Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, maí 30, 2007

Hún er orðin af engli

Það var hetja sem leyfði heiminum að fylgjast með blogginu sínu, lífinu og erfiðri baráttu við krabbamein. Það skein í gegnum hvert einasta orð hversu frábær mannvera hún var. Ég held að Guð og það illa hafi verið í harðri baráttu allan tíman. Það sem Guð gerði hins vegar var að nota hana til þess að kenna okkur ótrúlega margt. En það illa vann og tók hana frá okkur. En hún er á góðum stað núna. Bjartsýn, jákvæð, baráttuvera og laus við öll veikindi, ánægð með lífið þrátt fyrir að það hafi verið erfitt.

Ásta Lovísa kenndi eflaust mörgum að sjá lífið með öðrum augum. Að það er ekki sjálfsagður hlutur að eiga líf og vera heilbrigður. Við þurfum að þakka fyrir hvern einasta dag og njóta hans vel. En fyrst og fremst er það barátta. Að berjast alltaf að markinu þrátt fyrir að það líti ekki alltaf út fyrir að ganga. En bjartsýni og óendanlega mikill viljastyrkur er það sem þarf. Að hætta ekki eða gefast upp í miðri baráttu.

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. En við verðum að taka því eins og það er. Berjast áfram í myrkrinu og ganga árfam í átt að ljósinu. Lifum eins bjartsýn og hetja Íslands hefur gert í sinni baráttu. Landið okkar er einum engli í mannsmynd fátækari. En himnaríki hefur tekið englinum sínum opnum örmum og geymir hana allt til enda veraldar.

Elsku fólk, mér þykir vænt um ykkur öll.

Valborg Rut

þriðjudagur, maí 29, 2007

Sumarið er mætt á svæðið!

Það er sól og sumar í Noregi í dag. Þegar ég vaknaði eldhress í morgun kl 06:20 til að fara út að hlaupa voru strax 15 stig. Í dag er svo búið að vera allt upp í 27°c. Svolítið yndælt þykir mér. En já nú verður ekki bara talað um að hreyfa sig. Nú mun ég framkvæma það og láta þessi orð mín verða að veruleika. Það gerist víst lítið ef ég læt mér nægja að segjast ætla að gera hlutina því við það hreyfi ég mig afar lítið. Það þarf víst líka að framkvæma! Og nú verður ekki aftur snúið, út skal það vera fyrir allar aldir á morgnana áður en Vågstrandabúar vakna. Dugnaður og aftur dugnaður. Bíðið bara, einhvern daginn verð ég orðin rosaleg íþróttapæja!

En svo það sé á hreinu þá er þetta aðeins aukin þoluppbygging og væri fínt að bæta á sig smá vöðrum líka. Mataræðið kemur ekki til með að breytast þar sem ég sá fyrir löngu að ég er ekki nóg og sjálfsöguð í svoleiðis breytingu. Súkkulaði, nammi, ís, brauð, skyndibitafæði og pakkamatur heldur því sínum stað í lífi mínu. Hvernig getur maður hætt að borða súkkulaði? Vó það er alltof erfitt. Enda nenni ég ekki að stadna í einhverju sem er leiðinlegt. Pælið í öllum mínótunum sem færu í að láta mig dreyma um súkkulaði! Nei vitiði þá er nú bara betra að leyfa sér að borða það og njóta þess. Lengi lifi súkkulaðið! Og ekki gleyma því að súkkulaði er grænmeti í dulargerfi ;)

Í gær söng ég í síðasta skipti með Rauma gospelkór. Sungum á einhverji prestahátíð eða þakka eitthvað. En allavega snérist þetta um einhvern gamlann prest. Þónokkuð af fólki og bara hörku tónleikar. Trompetleikari, harmonikkukallar, við, píanóleikarinn okkar og auk þess sem einn af viðstöddum prestum ákvað að taka lagið. Já ég hef aldrei séð prest vera að flytja ræðu og þakka fyrir vel unnin störft þegar hann tekur skyndilega upp sálmabókina, bendir undirleikaranum á að byrja og syngur einn sálm. Greinilega mikill söngmaður því þetta var mjög flott. Skora á prestana heima að taka upp á þessu! Óvenjulegt en skemmtilegt.

Ég tók eftir því í gær hvað mér þykir í rauninni vænt um þetta fólk þarna í kórnum. Er orðin svo vön því að hitta þau svo oft og syngja með þeim. Dansa á æfingum með þeim, klappa og fíflast smávegis. En ótrúlegt en satt þá veit ég í mesta lagi 4-5 nöfn af öllum þessum rúmlega 30. En það skiptir í raun engu máli. Ég get talað við þau, sungið með þeim, sagt hæ og bless og það er það sem skiptir máli. Á morgun verður svo einhvernskonar lokapartý á tjaldstæðinu hjá Trollveggen. Ég nefndi það við nokkra að þau gætu komið í kórferð til Íslands næsta sumar. Það væri nú svolítið skemmtilegt. Svo ekki sé minnst á það að ég gæti skipulagt heimsóknina svo þau þyrftu ekkert að gera nema safna pening og koma!

Á eftir er stefnan tekin upp í hesthús. Ætla að hjálpa Agnesi að líma fleiri hár á merina sína. Greiið verður nú að lýta vel út og þykir hún eitthvað tagllítil. Svo nú er búið að klippa taglhár af nokkrum hestum sem gátu vel séð af nokkrum og á að reyna að líma þau á hina einu sönnu meri. Vonandi text okkur ætlunarverkið og þetta verður vonandi flott!

En nú er þetta blogg orðið allt of langt og líklega fáir þeir sem komist hafa á leiðarenda þess. Ég mæli með kommentum og kvittum fyrir komuna og geri mér vonir um að fólk skilji hér eftir agnarlítið spor.

Bestustu kveðjur, Valborg Rut

sunnudagur, maí 27, 2007

Hinar einu sönnu gallabuxur



Mér hefur alltaf þótt skrítið þegar fólk er spurt í viðtölum hvers það gæti ekki verið án. Oft eru það föt sem eru umræðuefni greinarinnar. Og fólkið nefnir vissar flíkur, skó, peysu, buxur, bol... og þar fram eftir götunum. Hefur alltaf þótt þetta undarlegt að fólk geti bara alls ekki hugsað sér að missa einhverja "efnisdruslu." Það kemur þá alltaf önnur í uppáhald í staðinn.


En nú þegar gallabuxurnar mínar eru alvarlega að gefa upp öndina er ég alls ekki svo viss um að ég get lifað án þeirra. Þetta eru jú bara buxur og virðast eflaust ekki merkilegar. En jú það eru þær svo sannarlega. Þetta eru nefnilega þægilega gallabuxur. Frekar víðar en samt nokkuð þröngar um rassinn. Ekki þetta skelfilega þrönga snið sem virðist tröllríða tískuheiminum í dag.


Við Helga gerðum mikla gallabuxnaleit dagana sem hún var hérna. Við mátuðm og við mátuðum meira. Fundum fátt sem okkur líkaði og vorum ekki að fíla okkur í þessu skelfilega sniði. Ekki erum við nú feitar svo eitt er víst. En þessar þröngu buxur, að troða sér í þessi herlegheit, þröngar alla leið niður, vá mér fannst ég líta út eins og ég veit ekki hvað. Eins og lærin hefðu tvöfaldast, eins og ég hefði fitnað ískyggilega og eins og ég gæti ekki hreyft mig því þá gætu buxurnar rifnað. Eins og ég gæti ekki beigt mig, hvað þá látið mér líða vel. Hreint út sagt skelfileg tíska. Ég bara fæ það ekki skilið hvernig allir virðast geta gengið í þessu.


En hinar einu sönnu gallabuxur sem ég keypti eitt sinn fyrir marga þúsundkalla hafa alla kosti sem hafa þarf og enga galla. Mér finnst að diesel ætti að koma með fleiri útgáfur af þessum buxum. Ég hreinlega veit ekki hvað verður um mig þegar buxurnar klárast og þær rifna í sundur á rassinum. Buxurnar sem ég hef verið í án djóks nánast hvern einasta dag síðastliðið árið. Einhverjum fyndist það nú skelfing að vera alltaf í því sama. En æi er ekki málið að vera í einhverju sem manni líkar og líður vel í.


Þess má þó geta að ég á aðrar buxur í sama merki, sama sniði, sama númeri.... en þær eru ljósari á litinn. Hefur alltaf fundist aðeins meira passa við dökkt auk þess sem mér líður betur í dökkum buxum en ljósum. Draumurinn um hvítu buxurnar er allavega dáinn eftir að hafa mátað þónokkrar í Osló. Ji ég hefði ekki getað látið sjá mig í þessu. Ég fann reyndar einar sem ég heillaðist af. En því miður voru þær alltof stórar. Aðrar eins finnst líklega aldrei.


Núna skil ég fólkið í viðtölunum. Buxurnar mínar eru afar sérstakar. Ofnotaðar, snjáðar, slitnar og gamlar gallabuxur. En samt ekki eins og allar hinar buxurnar. Mínar hafa hæfileika. Hæfileika til þess að láta mér líða vel. Ég hata þessa innþröngu tísku og vil hafa buxurnar mínar passlega víðar niður. Það er óþarfi að þessi hátískuhörmung einoki markaðinn. Í hverju eiga þeir að vera sem langar ekki í svona buxur eða finnst þetta einfaldlega ekki flott?


Buxurnar mínar gætu í næstu viku sagt hingað og ekki lengra. En þær gætu líka enst til áramóta og leyft mér að njóta sín aðeins lengur. Ég vildi að þetta væru eilífðarbuxur. Buxur sem væru alltaf eins og þegar ég keypti þær fyrst en ekki margþvegnar í hinum ýmsu löndum.


Líklega þarf ég að venja mig á það að ganga í íþróttabuxum eða pilsi alla daga. Finnst það nú samt svolítið sorglegt. En í þessar hátískubuxur sem fylgja tískustraumnum í dag fer ég ekki. Ég gæti látið sauma á mig buxur. Eftirlíkingu af þeim sem ég sit hér í akkurat núna. En það gæti orðið svolítið dýr framkvæmd. En buxurnar mínar lifa ennþá og ég vona bara að þær lifi sem lengst!!!


Bestu kveðjur Valborg Rut gallabuxnaspekúlant.

laugardagur, maí 26, 2007

Úrslitin, dagurinn, ákvörðun, verkefni.

Ég sá ekki Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Útsendingin virkaði ekki frekar en fyrri daginn. Með eindæmum óþolandi. En get þó monntað mig af því að ég giskaði rétt á fyrsta sætið og er mjög ánægð með hin sætin og titlana. Jóhanna Vala var án efa lang best í viðtölunum í þættinum Leiðin að titlinum. Vá hvað mér fannst margar virka eitthvað mállausar og út úr kú. Ég segi þó ekki mikið því ég yrði sjálf án efa miklu verri en þær! En áfram skal haldið, nú taka við keppnir í öðrum löndum sem ég eflaust grufla svolítið í. En fegurðarsamkeppna-umræðu-skrifum er hér með lokið í bili.

Í dag héldum við til í Tresfjorden á hestamóti. Það var mjög fínt fyrir utan skelfilegan kulda. Rokið og kuldinn sem er hér er nú langt frá því að vera normal hér í útlandinu. Á þessum tíma hér er vant að vera 20 gráður og sól. En nei ekki núna. Það kemur, við bíðum bara lengur!

Í gær tók ég þá ákvörðun að koma heim í tveggja vikna frí síðustu tvær vikurnar í júní. Það verður fínt þó það sé þá mjög stutt þangað til ég kem alveg heim. Eða alveg heim í bili allavega. Eða allavega Ísland. Akureyri, Reykjavík, Akranes, Ísafjörður, Egilsstaðir.... kemur allt í ljós síðar. Mun athuga vinnumál og annað þegar ég kem heim í fríið mitt í júní.

Ég hef tekið til við erfitt verkefni. Hef tekið fram skrifblokk og penna og á hverri síðu er sjálfsskoðunarverkefni. Hingað og ekki lengra, nú kemst ég að kostum mínum og göllum, persónulegum og útlitslegum, hvað mér reynist auðvelt og hvað ekki og svo bætast við fleiri flokkar eftir því sem mér dettur í hug. Ekkert venjulegt verkefni kannski en ég held að það gæti verið skemmtilegt að sjá niðurstöðurnar í lokinn ef einhverjar verða. Markmiðið er þó að hafa alltaf kostina eða hið góða betra en annað. Á móti einum galla koma tveir kostir. Eða er það til of mikils mælst? Já líklega. En það má alltaf reyna.

En hér með tilkynni ég lok þessarar færslu og sný mér að öðru í tölvuheiminum.

Með ógeð af roki og rigningu, Valborg Rut

föstudagur, maí 25, 2007

Fegursta kona Íslands valin í kvöld

Eins og svo margir vita er Ungfrú Ísland í kvöld. Og eins og sumir vita fylgist ég með þessu öllu saman og má alls ekki missa af keppni. Ég er þó búin að vara sjálfan mig við að líklega virkar ekki beina útsendingin á netinu frá skjá einum. Hefur ekki gert það hingað til og vá hvað ég var reið þegar ég gat ekki séð Ungfrú Reykjavík. Ég verð því bara pínu reið núna en ekki alveg jafn mikið og síðast. En mamma tekur þetta upp og sendir mér strax eftir helgi ef ég sé þetta ekki. Finnst þó alltaf skemmtilegra að fylgjast með í beinni en ekki eftir að ég veit úrslitin og hef skoðað myndir. En ég skal horfa, án efa þótt síðar verði. Ég vona að stelpurnar verði á tásunum í sundfataatriðinu eins og í Ungfrú Reykjavík. Það líkaði mér vel og hef tekið eftir því hallæri síðustu ár að engin normal manneskja myndi fara á háa hæla og bikiní. Því er þetta mun náttúrulegra og eðlilegra í alla staði. Býst þó við skrautlegum útbúningi á keppninni í ár en held samt að hún gæti orðið mjög flott. Er búin að horfa á þættina Leiðin að titlinum á netinu, skoða myndir, lesa blogg og horfa á viðtöl og held að ég sé að komast að niðurstöðu um skoðun mína á sigurveigaranum. Ólíklegt þó að ég velji rétt þar sem margar virðast nokkuð efnilegar.

Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu hérna. Það er ekki hægt að fara út úr húsi án þess að rennblotna. Þessu fylgir að ég hlakka óendanlega til að komast aftur út að hreyfa mig og gera eitthvað að viti. Þegar hreyfingarleysið var farið að stíga mér til höfuðs í morgun skellti ég mér á líkamsræktargræjuna hérna í stofunni þangað til ég var alveg búin á því. Kannski ekki langur tími þar sem ég er nú ekki í neinu formi. En svo reyndi ég á vöðvana, hendurnar og magann og var orðin nokkuð stolt af mér þegar ég loksins kom mér í sturtuna. Ætli sveitalífið geri mann svona hreyfiþurfi? Mig meira að segja langar í ræktina en hér er víst engin. Og svo líður mér illa að hreyfa mig með öðrum. Mig langar í einka líkamsræktarstöð. Hver veit nema ég yrði þá í góðu formi alla daga.

Knús á klakann, Valborg.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ég, um mig, frá mér, til mín

Ég er eins og ég á að vera. Ekkert meira, ekkert minna. Bara ég eins og ég er.

Þetta finnst mér vera gáfuleg orð. Hversu oft hefur maður spurt sig: Hvernig á ég að vera? Og hvernig vilja aðrir eiginlega að ég sé? Stöðugt að reyna að fylla uppí einhverja tilbúna hugmynd um það hvernig sé best að vera og hvernig við eigum að líta út. Maður á ekki að hugsa um það hvernig aðrir vilja hafa mann. Við erum bara eins og við erum og akkurat þannig eigum við að vera. Ég er bara eins og ég er. Með mitt útlit, mína kosti og mína galla. Ekkert meira, ekkert minna.
Ég legg það þó ekki á mig að telja upp kosti mína og galla. Ég hef marg oft reynt það en það hefur alltaf gengið jafn illa. Margir eiga mjög auðvelt með að telja upp persónu-galla sína í röðum en svo vandast málið all svakalega þegar kemur að kostunum. Ég á hins vegar erfitt með að finna bæði. Kannski vegna þess að mig langar að vera hlutlaus, eða því ég hræðist niðurstöðuna. Þó ég viti nú alveg að ég er mjög sjálfsgagnrýnin mannvera. Kannski er það annara að dæma kosti manns og galla. Þó svo það sé líklega öllum gott að þekkja sjálfan sig og vita hvað við berum með okkur. En.... Ég er bara eins og ég er. Ekkert meira, ekkert minna. Bara ég eins og ég er. (spekin tekin úr bókinni Horfin inn í heim átröskunar)

Valborg Rut

miðvikudagur, maí 23, 2007

Verum vinir í dag!

Um þessar mundir syngur annaðhvert barn í Vågstranda lag á Íslensku. Ekki slæmt að heyra sungið hástöfum Verum vinir í dag frá svona glaðlegum krökkum. Það gekk ágætlega að kenna þeim lagið, fyrst lærðu þau textann, svo söng ég part og part og þau á eftir þangað til við gátum loksins sungið öll saman. Held að þeim hafi bara fundist þetta skemmtilegt. Allavega sátu þau kyrr og hljóð á meðan ég reyndi að tjá mig þarna á minni góðu norsku. Hehe. Foreldrunum fannst nú held ég pínu skondið að heyra krakkakrílin sín fjagra ára reyna að segja þetta. Hehe þau eru samt svo yndislega fyndin þessi yngstu. Þora eiginlega ekkert að syngja með og þegar öllum var rétt blað með texta á horfði ein lítil stelpa á blaðið með undrunaraugum. Svo snéri hún blaðinu við hvað eftir annað og gat augljóslega ekki fundið út hvernig stafirnir ættu eiginlega að snúa. Önnur ákvað að geyma bara blaðið á hausnum þar sem hún kunni hvort eð er ekkert að lesa. Ég fer nú stundum bara að hlægja að þessum skondna svip þegar þau fatta ekki neitt, úff, svo mikil krútt.

Svo er maður nú aftur kominn í þessar framtíðar-lærdómspælingar. Og núna er það ekki mér að kenna heldur Helgu frænku, hehe. En það er fínt að fá fleiri hugmyndir! Ég hef allavega komist að því að líklega ætti ég að reyna að fá mér vinnu í blómabúð. Allavega ef mig langar ennþá á næsta ári að reyna að komast inn í garðyrkjuskólann. Ef ég fer því ekki að vinna í blómabúð þegar ég kem heim loka ég fyrir þann möguleika og á ekki möguleika á að komast inn í skólann fyrr en 2010. En ef ég kæmist inn 2008 væri ég útskrifuð 2010 sem heillar nú ferkar. En svo veit maður aldrei hvort áhuginn vex eða dafnar eftir að hafa unnið við þetta fag. Það verður því að koma í ljós síðar.
En ef þetta verður raunin erum við að tala um að ég kem heim í nokkra daga og verð þar með flutt á suðurlandið næstu þrjú árin. Úff. En þetta á fólk víst að geta. Hef þó enn ekki tekið neina ákvörðun. En ég gæti þá alltaf flutt heim 2010!!

Líklega ætti ég að leggjast yfir skólanámskrár alls kyns skóla og tékka á því hvort það heillar mig eitthvað. Bæði í framhaldsskólum og háskólum. Ef ég finndi eitthvað sem ég myndi þvílíkt falla fyrir myndi ég eflaust reyna að setja mér það að markmiði. Mér finnst tómstundarfræðin í HÍ spennandi. Og svo hefur mig lengi langað í útstillingar í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Það er bara allt of dýrt að vera að flytja svona á milli landshluta. Hvað þá ef maður myndi svo ekki standa sig. Spurning hvort áhuginn yrði bara fyrst eða héldi út allan tímann.

Þetta er komið nóg í bili. Ég ætla að halda áfram að hugsa þetta. Kemst vonandi að niðurstöðu í júní eða svo.

Hugsandi Valborg kveður í bili.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Sólin


Mig langar að prófa að vera sólin. Hún virðist hafa það svo gott þarna uppi. Sér yfir allt og alla og ég er viss um að hún fylgist með ferðum okkar og hlær að uppátækjum okkar hér á jörðinni. Lífið hennar er rútínerað, hún bara fer hring eftir hring. Eða virðist gera það allavega. En svo getur hún glatt fólk mikið eða kvalið það. Allt eftir því hvernig þeim líkar við sólina. En sem betur fer held ég að flestum líki hún mjög vel. Þá daga sem ekki liggur vel á sólinni getur hún líka látið sig hverfa, þá leyfir hún skýjunum að komast að, því allir verða jú að fá að sýna sig eitthvað. Það væri gaman að vera sólin í smá tíma. Hvernig tilfinning ætli það sé að geta sett upp sólgleraugun, skinið skært af gleði og brosað svo mikið að glampi manns nær til mörgþúsund jarðarbúa. Og þá er maður strax búinn að gera góðverk. Því næstum öllum finnst maður svo góður og elska sólina. Og ekki bara eitthvað gott fyrir einn, heldur miklu fleiri en það.


En nóg af rugli.


Ég lagði leið mína til Heidi þar sem við og Katrine ætluðum okkur að skipuleggja agnarlítið barnakórsæfingu á morgun og næstu þangað til krakkarnir munu líkelga syngja við skólaslit grunnskólans. Ég var mjög stolt af mér fyrir hvað ég skildi mikið af öllum umræðunum. Eftir ða hafa komið því nokkuð á hreint hvað við ætluðum okkur á æfingunni var haldið áfram að tala. Í litlu bæjarfélagi vita allir allt um alla. Ótrúlegt en ég vissi hverjir flestir voru sem bar á góma. Um suma er jú meira talað en aðra, allt frá forvitna manninum fyrir ofan veginn sem er alltaf fyrstur með fréttirnar og veit allt um alla, konuna sem flaggar bara á merkum kirkjudögum, þá sem bakar ljúffengar bollur til að fá krakka í sunnudagaskólann og furðulegan tónmenntakennara. En skyndilega höfðum við líka rætt um allt frá útliti konunnar í fréttunum til fetaosts.


Ég mun kenna krökkunum lag á Íslensku á morgun. Mjög auðvelt leikskólalag. Þrjú lög fannst mér koma til greina. Ótal óteljandi fuglar, Verum vinir í dag og Hallelú vegsamið Guð lagið. Held þó að ég velji Verum vinir í dag þar sem ég er ekki viss um að þetta sé kristilegur vettvangur og lagið er mjög einfalt og ætti að vera öllum börnum skiljanlegt. Svo get ég líka sagt þeim hvað textinn þýðir á norsku. Það eina sem ég óska mér eru áhugasöm börn og sem allra fæstir foreldrar.


Ég bíð spennt eftir góða veðrinu og eftir því að gera farið út að arka aftur. Svo er náttúrlega alltaf markmiðið að koma sér af stað út að hlaupa. Mér er bara ómögulegt að nenna út þegar það er rok og rigning. Það er einmitt svoleiðis veður sem mun vera hér næstu daga. Yndælt, eða hitt og heldur. En ég bíð. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju. Við bíðum endalaust. Þegar við erum svo búin að fá það sem við bíðum eftir eru komnir margir aðrir hlutir til að bíða eftir. Skrítið.



Í fréttum er ekki meira að sinni....... Valborg Rut

mánudagur, maí 21, 2007

Fíflar en ekki fífl

Túnið fyrir neðan húsið er orðið gult. Það eru fíflar sem setja þennan skemmtilega svip á græna flötina. Þetta gefur til kynna að sumarið nálgast og brátt mun verða ólíft úr hita. Ég hlakka þó til að geta pakkað vetrarúlpunni og létt klæðnaðinn smávegis. Fór síðast í úlpuna mína í gær takk fyrir, og það er maí! En ég þakka bara fyrir að vera ekki í Reykjavík þar sem mér skilst að hafi snjóað í nótt. Hér er þó grænt gras, blár himinn og sól þessa stundina :)

Helga hélt heim á leið í dag og er komin þangað heil á höldnu. Frábært að fá hana í smá heimsókn hingað til Norðmannalands og vitanlega höfðum við það rosa gott og skemmtum okkur vel :) Núna erum við mörgum minningum ríkari, nokkrum fötum meira eigum við, pælingar hafa verið útkljáðar, myndavélar ofnotaðar og hláturtaugar lífgaðar vel við.

Er búin að setja fullt af nýjum myndum á myndasíðuna forvitnum til skemmtunar og yndisauka. Fallegar myndir af fallegu fólki! Sumar góðar, aðrar verri, en það er nú alltaf þannig!

Er eitthvað voða hugmyndalaus núna svo ég hef þetta ekki lengra í bili....

Prinsessan í sveitinni :)

sunnudagur, maí 20, 2007

Ferðalag


Í gær sátum við hérna í sveitinni og lögðum drög að ferðalagi. Ferðinni er heitið hringinn í kringum Íslandið góða til að kynna sér betur land og þjóð. Hvenær ferðin verður farin er þó enn óvíst en september verður eflaust fyrir valinu þar sem ég kem nú bara heim í lok ágúst. En hér kemur fyrsta uppkast...... Áætlaðir gististaðir eru skáletraðir...... Væri líka gaman að fá fleiri hugmyndir :)

Dagur 1.
Akureyri - Skagafjörður - Hólar - Sauðárkrókur - Dalasýsla - Laugar í Sælingsdal
Dagur 2.
Snæfellsnes - Snæfellsjökull - Ólafsvík - Hvanneyri
Dagur 3.
Barnafoss - Hraunfossar - Vatnaskógur (vitanlega viðkoma þar!) - Þingvellir
Dagur 4.
Gullfoss - Geysir - Selfoss - Skálholt - Hveragerði
Dagur 5.
Vík í Mýrdal - Kirkjubæjarklaustur - Jökulsárlón - Höfn í Hornafirði
Dagur 6.
Egilsstaðir - Hallomstaðaskógur/Svartiskógur - Kárahnúkar?
Dagur 7.
Vopnafjörður - Ásbyrgi
Dagur 8.
Mývatnssveit - Dimmuborgir - Höfði - Lónið - Húsavík - Akureyri!

Ef maður er ekki bara farinn að hlakka til að fara í langa tjaldútilegu. Vonum bara að veturinn láti bíða eftir sér og sumarið haldist þangað til við erum búnar að ferðast smá ;)

Annars situr Helga á gólfinu að reyna að pakka. Gengur eitthvað illa eins og vænta mátti þar sem þónokkuð hefur bæst við eigur hennar eftir þessa útlandaheimsókn. En ég veit nú ekki betur en að við tvær séum þekktar fyrir pökkunarvandræði..... hehe. Brjálað rok úti, við æltuðum okkur í Tresfjorden með krakkana aftur í dag að horfa á hestasýningu, vonanadi batnar veðrið! Þurfum að leggja lokahönd á myndbandið fræga, hélt nú að við yrðum duglegri en vorum víst mun duglegri fyrst. En í dag gerum við einhvern endi á þetta og leggjum þetta til hliðar þangað til við giftum okkur eða í fimmtugsafmælinum okkar. Verður örugglega gaman að eiga svona minningar þá, hehe.

Allra bestu kveðjur til heim frá okkur báðum :)

föstudagur, maí 18, 2007

Skrautleg Álasundsferð

Við lögðum af stað í enn eina svaðilförina í dag. Ferðinni var heitið til Álasunds þar sem ætlunin var að skoða og eyða nokkrum krónum til viðbótar. Tókst okkur ágætlega upp í hinum ýmsu búðum. Keypt var allt frá skinku að skóm. Helgu tókst reyndar aðeins betur upp en komum nú þó báðar með nokkra poka heim í sveitina.

Það sem situr eftir þegar heim er komið:

Gatnakerfið í Álasundi er skelfilegt. Vorum lengi að finna allt, allt út í eintefnugötum, örfá og afar þröng bílastæði. Eftir marga hringi um bæjarsvæðið fundið við sigrihrósandi bílastæði. En. Tókst okkur ekki að tína bílnum og mundum bara alls ekkert hvar hann var þegar við loksins hættum að hringsnúast þarna í miðbænum leitandi að fleiri búðum. Furðulostnar af þessari getu okkar gengum við enn fleiri götur í leit að bílnum. Loksins fannst hann þegar komin var rigning. Við vorum ósköp glaðar þegar við þessa endurfundi.

Íslensk fegurð er augljóslega sagt með miklu viti. Við höfum leyft okkur tvisvar þessa daga okkar að nefna það ef myndarlegir strákar hafa orðið á vegi okkar. Fyrra skiptið var þjónn á Soria Moria. Sáum hann á röltinu þarna og tókum eftir að hann veitti okkur nú meiri athyggli en öðrum gestum. Eftir að hafa verið þarna heilan dag og talað eins og ekkert væri saman á íslensku kemur hann að borðinu okkar í kvöldmatnum, opnar munninn OG talar líka íslensku!! oh sjitt, stelpur heimskar maður!
Annað dæmi var í dag í skóbúð. Sáum við álengdar að afgreiðslustrákurinn var nú alls ekki ómyndarlegur. Ég sagði eitthvað hey Helga, þessi er nú svolítið sætur! Hún eitthvað já! Svo skoðuðum við meira en Helga ákveður að skipta um skoðun og segir mér að hann sé ekkert sætur lengur. Ég samþykki og segi að hann sé nú svolítið glær. Þegar skóúrslitin komu í ljós fer Helga að afgreiðsluborðinu og ætlar sér að borga skóna. Tekur hinn frægi strákur á móti henni og segir: Já þú ert frá Íslandi!!! Ójá hann var líka íslenskur!! Vá við erum snillingar. Stöndum þó í þeirri von að hann hafi ekki heyrt allt sem við vorum að segja. Enduðum svo á dágóðu spjalli við afgreiðsluborðið við þennan fallega íslending. Skyndilega varð hann fallegur aftur þar sem hann vann sér inn mörg stig með tungumáli sínu og þjóðerni.

Leitinni að ævistarfinu er lokið. Við munum skella okkur í bifvélavirkjun. Skyndilega gefur bíllinn okkar frá sér þetta líka rosalega hljóð. Ætli hann hafi breyst í þyrlu? Ja allavega ákveðum við bara að keyra áfram og halda heim á leið. Pabbi hennar Helgu sagði okkur þó símleiðis að tékka á skrúunum á felgunum. Jú jú við ættum nú að geta það og stoppum á bensínstöð. Fundum þó engan skiptilykil meðferðis enda vitum við næstum ekkert hvernig svoleiðis lítur út. Jæja við sáum ekkert athugavert og héldum bara ferðinni áfram. Veltum því mikið fyrir okkur hvað þetta gæti eiginlega verið og komumst að því að líklega ættum við að læra meira um bíla. Og okkur liði nú ögn betur á langferðum ef við kynnum að skipta um dekk. Kannski við leggjum það á okkur að læra það, getur nú ekki verið mikið mál enda alveg eldklárar stelpur! Komumst vitanlega heim að lokum, ánægðar en afskaplega þreyttar.

Látum þetta nægja í bili og kveðjum héðan úr sveitinni í bili :) Bendum annars á nýtt blogg á www.helgaogvalborg.blogspot.com ;)

Valborg Rut

miðvikudagur, maí 16, 2007

Öskur

Ég öskraði í dag. Í fyrsta skipti í mjög mjög langan tíma. Helga sagðist aldrei hafa heyrt mig öskra áður. Ástæðan var padda. Helga sá hana skríða eftir gólfinu og kallaði á bjargvættinn. Ég kom hlaupandi mér bréfið tilbúin í drápið. Það mistókst. Ég hélt að svarti ormurinn væri dauður en allt kom fyrir ekki þegar ég aðeins tékkaði á því hvernig kraminn maur liti út innan í bréfinu. Skreið ekki pöddukvikindið yfir hendina á mér á svakalegri siglingu, frelsinu feginn. Mér brá svo mikið að ég henti frá mér drápsvopninu og öskraði. Svo fór ég að skellihlægja og ætlaði aldrei að geta hætt. Kvikindið lenti aftur á gólfinu en ég var ennþá að ná mér niður eftir þetta mikla sjokk. Því neyddist Helga til að drepa kvikindið sjálf í þetta skiptið. Get fullvissað ykkur um að það var kyrfilega gert með þó nokkrum höggum. Þetta skelfilega kvikindi komst að lokum vel kramið í ruslafötuna.
Þess má geta að þetta var alls ekki eini maurinn sem hefur látið lífið á kvalarfullan hátt á heimilinu síðustu daga.

Lífið gengur sinn vanagang hér í rigningarlandi. Í dag var ákveðið að baka franska súkkulaðiköku. Bragðaðist vitanlega æðislega vel. Svo hér hefur aðalega verið borðað í dag og legið í leti. Enda er veðrið ekki alveg að gera sig. Ég sem lofaði Helgu 20 stiga hita og sól. En nei nei höfum við ekki bara þurft að nota vetrarúlpurnar óspart þessa daga.

Á morgun er þjóðhátíðardagur norðmanna. Hefur þó vakið mikla hneiksli Vågstrandabúa að engin lúðrasveit mun spila í skrúðgöngunni. Þetta hlýtur að vera djók. Ég er ekki alveg að trúa þessu. Slæm tíðindi fyrir fólk eins og okkur. Vorum búnar að hlakka til að taka upp og sjá þjóðháðardaginn mikla hér í Noregi. En verðum að láta okkur nægja bíl með tónlist á geisladisk. Það er nú ekki sama stemning, en jæja, við allavega mætum, sýnum okkur og sjáum aðra. Ég hafði þó hugsað mér að vera sumarleg og fín þennan dag. En að öllum líkindum enda ég í svörtum buxum og einhverju ofur hlýju. Þess má einnig geta að þetta er fram og til baka skrúðganga. Gengið frá kirkjunni, í gegnum Vågstranda, að þjóðveginum og aftur til baka. Svo er endað í skólanum og þar mun vera einhver ægileg hátíðarskemmtidagskrá. Hlakka svolítið til að heyra barnakórinn "minn" syngja. Verður eitthvað skrautlegt en á örugglega eftir að ganga fínt.

Hun sitter foran meg på förste rad - hun har blåe öynem er bestandig glad. Jeg er forelska, men jeg får det ikke frem.....
Jeg sender lapper, men jeg få'kke no' svar. Hun synes at jeg ikke er no' klar. Hun er forelska, men det er ikke i meg......
Hun er forelska i lærer'n, oh-oh-oh, -forelska i lærer'n, oh-oh-oh. Hun er forelska i lærer'n og ikke i meg......
Lærer'n vår er tjue år - han har kraftig kropp og halvlangt hår. Han er hele skolens Don Juan.....
Og jeg er bara bara 15 år - hun siger: Kom tilbake om fire år. Hun er forelska, men det er ikke i meg.....

Finnst ekki ólíklegt að lag með þessum texta verði sungið af kórkrökkunum á morgun, þetta er nú svolítið töff lag verð ég að segja.... hehe.

En jæja, Helgu er farið að leiðast afskiptaleysið og þögnin svo best að ég reynir að halda henni félagsskap.

Kveð í bili úr leiðindarveðri....

Valborg Rut mauradrápsprinsessa

mánudagur, maí 14, 2007

Oslóniðurstöður


Þá erum við mættar í sveitasæluna eftir frábæra Oslóferð. Nutum okkar í botn en ferðasagan mun því miður ekki koma í rituðu formi. Hins vegar fáiði þann heiður að bera nokkrar myndir augum.





Eitthvað flipp tókum við á myndavélina eftir 10 tíma í búðum. Myndatökur stóðu yfir til 2 að nóttu. Flestar þó teknar á vidjovélina svo eitthvað er lítið til hér.







Ég hélt víst að ljósastaurar væru skemmtun fyrir fólk ;)








Helga gella í Vigelandsparken :)








Höllin í allri sinni dýrð.








Furðulegasti hamborgari sem við höfum nokkurntíman séð.... brauðið minnti á bolludagsbollu og kjötið var svolítið massíft! En franskarnar voru fínar!








Á einhverjum veitingastað á föstudagskvöldið.... æðislegur matur!






Helga og kærleiksbjörninn..... ;) smá flipp í gangi þarna.....










Nammið er yndislegt..... :)






Fegrunaraðgerðir.....










Helga yfirgella :)







Væntanlegar myndir á myndasíðuna við tækifæri, eigum aðeins eftir að skoða þetta betur.... En ferðin var æðisleg, nutum okkar sem prinsessur, Soria Moria hótelið var frábært, gistiheimilið var fínt og hægt að færa rúm og borð á augabragði til að breyta í ljósmyndastúdíó. Karls Johansgatan var krufin í botn, arkað í nokkrar búðir eða svo en finnst okkur við hafa fengið eitthvað lítið sjálfar.


Bestu kveðjur frá skvísunum í sveitinni :)

miðvikudagur, maí 09, 2007

Osló á morgun!


Það rignir endalaust hérna. Það heillar mig ekki að fara út og hreyfa mig í svona veðri. Líkur á að ég haldi mestmegnis til innandyra þó mig dauðlangi út að arka smá með litla fiðrildið mitt. En sennilega bíður það betri tíma. Það er nóg að gera á þessum miðvikudegi rigningar. Við skvísurnar heima núna og svo í kvöld mæti ég eldhress á barnakórsæfingu. Já haldiði ekki að pínulitla bæjarfélagið mitt hér í Vågstranda hafi ákveðið að stofna barnakór og mér boðið að vera með í þessu. Hehe ég kann nú ekki mikið að syngja lög á norsku, en þetta kemur allt! Reyndar átti þetta nú að gerast þarna í janúar fljótlega eftir að ég kom en sumir hlutir gerast alltaf seint um síðir. Þetta er þar af leiðandi bara önnur æfingin og vildu þær hinar æfa bara aðra hverja viku. Sem mér finnst samt of lítið því til að mynda hópheild og áorka einhverju þarf að halda hópinn með stittra millibili. Þess má einnig geta að kórinn er fyrir 4 ára og eldri svo það er nóg fjör. Ég dáðist þó að þessum 10 ára að nenna að mæta með þeim sem eru bara fjagra. En eftir að hafa verið þarna í klukkutíma held ég ferðinni áfram og keyri til Åndalsnes á gospelæfingu. Ætli ég komi svo ekki dauðþreytt heim hálf ellefu. En þá er nú ekki ólíklegt að ég pakki fyrir svaðilförina miklu.

Ójá, það er Osló á morgun! Getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til! hehe. Ég var að þvo öll fötin mín áðan svo ég myndi nú ekki enda þarna í gelluferð í íþróttabuxum.... hehe það yrði nú frekar slæmt hugsa ég. Annars held ég að málið sé að taka sem minns með því þar sem ég þekki okkur Helgu nú þónokkuð vel held ég að við komum til með að kaupa eins og nokkrar flíkur eða svo. Eða hvað haldið þið? Myndbandshugdettan verður að veruleika svo það er aldrei að vita nema það verði einhvern daginn til ægileg kvikmynd um okkur í hnotskurn.... úff sé þetta alveg fyrir mér... hehe.

Eurovision undankeppnin mun vera annaðkvöld. Við reyndar missum líklega af henni þar sem við verðum sennilega ennþá á flugvellinum. Helga kemur um hádegi en ég ekki fyrr en seint um síðir, hálf tíu. Þá munum við eiga eftir að koma okkur til gömlu konunnar á gistiheimilinu sem við vitum ekki einu sinni hvort að hafi sængur. Hehe, við erum vanar öllu!! Hef annars ekkert fylgst með þessari keppni þetta árið. Ja nema lagavalinu heima og hér í Norge. Lagið héðan er ágætt þó ég hefði viljað senda kúrekakallana. En þessi svaka gella mun standa sig vel. Er nú ekki viss með Eirík. Jú stendur sig án efa vel en veit nú ekki hversu langt hann kemst. Á laugardaginn getum við örugglega horft á aðalkeppnina þar sem þá verðum við á hinu fræga Soria Moria hóteli og látum fara vel um okkur sem prinsessur. Yndælt.

Koma án efa fréttir strax eftir Osló, kannski eitthvað um helgina. Og svo er náttúrlega aldrei að vita nema ég skelli inn fleiri bloggum fyrir annaðkvöld þar sem ég er náttúrlega með viðurkennda tjáningarþörf.

En jæja, litla Dísin mín er vöknuð svo fréttum er lokið að sinni :)

Valborg Rut heimsborgari
Myndin var tekin í Slóveníu eða Austurríki í fyrra.... alltaf gott að horfa í sólina... með lokuð augun!

mánudagur, maí 07, 2007

Hunangsfuglar og önnur skordýr...


.... og ef það er ekki með vængi, þá er það padda!


Mér er ekkert farið að lítast á blikuna hvað varðar flugur og önnur kvikindi hér í sveitinni. Hver skapaði eiginlega þessi dýr? Ég meina, flugur sem bíta og orma sem æða um gólfin? Æ æ æ, ef ég á ekki eftir að fara á taugum þegar líða fer á sumarið.

Ég horfði fram fyrir mig og sá eitthvað dökkt og stórt koma á fleygi ferð í áttina til mín. Vissi ekki hvað þetta eiginlega var. Nei ekki lítil húsfluga og ekki var þetta fugl. Svo kemur það nær. Og ennþá nær og ég sé að þetta er risastór randafluga. Sem kallast í mínum huga hunangsfugl í þessari stærð. Ji minn einasti. En mér er alveg sama ef þær setjast ekki á mig og halda sér í hæfilegri fjarlægð. Reyndar er mér alls ekki eins illa við hunangsfugla eins og geitunga. Þá hleyp ég öskrandi í burtu.


Þessa dagana þjóta líka svartar ógeðslegar, marfættar pöddur um gólfin. Geri ekki annað en að stökkva á fætur, sækja pappír og kremja kvikindin. Nei takk, mig langar alls ekki að vita af svona dýrum hér á heimilinu. Sennilega verð ég að kaupa eitthvað sem hægt er að nota sem flugnanet fyrir gluggana. Ekki sef ég nú mikið ef ég má búast við geitungafjölskyldu við rúmið þegar ég vakna aftur. Já nei takk.


En allt er þetta skárra en dauðir fuglar. Af nánast öllu finnst mér það skelfilegast. Ég gæti haft geitung í herberginu þyrfti ég að velja en dauðan fugl alls ekki. Ef ég mæti dauðum fugli á gangstrétt eða þar sem ég þarf að ganga eða keyra megiði búast við því að ég taki stóran sveig framhjá eða velji aðrar leiðir í framtíðinni. Og sýnin festist, víkur ekki burt í marga daga. Ég man staðinn endalaust lengi og gleymi því ekki að það var þarna sem ég fékk sjokk. Hroll um mig alla og yfirþyrmandi ógeðistilfinningu.


Ég er fegin að það er ekki köttur á heimilinu. Kettir eru æðislegir svo framarlega sem þeir eru innandyra eða með háværar bjöllur um hálsinn. Viti ég til þess að dýrið hafi rifið í sig fugl með góðri list á ég erfitt með að horfa á hann eða snerta. Í Danmörku var ég nú lengi að sættast við köttinn eftir að ég horfði á hann renna niður músinni. En sættumst þó að lokum, enda minn helsti vinur í kjallaranum.


Að ógleymdu því að á fugli og fjöðrum er aragrúi örsmárra kvikinda. Sjái ég fjöður á heimilinu mínu get ég alveg fengið kast. Þegar ég var yngri var mér þó alveg sama. En núna er ég bráðum að verða fullorðin. Og fyrir lifandi löngu hætt öllum fjöruferðum þar sem ég týndi skeljar og fjaðrir. Enda gæti ég hugsanlega rekist á dauðan fugl.


Skordýrakveðjur.... Valborg Rut


Skrif frá Norðmannalandi

Ég er á því að ég yrði fyrirtaks húsmóðir. Allavega ferst mér það ágætlega úr hendi að halda heimilinu gangandi og hafa alls ekki allt í drasli. Ég þoli ekki drasl. Það vita allir þeir sem þekkja mig. Skipulag og hreinlæti skal það vera. Og ég kann líka að elda og baka. Hvað þarf maður meira? Hehe. Það verður örugglega alltaf gaman að koma í heimsókn til mín þegar ég verð orðinn hæst sett á mínu eigin heimili. Mig er farið að lengja í að komast að því hvernig ég myndi standa mig í þessu göfuga starfi.

Ég sé mig ágætlega sem forstjóra heimilis. Get alveg séð mig fyrir mér með krakka, hús, bíl og hund. Þetta er í eitthvað vitlausri röð hjá mér. En er þetta nóg? Þarf maður ekki að finna hinn fullkomna draumaprins á undan þessu flestu? Ég sé mig með krakka, en með eiginmann.... nei ji minn einasti það get ég nú alls ekki séð. Enda myndu normal karlmenn ekki þola að búa með mér. Svo ég verð að láta draumórana fjúka í bili og njóta þess að vera bara aktív stelpuskotta á heimili foreldra minna þó nokkurn tíma í viðbót. En það er svosem fínt, þó manni langi nú pínu að flýta sér bara að verða fullorðinn!

Fínt að frétta, hin rétta húsmóðir heimilissins mun koma aftur í kvöld og taka við stjórninni. Hún hefur notið lífsins í Barcelona síðustu daga. En við höfum líka notið lífsins hér í Hjelvik og haft nóg að gera. Örbylgjuofninn er stopp og þar af leiðandi hádegismaturinn minn tilbúinn. Mjólkurgrautur er afar vinsælt þegar ég fæ ógeð af brauði. Mig langar í brauð úr Bakaríinu við Brúnna. Væri fínt ef brauðið hér í Norðmannalandi væri jafn gott að það. Þá gæti ég borðað brauð næstum endalaust.

Kveð í bili.... Valborg sem fer til Osló á fimmtudaginn!!!!

laugardagur, maí 05, 2007

Héðan og þaðan

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann. (Matt 7 13-14)

Við getum ekki bara farið hvert sem er. Arkað út í óvissuna óviss um framhaldið, lagt stund á óheilbrigt líferni eða gert eitthvað sem við vitum innst inni að er rangt. Það er ekki erfitt að tína lífinu sínu. En það er auðvelt að halda í það líka. Ef við lifum heilbrigðu lífi, hugsum rökrétt og fylgjum því sem okkur finnst virkilega vera rétt er ekkert mál að halda sig inná góðum vegi. Göngum inn um þrönga hliðið. Það eru margir vegir, margir góðir en aðrir síðri. Stundum virðist auðveldara að finna þá síðri. En ef við leitum, er ekkert mál að finna góðu vegina. Inn um hvort hliðið ætlar þú?

Stjörnuspáin mín er svolítið skondin í dag.

Varðandi ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir um þessar mundir ættir þú að taka þér tíma og ákveða sjálf/ur forgang í verkefnum þínum kæra meyja. Þú hefur augljóslega mikla kosti að bera og ættir að nýta þér aðstöðu þína og láta kraft þinn, huga og þor ráða ferðinni. (http://leit.is/stjornuspa/)

Þú veist hvað í þér býr þó aðrir geri það ef til vill ekki. En hæfileika þarf að þróa til þess að þeir komi að notum. Einbeittu þér að því verki. (www.mbl.is)

Annars gengur lífið fínt, aðeins 5 dagar í Osló og þar af leiðandi 5 dagar þangað til ég sé Helgu mína! Og ég fæ íslenskt nammi, spelt hrökkbrauð, vaxstrimla, bókina mína og besta félagsskap í búðarrölt sem hugsast getur. Þetta verður án efa stuð ferð. Reyndar lítur út fyrir að ég verði að skafa af mér sveitalúkkið til að Helga ofur gella og malbiksbarn geti nú látið sjá sig með mér ;) hehe. Varð samt hugsað til þess að þó ég búi í sveit núna er ég þó aldrei eins hrikalega útlítandi og í Danmörku. Held að það fari bara eftir heimilinu hverju maður klæðist. Hér er sígilt að vera í gallabuxum og bol alla daga en í Danmörku var ég oftar en ekki í svörtum íþróttabuxum og bláum Vatnaskógarbol. Lúkkaði ágætlega þar sem maður lá sveittur við að skúra og skrúbba alla daga, en hér er raunin sem betur fer önnur! En ætli ég kunni nú ekki enn að vera bara venjulega ég. Býst nú fastlega við því. Ekkert mállingardót eða hárvesen. Bara föt sem passa ágætlega saman, flatbotnaðir skór og ekkert óþarfa vesen. Þrátt fyrir lítinn tilbúning vill fjölskyldan meina að ég sé nokkuð skvísuleg inn á milli. Enda erum við mamma orðið í keppni núorðið, dóttirin getu nú ekki litið í minnihlutann hvað þessi mál varðar. Hehe. En núna er ég sveitastelpa og hver veit nema ég verði alla daga í ullarpeysu þegar ég kem heim? Já og aldrei að vita nema ég kaupi mér bara gúmískó!

Gúmískórnir voru góðir tímar. Reyndar keypti ég mér einhverntíman svona appelsínugula skó með ásaumuðum fiskum. Enn í miklu uppáhaldi en nota þá eitthvað sjaldan óvart. Var einmitt spurð að því hvort ég væri í gúmískóm en nei ég var í mörgþúsund króna leður skóm. Hehe svona segir útlitið ekki allt ;)

Ég gæti eflaust rausað hér lengi en líklega er mér hollast að láta hér staðar numið og kveðja í bili.

Valborg Rut tjáningarmeistari

föstudagur, maí 04, 2007

Myndablogg :)


Hér kemur dagurinn okkar í myndum ;)

Byrjuðum á að leika okkur.... litla skvísin með límmiða á nefinu!







Svo fórum við í okkar snilldar gönguferð og vorum rosa duglegar að venju!







.... Og við löbbuðum yndislega 8 kílómetra til Vågstranda :)







Þegar gangan var búin skelltum við okkur í fjárhúsið. Það var mikið stuð og lömbin þvílíkt krúttleg.







.... Bara sætt!.....









Ekki myndast allir jafn vel.... en lambið er fínt!








En sumum leist nú ekkert á blikuna og voru ekki alveg sáttir við lömbin í dag....





Rosa sætur!









Knús í klessu úr sveitinni í Norge :) Valborg Rut sveitaprinsessa

miðvikudagur, maí 02, 2007

8 dagar í Osló :)


Ég var búin að steingleyma því hvernig það er að vera í sveit á vorin. Sumarið undirbúið og í mörgu að snúast í vorverkunum. Eitt þeirra er mér sérstaklega ofarlega í huga í dag. Bændurnir að skítadreifa. Ég get sko sagt ykkur það að það var ekki líft hér seinni hluta dagsins. Þegar ég sá nú að bóndi einn var mættur á traktornum sínum með skítadreifarann aftaní á túnið beint fyrir framan húsið leist mér nú ekki á blikuna. Ónei það var ekki aftur snúið og skíturinn dreifðist jafnt og þétt um allt og lyktin eftir því. Mér varð hugsað til þess að nýþvegin rúmfötin mín voru nýkomin út á snúru. Ég á reyndar eftir að tékka á þeim en býst vel við því að þau angi skítalykt. Þá mun ég þvo þau aftur. En svona er að búa í sveit ;)
Annars er nú bara fínt að frétta, ég held labbinu áfram og aldrei að vita nema áður langt um líður verði ég farin að hlaupa líka ;) Ég sagði reyndar í gær að líklega þyrfti ég að farað æfa mig áður en Helga kemur þar sem hún er nú svo dugleg í þessum hlaupabransa, ég verð nú að halda í við hana þó ég sé nú ekki með alveg jafn mikið þol og hún þar sem ég hef ekki lagt það í vana minn að mæta í ræktina! hehehe. Annars er litla fiðrildið mitt orðið svona líka duglegt að labba og um daginn kom nú ekki til mála að sitja kjurr í vagninum í gönguferðinni svo úr varð að litla Dísin mín labbaði hálfa leiðina til Vågstranda! Þvílíkt að flíta sér og ekkert smá monntin með sig að fá að labba! Enda er hún nú orðin eins árs! Svo ætli þetta verði ekki fastur liður núna að taka klukkutíma lengur í labbið og hún fær að hreyfa sig líka ;)
Pakkinn komst til skila til bræðra minna rétt í þessu. Sem var nú eins gott eftir alla þessa fyrirhöfn við að koma þessu í póst! Held þó ég haldi mér við þá ákvörðun mína að velja annað pósthús næst þrátt fyrir að þetta hafi komist á leiðarenda..... ;)
En jæja, best ég hætti þessari skriffinsku í bili....
Kveðja á klakann og allt annað ;)
Valborg Rut

þriðjudagur, maí 01, 2007

1. maí

1. maí er náttúrlega merkisdagur. Ég hef nú aldrei tengt þennan frídag við verkalíðsdag þar sem annað er nú merkilegra þennan dag að mínu mati. Jú heimsins besta amma á afmæli í dag. Það er ekki á hverjum degi sem ömmur eiga afmæli og svo eru nú ekki allar ömmu sem landsmenn heiðra með frídegi. Svo líklega er í mínum huga stundum bara frí því amma á afmæli. Enda merkiskona þessi amma mín. Endalaus þolinmæði, góðvildin ein, saumasnillingur þvílíkur, afbragðsgóður kokkur, vöfflur á sunnudögum og grautur á laugardögum að hætti ömmu afar vinsælt, alltaf styður hún flestalla vitleysu sem manni dettur í hug svo niðurstaðan er.... heimsins besta amma :)

Myndin var tekin í fyrra í stórafmæli ömmu ;)

Annars bara gott að frétta, ja nema kvefið er komið aftur við litlar vinsældir. Ég sem hef staðið mig svo vel í vítamíninu síðustu daga. Eða svona næstum því allavega. Íþróttahlaupið mikla er á eftir og þar með verður nú heilsubrjálæði Vågstrandabúa lokið. Nema náttúrlega mitt þar sem ég er eins og kýr sem slept er út eftir langa vetrarinniveru þessa dagana. Það er nú lítið mál að labba þessa kílómetra í góðu veðri ;) Dugnaður! Og svo bara Osló eftir 9 daga!!! Ójá þetta verður sko snilld. Gerum ráð fyrir því að skoða Holmekollen skíðastökkpallinn og fleira. Verðum þó að muna að við höfum bara örfáa daga til að skoða allt svo við megum víst ekki ætla okkur of mikið. Ég er þó staðráðin í því að skoða eins og eina kirkju eða svo.... hehe ;) En við höfum nú enn marga daga til skipulagningar og svo er fínt að hafa óskipulagðan tíma líka! Efast nú stórlega um að við verðum kjurrar margar mínótur.... hehe við erum nú alltaf á flakki og getum átt erfitt með að vera kjurrar þegar annað er í boði ;)

En jæja, ég óska ömmu til hamingju með daginn og kveð í bili.....

Valborg Rut