Rafmagn og haustið
Oh sló út aftur, þetta var greinilega ekki alveg að virka. Ég fæ líklega ekki að borða fyrr en þvottavélin er búin.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað á að gera í haust. Þó mér finnist nú eiginlega alltof snemmt að hugsa það því ég á enn eftir að njóta sumarsins áður en þetta blessaða haust ákvarðanna kemur enn og aftur. Ég bara hef ekki glóru um hvað mig langar að gera. Mér finnst svo alltof stutt síðan ég var í Skóginum í fyrra að láta mér detta eitthvað í hug. Rakst á au-pair auglýsingu og ákvað að sækja bara um það næstum óhugsað. Þá lenti ég í Lemvig en svo vita líklega flestir framhaldið. Ég er að minnsta kosti ekki enn þar, heldur á miklu betri stað. Ég er allavega ekki á leið í skóla alveg strax. Sá áhugi kemur bara þegar hann kemur. Ja nema ég taki upp gamlan draum og skelli mér í blómaskreytinganám. En ég verð víst ekki iðjuleisingi á meðan skólinn bíður það eitt er alveg víst. Svo hér með þygg ég hugmyndir og atvinnutilboð og býst náttúrlega við því að ég fái að lokum ótrúlega skemmtileg verkefni eða vinnu.
Meira er ekki í fréttum að sinni......... Valborg