. Lilja kom og við reyndum að klára það sem eftir var af namminu mínu sem gleymst hafði inní skáp eftir að hafa lent þar á einum eða öðrum tíma. Allskyns afgangar allavega. Ekki tókst það nú svo líklega verð ég að reyna aftur í kvöld. Í dag á svo bara að klára að pakka og svona því það verður lagt af stað í hinn langa ferðadag á morgun. Aðeins 4 1/2 tími í lest, 4 tíma bið á flugvelli, 3 tíma flug á milli landa, svo loksins Helgan mín á flugvellinum í Keflavík. Yndislegt.

Kveðja og tilhlökkun frá danaveldi... Valborg Rut

miðvikudagur, desember 13, 2006

Síðasta kvöldmáltíðin

Aðalsbloggaranum hefur eitthvað farið aftur í blogginu síðustu daga sýnist mér á öllu. Hér hefur ekki dottið inn færsla síðan á mánudag. Líklega hef ég haft eitthvað mikið að gera. Ég veit samt ekki alveg hvað en lítið hefur verið um dauðan tíma. En kannski ég verði að láta reyna að minnið hvað varðar síðustu daga.

Til að byrja með get ég sagt ykkur að ég tók modultestið í sprogskólanum á þriðjudaginn. Rústaði því vitanlega á nó tæm á minni góðu dönsku. Eitt modul allavega komið frá ef mig langar aftur í þennan skóla. Þó fyrr hefði verið að taka þetta próf, búin að bíða eftir því síðan í október!

Í gærkvöldi var síðasta kvöldmáltíðin hladin formleg. Ekki síðasta kvöldmáltíðin í Danaveldi heldur vorum við stelpurnar að kveðjast í gær þar sem Leifa er að fara á morgun og er ekkert heima í dag. Skiptum á jólapökkum, elduðum kjúkling og ótrúlega góðar kartebblur (pælið í þessu orði, prófið að segja það oft og ja þá er það svo út úr kú). Eftir það fengum við jólagraut með möndlum og heitri sósu alveg eins og er borðað hérna í Danmörku í desert á aðfangadagskvöld. Ekki var nú nóg komið og við hituðum okkur eplaskífur og gæddum okkur á þeim með flórsykri og jarðaberjasultu. Allavega þangað til við vorum alveg að springa og gátum einfaldlega ekki borðað meira. Eins og Stebba frænka kenndi mér... æ ekki springa, það er svo afskaplega sóðalegt! Svo var vitanlega talað og hlegið út í eitt og svo bara kvatt og knúsast og við Lilja keyrðum heim.

Það er eiginlega bara stórskrítið að vera allt í einu bara að fara. Að vera byrjuð að kveðja fólk og vita að stelpurnar verða hérna án mín eftir áramótin. Leifa meira að segja á mínu heimili, í mínu herbergi með mína krúttlegu pjakka. Örugglega jafn skrítið fyrir okkur allar. Finnst svo langt síðan ég hitti þær fyrst. Búnar að vera saman á hverjum einasta degi síðan í september og brallað alveg ótrúlega mikið, kjaftað útí eitt og rætt ótrúlegustu málefni til mergjar. En.... jafnvel þó svo við verðum ekki saman er tæknin svo mikil að við vitanlega notumst við hana. Stelpur þið eruð æði :-)

Heim eftir 3 daga.... hitta alla, laga útlitið, dekra við herbergið, njóta þess að vera til. Eftir 4 daga borða ég fiskinn hennar mömmu. Yndælt.

Kveðjur til ykkar allra!! Valborg Rut

mánudagur, desember 11, 2006

Hjerl Hede


Þá er hinn viðburðarríki sunnudagur búinn. Ótrúlegt hvað þessir dagar sem við erum búnar að hlakka svo til séu bara allt í einu báðir búnir. Komnar frá Århus og búnar að fara á Hjerl Hede safnið. Um hádegi í gær keyrðum við af stað og skunduðum okkur til Vinderup. Rétt fyrir utan þann bæ er Hjerl Hede safnið sem við ætluðum að skoða. Þetta er svona saftn með fullt af húsum og svoleiðis síðan í gamla daga. Svo var svona fólk klætt í gamaldagsföt að vinna svana störf síðan í gamla daga, elda mat, smíða og svoleiðis. Þetta tók sinn tíma enda skoðuðum við alveg helling, tókum myndir og skemmtum okkur þónokkuð vel bara. Myndin er af einu húsinu, finnst þetta eitthvað svo töff hús.

Þegar okkur var orðið passlega kalt var keyt til Struer. Fórum í heimsókn til Sigrúnar og þeirra og þar var vitanlega kjaftað heil ósköp. Fórum svo gellurnar í bíó. Bara fín mynd sem við sáum, svo ekki sé talað um það að sætin í bíóunum hénra eru bara svona ljómandi góð og maður getur alveg dansað með löppunum það er svo mikið pláss! Að lokum var svo bara keyrt heim eftir góðan dag :)

Annars er ég alveg að farast úr kvefi. Þoli ekki svona kvef. Hvað þá þegar þetta fer í augun líka og allt í klessu. Minna en vika þangað til ég kem heim! Ennþá í vandræðum með dótið, líklega best ég fari að kaupa kassa til að senda heim. Er byrjuð að pakka í stóru töskuna líka og hún er næstum hálfnuð en samt er næstum allt eftir í skápnum! Skil bara ekkert hvernig stendur á þessu.

Reyni að setja myndir frá Århusferðinni og gærdeginum inn fljótlega, þetta tekur bara svo langan tíma eitthvað.

Knús í klessu..... Valborg Rut

laugardagur, desember 09, 2006

8 dagar!

Laugardagur eða rigningardagur? Ja eða bara begge tú! Það er búið að rigna stanslaust í dag. Svo hringir mamma og segir mér að þau séu í löggubústaðnum og þeysist það um á snjósleða í helling af snjó! Fóru meira að segja með báða sleðana okkar og jólakortin til að skrifa á! Vá hvað ég væri til í að vera með. En hérna stóð ég, horfði í kringum mig og sá grænt grasið og rigningu. Ekki mikið vetrarlegt við það skal ég segja ykkur. En svona er það, þegar maður hefur ekki snjóinn langar manni mest af öllu í helling af snjó en þegar hann er hjá manni í miklu magni í langan tíma vill maður helst losna við hann. Skrítið.

Annars ligg ég hér uppí sófa heima hjá Leifu og hér erum við báðar í sófanum, með sitthvora tölvuna í fanginu, súkkulaðiköku á sófaborðinu, tóman pitsukassa á matarborðinu og ekki er ólíklegt að ísinn verði næst á dagskrá. Gaman að segja frá því að okkur hefur verið bent á það að það sé gott að við séum ekki meira saman því við fitnum víst þegar við erum að bralla eitthvað! Skil nú ekkert hvernig sú niðurstað komst..... ;-) Hehehe.

Í dag var vaknað, föt dagsins valin með því að rífa næstum allt út úr skápnum því ég vissi einfaldlega ekkert í hverju mig langaði að vera. Svo kláraði ég að pakka í töskuna sem var á leiðinni til Noregs, pakkaði henni inn og brunaði með herlegheitin á pósthúsið. Þar mátti ég skrifa hvað innihaldið kostaði og setja einhvað nad utan um þetta allt. Ég hélt ég yrði ellidauð þarna þar sem þetta tók óratíma. Hvernig átti ég svo að vita hvað fötin mín og allt dótið mitt kostaði? Ég skrifaði fyrst 10.000 sem er þá 100 þúsund íslenskar. Þetta var jú stór taska með fötum, hlutunum mínum, öllum túlípönunum og fleiru sem saman varð ágætis upphæð þegar ég fór að leiða hugann að þessu. Nei nei konunni leist nú ekkert á að ég ætlaði að senda þetta svo ég lækkaði þetta aðeins og gat eftir langa stund haldið heim á leið. Taskan mín er allavega lögð af stað til Noregs núna á verðandi heimili mitt fyrstu átta mánuði næsta árs. Vonandi kemst þetta alltsaman heilt á leiðarenda.

Á morgun erum við að farað skoða Hjerl Hede safnið. Hlakka mikið til að skoða það. Getið kíkkað aðeins á þetta hér:http://www.hjerlhede.dk/. Svo það má búast við hörku stelpustuði á morgun, ætlum svo að kíkja í bíó í Struer á leiðinni heim. Talandi um það, þetta verður þriðja skipti sem ég fer í bíó síðan ég kom hingað og það er oftar en ég hef farið í bíó síðustu 3 árin á Íslandi. Já.... svona er maður menningarlegur. Annars finnst mér eiginlega bara skemmtilegra að fara á tónleika eða eitthvað, svo kostar þetta mikið, sætin ekki góð, lappirnar í kremju.... ji þá er betra að fara bara á vídjóleigu seinna eða sleppa kvikmyndaheiminum. Ég fer milliveginn. Passlega útúr í þessu öllu saman.

En jæja líklega er ég búin að blaðra/skrifa alveg nóg hérna í kvöld. Hvernig væri svo að skilja eftir sig spor hérna??

Valborg Rut

föstudagur, desember 08, 2006

Århus

Það er komið að Århusblogginu. Í gær rann hinn langþráði dagur upp og við skvísurnar á leið til Århus eftir mikla bið og margra daga niðurtalningar. Vaknaði frekar þreytt korter í sex enda ekki við öðru að búast þar sem þá er ennþá nótt að mínu mati. Ekkert þýddi þó að drolla, dreif mig í sturtu, klæddi mig og var komin út hálf sjö. Hitti stelpurnar á horninu góða og héldum í strætó. Fórum með strætó til Struer og þaðan með lest á áfangastaðinn. Rétt uppúr tíu vorum við mættar á svæðið og gátum hafið að þræða ótreljandi búðir. Þvílíkt búðaúrval og líklega gengum við af okkur fæturnar. Skoðuðum, keyptum, mátuðum, rétt eins og típískar stelpur gera. Pokunum fjölgaði jafnt og þétt allan daginn og veskin urðu talsvert léttari.

Eftir búðirnar átti að fara í Gamla bæjinn. Það er svona lítill krúttlegur bær þar sem allt er 300 ára gamalt að mér skilst og hægt að skoða helling og fá smá gamaldags jólatemmingu. Eftir mikla leit í hvaða átt við ættum eiginlega að labba og ég var búin að fá nóg af "við erum örugglega alveg að koma!" hjá stelpunum ákvað ég að spurja í einhverri búð hvernig við kæmumst þangað. Hehe, hefðum við nú spurt strax hefðum við líklega labbað helmingi minna. En við komumst í gamla bæjinn, rennandi blautar í þessari líka ausandi rigningu sem herjað hafði á okkur allan daginn. Þetta var skemmtilegt að skoða en fannst okkur heldur dýrt að borga 80 danskar fyrir að skoða gömul hús. Sérstaklega þarf sem vitanlega keyptum við smá þarna líka. En gaman að hafa komið þarna engu að síður.

Röltum svo aftur á göngugötuna, hlupum í nokkrar búðir í lestarstöðvabyggingunni áður en við hlupum út í lest. Síðustu krónunum eytt og við gátum haldið dauðþreyttar og rennandi blautar heim á leið í lestinni. Þegar ég kom svo loksins heim uppúr miðnætti henti ég pokunum á gólfið, henti mér í náttfötin, uppí rúm og steinsofnaði.

Niðurstaða: Ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar, einni kápu ríkari, töluvert fátækari og hér er nú safn hluta handa mér og nokkrum öðrum. Frábær dagur með vitanlega frábærum stelpum :-)

Núna hins vegar var ég að klára að skúra, ein í höllinni, er að fara í búðina, svo að baka köku og elda mat þar sem ég ákvað að bjóða stelpunum í mat síðasta föstudaginn okkar saman.

Það eru aðeins 9 dagar þangað til ég kem... bestustu kveðjur Valborg Rut

miðvikudagur, desember 06, 2006

Heimurinn

Hvernig er okkar draumaheimur?

Líklega langar okkur öllum að taka burt stríð og harðindin í heiminum. Mér liði vel ef ég vissi að ekkert barn í heiminum væri án ástar og umhyggju, að allir ættu heimili og nægan mat, enginn þyrfti að svelta eða lifa með nánast ekki neitt. Það væri gott ef öllum liði vel, stéttaskipting í heiminum á bak og burt og allir væru jafnir í samfélögum nútímans.

En getur þetta allt einhverntíman orðið að veruleika?

Vissulega væri það gott ef ég gæti sveiflaði hendinni á komið þessu öllu í lag. Heimurinn væri góður, líklt og við gætum ímyndað okkur að himnaríki væri. En svo auðvelt er þetta líklega ekki. Getur eitthvað orðið til þess að fá þá sem stjórna stríðum, árásum og öllu þessu til þess að sjá hvað þetta er rangt. Að ef allir stæðu saman, kæmu vel fram við allt og alla, hugsuðu vel um náunga sinn og sjálfan sig myndi heimurinn, samfélagið og hvert landið á eftir öðru verða hluti af óskum okkar.

Hversu lengi eigum vaið að bíða? Eigum við að sitja auðum höndum með óskirnar og vonina aðeins sem hugsanir? Eigum við að reyna eftir okkar bestu getu að breyta heiminum? Vitandi að líklega dugi það skammt þar sem við erum jú svo afskaplega lítil í þessum stóra heimi. Líklega þurfum við að gera það upp við okkur sjálf hvar við viljum vera í öllu þessu.

Ef allir sæju tilgang með lífinu,
ef allir létu gott af sér leiða,
ef allir gætu brosað og smitað frá sér gleði,
ef allir gætu þakkað fyrir allt og alla.
Ef.... bara ef þetta myndi nú allt saman virka.

Valborg Rut í miklum heimspælingum.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Þakkir fyrir hvern fagran morgun...

... þakkir fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, já Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann.

Það hefur orðið góð breyting á heimilinu. Síðustu daga hefur verið sagt takk fyrir flest allt sem ég hef gert hérna. Ég er mjög ánægð með það og met þakkirnar mikils. Eitt lítið takk getur glatt mann mikið.

Annars hefur þetta verið fínasti dagur. Strákarnir góðir og allir verið í fínasta skapi. Vorum að koma heim úr skólanum, það er ágætt en ég verð nú að segja að ég hef lært mun meira á því að reyna að fylgjast með hvað fram fer hérna á heimilinu. Það er samt fínt að kíkka í skólann eitt kvöld í viku og fá á tilfinninguna að maður er ekki sá eini sem skilur ekki alveg þetta mál.

Það er allt dýrt á Íslandi. Þetta heyrir maður stundum hérna frá þeim sem hafa þangað komið. Ég stóð þó sjálfan mig af því að segja þetta í dag. Ég var að tala við strák frá Úkraínu í skólanum og hann var mjög forvitinn um Ísland eins og svo margir aðrir. Svo vorum við að tala um hvað föt, matur og annað kostuðu í mismunandi löndum. Þegar ég heyrið að þeim fannst ótrúlega dýrt að kaupa allt í danmörku sagði ég að flest væri aðeins dýrara heima. Þá kom þetta, það er allt dýrt á Íslandi. Vitiði, ég held bara að það sé alveg rétt miðað við aðrar þjóðir. Matur á himinháu verði og ekki get ég sagt að aðrir hlutir séu ódýrir þegar ég hef heyrt hvernig verðlagningar eru í Úkraínu. Kannski erum við þó að tala um einhvern gæðamismun, maður veit aldrei.

Líklega er best að ég fari að sofa. Góða nótt allir saman........ Valborg Rut

mánudagur, desember 04, 2006

Jólin komin?

Haldiði ekki að jólatréð standi í öllum sínum skrúða á stofugólfinu. Já ég er ekki að grínast. Í gær fórum við semsagt á herragarðinn og fundum okkur jólatré í skóginum á landareigninni þeirra. Svo hófumst við handa við að höggva að öllu afli og reyndum svakalega á okkur. Ja eða höfðum með okkur vélsög og gerðum þetta töluvert nútímalegra. Þetta var stemming og bara mjög gaman. Veðrið var þó ekki mjög jólalegt, ausandi rigning og maður sökk í drullunni í hverju skrefi. Það vantaði bara öggulítið frost og jólasnjó, þá hefði þetta verið alveg eins og í bíómyndunum! Þegar við komum svo heim með tréð var búið að ná í jóladúkinn, jólatrésfótinn og trénu stillt upp. Þegar ég kom svo upp næst var bara serían og allt heila dótið komið á og búið að jólaskreyta allt hérna. Það vantaði bara jólapakkana. Vá, fyrsti í aðventu og bara allt tilbúið!! Hehe þessu er ég nú ekki alveg vön. En ja það er allavega voða kósí hjá okkur núna með jólatré í stofunni.

Ég hlakka til að koma heim. Það eru 3 dagar í Århus, 13 dagar í Ísland, 14 dagar í Akureyri og 20 dagar í jólin. Yndislegt. Þetta styttist með hverjum deginum en einhvernvegin finnst mér þetta stundum svolítið lengi að líða. Eiginlega bara alltof lengi því ég hlakka svo rosalega til.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að skrifa. Er að hugsa eitthvað svo mikið en samt ekkert sem þarf að lenda á þessu bloggi. Ef ég skrifaði nú allt sem flýgur í gegnum hausinn minn.... ji minn einasti. Þá mynduði nú endanlega halda að ég væri klikkuð.

Það er hrillilegt að vera hérna núna. Ég á alltaf svolítið erfitt þegar einhver í kringum mig er með ælupesti. Henrik er semsagt með þetta núna og í morgun vaknaði ég við það að hann var að æla. Yndislegt og við erum að tala um að hann er á næstu hæð fyrir ofan. Og aftur núna, engin smá læti sem fylgja þessu. Ég fæ alveg klíju og þarf næstum að halda fyrir eyrun. Börnin mín verða send til mömmu ef þau fá ælupesti. Ég bara gæti aldrei þrifið þetta upp ef þau myndu æla á gólfið. Ojbarasta.

Hitt og þetta datt hér inn að lokum..... Valborg Rut heima eftir 13 daga!!

sunnudagur, desember 03, 2006

Íslendingar vel klæddir?

Er orðið á götunni rétt? Eru íslenskar konur yfirleitt vel til fara og vel klæddar? Hef velt þessu svolítið fyrir mér síðan ég kom hingað. Ég viðurkenni að ég tek mikið eftir því hverju fólk klæðist og hvernig fötin fara fólki.
Hér í Lemvig er göngugatan yfirleitt troðfull af fólki. Allskonar fólki í allskonar fötum. Sumir eru vel klæddir og bera vel fatalval dagsins. Aðrir hefðu þurft að endurskoða samsetningar og stærðir. Ég hef komist að niðurstöðu. Íslendingar eru upp til hópa mjög vel klætt fólk.

Hér sér maður ekki eins marga snyrtilega til fara og vel greidda. Frekar eins og þeir hafi vaknað, hent sér í einhver föt og haldið af stað út í daginn. Einhvernvegin finnst mér stundum vanta aðeins uppá lúkkið. Auðvitað eru þó nokkrir sem eru afar vel vil fara.

Líklega höfum við íslendingarnir eitthvað um útlit og tísku í genunum. Stundum kannski aðeins of mikið miðað við þær kröfur sem samfélagið okkar gerir í dag. Einhverjir myndu örugglega segja okkur snobbuð.

Ég hef gaman að því að sjá hvernig fólk klæðir sig. Sumir eru einfaldlega mjög spes eins og annarsstaðar í heiminum, druslulegur klæðnaður og skrautlegar flíkur hver yfir aðra sem ekki er að gera sig að mínu mati nema í einstaka tilfellum. Sumir uppstrílaðir og geta bara alls ekki farið út nema stífmálaðir og enn aðrir ósköð venjulegir í gallabuxum og flíspeysu. Hver og einn nákvæmlega eins og hann vill og honum líður best. Þannig á það einmitt að vera.

Hér er í tísku að strákar klæðist þröngum gallabuxum. Ógeðslegt. Svo þröngar að sumir geta varla gengið og jaðrar við að þeir kjagi áfram eins og endur. Tveimur númerum of litlar buxur, límdar eins og plastfilma við rassinn á þeim. Margar buxur þröngar alveg niður. Er þetta í tísku heima?? Þetta er ógeðslegt. Getið allavega fullvissað ykkur um það að ég kem ekki heim með danastrák í þröngum gallabuxum í eftirdragi. Nei takk.

Valborg Rut fataspekúlant kveður í bili.

20 kílómetrar

Gærdagurinn byrjaði rólega. Ég hafði mest lítið að gera og var eiginlega ekki að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut. Það varð þó leiðinlegt til lengdar og ég ákvað að heimsækja Leifu. Ja með engan bíl þó svo annaðhvort varð ég að labba eða hjóla. Eftir miklar vangaveltur um það hvort væri betra komst ég að því að líklega tæki það mig rúman klukkutíma að hjóla en þrjá að labba. Í íþróttabuxurnar, önnur föt í bakpoka, úlpa, húfa og vetlingar og lagði af stað. Ég var ekki hálfnuð upp risastóru brekkuna inní Lemvig þegar ég hugsaði hvort ég ætti virkilega að halda áfram og velti því fyrir mér að gefast bara upp og fara heim. Nei ekki kom það nú til greina, að viðurkenna að ég kæmist ekki því þetta var of erfitt. Áfram upp og loksins komst ég út úr bænum og þræddi sveitavegina á þessu líka hrillilega hjóli. Ég get allavega fullvissað ykkur um það að í gærkvöldi var ég með marbletti á rassinum eftir sætið, hálsríg eftir að halda hausnum uppi til að sjá á götuna því stýrið var svo látt og hendurnar lengdust örugglega við að teygja mig þangað. En allt kom fyrir ekki og ég komst á áfangastað dauðþreytt en alveg ótrúlega ánægð að hafa ekki hætt við. Auk þess sem mér fannst ég tveimur kílóum léttari en það bættust á í staðinn tvö kíló af áhyggjum yfir því hvernig hnéð mitt tæki þessu daginn eftir. Svo líklega hefur þyngdin staðið í stað. Var svo hjá Leifu fram á kvöld og átti þá eftir að hjóla til baka í svarta myrkri. Það var slæm tilhugsun þegar ég lagði af stað með ekkert ljós, enga ljósastaura, aðeins stjörnurnar á himnum. En ég komst heim seins um síðir eftir þó mun auðveldari hjólaferð því mikið var niðrímóti. Komst án hræðslu út af sveitavegunum og loksins allaveið heim að sofa. Þvílíkt ánægð með að hafa hjólað 20 kílómetra í gær ;)

Núna hins vegar er einn af þeim sunnudögum sem öll fólkin eru heima, engin með bíl og allt lokað svo líklega verður að koma í ljós hvað verður úr deginum. Ég hef þó ákveðið að byrja að pakka nokkrum hlutum og minnska dótið í skápunum. Hvernig í óskupunum á ég samt að vitna núna hvað mig langar að nota um jólin? Þegar ég kem svo heim langar mig örugglega akkurat að vera í því sem ég sendi í annað land. Tímabært að byrja að hugsa. Það styttist nefnilega óðum í að ég komi heim :D

Valborg Rut hjólameistari

laugardagur, desember 02, 2006

Jólalög?

Það var sungið nánast öskrað, hlegið eða grenjað úr hlátri, jólalögin hljómuðu við okkar misgóðu texta og íslensk jólalög voru krifjuð til mergjar. Svona var heimferðin frá Holstebro í gærkvöldi. Við svolítið þreyttar en í þessu líka stuði að keyra þarna á milli. Jólaskapið fór að segja til sín en engir jólageisladiskar voru við hendina en vitanlega létum við það ekki stoppa okkur og sungum bara alla leið. Furðuleg öll þessi íslensku jólalög. Þegar maður fer að pæla í textanum fær maður stundum engan botn í þetta hvað í óskupunum maður er að syngja um. Enda eru mörg þessara laga sem hver syngur bara með sínum texta alveg út í bláinn. Uppá stól stend ég og kanna eða uppá stól stendur mín kanna.... ja hvort ætli sé nú gáfulegra?? Ég man ekki betur en ég hafi nú nánast alltaf sungið um einhverja könnu sem stæði uppá stól og séð fyrir mér svona litla bláa könnu eins og í bókinni. En seinna meir ákvað ég að breyta og syngja stend ég og kanna og meina þá að ég/jólasveinninn stæði uppá stól og kannaði færð og annað. Hvað er svo málið með að syngja eitthvað um hoppland, hlæland, klappland og allt það? Hvernig svo sem ég reyni sé ég ekkert jólalegt við þetta lag. Líklega gæti ég talið upp helling sem mér finnst svo skrítið en læt það kyrrt liggja í bili.

Í gærkvöldi var sem sagt opið í búðum í Holstebro til tíu um kvöldið. Við stelpurnar létum okkur vitanlega ekki vanta og mættum á svæðið þegar við loksins vorum búnar að passa hver á sínum stað uppúr sex. Komumst allavega á áfangastað um átta og hófumst þá handa við að leita að jólagjöfum, jólafötum og ja bara einhverju til að kaupa á útborgunardegi. Komum þó næstum tómhentar til baka með ekki eina einustu jólagjöf. En það er ekkert mál þar sem það er búið að ákveða að fara gelluferð til Århus á fimmtudaginn næsta. Erum allar búnar að fá frí þá svo þá er bara stefnan sett á búða og skoðunarferð til Århus með lestinni um morguninn og aftur heim um kvöldið. Og nú er sko talið í Åthusferðina til að auðvelda biðina heim ;)

Talandi um það.... það eru 15 dagar þangað til ég kem!!!

Ekki fara yfir um í jólastressinu þarna á bestalandinu ;)

Kveðja Valborg