Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Leti og leiði

Er eitthvað hálf útúr í dag og hefur eiginlega bara langað að komast heim í jólaundirbúninginn. Frídagur og ég er búin að liggja uppí rúmi með tölvuna mína í allan dag. Labbaði reyndar aðeins í bæjinn með Lilju til að fá okkur morgunhádegismat en það tók nú ekki langan tíma. Leifa líka í fríi en föst útí sveit því engin okkar var með bíl. Ég hef því notað tímann til að vafra um netheima og lesið misgáfulegar færslur hér og þar í bloggheiminum og annarsstaðar. Ég er allavega búin að finna uppskrift af eplaskífunum sem allir borða þessa dagana í danaveldi. Er samt ekki að skilja að þetta heiti æbleskiver því að það eru engin epli í þessu og hvað þá eplabragð. Ja skrítnir þessir danir. Svo ætlaði ég nú að fjárfesta í svona eplaskífupönnu en var þessi pínulitla panna ekki bara 10 kíló svo ég varla gat loftað henni með annarri hendi. Þessi þyngsli get ég varla flutt með mér heim í ferðatöskunni. Ætla að athuga hvort ég finni ekki eitthvað aðeins léttara og ódýrara. Fólkið kom svo og náði í mig og við fórum á herragarðinn að borða pitsu. Finnst alltaf hálf asnalegt að borða pantaða pitsu með þeim. Hér er nefnilega ekki pöntuð bara eins stór pitsa eins og heima heldur fær hver sína pitsu. Þið getið rétt ímyndað ykkur, ég rétt svo get borðað hálfa pitsuna, ef ég þá næ því! Núna er semsagt herbergisdvölin tekin við aftur. Það væri nú ekkert mál ef ég hefði eitthvað að föndra, sauma, lesa, breyta eða laga en þessa stundina hef ég mest lítið af dunderíi annað en tölvumaskínuna mína. Hvar væri ég stödd í dag ef ekki væri þetta yndislega þráðlausa net?

Mér datt þó í hug í dag að gera svona tilraunarpakk. Þar sem ég þarf nú að koma öllu vel fyrir og láta það lenda á réttum áfangastað. Önnur taskan fer með mér til Íslands en hin verður send til Noregs. Báðar mega þær ekki vera þyngri en 20 kíló svo líklega er best að ég pakki fljótlega og vigti töskurnar svo ég viti það tímalega hvort gera þurfi aðrar áætlanir. Svo get ég bara pakkað upp aftur og sett svo rétt áður en ég fer allt í sína tösku. Ég er náttúrlega þrælvön því að pakka upp eftir að ég pakka niður þar sem ég er yfirleitt með of mikið og þarf að taka nokkrar flíkur upp úr töskunni. Hehe hver man ekki eftir því þegar ég skrapp eina helgi á Akranes og tók með mér 13 boli? Hahaha ég er nú kannski ekki alveg svona slæm ennþá!!

Ofvirkur dagur á morgun, ryksuga, skúra, taka til....

Hvernig væri svo að hringja í mig einhverntíman? Ég á ekki inneign svo ég hringi víst ekki eða senda sms, kannski redda ég þessu á morgun.

Kveðja á klakann.... Valborg og köturinn í kjallaranum.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Þótt enga vængi...

Þótt enga vængi Guð þér gefið hafi og gert þér hafi ekki flugið kleipt, í hjarta þínu átt þú andans vængi og öllu skiptir þá að geta hreift.

Hver hefur ekki óskað sér þess að geta flogið? Vissulega væri það ljúft að geta flogið yfir girðingar og fjöll, höf og vötn og þurfa sjaldnast að hugsa út í það hvaða hindranir gætu orðið á vegi okkar. Fuglarnir virðast svo frjálsir, geta farið hvert sem er, hvenær sem er. Líklega þurfa þeir ekki heldur að takast á við erfiði lífsins, áhyggjur eða ákvarðanir. En jafnvel þó svo að við getum kannski ekki flogið á sama hátt og fuglarnir held ég að við höfum samt líka vængi. Okkar vængir sjást kannski ekki en þeir eru þarna samt. Hvert og eitt okkar á í hjarta sér litríka vængi. Ef við förum vel með lífið okkar, heilsu og líkama vaxa og dafna litríkir vængir í hjarta okkar. Með því að koma vel fram við aðra og okkur sjálf getum við sýnt öðrum hversu litríkir okkar vængir eru. Í fallegum persónuleika og góðri sál eru litríkir vængir. Við verðum að varðveita vængina okkar. Það þarf alls ekki svo mikið til þess að týna þeim.

Það er ekki auðvelt þegar þú ert á botninum og finnst enginn tilgangur vera í lífinu. Settu fótinn á neðsta þrep stiganns og byrjaðu að klifra. Það skiptir engu máli hversu erfitt það virðist vera á þeim tíma. Um leið og þú dregur þig upp á næsta þrep vinnur þú þig smátt og smátt út úr örvæntingunni sem þú hefur sokkið í. Líf þitt mun breytast og þú finnur raunverulegan tilgang í lífi þínu og því að lifa.

Stelpan kveður hugsandi, pælandi og skrifandi.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Jólin að koma?

Ég hef verið að reyna að koma mér í jólaskap síðustu daga. Á föstudaginn tókst það en þá fórum við í bæjinn að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu. Slökkviliðið hafði tekið að sér að búa til snjó og sprautað hvítri froðu út um allt og á jólatréð. Jólalögin spiluð á orgelið í kirkjunni sem var svo leitt út með hátalara svo ómaði um allan bæ, klukkurnar spiluðu lag og ljósin á trénu lístu upp myrkrið. Ég gat haldið heim full af jólagleði og spenningi vegna jólanna.

Þetta entist ekki lengi. Sápufroðan fór og allt í kring er grænt gras, nýútsprungnar rósir og sumir garðar eins og þar sé ávallt glaðasólskýn og hásumar. Ég er bara einfaldlega ekki vön því að sjá nágrannana slá og laga garðinn svo rétt fyrir jólin. Hvað þá að hafa svona grænt gras og aðeins annaðhvort tré farið að fölna og dreifa laufum sínum og allt.

Þetta er líklega staðfesting á því að ég gæti aldrei farið til sólarlanda um jólin. Ég vissi það nú reyndar alveg en núna er ég allavega alveg viss. Það er einhver sérstök stemming í snjónum og kuldanum heima. Jafnvel þó svo að okkur langi stundum í hlýju eða nennum ekki að dúða okkur upp fyrir haus til að fara út, hvað þá til að skafa upp bílinn á morgnanna. Rosalega hlakka ég samt til að sjá snjóinn.

Í kvöld hef ég verið að hlusta á jólalög á netinu. Löngunin í jólaskapið leggur allt á sig. Ég hlustaði í smá tíma, söng með, skrifaði eitt stikki kort en gafst svo upp. Slökkti á jólalögunum og fannst eins og ég væri að gera eitthvað vitlaust. Eins og ég væri kannski að stelast til að hlusta á jólalög um mitt sumar. Ég man vel að í fyrra á akkurat sama tíma bjó ég í Reykjavík ein og yfirgefin. Ég var í svo miklu jólaskapi með krökkunum á leikskólanum, að föndra og syngja jólalögin. Eftir vinnu arkaði ég svo heim í rokinu á Seltjarnarnesinu, kveikti á jólatónlistinni og saumaði út í hvert jólakortið á eftir öðru við kertaljós og vitanlega var súkkulaðið ekki langt undan. Svona gekk þetta dag eftir dag. Ég var að springa úr jólaskapi, byrjuð að kaupa jólagjafirnar og hlakkaði til að flytja aftur til Akureyrar og halda jólaundirbúningnum áfram.

Ég er viss um að þegar ég lendi á Íslandi, sé öll jólaljósin, stressið í kringlunni, jólasnjóinn og norðurljósin að jólaskapið komi og láti fara vel um sig innra með mér. Ég þarf bara að bíða í 19 daga ;)

"Jólastuðskveðjur" Valborg Rut

mánudagur, nóvember 27, 2006

-- 20 dagar --



Það stittist óðum í að ég komi heim og núna eru bara 20 dagar. Á morgun verða 19 dagar svo þá get ég hætt að segja og eitthvað. Langt síðan ég bloggaði um daginn og veginn og lífið sjálft. Líklega er það þó bara nokkuð gott því það voru örugglega allir orðnir leiðir á því. En síðustu dagar hafa allavega verið ágætustu dagar. Brjálað að gera reyndar en ekki langt í skemmtununa þegar ég var í fríi. Á laugardaginn þegar ég var búin að passa skellti ég mér til Leifu. Bökuðum þessa fínu súkkulaðiköku og gæddum okkur því á köku og ís um kaffileitið. Ekki fannst okkur þetta nú nóg svo við bökuðum líka pitsu til að hafa í kvöldmatinn. Einhvernegin vill það verða svo að þegar við Leifa erum saman seins á kvöldin vilja oft koma einhverjar svaklegar umræður. Ég kom mér allavega ekki heim fyrr en uppúr tvö þegar við loksins gátum hætt að tala. Það lá við að við slepptum því að anda við töluðum svo mikið, svo hratt og þurftum að segja frá svo rosalega miklu.

Hvað er betra að gera á sunnudögum en að þvælast smávegis, allavega í þau skipti sem við höfum bíl. Fórum í þessa líka svakalegu gelluferð til Thyboron. Hörku stuð bara og ég verð að segja að þessar sex búðir sem þarna voru komu verulega á óvart. Kom allavega heim einu gallapilsi ríkari svo ekki sé minnst á það að ég er kannski búin að redda jólakortunum líka. Keyrðum og skoðuðum helling, flippuðum til dæmis vel á myndavélunum fyrir framan Sneglehuset. Þetta er svo ótrúlega flott hús. Allt þakið skeljum og kuðungum. Ákvað að biðja pabba um að gefa mér kannski svona hús ef ég gifti mig einhverntíman, þetta væri nú fínasta brúðargjöf! He he æ kannski nær hann að púsla þessu fyrir tvítugsafmælið ;) En allavega, ég vildi endilega skoða Thyboronkirkju og við auðvitað þar inn. Frekar skrítin og köld kirkja eitthvað, líka tómlegt að koma þarna inn í svona stórt hús, allt slökkt og svona. Okkur fannst við nú eiginlega vera að stelast, en ég meina, það var opið ;) Á leiðinni heim ákváðum við að ég þyrfti nú að snerta svona stórt hvítt dæmi sem býr til rafmagn. Æddum út úr bílnum í pilsunum okkar og hlupum eitthvað áleiðis þarna út í sjóinn en samt á steinunum. Þetta var krípí, rosalega stórt að vera svona undir þessu og vá þetta virkar ekki svona stórt frá veginum.

Keyrðum svo til Harboöre til að skoða þann sögufræga bæ nú aðeins. Kíktum á kirkjuna þar líka en allt læst. Ég tók þó mynd af kirkjugarðinum fyrir utan, já það var athygglisvert. Leit svona út eins og um legsteinaútsölu væri að ræða. Ekki gat þetta alltsaman gengið áfallalaust fyrir sig. Allt í einu kemur einhver svakaleg brunalykt inn í bílinn. Ég eitthvað ji hvaða lykt er þetta eiginleg og hélt að það væri bara að kveikna í bílnum. Sá svo allt í einu að það var bara hefí reikur út úr hurðinni minni hjá tökkunum til að opna gluggann. Við stoppuðum á staðnum og hoppuðum alveg út úr bílnum í svaka panikki því við kunnum náttúrlega ekkert á eitthvað svona. Mér tókst svo að stoppa einhvern strák þarna sem taldi mér trú um það að þetta væri bara búið núna og það væri allt í lagi að keyra áfram. Úff, okey við inn í bílinn og vorum farnar að hlægja af þessari uppákomu. En strákurinn hafði rétt fyrir sér og við urðum ekkert varar við þetta meir. Komumst heilar á höldnu heim og horfðum á Örninn í sjónvarpinu eftir ótrúlegan dag.

Í morgun er búið að strauja, ryksuga, fara í bæjinn, borða og nú tölvast. Nú liggur þó leiðin aftur í þvottahúsið þar sem ég á eftir að klára þetta hrillilega verkefni sem tekur svo ótrúlega langan tíma.

Sjáumst eftir 20 daga!!! Valborg Rut

laugardagur, nóvember 25, 2006

Bakþankar um barnauppeldi

Sem au-pair hjá fjölskyldu sér maður ólíkar hliðar barnauppeldis. Útfrásér sér maður hvað fólk er að gera svo hræðilega vitlaust og hvernig þau ættu kannski frekar að gera. Líklega er það þannig að þeir sem í beinni tengingu tengjast ekkert þessu börnum sjá betur hvað mætti betur fara en fólkið sjálft. Fólkið er jú þátttakendur en ég í raun áhorfandi. Jafnvel þó svo að ég hafi mínar reglur þegar ég ræð hér ríkjum þýðir það ekki að ég geti stjórnað algjörlega þar sem ég get ekki brugðið of mikið út af þeim venjum sem á heimilinu voru fyrir.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig fólk elur börnin sín upp á mismunandi hátt. Á þessu heimili er það þannig að foreldrarnir eru ekki svo íkja mikið heima og pabban sjá börnin bara um helming ársins þar sem hann er sjómaður. Ég skil vel að þegar foreldrarnir eru heima vilji þau gera allt sem þau geta fyrir börnin sín en samt mætti það oft vera í hófi. Það er eins og foreldarnir séu að friða sjálfan sig meira en börnin í felstum tilvikum. Hér er til mikið af dóti. Nýtt dót hefur komið næstum því á hverjum einasta degi síðan ég kom. Sérstaklega þegar pabbinn er í landi kemur strákurinn með nýtt dót, snakk, gos eða nammi heim á hverjum degi eftir að pabbinn hefur sótt hann í leikskólann. Í gær fór ég í bæjinn með báða strákana að sjá þegar kveikt var á jólatrénu í miðbænum. Það komst ekkert annað að hjá eldri stráknum en að heimsækja mömmu sína í apótekið. Jú jú ekkert mál, það gátum við vel gert. Þegar komið var í apótekið og mamman kom var barnið fljótt að biðja um pening. Ég skildi ekki að þetta hefði verið tilgangurinn í heimsóknina, að biðja mömmu um pengin. Þegar hún spurði hvað hann ætlaði að gera við peninginn sagði hann vitanlega að hann ætlaði í dótabúðina með Valborgu að kaupa dót! Okey, mamman leit á mig og spurði hvort það væri ekki í lagi. Jú jú varla gat ég neitað því. Hún stökk af stað, náði í pening og rétti barninu 100 krónur. Sem eru meira en 1000 heima. Ég missti næstum andlitið. Kannski hefði ég gefið barninu mínu pening fyrir ís, en ekki til að velja sér sjálft dót í dótabúðinni fyrir þessa upphæð. Þegar í dótabúðina kom vildi hann auðvitað kaupa eitthvað risastórt dót. Ég stakk hvað eftir annað uppá hinu og þessu sem ég sá að við höfðum vel efni á en alltaf kom: nei ég á svona heima! Að lokum valdi hann einhvern lyftarabíl og við gátum snúið heim á leið. Hann lék sér að dótinu í hálftíma, þá var búið að gleyma nýja dótinu rétt eins og öllu hinu. Þegar mamman kom heim kom hún með pakka. Í honum var pússluspil. Jafnvel þó svo að hún hafi unnið allan daginn og kvöldið líka hefði barnið örugglega verið jafn ánægt með að fá mömmu sína heim jafnvel þó svo að hún hefði ekki komið með dót.

Mér finnst þetta svo rangt. Barninu er alveg sama hvort það fái nýtt dót á hverjum degi eða ekki. Hjá honum er þetta bara sjálfsagður hlutur, nýtt dót á hverjum degi og í hverri búðarferð. Honum líður alveg örugglega ekkert betur en öðrum börnum þó svo að hann eigi heimsins stærstu hrúgur og hillur af bílum og öllu því sem hugurinn girnist. Ekki er hann neitt skarpari en önnur börn og bókað að hann er ekki þakklátari. Fyrir hvern eru gjafirnar? Eru þær til að bæta börnunum upp þá tíma sem foreldrarnir eru ekki heima? Eða eru þær til þess að barnið verði hamingjusamt og glaðilynnt til æviloka? Er þetta fyrir au-pair stelpuna til þess að hún geti örugglega fundið nóg að leika með? Eða er þetta bara sjálfsagður hlutur sem hefur í raun engan tilgang?

Kannski þykir mörgum þetta ekkert athugavert. Ég hinsvegar var ekki alin upp við það að fá mikið nýtt dót í hversdagsgjöf og það eru bræður mínir ekki heldur. Hjá okkur fær maður einstaka sinnum nýtt dót en aðalega á afmælum og í jólagjöf. Mér líður alls ekki illa í dag þrátt fyrir það. Ég held að þeir sem fá ekki stöðugt eitthvað læri betur að meta það sem þeir fá. Bakþankarnir eru komnir á prent svo hér með er þeim vísað frá.

Valborg Rut verðandi uppeldistæknifræðingur.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Ofurfyrirsætur hversdagsins

Ekki líður sá dagur að okkur berist ekki einhver tilboð. Sum þeirra reyna að fullvissa okkur um að ef við tökum þeim þá bíði okkur betra líf. Líf þar sem hamingjan er í fyrirrúmi og þar sem ekkert skortir. Eða í fáum orðum sagt: hið fullkomna líf.

Tilboðin beinast að okkur sem persónum. Þau gefa til kynna að einhverjum sé afar umhugað um okkur nánast dag og nótt. Snúast oft um hvernig við getum bætt útlit okkar og er þá búið að gefa sér að eitthvað sé kannski athugavert við það eða við sjálf séum ekki ánægð með hvernig við erum. Tilboðin geyma í raun og veru uppskrift af því hvernig manneskjan eigi að vera samkvæmt hugmyndum mannhönnuða. Þau kynda undir stöðugt ósætti við hversdagslegt líf manneskjunnar þar sem það fellur ekki að uppskriftinni.

Nútímamanneskjan á að vera grönn og fögur, vel klædd og eftirsótt af öllum sakir velgengni og yndisþokka. Hún ekur um á gljáfægðum nýjum bílum og drekkur ilmandi kaffi úr baunum sem hún malar sjálf í eigin kaffivél. Nútímamanneskjan á að þjóta á milli landa með farsímann í annarri hendi og ferðatölvuna í hinni. Býr í húsnæði þar sem ný húsgögn eru í hverju horni eða í stálgrárri auðn ef hún hallast að þeirri línunni. Nútímamanneskjan er mikilvæg og okkur er gefið til kynna að án hennar muni allt fara illa. Heimurinn standi og falli með henni. Já, hún er ómissandi.

Þetta er hluti úr gein eftir Sr. Hrein S Hákonarson fangaprest. Þið getið lesið þetta í heild á http://tru.is/pistlar/2006/11/ofurfyrirsaetur-hversdagsins.

Finnst þetta mjög svo áhugavert. Þetta eru einmitt þær kröfur sem gerðar eru til okkar í samfélaginu. Eitthvað sem ekki er kannski alveg raunhæft og líklega liði okkur ekkert betur þó svo við myndum eftir okkar bestu getu reyna að uppfylla þessi skilyrði nútímans. Hvernig væri að við færum meðalveginn. En hver er eiginlega hinn gullni meðalvegur? Mér finnst margt í dag svo öfgakennt eitthvað. Við viljum tilheyra nútímanum, hafa öll þessu yndislegu þægindi, nútímahönnun, flottan bíl, nýjustu tækin í hinu og þessu en hvar endar þetta? Ef við látum hlaupa með okkur til allra þeirra tilboða sem berast okkur held ég að eftir nokkurn tíma verði þetta hamingjusama og fullkomna líf sem okkur dreymdi um alls ekki svo fullkomið.

Við erum jú sérstakar uppskriftir hvert og eitt :D

Valborg Rut

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Á ferð og flugi

Ég er með algjöra ferðadellu þessa dagana. Langar mest af öllu til að ferðastu vítt og breitt um heiminn og gerast heimsborgari í smá tíma. Hver man ekki eftir hrillilegu auglýsingunum heima um að hver sem er gæti orðið heimsborgar? Ég sé mig þó ekki fyrir mér líkt og kallinn í auglýsingunum en ja ég fæ það allvega staðfest að ég get orðið heimsborgari á nó tæm. Fyrir langalangalöngu ákváðum við Helga að við fengjum tvítugs-útlanda-útskriftarferð frá okkur sjálfum þegar við yrðum tvítugar. Þá voru náttúrlega mörg ár þangað til við ætluðum að verða svona gamlar en... þegar ég kem heim verð ég að verða tvítug! Svo í allt kvöld erum við búnar að liggja á netinu, staddar á sitthvoru landinu, auðvitað með msn-ið á fullu í leit að spennandi ferð og flugi. Höfum ákveðið að fara til borgar sem við getum skoðað helling, drukkið í okkur borgarlífið og menninguna, farið á fínar óperur og ballettsýningar, borðað á ótal veitingastöðum, setið á fínustu kaffihúsum og auðvitað arkað á milli búða og fyllt ferðatöskurnar af nýjum fötum og hlutum. Úff, ég er næstum því bara lögð af stað!

Þrátt fyrir að ég sé núna í öðru landi er þetta meira eins og heimili en ekki ferðastaður. Eftir áramótin er ég að fara til Noregs en það verður líka eins og heimili. Flækingurinn á mér, það veit ég vel og hef marg oft heyrt en ég er víst alls ekki búin með kvótann þrátt fyrir þetta ferðaár ;) Ég eiginlega bara get ekki verið kjurr núna, þarf svo mikið að skoða og ferðast. Kannski ég skelli mér í smá interail einhvern daginn.

Annars hef ég fengið það staðfest að ég flýg út til Noregs þann 12. janúar 2007 klukkan 07:35. Þið megið svo búast við skvísunni heim aftur 20. ágúst 2007 klukkan 14:45. Er farin að hlakka líka þetta svakalega til. Er viss um að það verður gaman að prófa að vera annarsstaðar og læra eitthvað nýtt. Var einmitt að segja við mömmu áðan að afmælisgjöfin sem var nú eiginlega flug til Danmekur yrði eiginlega að fá að breytast í ferð til Noregs.

Ligg uppí rúmi ennþá veik en get ekki verið að taka þetta út mikið lengur. Á morgun þarf ég að taka allt húsið í gegn og passa fram á kvöld svo líklega get ég ekki verið með hausverk og vesen þá. Á laugardaginn er eins gott að matarlistin verði komin í lag því fyrirfram skipulagður sukkdagur hjá okkur Leifu er í vændum. Lilja leikur sér bara í Köben með fólinu sínu þessa dagana svo fyrst við gátum ekki líka farið í jólafjör í borginni bökum við bara köku í staðinn og sukkum smávegis.

Súkkulaðiunnandi númer eitt á ferð og flugi kveður í bili :)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Náttföt og veikindi

Ef þetta er ekki svona dagur sem manni langar mest af öllu að vera heima hjá mömmu þá veit ég ekki hvað. Er búin að liggja uppí rúmi í næstum allan dag og ef mér svo mikið sem dettur í hug að standa upp verður mér alveg ógeðslega óglatt. Er eitthvað hálf drusluleg hérna í herberginu, í náttfötunum og ekki búin að borða neitt í allan dag vegna listaleysis. Það vantar mömmu til að kaupa kók og mikið af ís handa mér. Auk þess sem væri fínt að hafa eitthvað að lesa. Dauðleiðist alveg og finnast svo erfitt að geta ekki gert neitt hérna heima. Stundum erfitt að búa í vinnunni sinni.

Í morgun langaði mig svo mikið heim að ég var að hugsa um að pakka niður á stundinni, taka lestina til köben og láta mig bara hverfa. Get ekki beðið eftir að þetta klárist. Vildi að ég gæti stitt þessa dvöl aðeins, allavega komið heim um leið og Henrik kemur af sjónum í lok nóvember. Mikið væri það nú gott. En þetta stittist og ég reyni að þrauka, 25 dagar þangað til ég lendi á klakanum, 26 dagar þangað til ég kem til Akureyrar. Lendi svo seint á sunnudagskvöld að ég get ekki flogið beint. En ég ætti að lifa það af, aldrei að vita nema við Helga kíkjum á jólastressið í borginni áður en ég fer heim.

Ég hef ekki glóru um hvað ég á að gefa neinum í jólagjöf þetta árið. Er eitthvað afskaplega hugmyndalaus og kannski ekki alveg komin í rétta jólafílinginn þar sem það vantar snjóinn, grasið er ennþá grænt og engin jólalög óma í útvarpinu daginn út og inn. En ég er búin að kaupa merkispjöldin á pakkana. Jólakortin hafa ekki verið búin til og mig vantar eitthvað svakalega góða hugmynd úr engu. Hér er engar hugmyndir að fá. Ég ætti ekki annað eftir en að senda keypt jólakort, æi nei. Ef það verður raunin lofa ég bara að það verður ekki á næsta ári. Ekki fyrr en ég verð komin með kall og krakka og hef engan tíma til þess að dunda mér svona.

Hugmyndirnar búnar í bili.... Valborg Rut sem vorkennir sjálfri sér í dag.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

26 dagar!

Dagurinn hefur einkennst af þvælingi hingað og þangað. Byrjaði á að fara og syngja í kirkjunni með Erik. Er nú alveg að ná þessum sálmum, sungum meira að segja jólasálm. Held að það sé fögur er foldin, heiður er guðshiminn.... á íslensku allavega er þetta eitthvað um jörðina og himinninn á dönsku ;) Fór svo og náði í Lilju, keypum grænmetisböku í dulargerfi (súkkulaðiköku) og fótum í heimsókn til Leifu. Erik svaf þar úti í vagni á meðan skvísurnar voru ekki lengi að klára eina köku eða svo :) Fórum svo heim og eftir það var litli pjakkur alveg afskaplega leiðinlegur eitthvað, hélt ég yrði alveg gráhærð á honum. Er búin að vera að drepast í bakinu í allan dag og ekki bætti á að geta ekki lagt litla hlunk frá sér nema hann stæði á öskrinu. Hélt líka að ég væri að fá ælupesti því Peter er búinn að vera ælandi síðan um helgina. Yndislegt, og auðvitað var mér óglatt í morgun. Reyndi nú samt bara að gleyma því, hér er ekki í boði að verða veikur!

Skutluðumst í skólann áðan. Fínasta fínt bara, mc donalds þegar eftir skóla því við erum alltaf að deyja úr hungri eftir þetta og þetta er það eina sem er opið á öllu jótlandi held ég bara lengur en til níu. Heimferðin var skrautleg eins og vanalega. Nú hófum við upp raust okkar og sungum hástöfum með einhverjum íslenskum ættjarðarlögum sem var til á geisladisk þarna í íslenska bílnum (Ingibjargar og Halldórs). Rosalega góðar að syngja svona og svona líka að vanda okkur.... ja eða alveg öfugt ;) Komst allavega heim að lokum eftir miklar þjóðhátíðarumræður, skipulag og hátíðarhöld, drykkju og allt sem viðkemur þessari hátið. Nú liggur því leiðin fljótlega í háttinn þar sem nóttin er löngu brosin á í danaveldi.

Stjörnuspáin mín í dag:

Hlustaðu vel á manneskjur sem leiðbeina þér í og hugsaðu þig vel um áður en ákvörðun verður tekin varðandi breytingar. Þú verður að gæta þess að ásetningur þinn leiði til góðs og gefa af þér án þess að krefjast endurgjalds og sjá, draumar þínir rætast. Stjarna meyju sýnir hér jafnvægi og tilhlökkun. Hér er fyrirboði þess að þú standir fyrr en síðar frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir innan skamms.

Ætla nú rétt að vona að ég sé búin með minn skammt af ákvörðunum og að þær verði ekki mikið fleiri né erfiðari í bili! Þess má geta að ég hef safnað stjörnuspánni minni næstum allan nóvember mánuð og á þetta bara alveg ótrúlega oft eitthvað við mig, hehe, miðað við að stundum er þetta bara eitthvað algjört bull.

..... sitji Guðs engjalr saman í hring, sænginni yfir minni...... Góða nótt :)

mánudagur, nóvember 20, 2006

Rykmaurar?


Helsta afrek dagsins var að strauja allan þennan þvott. Svo harkaði ég líka af mér rokið og rigninguna og fór í smá heimsókn til Leifu. Fínt að komast aðeins út þó ég hafi nú kannski ekki hreyft mig mikið, en ég labbaði allavega út í bil ;)

í gærmorgun stóð ég föst á því að býtandi rykmaurar væru sestir að í rúminu mínu. Ekki girnilegt ég veit, veit ekki heldur hvaðan hugmyndin kom. Allavega þegar ég vaknaði var ég öll út í einhverjum rauðum upphleyptum bólum sem voru samt ekki bólur. Þetta var nú ekki til þess að gera mig glaða. Rykmaura hugmyndin varð til þess að ég reif rúmfötin af eftir að hafa verið með þau í viku, dustaði og lamdi og barði allt rúmið, leit undir það til að fullvissa mig um að ekki væri neitt dautt dýr þar eftir köttinn áður en ég setti allt hreint og henti hinu í vélina. Já svona getur maður verið skrítinn. Þess má geta að þessir rauðu aðskotahlutir eru horfnir núna nema eitthvað á úlliðnum sem ég ákvað að klóra í þangað til blæddi. Nú er því aðeins eitt rautt sár eftir. En ég er allavega búin að fæla rykmaurahugmyndina burtu.

Mér var sýnt hvernig haustlauf féllu af tré og síðan bert tré án laufblaða.
Vertu ekki áhyggjufullur. Lífskrafturinn er innra með öllu og frá þeim lífskrafti mun hið nýja spretta fram. Vita skaltu að það gamla verður að deyja svo hið nýja geti fæðst.

Bestustu kveðjur....

28 dagar

Hef ákveðið að skrifa nokkra stafi sem saman mynda orð sem úr verður frásögn helgarinnar áður en ég strauja allan þvottinn sem bíður eftir mér. Erik sofnaður svo nú er ró í klukkutíma eða svo.

Laugardagurinn leið mínótu fyrir mínótu, alveg ótrúlega hægt en loksins hafðist þetta. Ji minn einasti hvað ég var glöð. Tíminn fram að hádegi hefur aldrei verið svona lengi að líða. En ég gat tekið gleði mína á ný þegar allir fóru eitthvað og ég hitti þau ekkert fyrr en í morgun. Ég var því ein í höllinni og það er nú bara fínt. Stundum svolíð tómlegt þegar allt er orðið dimmt en ég var nú ekki svo mikið heima svo ég er vel lifandi núna ;) Í gær fór íslensku au-pair skvísurnar til Holstebro, kíkktum í Bilka og eyddum þónokkrum tíma þar. Ætli við höfum ekki dundað okkur þarna í næstum klukkutíma. Keyðum svo til Struer þar sem beið okkar þetta fína matarboð hjá Sigrúnu og co. Ótrúlega góður matur þar á ferð og þar af leiðandi borðuðum við yfir okkur. Keyrðum svo heim einhverntíman seint um síðir þegar við loksins gátum hætt að tala. Nokkuð góður dagur bara en verð að játa að ég er eitthvað afskaplega þreytt núna.

Það stittist óðum í að ég komi heim og í dag eru bara 28 dagar. Þeir mættu alveg vera aðeins færri en æi þetta klárast á endanum. Varð nú samt pínu reið um daginn við Benedictu þegar ég var að spurja hvenær Henrik kæmi heim af sjónum og hvenær hann fer aftur. Þá komst ég að því að líklega hafa þau vitað allan tíman að hann yrði heima þegar ég færi svo ekkert mál hefði verið fyrir mig að fara á föstudeginum heim með Leifu. Ömulegt þar sem ég á þá frí á fimmtudegi og laugardegi en fer ekki heim fyrr en á sunnudegi. Finnst eitthvað svo glatað að þau hafi ekki boðið mér að fara á föstudeginum því þau vissu vel hvað okkur Leifu langaði að fljúga saman heim. En nei, þau létu alveg eins og hálvitar þegar við vorum að reyna að tala um þetta við þau, snéru sér bara við og snéru út úr og eitthvað svo ég ákvað að tala bara ekkert meira við þau enda alveg vonlaust ef fólk ætlar að hegða sér svona eins og smákrakkar. Þetta var þó áður en ég sagði upp. En nú erum við búnar að panta flug hjá sitthvoru flugfélaginu svo við fljúgum báðar einar heim og ferðumst einar alla leið í lestinni. Þetta er því útrætt mál og ég verð bara að þrauka.

Það er rok og rigning í danaveldi og bara orðið frekar kalt hérna finnst mér. Líklega ekkert á við heima samt þar sem bílarnir festast hvað eftir annað í snjónum og fólk er dúðað upp fyrir haus. Það lítur ekki út fyrir að ég komi í opnum skóm og á peysunni þegar ég kem heim. Nei líklega gengur það ekki upp.

Bestu kveðjur í bili.... Valborg Rut

föstudagur, nóvember 17, 2006

30 dagar!!

Föstudagurinn er augjljóslega hafinn hér í danaveldi. Hér er búin að hamasta við að ryksuga og skúra allt þetta risa hús, finna annan bílstól þar sem konan fór óvart með hinn í bílnum sínum í vinnuna, reddaði því þó því ég vissi af öðrum stól í geymslunni sem mátti fixa aðeins til, skrapp í búðina og á pósthúsið, búin að elda kvöldmatinn og eftir aðeins klukkutíma þarf ég að sækja Peter í leikskólann. Líklega verð ég svo að vera með skemmtidagskrá fyrir hann svo tilveran hér í húsinu virki til allavega sex í kvöld. Frí í kvöld en vinna til hádegsi á morgun.

Föndurkvöldið varð bara þetta líka föndurkvöld eða svona já. Lilja tók þetta alveg út og málaði og gerði tilraunir til að föndra einhverja kalla, þolinmæðin entist þó ekki lengi svo þessu var hent hálfkláruðu niðrí pokann aftur. Leifa sem allir héldu að myndi gera mest gerði nánast ekkert nema að máta vetlingana sem hún er að prjóna, prónaði þó held ég ekkert. Ég hins vegar sat og skrifaði á kort sem var einmitt að fara í póst áðan til Helgu. Jebb, skvísan á víst afmæli bráðum svo um að gera var að skrifa nokkur orð á blað. Líklega stóðum við okkur best í að tala og hlægja :)

Kveðja í bili.... Valborg Rut í ljómadi góðu veðri í Lemig.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Föndurkvöld?

Í morgun fékk ég gleðifréttir. Þær stóru fréttir voru að ég hefði frí eftir hádegi, já afskaplega gaman að heyra það svona nývaknaður. Fréttirnar voru nú líka sérstaklega skemmtilegar því stelpurnar höfðu báðar frí. Vinnudagurinn var því stuttur og fljótur að líða. Svo komu stelpurnar og við kíkktum í nokkrar búðir í Holstebro. Fórum í alveg stórskemmtilega húsgagnabúð þarna og ég eins og vanalega þegar ég kemst í svona búðir langaði bara allra helst að flytja að heiman og fá að innrétta allt eftir mínu höfði. Hef fengið að heyra að ég verði augljóslega að fá mér kall í vellaunuðu starfi og að eins gott að hann hafi sama stíl og ég. Ja... sko ég verð náttúrlega í einhverju svakalegu úrvalsdjobbi, með hvaða menntun veit ég þó ekki... en örugglega eitthvað hæ rits ;) Svo er nú svo góð í að innrétta, breita og bæta svo maðurinn verður örugglega ánægður með þetta allt saman og fær engu ráðið ;) Einhverntíman heyrði ég að það yrði örugglega hræðilegt að búa með mér.... ha? Nei nei ég er nú ekki svo slæm ef allt er á sínum stað ;) híhí :D

Ég fór í nýjum brúnum skóm í bæjinn í dag. Ég svo afskaplega sniðug að fara í nýjum skóm að labba út um allt. En svona er ég bara! Með eindæmum ótrúleg stelpuskotta sem fellur nú þó afar vel inn í ættina sína. Allavega fékk ég hælsæri og gat varla gengið eftir smá stund. En málunum var reddað, ég fór í matas og keypti plástur, inná bað í bilka til að fara úr sokkabuxunum og setja þetta á hælana, í allt draslið aftur og svo bara verslað smá í bilka. Ég gat gengið eðlilega á ný. Líklega er best að ég gangi skóna til hérna heima fyrst um sinn.

Líklega ætti ég að halda áfram að laga til í fataskápnum og koma nokkrum hlutum ofaní kassann sem er á leiðinni á pósthúsið áleiðis til mömmu.

Valborg Rut sem fékk afar fá komment á síðasta blogg þrátt fyrir óskir sínar.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Danir alveg líe glað?

Síðustu daga hefur mig langað mikið að byrja að pakka. Líklega þykir það aðeins of snemmt en loksins finnst mér bara eins og ég sé að fara heim á morgun. Á morgun væri fínt en þessir 32 dagar sem eru eftir leggjast ágætlega í mig. Ég verð því bara að bíða spennt og get nú varla farið að pakka alveg strax. Er þó viss um að það verður gert tímalega.

Fór í skólann í gær. Það var fínt og dönskukunnáttan alltaf að bæta við sig en eitthvað hef ég þó lært lítið í þessum skóla. Ég fæ þó held ég að taka módultestið áður en ég fer heim svo ég verði allavega búin með þetta modul ef mig langar að koma einhverntíman aftur hingað. Ja sjáum nú til með það enn sem komið er. Skrítið að maður hlakkar eiginlega alltaf til að fara í skólann. Kannski ekki af því við erum að fara þangað heldur er alltaf svo afskaplega gaman á leiðinni heim með stelpunum. Þá er sko mikið talað, mikið hlegið, talað ótrúelga hátt og talað enn meira hver í kapp við aðra og alveg ofsalega hratt. Inn á milli koma svo orð á dönsku og eitthvað um hvað íslendingar séu nú skrítnir. Hver hefur ekki heyrt að maður sé alveg lige glad... sem ég notabena hef alla tíð haldið að væri eitthvað svaka glaður. Íslendingar segja oft að danir séu svo líe glað... jahá eftir okkur eru semsagt danir alveg sama. Ja þetta fannst okkur nú frekar skrítið. Æi veit nú ekki alveg hvort það er eitthvað til í þessari pælingu... en.... :)

Það er ekki rigning! Jeij.... kannski of snemmt að fagna samt þar sem lítið er liðið af deginum. Skilst að það sé bara hörku snjór heima, æi mann langar nú smá í smá snjó hérna ;)

En allavega hefur morguninn liðið hratt, búin að ryksuga allt og strauja þennan risahaug og nú er bara verið að velta fyrir sér hvað maður eigi að gera restina af deginum. Ekki ólíklegt að við Erik förum í smá gönguferð í tilefni þess að skýjin eru loks hætt að gráta.

Hvernig væri samt að allir þeir sem kíkja hingað inn myndu kvitta fyrir sig einu sinni? Svo ekki sé nema bara fyrir mína forvitni að fá að vita ;) Sama hver þið eruð... ég verð alltaf jafn glöð :D

mánudagur, nóvember 13, 2006

Noregur

Ef það er ekki bara allt að gerast í au-pair heiminum hér í Lemvig. Helst að frétta er líklega að ég hef ákveðið að flytja til Noregs í janúar og gerast au-pair þar. Leifa hættir líka hjá sínu fólki um jólin en ætlar líklega að setjast að hjá mínu fólki. Já það er sko skrautlegt lífið hérna núna. Lilja heldur þó kyrru fyrir hjá sínu fólki og veltir bara fyrir sér þessu veseni á okkur Leifu. Ég held að það verði allir ánægðir. Fólkið mitt verður ánægt því það fær líklega að fá Leifu til sín sem ætlar að vera svo dugleg að harka af sér vistina hjá þeim til að geta með góðu móti verið áfram í Lemvig og klárað sprogskólann. Lilja verður ánægð því Leifa verður áfram og bara rétt hjá en ekki útí sveit og ég verð ánægðust af öllum því ég fæ að fara eitthvað annað, kynnast nýju fólki og landi, auk þess sem ég þarf afar líklega ekki að strauja þvottinn, hvað þá smekkina. Ég á þó líklega eftir að sakna stelpnanna hérna en síminn og msnið verður víst að duga.

Flott-frábært-fullkomið :)

Í gærkvöldi vorum við boðnar í mat til Lilju (Ingibjargar og Halldórs). Þar smakkaði ég í fyrsta skipti önd. Verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð því ég var alls ekki viss um að þetta yrði svo gott en allt kom fyrir ekki og þetta bragðaðist bara mjög vel. Takk fyrir mig allir :)

Nöglunum mínum er farið að fækka. Tvær hafa verið nagaðar alveg lengst. En... þá er ekkert nema að byrja bara aftur upp á nýtt og standa sig í að naga ekki fleiri. Var rétt í þessu að lakka neglurnar mínar og laga þær til að koma í veg fyrir að tennurnar bragði á þeim. Þá getur maður byrjað á að plokka naglalakkið af í stað þess að naga ef manni vantar eitthvað að gera ;-)

Annars bara kveðja frá Lemvig úr roki og rigningu.... Valborg Rut

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Góðan daginn!


Hæ hó! Þá er maður vaknaður, ótrúlega morgunhress að vanda og tekin til við tölvuheiminn enn á ný. Það kæmi mér ekki á óvart ef ég fyki í dag. Það er svo hvasst hérna að trén rétt haldast ofaní jörðinni. Kannski ég geti bara látið mig fljúka heim til Íslands... eða hvað? Nei líklega gengur það ekki, ég hef nú þyngst um þónokkur kíló síðan ég kom svo líklega er ég hætt að fjúka ;) hehe.

Litli stóri bróðir minn skrifaði jólagjafaóskalistann sinn í eitt kommentið hénra. Mig langar nú svolíð að setja hann hérna inná því hann er alveg skuggalega líkt skrifaður og óskalistarnir mínir! Líklega hefur hann lært að biðja um ótrúelgustu hluti í jólagjöf rétt eins og systirin.

Skelfirinn - skilst að það sé dót á 17.000 í BT, talva, sjónvarp, psp leikjatalva, hvolpur, dverg hamstur, páfagaukur sem talar, iron maiden dót, fiskar.

Hehe já ég gef honum alveg örugglega páfagauk sem talar, ér er einmitt svo hrifin af fuglum! Hvolpur, hversu oft hefur það verið á óskalistanum mínum? Já líklega erum við álíka stórtæk í þessum skrifum þrátt fyrir að auðvita vitum við að fólk gefur okkur ekkert af þessum hlutum eða dýrum. Ég man nú ekki betur en að það hafi verið hestur á óskalistanum mínum síðan ég var pínulítil og ja ég held að ég hafi enn skrifað það síðustu jól! hehe svona er maður skrítinn ;)

En Leifa er komin, morgunhress rétt eins og ég svo við drífum okkur út í óveðrið og gellumst saman þangað til Lilja verður til svo við getum farið til Struer ;)

Allra bestu kveðjur.... Valborg Rut

laugardagur, nóvember 11, 2006

Algengt?


Fann þessa mynd í tölvunni minni. Man að mamma tók hana eitthvert kvöldið heima þegar ég einmitt lá í rúminu mínu með tölvuna á vafri um netheiminn. Þetta er víst töluvert algengt, ég liggjandi með tölvuna mína að kvöldi til með tölvuna á fótunum. Fannst þetta svolítið skondið því núna er ég alveg eins, bara í öðru herbergi, í annarri 66°n peysu en sömu buxunum. Auk þess sem ég hef stóran gráan kött á maganum sem vill endilega fylgjast með bloggheiminum líka. Svo gáfaður þessi danski köttur hérna.

Annars er ég enn ein heima. Þegar ég var búin að rífa mig á fætur, komin fram úr og í fötin klukkan átta á laugardegi heyrði ég að allt hljóðnaði uppi aftur. Ákvað því að þau hefðu kannski bara langt sig smá. Þegar ég fó svo upp aðeins seinna komst ég að því að enginn var heima heldur aðeins bréf til mín sem á stóð að þau væru núna að passa afann en kæmu heim á morgun. Jahá...

Rólegheitadagur. Eiginlega of rólegur bara. Hef verið hér í herberginu mestallan dag utna við smá heimsókn með Lilju til Leifu. Annars bara veraladarvefurinn, Ísafold, sprogskólaverkefnið og nammi með köttinn ávallt mér við hlið, eða öllu heldur á maganum. Stefnan á morgun er sett á Struer. Smá heimsókn til Ásdísar og Sigrúnar.

Svo er bara alltaf að stittast í að ég komi heim! Finnst allt í einu svo stutt þangað til. Þó það sé nú pínu langt en þetta stittist og vitandi það að ég kem ekki aftur hingað líður þetta miklu hraðar ;) Svo ánægð með þetta :)

Best að kveðja úr kulda og hrolli..... aðalsbloggarinn.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Innkaup og skyr

Líklega er best að blogga smávegis hérna í gleðiskapi til tilbreytingar. Er búin að vera ein í höllinni síðan í gær því konan og krakkarnir fóru í heimsókn til systur hennar. Ég hef því bara notið þess að vera í fríi og búin að hafa það nokkuð gott bara. Fór með Leifu til Hoalstebro í gær. Var nú nokkuð dugleg að eyða peningum, eitt stykki pils, peysa og skór. Óvart allt brúnt, er með eitthvað brúnt æði í gangi núna. Hef nú aldrei á ævinni vitað til þess að ég myndi keypa mér fínlega skó í stað þess að ganga í svona "línu langsokk bomsum". Hehe en ég er bara orðin svo svakalega stór og dugleg að ég get meira að segja gengið á smá hælum. Og ég hef nú bara ekkert dottið ennþá! ;) Verð allavega orðin svaka skvísa þegar ég kem heim um jólin. Maður verður nú að halda í við mömmu sína ;)

Í dag vaknaði ég, skaust fram úr rúminu, setti sálina í græjurnar, stillti hátt og tók svo til við að ryksuga, skúra og taka baðherbergið í gegn. Auk þess sem ég pússaði glerið í arninum og lagaði til í honum. Er nú ekkert að búast við takki fyrir þetta allt samt. Svo var bara farið í sturtu og lúkkið sett upp, svaka gella í pilsi í dag ;) Keyði svo til Struer með Lilju til að fara í eina búð. Kíkti í heimsókn til Leifu og nú er ég komin heim og sest niður við tölvuskrifin.

Ég hef orðið svo fræg að smakka danskt skyr. Verð nú að segja að það íslenska er nú aðeins betra en þetta er nú bara nokkuð gott eftir að hafa borðað eina dollu eða svo, þá fer maður að fatta að þetta er skyr. Á dollunni stendur: Et lille stykke Island fra Thise Mejeri. Hehe fannst svona eins og ég ætti að halda á Íslandi eða eitthvað ;) Verst að þessi góða íslenska "afurð" fæst kun i en butikk i Struer.

Kannski ég ætti að byrja á sprogskólaverkefninu mínu. Á víst að skrifa eitthvað um barnæsku mína! Jæja það verður nú meira bullið... já ég lék mér með dúkkur, átti póníhesta, var í skóla og leikskóla, átti heima á Íslandi og í besta bæ í heimi, algjör frekjudós og einkabarn í 7 ár. Æi, líklega er þetta ekki nóg og gott.... finn eitthvað betra ;)

Þangað til næst..... VRG

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ákvörðun framkvæmd

Viss þungi er að hverfa. Ég sagði vinnunni minni hérna upp áðan. Ég kem semsagt ekki aftur eftir jólin. Þetta var nú svolítið erfitt en ég veit að ég verð miklu ánægðari núna. Ji minn einasti hvað það er gott að vera búin að þessu. Konan tók þessu ekkert illa heldur var bara nokkuð almennileg svona til tilbreytingar og þakkaði bara fyrir að ég léti hana vita svona snemma að ég ætlaði ekki að koma aftur. Ekki hefur oft verið þakkað fyrir eitthvað á þessu heimili en hefur allavega komið eitt takk til viðbótar. Líklega get ég talið þakkirnar á annarri hendi. Jafnvel þó svo ég hafi verið hérn í þó nokkurn tíma. En jæja, ein hugsun má víkja svo nú tekur bara það næsta við ;)

Hér er búið að rigna heilan helling. Skýjin hafa bara ekki fengið neina pásu í dag, ja okkur til mikillar óánægju þar sem ég er afar löt að fara út að labba og hreyfa mig í rennandi blautu veðri. En ég hafði bíl í dag svo ég sat ekki aðgerðarlaus. Það gerir maður nú reyndar aldrei hérna, ég er alltaf að gera eitthvað. En fór allavega í Kvicly að versla smávegis og svo fórum við í heimsókn til Leifu. Alltaf gaman að hitta þessar skvísur :)

Amma og afi sendu mér blað um daginn með pakkanum frá mömmu sem innihélt massív kuldaföt. Verð að segja að þetta er nú bara besta blað sem gefið hefur verið út á Íslandi held ég. Ísafold, það er greinilega málið í dag. Leið pínu eins og ég væri með tískutímarit í höndunum fyrst enda er þetta álíka veglegt blað. En þegar ég opnaði blaðið og ákvað að lesa í því var það svo miklu innihladsmeira en besta glanstímarit. Og það var bara alveg hellingur sem hægt var að lesa. Svo mikið að ég er ekki enn búin. Ja mæli allavega með þessu. Margra blaðsíðna viðtal við Unni Birnu kom mikið á óvart. Fannst gaman að lesa það. Held að hún hafi aldrei viljað verða fegurðardrottning. Hún á líklega miklu ferkar að vera í hestafötunum en tiplandi um á háhæluðum skóm. Takk fyrir blaðið a&a :)

Fréttir kvöldsins hafa hér verið sagðar.... fréttir aftur síðar.....

Valborg Rut

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Hugs, hugs...

Í morgun keyrðum við Erik á litla græna bílnum upp í kirkju til að fara að syngja. Það var fínt. Komum svo heim og Erik út að sofa. Við Lilja löbbuðum svo í bæjinn, keyptum fullt af bakaríisbrauði og komum hingað heim að borða og spjalla. Erik sefur ennþá er fer nú líklega að vakna. Annars bara skóli í kvöld, afinn á afmæli, ég pínu fegin að komast ekki í boðið og svo bara alltaf gaman að keyra á milli með stelpunum. Vonandi verður skólinn skemmtilegri en í síðustu viku!
tt.
Annars er mest lítið að frétta. Stórar fréttir gætu komið á morgun en enn hefur ekkert verið framkvæmt svo líklega er betra að þegja enn sem komið er. Hér er bara hugsað og hugsað og allt á hvolfi þarna í hausnum. Líklega er ég búin að hugsa svo alltof mikið síðustu daga. Vá hvað það verður gott að geta hætt að hugsa! Ég er eiginlega orðin afar þreytt á þessu. Ég bara skil ekki hvað það getur verið erfitt að ákveða hluti.

Mig dauðlagnar að kaupa mér ný föt. Hef ekki keypt svo mikið síðan kom en nú get ég varla farið inn í búð án þess að mig langi í eitthvað nýtt. Ætla endilega að eyða einhverju á fimmtudaginn sem ég vona að ég verði í fríi. Stefnum á ferð til Holstebro þar sem ég verð afar líklega á bíl. Fann ólífugræn leðurstígvél um daginn. He he mér fannst þau alveg ótrúlega flott en vitiði... ég veit ekki hvort ég myndi nota þau svo mikið. Aldrei að vita samt ;) Annars er ég með eitthvað pilsabrjálæði núna, enda allt í pilsum hérna ;) æ ég á svo lítið af fötum að það má nú vel bæta fataskápinn smávegis ;)

Annars auglýsi ég eftir heimsókn í desember. Einhver sem getur komið með hálftóma tösku til að koma í veg fyrir yfirvigtina mína á leiðinni heim ;) Auk þess sem ég væri til í að hafa einhvern til að ferðast með heim til besta landsins :)

Hugsandi kveð ég í bili..... VRG

mánudagur, nóvember 06, 2006

Rok

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa, veit ekki hvað ég á að segja, veit ekki hvað ég á að gera, veit ekki hvernig allt verður, veit ekki hvort ég verð ánægð, veit ekki hvað bíður, veit ekki... ja veit bara mest lítið í dag.

Það er rok og ótrúlega leiðinlegt veður. Svona veður sem maður vill helst bara sitja inni í hlýjunni með kertaljós og góða bók og helst ekki gera neitt. Það eru 48 dagar í jólin og akkurat 6 vikur í gær þangað til ég kem heim. Rosalega verður það gott. Við erum farnar að hlakka svo til stelpurnar enda kannski ekki skrýtið þar sem okkur leið eins og það væri fyrsti í aðventu í gær. Veit ekki alveg af hverju en eitthvað var svo jólalegt hjá okkur með piparkökurnar á sunnudegi í kulda og roki. Svo ekki sé talað um að danir eru byrjaðir að skreyta og jólaútstillingar komnar í þónokkra búðarglugga. Svo eru alls konar spjöld sem óska manni gleðilegra jóla, ja ekki seinna vænna en að drýfa í því!

Annars mest lítið að frétta. Svaf ekki vel í nótt og er eitthvað hálfþreytt. Henrik fer aftur á sjóinn í dag og verður í 3 vikur. Þar með má ég taka til við eldamennskunna og arbejde hele dagen igen. Vonandi lifi ég þessar vikur af.

Kveðja á klakann..... Valborg Rut

laugardagur, nóvember 04, 2006

Tveir mánuðir

Í dag hef ég verið í Danmörku í tvo mánuði. Þetta hefur bæði verið fljótt og lengi að líða, sumir dagar voða fínir en aðrir alveg afskaplega lengi að líða og mínóturnar silast áfram hægar en snigill. Ég verð að játa að þetta er nú ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér. Kreisíveldi væri líklega betra orð en danaveldi. Hlakka afskaplega mikið til að sofa í rúmin mínu um jólin og þurfa bara að vera til.

Ég er eitthvað afskaplega hugmyndalaus í dag. Stafar kannski af löngun í að neglurnar lagi sig sjálfar og að ég hafi eitthvað skemmtilegt að gera í dag. Að maginn minn verði til friðs um helgina og bakið hætti að kvarta. Ji minn einasti hvað maður er gallaður.

Annars ákvað ég að setja eina mynd af mér hérna.... bara svo þið gleymið nú ekki hvernig ég lýt út ;) Eitthvað þreytt þarna eitt kvöldið/nóttina heima ;)

Kveðja úr herberginu með skrautlegu gardínunum.... Valborg Rut sem kemur bráðum heim ;)

föstudagur, nóvember 03, 2006

Ofur aktíf/v


Aumingja dönunum er svo kalt að ég mátti kappklæða Erik þegar við fórum í gönguferð í gær. Svaka dugleg eða samt aðalega ég þar sem hann lét bara fara vel um sig í vagninum. Litli hnoðrinn minn var í þessari líka svakalega dúnúlpu og get sig hvergi hreift. Honum fannst það nú ekki mjög skemmtilegt en ja það verður líklega ekki langt þangað til ég treð honum í snjóbuxurnar líka.

Annars er ég búin að vera alveg ógeðslega dugleg síðan ég vaknaði í morgun. Klukkan ekki orðin ellefu og ég búin að setja í þvottavél, ryksuga báðar hæðir og hornin líka sem ég á það til að sleppa stundum, skúra allt og sit núna fyrir framan tölvuna og bíð eftir að Erik vakni. Þá er nú friðurinn alveg úti þar sem hann situr ekki á gólfinu í nema mesta lagi 2 mínótur. Annars má ég bara sitja með hann eða labba um gólfin, algjörlega eftir því sem honum hentar. En það er nú bara því ég er svo afskaplega skemmtileg ;)

Í gær var open by night í bænum í Lemvig. Þá eru búðirnar opnar fram á kvöld og fullt af tilboðum í gangi. Skemmtidagskrá og svaka fjör. Talandi um það, við misstum nú endanlega allt álit á dönum þegar við stóðum þarna í miðbænum og horfðum á þetta hrillilega söng-dansatriði. Ji minn einasti, ég hef séð margt slæmt en þetta! Þetta var það versta sem ég hef nokkurntíman séð. Tvær stelpur að dansa í pínulitlum bolum, ef kalla má þetta dans, stelpa að syngja sem hitti nú ekki alveg alltaf á réttu tónana og tveir strákar við sitthvort hljómborðið, sveifluðu höndunum eitthvað til og frá. Þvílík hörmung. Annars var svona ekta jólastemming í bænum. Fullt af fólki, kerti út um allt og fólk með fullt af búðarpokum.

Þvottavélin búin....

Endalaus væntumþykja heim á klakann..... Valborg Rut

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Allt á floti allstaðar...


Segja má að hér í Lemvig sé allt á floti. Bílastæðin einfaldlega fljóta í vatni vegna mikillar rigningar svo sjórinn hækkaði svo mikið að nú er vatn yfir öllu bílastæðinu í miðbænum líka. Við erum ekki að tala um eitthvað smá heldur alveg þónokkuð magn. Fínasta buslulaug ef þau væri hlýtt hérna.

Annars er alveg ótrúlega kalt hérna. Veðrir svolítið íslenskt og við bara einfaldlega að frjósa úr kulda. Líklega verð ég að hætta að fara út á peysunni og leyfa vetlingum og hlýjum fötum að taka yfirhöndina.

Kíkti aðeins í bæjinn með Lilju áðan og í bakaríið. Það var fínt en alveg afskaplega kalt þrátt fyrir að hafa verið á bíl. Nú er ég svo búin að setja vatn í fötu og ætla að gera tilraun til þess að þrífa herbergið mitt. Það er vægast sagt ógeðslegt. Í gluggunum eru kóngulóavefir og blómapottarnir næstum fastir við gluggana því rykið og ógeðið er svo mikið. Það var ekki ég sem bað um þessi hálfdauðu pottablóm í gluggann. Ef hún vill halda þeim lifandi er eins gott að hún fari að fjarlægja þetta því ég er nú ekki þekkt fyrir það að eiga blóm sem þarf að vökva mjög lengi í einu.

Ég er með fóbíu fyrir gúmíhönskum. Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur það en allavega er það rétt. Það er bara eitthvað hræðilega óheillandi við að vera í einhverjum hönskum sem notaðir eru í mörg verkefni eða margir nota. Auk þess sem það kemur vond lykt af manni eftir að hafa verið í þessu. Ég fór því í búðina áðan og ætlaði að kaupa einnota hanska. Hlutur sem ekki var til. Ég neiddist því til að kaupa mér bara venjulega gúmihanska til þess að þrífa með en þá fær enginn að nota nema ég og það má ekki þrífa klósett með þeim. Þegar maður er kominn með svona fínar neglur er allt fyrir neglurnar gert. Ekkert hangs ofaní sápuvatni takk fyrir.

Nóg í bili enda annað blggið í dag. Vonandi skemmtilegra en það fyrra. Danadísin kveður....

Í vondu skapi

Fyrsta færslan í dag, þær gætu þess vegna orðið margar þar sem ég hef akkurat ekkert að gera. Brjálað rok úti, ég í fríi en ekki stelpurnar, enginn bíll því einhver var á græna bílnum og hann var keyrður í klessu, sem þýðir enginn bíll í nokkra daga. Skrítni afinn er í heimsókn og kom í gær, er hérna ennþá og lokar ekki klósettinu mínu þegar hann er búinn að nota það. Alveg gjörsamlega óþolandi fyrir litlar prímadonnur eins og mig.

Er ennþá í alveg brjáluðu skapi útaf skólanum í gær. Hélt ég myndi fara yfirum þetta var svo drulluleiðinlegt og mér líður alltaf eins og ég sé í leikskóla. Ég bara get ekki skilið hvernig þeim datt í hug að láta mig í þetta modul. Okey, maðurinn sagði í fyrsta tímanum að ég gæti nú bara farið í næsta modul fyrir ofan. Ég var fljót að samþykkja það og dreif í að lesa þrjár bækur sem þarf að lesa í þessu moduli og skrifa helling um þær allar. Hrillilegar bækur, mest 4 orð í hverri steningu. En þetta tókst og kallinn las yfir þetta og á þéttskrifuðum þremur blöðum voru 3-4 stafsetningarvillur sem mér finnst nú alls ekki mikið. Svo í tímanum var hann svona líka glaður að ég væri búin með þetta, ég meina þetta tók nú ekki langan tíma og ég nenni ekki að hanga í þessu. Í tímanum voru hinir svo að gera eitthvað verkefni sem honum datt ekki einu sinni í hug að láta mig gera svo ég mátti bara lesa skólabókina. Kommon, eftir að hafa lesið47 blaðsíður á nó tæm sagði ég honum að þetta væri nú frekar leiðinlegt og alltaf það sama. Hann bara nú já okí heyrðu hættu þá bara að lesa! Ég var orðin alveg þónokkuð pirruð yfir að þurfa að sitja þarna í marga klukkutíma og spurði hvenær ég gæti tekið modultestið. Þar fór hann alveg með það, í desember kannski!! Halló!!! Ég er ekki að farað borga 500 kall danskar fyrir að læra akkurat ekki neitt. Og þetta er bara fyrir aðra önnina og fólkið mitt ætlar ekki að borga þetta eins og þau eiga held ég að gera. Við fundum samt ekkert um það á netinu þegar Jane konan sem Leifa er hjá var að leita að þessu fyrir mig en það er svo sjálfsagt að ef fólkið vill að maður læri málið þá borgi þau skólann. En nei, ég fékk bara reikninginn og var sagt að fara og borga þetta. Borgunarfresturinn rennur út eftir tvo daga. Ég er ekki til í að borga fyrir að sitja í þessum tíma 4-5 skóladaga í viðbót. Nei takk fyrir pent. Ég er þarna til þess að læra en ekki að glápa út í loftið því ég lærði þetta í 7. bekk í grunnskóla.

Nú er ég búin að ausa úr reiði minni svo ég get hætt að pirra mig á þessu endalaust.

Vonandi verður aðeins skemmtilegra blogg á eftir þessu bloggi.

Valborg Rut í vondu skapi út í þennan skóla.