Ég öskraði í dag. Í fyrsta skipti í mjög mjög langan tíma. Helga sagðist aldrei hafa heyrt mig öskra áður. Ástæðan var padda. Helga sá hana skríða eftir gólfinu og kallaði á bjargvættinn. Ég kom hlaupandi mér bréfið tilbúin í drápið. Það mistókst. Ég hélt að svarti ormurinn væri dauður en allt kom fyrir ekki þegar ég aðeins tékkaði á því hvernig kraminn maur liti út innan í bréfinu. Skreið ekki pöddukvikindið yfir hendina á mér á svakalegri siglingu, frelsinu feginn. Mér brá svo mikið að ég henti frá mér drápsvopninu og öskraði. Svo fór ég að skellihlægja og ætlaði aldrei að geta hætt. Kvikindið lenti aftur á gólfinu en ég var ennþá að ná mér niður eftir þetta mikla sjokk. Því neyddist Helga til að drepa kvikindið sjálf í þetta skiptið. Get fullvissað ykkur um að það var kyrfilega gert með þó nokkrum höggum. Þetta skelfilega kvikindi komst að lokum vel kramið í ruslafötuna.
Þess má geta að þetta var alls ekki eini maurinn sem hefur látið lífið á kvalarfullan hátt á heimilinu síðustu daga.
Lífið gengur sinn vanagang hér í rigningarlandi. Í dag var ákveðið að baka franska súkkulaðiköku. Bragðaðist vitanlega æðislega vel. Svo hér hefur aðalega verið borðað í dag og legið í leti. Enda er veðrið ekki alveg að gera sig. Ég sem lofaði Helgu 20 stiga hita og sól. En nei nei höfum við ekki bara þurft að nota vetrarúlpurnar óspart þessa daga.
Á morgun er þjóðhátíðardagur norðmanna. Hefur þó vakið mikla hneiksli Vågstrandabúa að engin lúðrasveit mun spila í skrúðgöngunni. Þetta hlýtur að vera djók. Ég er ekki alveg að trúa þessu. Slæm tíðindi fyrir fólk eins og okkur. Vorum búnar að hlakka til að taka upp og sjá þjóðháðardaginn mikla hér í Noregi. En verðum að láta okkur nægja bíl með tónlist á geisladisk. Það er nú ekki sama stemning, en jæja, við allavega mætum, sýnum okkur og sjáum aðra. Ég hafði þó hugsað mér að vera sumarleg og fín þennan dag. En að öllum líkindum enda ég í svörtum buxum og einhverju ofur hlýju. Þess má einnig geta að þetta er fram og til baka skrúðganga. Gengið frá kirkjunni, í gegnum Vågstranda, að þjóðveginum og aftur til baka. Svo er endað í skólanum og þar mun vera einhver ægileg hátíðarskemmtidagskrá. Hlakka svolítið til að heyra barnakórinn "minn" syngja. Verður eitthvað skrautlegt en á örugglega eftir að ganga fínt.
Hun sitter foran meg på förste rad - hun har blåe öynem er bestandig glad. Jeg er forelska, men jeg får det ikke frem.....
Jeg sender lapper, men jeg få'kke no' svar. Hun synes at jeg ikke er no' klar. Hun er forelska, men det er ikke i meg......
Hun er forelska i lærer'n, oh-oh-oh, -forelska i lærer'n, oh-oh-oh. Hun er forelska i lærer'n og ikke i meg......
Lærer'n vår er tjue år - han har kraftig kropp og halvlangt hår. Han er hele skolens Don Juan.....
Og jeg er bara bara 15 år - hun siger: Kom tilbake om fire år. Hun er forelska, men det er ikke i meg.....
Finnst ekki ólíklegt að lag með þessum texta verði sungið af kórkrökkunum á morgun, þetta er nú svolítið töff lag verð ég að segja.... hehe.
En jæja, Helgu er farið að leiðast afskiptaleysið og þögnin svo best að ég reynir að halda henni félagsskap.
Kveð í bili úr leiðindarveðri....
Valborg Rut mauradrápsprinsessa