Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, apríl 30, 2007

Til umhugsunar

Hvernig líður fólki með átröskun? Ágætt myndband hérna... endilega kveikið á hljóðinu líka ;)

ABCD


Einn af mestu píanósnillingum landsins átti að halda hádegistónleika í tónlistarhöllinni. Á miðju gólfi sóð flygillinn. Gestirnir sátu og spjölluðu og biðu þess að tónleikarnir hæfust. Kona ein hafði tekið með sér fimm ára son sinn. Á meðan hún beið kom hún auga á gamla kunningja og fór að heilsa upp á þá. Skömmu síðar heyrðust hikandi, klingjandi tónar frá flyglinum. Allir litu upp í forvitni. Móðurinni til mikillar skelfingar var strákurinn sestur við hljóðfærið og sat nú og spilaði A-B-C-D með einum fingri.
En áður en móðirin náði að rífa strákinn frá flyglinum var píanósnillingurinn kominn að hljóðfærinu og settist varlega við hlið stráksins, brosti uppörvandi og hvíslaði: "Haltu bara áfram." Og svo spiluðu barnið og snillingurinn saman. Strákurinn spilaði laglínuna með einum fingri, og píanóleikarinn lagði til hljóma og raddir sem óf gullinn tónvef um hikandi tilburði barnsins og ummyndaði í hrífandi tónlist. Áheyrendur voru bergnumdir.
Stundum finnst okkur við vera í sjálfheldu og ekkert vera eins og við vildum og okkur finnst við komin í þrot. Sé svo um þig - hlustaðu þá eftir rödd Guðs í orði og bæn. Þá muntu heyra Guð hvísla að þér: "Hættu ekki! Gefstu ekki upp! Leyfðu mér að setjast hjá þér og við skulum spila saman. Legðu fram þína trú, von og kærleika, hversu smátt og veikburða sem þér finnst það vera, ég mun ummynda það til góðs og gleði." Þetta er verk Guðs anda , hin hljóðláta rödd og blíði blær, sem laðar og líknar og leiðir. (Alltid älskad)

sunnudagur, apríl 29, 2007

Draumar og fyrrum skólaminningar

Og það hringsnýst í huga mér. Í tíma og ótíma. Hvað er eiginlega að verða um mig? Er ég að drukkna í löngunum, hugsunum, pælingum, skipulaggningu, framtíðaráformum, bara nefnið það, ég hef velt því fyrir mér.

Enn og aftur velti ég því fyrir mér hvað mig langar í ósköpunum að gera. Mig langar að læra eitthvað. En hef ekki mikla trú á mér í þeim pakka. En ef ég punkta niður allt það sem ég gæti hugsað mér að læra og gera yrði það eitthvað í þessa áttina.

  • Ætli ég þyrfti ekki að byrja á að vinna í blómabúð til að undirbúa blómaskreitinganám á mjög góðum og skemmtilegum stað sem heldur mér við efnið og hrifsar til sín alla athygi mína.
  • Blómaskreytinganám tekur 3 ár, tvö í skóla og eitt samningsbundið nám með ítarlegum vinnudagbókarfærslum.
  • Svo væri gaman að læra útstillingar í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hefur alltaf þótt það mjög spennandi.
  • Það er nú ekki nóg að vera blómaskreytir heldur væri gaman að mennta sig meira og verða blómaskreytingameistari. Það þarf að læra í Danmörku eða annarsstaðar í útlöndum.
  • Það væri gaman að taka einhvernskonar kennararéttindi. Uppeldisfræði, leikskóla eða grunnskólakennari. Mig langar að prófa að kenna lífsleikni áfanga. Ég myndi í það minnst standa mig betur en allir þeir kennarar sem hafa kennt mér þetta fag frá 8 bekk grunnskóla og þangað til á öðru ári í framhaldsskóla. Lífleikni er fag sem á að skilja eitthvað eftir og fá mann til að hugsa. Ja eða almenn réttindi svo ég gæti kennt útstillingar eða blómaskreytingar.
  • Mig langar að læra að veggfóðra. Hehe já þið lásuð rétt. Einhverntíman velti ég því fyrir mér að verða málari.
  • Væri gaman að vera með BA gráðu í sálfræði og guðfræði líka.
  • Margt hönnunnarnám finnst mér líka spennandi. Væri gaman að læra eitthvað um innanhússhönnun og arkitektúr.
  • Væri líka til í að læra stjórnun á vinnustað og viðskiptafræði. Væri gaman að prófa að vera með sitt eigið fyrirtæki eða stofnun.

En þetta eru aðeins hugmyndir drauma minna. Getið líklega sagt ykkur að þetta verður aldrei. Ég er ekki einu sinni stúdent. Og hvað ætli það taki mörg ár að komast í gegnum það? Vitiði, ég hef bara engan áhuga á því að halda áfram með þetta bölvaða stúdentspróf. Einhverra hluta vegna held ég að ég myndi standa mig betur í háskólanámi sem væri hnitmiðað og markvisst. En ég fer líklega aldrei í háskóla. Hvernig ætti ég svo sem að komast þangað inn? Smá útskýring.

Ég fór í grunnskóla. Hvað er það sem stendur eftir? Jú óskemmtilegar minningar um ósamheldna krakka, skelfilegar frímínótur, einelti, misjafna kennara, öskur og læti alla daga og neikvæðar ábendingar og gagnrýni frá kennurum. Í svona umhverfi er ekki skrítið að maður missi allan áhuga. Maður var bara krakki og þetta er uppeldisþáttur. Skólastarf og hvernig staðið er að högum hvers og eins innan skólastofunnar skiptir máli. Sumir þurfa meiri hvatningu en aðrir, sumir eru lengur að læra en aðrir, sumir taka eftir því neikvæða sem stöðugt er ýtt að manni. Við áttum ekki saman, lítið var gert í eineltismálum í bekknum og kennararnir upp til hópa óviðræðuhæfir. Það er ekki skrítið að fyrir mörgum árum hafi ég gefist upp á þessum lærdómi. Það er svo langt síðan mér varð alveg sama og nennti ekki að halda áfram að ég man það ekki einu sinni. Ég man þegar ég öskraði á kennarann þegar ég reiddist mikið. Ég man þegar ég reif skyndiprófin í stærðfræði í tætlur. Ég man þegar ég fékk núll í landafræðiprófi í 6 bekk. Ég man þegar borðum var hent um stofuna og stólarnir flugu um í loftinu. Ég man þegar ég fékk í mig grjótharða snjóbolta en öllum var sama. Ég man þegar það var frjáls tími en ég stóð og lagaði til bækurnar í bókahillunum og á bókaborðinu. Er skrítið að maður hafi ekki nennt að leggja sig fram? Ég missti áhugann og langaði ekkert til að leggja mig fram. Enda var þetta umhverfi ekki ólíkum einstaklingum bjóðandi.

Niðurstaða: Ég útskrifaðist úr grunnskóla með fall í öllum fögum nema einu í samræmduprófunum og gat ekki verið meira sama. Ég þekki ekkert af því fólki í dag sem ég var með í bekk í 10 ár. Í raun finnst mér það allt í lagi. Við erum alltof ólík og betra að kynnast nýju fólki en þeim sem áður gerðu manni lífið leitt.

Ég lagði leið mína í VMA. Hækkaði mig í öllum fögum og nennti oftast að læra heima til að byrja með. En það var og er fast í mér að ég get ekki lært. Ég hef bara ekki áhuga eða það sem til þarf. Hef ekki þá athygli sem þarf til að detta ekki útúr í kennslustundum eða læra það sem stendur í bókunum. Enda þarf ég að lesa og lesa til að læra hlutina og jafnvel kannski bara brot af þeim. En ég mætti samt og hékk þarna mér til afþreygingar. Maður verðu jú ekki neitt ef maður hefur ekki menntun. En tíminn leið, verkleg fög gengu vel eins og við mátti búast en allt bóklegt fór úr skorðum. Ég nennti ekki að mæta, ekki að læra, þekkti engann og dimmar skólastofur heilla mig ekki. Þaðan fór ég með nokkur föll en náði þó flestu sem ég tók mér fyrir hendur. En þrátt fyrir að hafa verið þarna í 3 ár er ég næstum ekki búin með neitt.

Niðurstaða: Grunnskólaganga mín setti sitt mark á mig og mér líður ekki vel í skólabyggingum. Finn mig ekki í hvaða hóp sem er og líkar ekki við kuldalega og ópersónulega kennara. Ég tók mér frí frá skólanum og fann mér önnur verkefni.

Ég er ekki stolt af skólagöngunni minni. Það viðurkenni ég alveg. Ég er stolt af því að hafa komist út úr þessum skólum en er samt uppistandandi í dag. Ég hefði viljað að grunnskólinn minn hefði staðið betur að málefnum allra í skólanum og veitt hverjum og einum nemanda betri sýn. Ekki bara mér, heldur öllum. Fólk þarnfast ekki þess sama og kennarar verða að sjá það góða í öllum og ræða þau mál sem upp koma. Það er ekki lausn að lýta fram hjá vandanum. Jafnvel þó svo maður verði ekki fyrir honum sjálfur. Ég man þegar við vorum í 9. eða 10. bekk og einni stelpu var hrint á ganginum og hún rifbeinsbrotnaði. Við fórum nokkrar stelpur og spurðum skólastjórann hvort það væri ekki tími til að gera eitthvað í eineltismálum skólans. Við fengum einhverja ruglu um Regnbogabörn sem við trúðum auðvitað ekki að væri búið að panta að fá. Reyndist rétt, málið var þaggað niður og allt hélt áfram í sama fari.

En það er ekki hægt að kenna grunnskólaum um allt. Jafnvel þó svo að mikilvægustu ár í uppvexti barna myndi ég telja að væru á grunnskólagöngu þeirra. Ég sá bara ekkert að þessum hlutum áður enda var maður ekki vanur öðru.

Í dag kemur þetta í veg fyrir að ég fari með einkunnir síðastliðinna skólaára og sæki um í öðrum skóla. Ég skammast mín fyrir að koma með blað með verulega slæmum einkunnum á. Maður fyllist vonleysi og langar einfaldlega ekki að reyna meira. Enda kæmist ég ekki inn í nokkurn skóla með þann árangur sem ég hef á baki mér. Hvernig get ég svosem orðið eitthvað? Hvernig getur manneskja sem getur ekki fest athygli í bókum eða öðlast menntun orðið eitthvað? Kannski verð ég aldrei neitt. Það rætist örugglega aldrei neitt af þessu. Ég hef enga löngun né getu til þess að halda áfram. Fyrrum skólaár gerðu sitt. Skóli í minni merkingu táknar slæma hluti.

Fyrirgefið langt blogg.

Valborg Rut

laugardagur, apríl 28, 2007

Dugnaður

Eigum við að koma út að hjóla? Nú á þetta ekki að snúa svona? En mér finnst ég svo rosalega fín! Nú jæja, ég verð þá bara með hjálminn inni, hann er hvort sem er alltof stór ;)

En þrátt fyrir að við færum nú ekki út að hjóla í dag afrekuðum við nú marga hluti. Kíktum á lömbin, ekkert smá sæt! Þvílík krútt þessi sjö sem eru komin. Þurftum nú aðeins að knúsa þau og kreista og þau voru nú bara nokkuð sátt við það ;) Rifjaðist upp hvað er ótrúlega langt síðan ég komst í svona fjárhús með lömbum! Man ekki betur en að síðast hafi bara verið fyrir einhverjum árum. En þetta er bara stuð ;) Reyndar var ég ekki alveg sátt með lyktina af mér eftir þetta, en við búum nú í sveit! Skrítið að þessi litlu sætu lömb eru svo bara ekkert sæt þegar þau stækka. Verða bara stórar og feitar rollur! Ja eða lenda á matarborðinu sem er náttúrlega mikill möguleiki líka! hehe, ó átti ég ekki að segja þetta?


En við skvísurnar vorum rosalega duglegar að hreyfa okkur í dag! Eða náttúrlega aðalega ég þar sem ég sá um alla erfiðisvinnuna á meðan litla fiðrildið mitt lét fara vel um sig sofandi í vagninum sínum. Við örkuðum til Vågstranda, heila 8 kílómetra takk fyrir! En nú förum við að stunda þetta þar sem sumarið og góða veðrið er að koma til okkar :) Dugnaðarfárkar pæjurnar í sveitinni!

Annars er Leona Dís þvílíkt góð við dúkkuna sína þessa dagana. Ég gaf henni dúkku í afmælisgjöf svo hún yrði nú aðeins meiri stelpa í sér, hehe. Reyndar á hún aðeins eftir að læra að þetta snýst ekki um að lemja hausnum á henni í gólfið hvað eftir annað svo það komi sem hæst hljóð! Hehe bara fyndið samt en þess á milli er hún voða góð að knúsa hana. Kemur svo hlaupandi og maður á að setja dúkku snudduna í munninn hennar. Bara sætt ;)

Svo það er bara fínt að frétta og við að njóta sumarkomunnar í sveitinni! Svo eru bara 12 dagar í ofurgelluskemmtiferðina okkar til Osló! Jeij!

Kveð í bili úr geggjaðu veðri........ Valborg Rut

föstudagur, apríl 27, 2007

Stubbar og skautadraumur

Lýtur út fyrir að ég hafi ekkert að gera eða er ég bara með tjáningarþörf? Tvö blogg á dag er nú svolítið sjúkt. Kannski hætta allir að lesa þetta því færslurnar mínar eru svo langar og alltof margar. En einhverntíman sagði ég að maður bloggar fyrir sjálfan sig en ekki fyrir aðra. Þó svo að maður sé nú í raun að því fyrir alþjóð og þyki skemmtilegra að vita að einhver lýti við eða skilji eftir smávegis kvitt.


Allavega. Að daglegu lífi eða svo.

Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að kenna eins árs gömlu fiðrildi mínu að horfa á stubbana í dag. Já þið lásuð rétt. Ég náði sjálf í stubbaspóluna. Yfirleitt finnst mér þetta alveg skelfilegt að horfa á en það er um að gera að reyna að fanga athygli litla fiðrildsins annað slagið og tékka á hæfileikanum til að sitja kjurr. Þetta tóks með ágætum og var ég ánægð með þessar fimm mínótur sem þetta fangaði athygli okkar. Við kíkjum á þetta aftur seinna og hver veit nema litla fiðrildið hætti að rífa og tæta í nokkrar mínótur á dag! hehe. En litla pæju fiðrildið mitt er nú afskaplega mikið krútt :)

Ef ég mætti ráða í hvaða íþrótt eða afþreyginu ég væri góð í myndi ég velja listdans á skautum. Vá hvað það væri æðislegt að geta þeyst um svellið, hoppað og dansað og einbeitt sér 100% að einhverju sem maður væri ótrúlega góður í og hefði bilandi áhuga á. Verst að ég er eiginlega orðin of gömul til að læra þetta núna. Verð að sætta mig bara við að geta rétt svo staðið á skautum. Ég get reyndar alveg skautað, en nýti veggina til þess að stoppa. Þarf náttúrlega ekki að taka það fram að ég get alls ekki hoppað neitt. Þessi draumur rifjaðist upp við skemmtilegan skautaþátt sem er í gangi í Noregi núna. Skautapör eru sett saman, annar aðilinn lærður listdansari á skautum en hinn þekkt persóna í Noregi. Kemur virkilega á óvart hversu góð þau eru orðin eftir aðeins mánaða æfinar. Í hverjum þætti dansa svo öll pörin og eitt par dettur svo út í hverjum þætti. Núna eru aðeins 3 pör eftir hérna og spennan farin að aukast. Væri gaman að sjá svona þátt heima!

Við Helga fengum alveg snilldar hugmynd. Erum að pæla í að redda okkur videomyndavél og taka upp nokkra vel valda takta í Osló og hér í sveitinni. Væri örugglega mjög gaman. Hver veit nema þetta myndband kæmi til með að sýna okkur í réttu ljósi. Hehe það hefur nefnilega komið upp sú hugmynd að líklega þekki fólk okkur frá mismunandi sjónarhornum. Sumir vita jú vel að við getum framkvæmt ótrúlegustu hluti, fengið skyndihugdettur og lagt af stað í fyndin verkefni, öskrað og skemmt okkur þvílíkt vel í fótboltaspilinu í sunnuhlíð (þegar við erum einar!), sungið hástöðum, klappað og dansað með tónlistina í botni, t.d. á meðan við eldum eitthvern skrítinn mat. En svo getum við líka bara hvíslað og látið lítið fyrir okkur fara, setið útí horni, verið mjög prúðar og stilltar, legið eins og klessur uppí sófa og bara þagað eða velt okkur uppúr ólíklegustu vangaveltum. Og sumir halda eflaust að við höfum aldrei hátt og kunnum ekki að skemmta okkur. Sennilega þekkja okkur flestir svona. Væri semst svolítið stuð að taka upp okkur í hnotskurn. Aðal skemmtunin væri samt líklega fyrir okkar því góðar minningar yrðu festar á filmu.

Líklega erum við búnar að redda myndavélinni. Núna þurfum við bara að læra að klippa myndbönd og setja tónlist við. Það væri geggjað. Vildi að ég ætti endalaust mikið af svoleiðis minningum frá ótrúlegustu hlutum. Ef einhver vill bjóða sig fram í að kenna ótæknivæddri manneskju að klippa svona væri það vel þegið við tækifæri ;)

En jæja þetta er komið meira en nóg af lífinu í sveitinni. Jú eitt enn! Það komu tvö lömb í dag!! Fyrstu lömbin komin og fleiri væntanleg næstu daga. Á reyndar eftir að tékka á þessu en geri það eflaust fljótlega!!!

Bestustu kveðjur..... Valborg með tjáningarþörf á háu stigi.

Soria Moria



Ójá við erum búnar að redda gistingunni í Osló! Frábært! Rosa ánægðar með þetta enda getum við þá slept tjaldinu ;) Verðum í miðbænum frá fimmtudegi til laugardags en þá ætlum við færa okkur í sveitina og lifa lúxuslífi. Horfa á eurovision sem er held ég þetta kvöld, labba í skóginum, borða góðan mat, fara í sund, og njóta þess að búa í svona kastalaumhverfi! Enda verðum orðnar svo þreyttar af búðunum og gaman að sjá meira en bara miðbæjinn ;) Á ekki að vera neitt mál að koma sér á milli með strætó eða lest svo þetta verður bara stuð :)

Vildi annars bara deila þessu með ykkur, þreyti ykkur ekki með ofurlöngu bloggið í þetta skiptið ;)

Valborg Rut

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Póstvesenið mikla

Í gær hafði ég skipulagt að fara með pakka í póst. Um hádegi keyrði ég í búðina á Vikebukt og keypti kassa og nokkra aðra smáhluti. Þegar ég var að borga einfaldlega rétti ég konunni peninginn og hún segir svo að hún hafi stungið svona blaði með og sýnir mér hvítt blað. Ég alveg já já það er fínt og var þetta eins og blaðið sem maður skrifar alltaf nafn sendanda og viðtakanda á á pósthúsinu. Svo keyðri ég heim, mjög svo ánægð með að vera loksins búin að kaupa kassa fyrir þetta allt og gat farið heim og tekið þetta til.

Jú ég kem heim og set allt í kassann sem ætlað er bræðrum mínum heima og kem við í búðinni á Vågstranda á leiðinni að sækja Fredrik í leikskólann. Leona bíður útí bíl og ég hleyp með kassann inn. Konan byrjar nú á því að segja mér að hún sé alls ekki viss um hvernig eigi að senda pakka til Íslands. Ég alveg, æ kommon, þú vinnur á pósthúsi og ert eigandi þessarar verslunar! En ok, hún horfit eitthvað á þetta, tekur svo upp einhvern bæknling og segist þurfa að lesa sig til. Jú jú ég bíð smástund en svo tilkynnir hún mér að líklega sé best að hún hringi annað til að fá upplýsingar um pakka til Evrópu. Þegar þarna var komið við sögu hafði ég þá og þegar misst allt álit á póstþjónustunni þarna. Sagði þó að ég ætlaði að fara og sækja Fredrik á meðan hún finndi útúr því hvað ég ætti að borga fyrir pakkann og kæmi við á leiðinni til baka og borgaði.

Svo kom ég aftur og tók fyrir tilviljun krakkana með mér inn svo þau þyrftu nú ekki að bíða í bílnum. Ég ætlaði samt bara rétt að hlaupa og rétta konunni pening. En nei. Allan þennan tíma var hún jú búin að komast að því að hvert kíló kostaði 10 krónur á pakka til Íslands. Og svo var miðinn sem konan í hinni búðinni lét mig hafa aðeins fyrir pakka innan Noregs. Konan sagði mér að ég hefði greinilega keypt vitlausan miða. Ég svaraði að konan í búðinni á Vike hefði nú bara ekkert spurt hvort ég vildi svona miða né hvert ég ætlaði að senda pakkann. Þessi, sem er nú ekki liðlegheitin uppgefin sagði mér þá að svona miði kostaði 120 krónur (x 11). Þar með fattaði ég af hverju mér fannst ég borga eitthvað mikið. Ok ég sætti mig við það að kaupa nýjan svona miða enda ekki annað í stöðunni. En þetta var ekki búið.

Það mátti nú bara alls ekki senda pakka í svana smart kassa til Íslands. Smart er nafnið á póstinum í Noregi og því allt merkt því. Alveg eins og á kössum á Íslandi stendur Íslandspóstur. Bíddu ha? En ég keypti þennan kassa sérstaklega til að senda núna. Já nei sko það bara hægt ef á að senda innan Noregs. Ef ég ætlaði semst að senda annað varð ég að finna mér einhvern annan kassa. Ok, kommon, en ég er ekki ein af þeim sem sendi eitthvað í notuðum bananakassa á milli landa. Já nei takk fyrir. Ég sagði að ég ætlaði að senda þetta í þessum kassa þar sem þetta væri tilbúið í honum. Eina vitið var að kaupa rúllu með maskínupappír og pakka þessu inn. Ég var orðin mjög óþolinmóð og reið út af þessu og vildi koma mér heim. Þakkaði þó fyrir að krakkarnir voru þvílíkt stillt, Fredrik bara sat og drakk kókómjólk og Leona fékk gott útsýni yfir alla sem komu þarna inn. Ok ég fékk skæri og límband og pakkaði kassanum inn. Ætlaði svo að skrifa hvert þetta ætti nú að fara en.... NEI alls ekki skrifa á þetta, alveg nóg að líma bara svona miða á! Ok, sko, þó að maður setji svona lítinn miða á þar sem stendur fyrst nafn sendanda, svo viðtakanda og svo smávegis innihaldslýsing er samt alltaf skrifað líka skýrt og greinilega hvert þetta á að berast. Ég nennti nú ekki að þræta um þetta, borgaði nýjan miða til að líma á þetta í stað fyrir þann sem hin konan seldi mér án minnar vitundar. Skellti kassanum á borðið og þá átti konan nú eftir að eyða dágóðum tíma í að reikna kostnaðinn miðað við þyngd og þessar 10 krónur á kílóið. Að lokum var ég orðin alveg brjáluð, henti í hana peningnum, óánægð með öll vinnubrögð og vankunnáttu hennar, náði í krakkana sem sátu þarna í miðri búð og kom mér út í vondu skapi.

Kommon! Ef þetta eru vinnubrögð þá veit ég ekki hvað. Ég get sko alveg sagt ykkur það að það skiptir engu máli hvernig kassinn er á litinn eða hvaða póstfyrirtæki hann er merktur. Það sem skiptir máli er að nafn viðtakanda , heimili og land komi skýrt fram. Ég get fullvissað ykkur um að ég kem aldrei til með að senda nokkurn einast hlut aftur á póstuhúsinu í Vågstranda heldur keyri ég með það á almennilegt pósthús lengra í burtu og vonast eftir fagmannlegri og kunnáttubetri vinnubrögðum.

Jæja, þá er ég búin að deila með ykkur skelfilegri lífsreynslu af pósthúsum og vankunnáttu sjálfs eigandans og þeirrar manneskju sem stendur þarna vaktina nánast alla daga. Ég vona að næsta manneskja sem vill senda pakka til annars lands fái mun betri þjónustu og að konan kynni sér verkefnin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.

Kveð að sinni, Valborg

Tillagan felld

Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég sá að á prestastefnunni á Húsavík hafði tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra verið felld. Virðist hafa verið kosið um þetta og niðurstöðurnar voru afgerandi neitun. Aðeins 22 atkvæði voru með giftinum samkynhneigðra en 64 á móti. Ég sem ímyndaði mér að fleiri væru með þessu en svo virðist ekki vera. Prestastefna samþykkir að helgisiðanefnd gangi frá blessunarformum til notkunar í kirkjunni að teknu tilliti til athugasemda. Að hljóta blessun yfir samband sitt og gifting er samt ekki það sama. Fyrir mér sé ég það eiginlega bara gjör ólíkt. Það hefði verið gaman að sjá þetta leyft. Við búum í nútímasamfélagi þar sem nútímakröfur eru gerðar. Samkynhneigðir eru líka fólk. Fólk sem á að fá sömu réttindi og allir aðrir í heiminum. (meira hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266393)

Ég rak líka augun í grein sem heitir Biblíuvers á sms máli? Hugmyndin er sú að koma þekktum Biblíuversum í sms mál og athuga hvort það myndi ekki vekja frekari athygli ungs fólks. Mér finnst þetta nú svolítið góð hugmynd. Væri örugglega gaman að prófa þetta og skoða útkommu ólíkra einstaklinga. Mér datt þó í hug að reyna þetta og fann eitthvað vers í huganum. Ég komst þó ekki langt og gafst upp. Kannski er ég ekki nóg og vel sms máls þróuð mannvera. (meira hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266454)

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Góðan daginn!

Þá er maður nú allur að hressast og sólin lætur loksins sjá sig. Ég óttast reyndar rigningu en jú fínt að fá nokkra dropa! Svo framarlega sem það kemur ekki rok og kuldi með er ég ánægð ;) Fínt að frétta úr sveitinni, bíðum spennt eftir lömbunum sem hafa þó ekki enn látið sjá sig. En þau koma! Hér herjar mikið heilsubrjálæði á Vågstrandabúa. Ja eða allavega hluta þeirra. Það er eitthvað svona hlaup hérna 1. maí og þar er keppt um besta liðið. Fólk er því að fatta að það verður að koma sér í form og aldrei hef ég nú séð janf marga úti að hjóla eða hlaupa hér síðan ég kom. En kannski heltekur dugnaðurinn fólk þegar sólin og góða veðrið lætur sjá sig. Ég er einmitt að farað verða dugleg að hreifa mig líka! Þó ég fari nú oft út að arka hérna þá bannar nú ekkert að skreppa smá út að hlaupa, ja eða svona labba hratt og hlaupa smá ;) hehe. Ég læt þetta þó bíða þangað til eftir 1. maí hlaupið því þá kem ég örugglega ekki til með að mæta svo mörgum. Jú jú margir hérna eru svona fjórir!

Á vorin kemur alltaf svona extra mikil löngun í að lífga upp á útlitið og tilveruna. Löngun í helling af nýjum fötum, nýja skó, klippingu og litun, já allt það sem getur gefið mér eitthvað. Fyndið en þetta er bara veraldlegir hlutir. Auðvitað get ég svo fundið helling sem ekki er veraldlegt líka en ég bý í nútíma heimi og er engin undantekning með peningaeiðslu í eitthvað handa sjálfri mér.

Mig langaði allt í einu í bláu vinnusmekkbuxurnar mínar úr kirkjugarðinum. Hehe já ég væri alveg til í að skreppa í garðinn og undirbúa sumarvinnuna eins og síðustu tvö ár. Sumir voru ekki alveg að sjá þetta fyrir sér, að ég gæti verið drulluskítug í vinnubuxum. Ójú allt er sko hægt. Ég gleymi ekki þegar ég mætti svona til fara með Sólveigu í skólann á sýnidag prófa í fyrra. Það var ekki lítið horft á okkur af þeim kennurum sem þekktu okkur. Þegar við sögðum svo að ja við vorum nú að þökuleggja leiði áður en við komum vissi aumingja sálfræðikennarinn ekkert hvað hann átti að segja. Stelpur geta nú ýmislegt! Eftirminnileg ferðin á skattstofuna í bænum líka. Sólveig, kannski við endurtökum þetta einhverntíman!

Næst á dagskrá er sennilega að fara í búðina og kaupa kassa. Jú hann litli bróðir minn er ekki ennþá búinn að fá afmælisgjöfina sína og það er meira en mánuður síðan hann átti afmæli. Ekki vissi ég að systir hans væri svona lengi að hlutunum en svona er að búa í sveit! Maður hleypur víst ekki í bæjinn eða búðina, eða reddar hlutunum á nó tæm. Hér gerist allt hægt og rólega og bara þegar það gerist. Ekkert stress í gangi. En jú Agnar, í dag fer þetta í póst!!!

Kveð í bili úr sveitasælunni, Valborg Rut

mánudagur, apríl 23, 2007

Heilsuleysi.is

Efst í huga mér er kvefið mitt. Ég vorkenni sjálfri mér að vera svona kvefuð. Þetta heldur áfram að hrjá nefið mitt og augun mín. Ég harkaði þó af mér og fór út að labba með litlu skvísina mína í dag enda rosa fínt veður þó sólin hafi ekki heiðrað okkur með nærveru sinni. En það var gott í dag því sól og kvef í augunum mínum fer alls ekki vel saman. Ég hélt að heilsuleysið færi batnandi en núna er ég alls ekki svo viss lengur. Þó sé ég aðeins meira í dag en í gær en get nú samt ekki lesið mikið í einu og þarf að loka augunum annað slagið til að kvíla þau smá. En þetta kemur allt saman, ég verð orðin ofur hress eftir nokkra daga!

Ef þið þekkið einhvern í Osló vantar okkur skvísunum ennþá gistingu þar eina nótt! Einhver góðviljaður má endilega bjóðast til að hýsa okkur eða benda okkur á samastað. En annars verður tjaldið bara með í för! Fyndið ef við endum svo bara í tjaldi. Við sem ætluðum að lifa lúxuslífi á hóteli. Svo verðum við kannski bara skítugir túristar með fjallabakpoka og tjald! Hehehe. Vonum bara það besta og verum sannir íslendingar og segjum ÞETTA REDDAST !!!

Annars er eitthvað lítið að frétta. Jú mig langar að vinna í lottó. Væri alveg til í að kaupa mér eitt stikki íbúð þegar ég kem heim. Eitthvað skrítin tilhugsun að flytja bara aftur inn til mömmu og pabba þó svo að það sé nú fínt líka! En þar sem maður er nú að verða svo fullorðinn og sjálfstæðið þónokkuð væri nú alls ekki leiðinlegt að gera eitthvað aleinn og sjálfur. Þar sem áhugi minn á innanhússhönnun er nú þónokkur getiði ímyndað ykkur hversu margar hugmyndir búa í litla kollinum mínum. Ég held meira að segja að ég sé bara búin að gera allt upp í kollinum mínum, búin að mála og finna "ódýrar" lausnir á hinu og þessu og ef ég er ekki bara flutt líka. Vá hvað ég hlakka til að geta haft allt nákvæmlega eins og ég vil. Að hafa allt eftir mínum stíl og mínu höfði. Yndislegt. En svona gott er það víst ekki þar sem ég er bara fátæk au-pair stelpa. Hver veit nema ég verði svo einhverntíman fátækur námsmaður á námslánum. Æ æ mamma og pabbi sitja uppi með mig til þrítugs eða lengur.

Kannski ég reyni fyrir mér í stjórnmálum. Stjórnmálamenn virðast vera svo ríkir. Stór hús, flottir bílar, endalaust magn af fötum, lengra sumarfrí en allir aðrir í landinu og sandur af seðlum. Ójá er þetta ekki bara málið? Verst að ég hef ekki svo mikinn áhuga á stjórnmálum. Allavega ekki öllum hliðum. Mér finnst ómenntað fólk ekki síður eiga heima á svona alþingisstað þar sem ómenntað fólk er líka fólkið í landinu. Finnst margt að þessu alþingisliði vanta víðsýni sem ég myndi eflaust bæta úr. Svo myndi ég ekki vera svona góð með mig. Bara halda áfram að vera ég og ekki verða kaldur persónuleiki í flottri dragt sem hamaðist við að koma sem flestum orðum útúr sér á sem skemmstum tíma. Ég myndi berjast fyrir velferð fólks í landinu, hrista duglega upp í heilbrigðiskerfinu, skipa seðlabankastjóra að prenta meiri peninga til að dreifa til þeirra sem eiga minna en aðrir, hugsa rökrétt og enga vitleysu takk. En ég er náttúrlega aldrei með vitlaustar hugmyndir. Ég verð reyndar að játa að ég hef aldrei nokkurntíman fattað þetta peningamál. Að það sé hægt að prenta peninga á hverju ári en samt er ekki hægt að gefa neinum afleggjara af peningatré eða rétta fátækum smá hjálparhönd. Hver ákveður eiginlega hvað er prentað mikið? Og hvernig getur eitt land verið ríkara en annað? Er ekki málið að láta seðlabankann bara vinna meira? Ef ég væri seðlabankastjóri myndi ég breyta þessu. Prenta bara og prenta peninga og gefa svo öllum jafnt. Peningunum væri þó bannað að eiga í vitleysu því þá fengi fólk ekki meira. Stórgóð hugmynd finnst ykkur ekki.

En nóg er nú komið af rugli og bulli og best að hætta áður en ég kem með fleira í svipuðum dúr.

Kveð úr herberginu kvefuð og blind, Valborg Rut.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Hvað sem verður, hvað sem er, hvernig svo sem lífið er.

Framtíðin er ekki endilega eftir mörg ár. Framtíðin getur verið á morgun, í næstu viku eða eftir mánuð. Við vitum það ekki. Hvernig get ég vitað hvað mig langar að hafa í framtíðinni. Hverju langar mig að afreka og hvað langar mig að sjá þegar ég læt starfi mínu á jörðinni lokið. Vonandi ekki næstu daga, ekki næstu mánuði, heldur eftir mörg ár. Ef hvað? Ég vil ekki bara hverfa og skilja ekkert eftir. Ég vil að fólk minnist mín á góðan hátt og brosi við tilhugsinuna. Mig langar til að skilja eitthvað eftir. Eitthvað sem tekið er eftir. Ég vil ekki bara vera. Ég vil gera eitthvað. Eitthvað gáfulegt, eitthvað gott, eitthvað mikilvægt, eitthvað spennandi, eitthvað krefjandi. En hvað? Það fer í mig að vita ekki hver tilgangur minn í rauninni er hér á þessari jörð. Ég er orðin þreytt á þessari stöðugu leit að hinu og þessu. En maður getur ekki bara stoppað. Maður verður líklega að halda leitinni áfram til að ná einhverjum árangri. Ég er með skipulagsáráttu. Óvissa gerir mér ekki gott. Að lifa í óvissu, að vita ekki hvert stefnir. Það er ekki markmið að stefna bara að einhverju. Hvert er hið raunverulega markmið? Hvaða verkefni felur það í sér? Mig þyrstir í að finna það sem mér er ætlað. Ja allavega ef mér er yfirhöfuð ætlað eitthvað.

Sumir gera heiminn sérstakann bara með því að vera í honum.

Nú þýtur um hugann mynd af Bangsímon í Hundraðekru skógi þar sem hann situr á tjábol og hugsar og hugsar, og hugsar. Nema það að ég er ekki björn, heldur hugsanaglöð stelpuskotta í útlöndum.

laugardagur, apríl 21, 2007

Kvef, misheppni og nýjir fjölkyldumeðlimir

Hér sit ég að kafna úr kvefi, tárast og tárast og verð blind ef ég held áfram þessu tölvuáreiti á veikburða augun mín. Jú svona er að vera gallaður þegar maður er ekki við hestaheilsu. Skil bara ekkert í þessu heilsuleysi. Verst er þó að vera úti í sól eða þar sem maður horfir hingað og þangað í ólíku umhverfi. Þá fer ég að lýta út eins og ég hafi grenjað í viku. Tökum það fram að þetta er aðeins þegar ég er kvefuð. Jú jú þvílíkt yndislegt náttúrlega! Allavega nennti ég ekki að keyra til Åndalsnes til að syngja á tónleikum þar sem kórnum mínum. Glatað að vera svona útlítandi svo ekki sé talað um það að maður getur bara alls ekkert sungið með allt þetta kvef. Ég lét því bara fara vel um mig hérna heima að kafna úr kvefi.

Talandi um misheppni. Við Helga erum náttúrlega snillingar. Jú það eru einmitt 19 dagar þangað til hún heiðrar Norðmannaland með nærveru sinni og við skvísurnar munum kaupa upp hluta Oslóborgar. Við jú pöntuðum flugið í allar áttir en jú við áttum nú eftir að redda gistingunni þarna í Osló. Sáum reyndar að það var laust á einu hóteli en þurfti að borga með vísa ef panta átti á netinu. Við pöntum bara flugið og hugðumst hringja á hótelið seinna um kvöldið. Við þetta símtal fáum við að vita að öll hótel Oslóar séu yfirfull þessa daga vegna íþróttahlaups og ekkert herbergi laust nema fyrir utan Osló. Eftir smá sjokk sláum við þessu upp í kæruleysi og ákveðum að fara bara með tjald og finna bara tjaldstæði. En að lokum áskotnast okkur herbergi, ótrúlega ódýrt og ja afarlíklega alls engin höll. Gömul kona sennilega sem ákveður meira að segja að bíða eftir okkur langt fram á kvöld svo við getum fengið lykil. Þetta eru þó bara tvær nætur. Eigum ennþá eftir að redda síðustu nóttinni en líklega kemst það á hreint fljótlega. Höfum í það minnst ákveðið að gera vel við okkur eina nótt og vera á einhverju okkur líku. Við óttumst þó ekkert gistingu okkar fyrri næturnar enda þrælvanar misbjóðandi giststöðum síðan í Slóveníu síðasta sumar. Ójá það var sko skrautlegt. Vorum að tékka hvort við gætum séð einhverja óperu eða ballett þarna en lítur ekki út fyrir það. Kannski dettum við niðrá eitthvað stórmenningarlegt þegar við mætum á staðinn. Væri gaman að fara á eina tónleika eða svo.

Ég skoðaði nýjustu "fjölskyldumeðlimina" í dag. Ójá það er búið að kaupa sex kindur og hrút. Sauðfjárbændur upprennandi og jú ég á án efa eftir að skella mér í fjárhúsið aftur þegar kindunum fer að fjölga næstu daga og vikur. Lömbin verða líklega vinsælli en þessar gömlu rolluskjátur. Mér líkaði vel við hrútinn, undurfagur alveg hreint. Ja en reyndar óttalega skítugur og illa til hafður. Líklega mætti mæta með skæri einn daginn og gera pínu útlitsbreytingar. En gæfur og góður er hann. Kannski væri best að ég næði mér í bónda eftir allt saman. Hvaðan í óskupunum hef ég þessi sveitagen? Mamma, pabbi? Pabbi hefur reyndar oft sýnt áhuga á sveitastörfum, ættum við að fjárfesta í sveitabæ þegar ég kem heim?

Augun mín alveg búin á því núna svo ég kveð í bili og hætti þessum skrifum. Eða á maður að kalla þetta skriftir? Játningar að vissu leiti.

Valborg Rut sveitaprinsessa með meiru.

föstudagur, apríl 20, 2007

Í belg og biðu

Snjórinn er ennþá og ég er orðin kvefuð. Alveg að kafna úr kvefi. Finnst kvef ekkert skemmtilegt. En svona er lífið!

Skelltum okkur í bæjarferð til Åndalsnes í dag í "góða" veðrinu. Röltum þarna um marga hringi þar sem labbihringurinn í bænum er nú alls ekki stór og aðeins örfáar búðir. Tókst þó að kaupa nokkra hluti og já ég er loksins búin að fjárfesta í gamaldags póstkortum til að senda þeim sem ekki eru svo tæknivæddir að geta lesið allt þetta blaður í mér hér. Fórum svo á pitsustað og fengum okkur pitsu, rosa gott :) Leti þegar við komum heim með nýtt Ísafold blað og Séð og heyrt frá Íslandi við hendina! Gæddum okkur svo á alíslenskum fylltum lakkrísreimum áðan með sjónvarpinu :) Takk fyrir sumargjöfina, nammið og blöðin amma og afi!!

Gleymdi alltaf að segja að ég setti nýjar aprílmyndir fyrir nokkrum dögum ef ykkur langar að kíkja á það :) Svo getiði líka skoðað nýja síðu hjá fólkinu mínu hérna undir Stall sp hérna til hliðar, gaman að því ;)

Þess má geta að Abba er orðin tæknivædd og við búnar að tala á skype og skemmtum okkur svona líka vel! Gaman að heyra í þér Abba! Núna getum við talað saman miklu oftar ;)

Mig langar með Leifu og Lilju til Álaborgar á morgun. Ég bara nennti ekki og tímdi ekki að ferðast svona langt. En langar samt með. Alltaf skemmtum við okkur nú vel og vorum í hörku stuði þarna í Danaveldinu! En ég læt mér nægja að sitja hérna og hlusta á Jeff Who? sem hljómaði ja.... ansi oft þegar rúntað var með Leifu!! Ójá án efa rúntdiskurinn eini sanni þessa Danaveldismánuði. Fengum þó að heyra það að þessi íslenska tónlist væri nú ekki íkja góð en okkur fannst þetta fínt! Var reyndar smá tíma að venjast þessu en núna set ég þetta oft í enda sé ég alltaf fyrir mér hlægjandi stelpur að fíflast, tala mikið og hátt og minnist keyrslunnar í skólann eða hring eftir hring í Lemvig. Ójá það eru sko bókað til góðar minningar frá Danaveldistímanum þrátt fyrir að mér hafi nú ekki líkað allt! En það er gleymt, það góða á að geyma og því verra að henda!

Valborg Rut kveður að sinni í snjó og kulda.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar :)

Eða eigum við að segja vetur? Ég meina hér í Norge svífa snjókornin niður á ógnarhraða og allt orðið hvítt! Allt í einu var ég svo byrjuð að syngja, jólasnjórinn svífur niður yfir stræti og torg, svífur ofan úr skýjunum niður.... æ æ æ þetta var nú ekki alveg óskaveðrið! En sumarið kemur, ekkert stress, kemur allt með tímanum!

Annars er nú helst að frétta að Helga er að koma eftir 21 dag! Ætlum að hittast í Osló fyrst þar sem við munum eflaust kíkja í ófáar búðir og skoða okkur um. Verður örugglega svaka stuð enda langt síðan við höfum gert eitthvað svona skemmtilegt ;) Svo verður það bara sveitalífið og vonandi fáum við gott veður. Verður nú gaman að kynnast þjóðhátíðardegi norðmanna sem er einmitt 17. maí. Skilst að það sé gert mjög mikið úr þessum degi hérna og næstum hver einasta manneskja í þjóðbúning og læti. Örugglega rosa gaman ;)

Hef þetta stutt í dag enda búin að vera ofuraktív í löngum bloggum!

Valborg Rut sjokoladespiser

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Viðtakandi verkefni

Dagurinn byrjar og dagurinn endar, helgarnar koma og fara hver á eftir annarri og maí mánuður nálgast óðum. Áður en ég veit af verð ég á förum héðan. Vó skrítið. Ég má reyndar gjarnan vera lengur en verður ekki komið nóg af útlöndu í ágúst? Við erum að tala um að ég hef ekki búið heima síðan í maí í fyrra. Slóvenía og þrír dagar heima, Vatnaskógur, heim 4 daga um versló, Vatnaskógur, heim í tvær vikur, Danaveldi í 3 mánuði, heim í jólafrí og svo bara Noregur! Jú kannski maður ætti að stefna á að koma heim í haust enda er Agnar búinn að spurja strax hvað það séu margir dagar þangað til ég komi heim og hvort ég þorfi nokkuð að fara aftur í burtu svona lengi. Gott að vita að þeir bræður sakna systur sinnar!

Annars hef ég velt þessu haust aðeins meira fyrir mér. Ótal misgáfulegar hugmyndir hafa komið upp en verst að mér þyrfti að áskotnast peningatré til að framkvæma nokkrar hugmynda minna. Ég ákvað til dæmis að kannski væri sniðugt þrátt fyrir allt að gera tilraun til að læra þessa skandals ensku og þá ekki í skóla á Íslandi. Hvernig væri að ég flytti til Parísar, Kananda eða Englands og reyndi að koma mér eitthvað inn í þetta mál? Jú fínt fínt en það kostar morðfjár sem ég á ekki. Einnig er ég búin að tékka á ferðum í enskuskóla í fleiri löndum og erum við að tala um 200 þúsund fyrir tvær vikur plús flug. Já nei takk, þá verð ég nú frekar ótalandi til frambúðar.

Svo gæti ég komið heim og tékkað á vinnu í blómabúð þar sem ég myndi náttúrlega brillera í listahæfileikum mínum og sköpunarþörf. Það er álitleg hugmynd sem myndi þá ef til vill enda með blómaskreytinganámi einhvern daginn. Mér finnst samt blómabúðir á Akureyri ekkert mjög spennandi og enhverra hluta vegna efast ég um að þar sé meistaralært fólk að vinna.

Ég gæti eflaust fengið vinnu á leikskóla og unnið áfram með gargandi börnum þar sem það virðist heilla mig. Verst að það er lúmskt illa borgað fyrir ófagmenntað fólk sem er þó oft að ég held betra en yfir sig lært. En er það ekki skemmtunin og áhuginn sem skiptir mestu máli?

Kannski gæti ég gerst bóndakona. Með kýr, kindur og hesta, fjósakonuklút á hausnum og keyrandi traktor. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Ja ég væri allavega alveg til í að prófa að eiga bóndabæ. Án efa yrði það einn hreinlegasti bóndabær Íslands, ekket gamalt óþarfa drasl í hlöðum, fjárhúsum eða hvar sem væri hægt að troða gömlum vélum og tómum fóðurblöndupokum. Og það myndi ekki hanga svona ógeð niður úr loftinu í fjárhúsinu eins og virðist gera á öllum eldri sveitabæjum. Kannski ég bjóði mig fram í að endurskipuleggja, henda og þrífa sveitabæi landsin.

Ég gæti komið heim og stundað líkamsrækt að kappi, verið með í barnastarfinu í kirkjunni og kfuk, gengið á fjöll og ferðast, unnið í lottó og keypt mér bíl og íbúð sem ég gæti dundað við að gera bestasta í heiminum. Eflaust gæti ég fundið mér ótal smá verkefni, ólík en skemmtileg. Ég gæti keypt mér hund og stundað hundauppeldi að krafti. Ég yrði eflaust góður kennari á yngsta stigi grunnskóla. Hehe verst að það ræður ekki nokkur maður algjörlega ómenntaða manneskju til kennslu í skóla.

Annars kemur næstum hvað sem er til greina. Svo framarlega sem það gefur manni eitthvað, lætur gott af sér leiða, mér finnst það spennandi og skemmtilegt eða áhugavert verkefni.

Ég kem ekki heim ef ég verð iðjuleysingi eða kassadama í kjörbúð. Því getiði nú alveg gleymt.

En eflaust er kannski bara málið að koma heim og finna úr þessu þegar ég er þangað komin. Búin að koma mér almennilega fyrir heima hjá foreldrunum enn á ný, taka mér nokkra yndislega daga í að hitta alla, fara í tjaldútilegu með góðu fólki og anda að mér íslenska loftinu í besta bænum mínum. Sjá svo hvað bíður eftir mér heima. Hræddust er ég við að verða að taka að mér verkefni sem mig langar ekki að vinna. En þá mun ég frekar verða iðjuleysingi. Ég viðurkenni að vera verkefnasnobb á furðulegan hátt.

Best að hætta að velta sér upp úr þessu í bili og gera eitthvað að viti hérna í sveitinni.

Valborg Rut

mánudagur, apríl 16, 2007

Fjallganga


Ég fór í fjallgöngu. Fjallið var ógnarhátt og mér fannst það eiginlega alltof hátt til þess að gera mér vonir um að ég kæmist einhverntíman þangað upp. Þessi mikla hæð gnægði yfir, svo miklu stærra en litla ég. En ég ákvað að gefast ekki upp strax, andaði að mér hreinu andrúmsloftinu þar sem ég stóð á túninu neðan við fjallið. Ég lagði af stað og gekk allt vel í fyrstu. Ég snéri mér við og leit yfir farinn veg. Jú ég var nú búin að ganga langt en enn var ég varla komin að fjallsrótunum. Ég hélt ótrauð áfram, viljastyrkurinn í hámarki. En eftir því sem ég gekk lengra varð ég þreyttari og þreyttari. Hvert skref var farið að taka á og ég farin að óska þess að hafa aldrei lagt af stað í þessa asnalegu fjallgöngu. Hvernig datt mér eiginlega í hug að ég kæmist einhverntíman alla leið? En ég var ekki alveg á því að gefast bara upp. Nei þrátt fyrir að ég væri orðin þreytt skildi ég halda áfram. Hvert skrefið á eftir öðru í að mér fannst óratíma. Ég sá fjallsbrúnina nálgast og leit stolt til baka. Ég virkilega var alveg að komast upp. Og þarna stóð ég. Loksins á hæsta tindi fjallsins að rifna úr stolti, brosti og hugsaði um hvað það var gott að ég gafst ekki upp. Ég virkilega komst á leiðarenda. Jú víst var ég þreytt og þetta var erfitt. En ég var svo ánægð að ég gleymdi öllum erfiðleikunum og þreytunni, settist niður og naut þess að vera til mitt á milli hárra fjalla í stórum heimi. Ég. Bara litla ég. Ekki meira en agnarsmátt sandkorn í sandkassa. Mér tókst ætlunarverkið.

Þegar þú hjálpar einhverjum að klífa tindinn, kemstu þangað sjálfur. (Alltid älskad)

Það sem þú hefur eytt árum í að byggja upp mun einhver ef til vill eyðileggja á einni nóttu.
-Byggðu samt. (Móðir Teresa)
Njótið lífsins og hafi það sem allra best :)
Valborg Rut - (myndin er vitanlega úr Svarfaðardalnum mínum bestasta)

Appelsínuhúð


Ætli ég láti ekki myndirnar tala um afdrif síðustu daga. Óhætt að segja að við höfum haft það gott og í gær nutum við góða veðursins til hins ítrasta þar sem 20 stiga hiti er nú ekki slæmt í apríl! Ég á eflaust eftir að kafna úr hita í sumar og halda mig innandyra þar sem mér fannst alveg passlegt í gær og það er varla komið sumar. Ég skil þó ekkert í því að ég sé ekki með fleiri freknur eftir alla þessa útiveru þar sem þær hafa nú ekki látið bíða eftir sér hingað til. En ég er í það minnst búin að fjárfesta í sólarvörn í andlitið en
ekki fundið réttu tegundina enn á rest líkamans. En ég held bara áfram að leita ;) Hef ákveðið að fjárfesta líka í rándýrum sólgleraugum með styrkleikanum mínum í. Kannski bíð ég þó eftir Helgu minni þar sem mér finnst fínt að fá álit annarra á hlutunum, ja allavega þegar maður eiðir í þetta mörgum þúsundköllum.

En yfir í annað. Appelsínuhúð.

Eitthvað kannast ég við að hafa heyrt að húðin þarfnist c vítamíns. Mér varð hugsað til þess að appelsínur innihalda mikið af svoleiðis efnum. Ég fattaði líka að ég hef aldrei skilið almennilega af hverju appelsínuhúð er kölluð appelsínuhúð. Eru appelsínur ekki fallegar? En þegar þessi c vítamínpæling var komin ákvað ég að tékka aðeins á þessu og jú líklega hefði húðin mín og hárið bara gott af smá c vítamíni. Þess vegna þvoði ég mér uppúr nýkreistum appelsínusafa í morgun. Kreisti safann úr appelsínunni í skál og bar þetta svo í andlitið með bómull eftirallskyns undangerðar hreinsiaðferðir. Svo fór ég í sturtu, þvoði safann úr andlitinu og gaf hárinu það sem eftir var í skálinni. Er ég þá núna með appelsínuhúð? Jæja ég veit nú ekki hvort að þetta virkar eitthvað eða hefur eitthvað að segja. En það er um að gera að hafa trú á einhverju náttúrulegu en ekki því sem kostar morðfjár að kaupa í búð.

Þetta er kannski ekkert gáfulegra uppátæki en þegar ég tannburstaði mig uppúr matarsóda. Þvílíkt ógeð. Það var líka fegrunar-aðgerðar-tilraun. Átti að gera tennurnar hvítar. Ég tek það fram að ég varð ekki vör við neinn mun. Það sem maður leggur á sig. Allt fyrir útlið. Sem er svo fáránlegt. En á meðan tilraunirnar eru nú bara svona saklausar og hálf fyndnar er það svosem í lagi.

Í lokinn mæli ég með snilldar bloggi frá Helgu sem er að finna á www.helgaogvalborg.blogspot.com

Meira er ekki í fréttum að sinni........ Valborg Rut

laugardagur, apríl 14, 2007

Ein sinni var barna og unglingakór...

... sem varð svo tvískiptur Barnakór Akureyrarkirkju og Unglingakór Akureyrarkirkju. Þegar fram liðu stundir og strákarnir létu sig hverfa, ja eða allir þessi eini, breyttum við nafninu í Stúlknakór Akureyrarkirkju. Nafnið ber hann með rentu enda íðilfagrar stúlkur í þessum góða kór.

Það rifjuðust upp gamlar kórminningar eftir síðustu færslu. Ég fann því gamlar myndi á kórsíðunni og ákvað að leifa ykkur að njóta þeirra ;) Fyndið, vá hvað við erum allar búnar að breytast mikið og þau sem eru aftasta þurftu að standa uppá stól til þau sægju eitthvað. Annars er þetta held ég 2001 eða 2002, ekki alveg viss en allavega er ég ekki með sítt hár þarna svo líklega 2002.



Hérna erum við 2002 á fyrstu einkatónleikunum okkar :) Glataðir þessir gömlu kjólar maður, ji. Ég man að þetta hékk utaná mér eins og ruslapoki. Annars voru þetta nú snilldar tónleikar. En síðan þetta var eru nú hlutirnir búnir að gerast og miklar mannabreytingar verið, sumar búnar að gifta sig og aðrar að koma með krakka!


Ég man eftir fyrstu kórferðinni minni 2001. Við fórum til Reykjavíkur og fluttum messusöngleikinn Leiðin til lífsins í Hallgrímskirkju. Það var skemmtilegt. Í sömu ferð sungum við líka afríkulög með fleiri kórum í Hallgrímskirkju. Það var einmitt þá sem Dorrit var ný á Íslandi og þarna bárum við hana augum í fyrsta skipti. Vá ég man að ég gat varla sungið því ég horfði svo mikið á alla demantana sem hún bar um hálsinn. Margar milljón króna virði múnderingin hennar í heild og við urðum strax stoltar af nýju konu forsetans. Annað kvöldið okkar gengum við svo syngjandi um miðbæ Reykjavíkur og sungum alls konar skátalög, lög á afrísku í bland við uppáhalds kórlögin okkar. Skemmtilegir tímar.

Núna er hins vegar málið að fá sér smá að borða og fara svo út að arka smávegis. Fórum tvisvar í gönguferð í gær skvísurnar, voða duglegar að arka næstum út á Vågstranda. Spurning hvort við skellum okkur bara allaleið í dag ;) Fer eftir veðri og stuði :)

Tími friðarinns er úti og litla skvísin vöknuð svo ég læt þetta nægja í bili :)

Valborg Rut

föstudagur, apríl 13, 2007

Úr brotum gamalla minninga

Ég man þegar við krakkarnir í Tjarnarlundinum tókum gráan lúsugan skógarkött í fóstur og leyfðum honum að búa í ruslageymslunni okkar.

Ég man þegar við fórum á ruslahaugana og komum heim með brúnt risastórt gólfteppi með rauðum rósum á og brúnan þungan stól. Gamall maður var svo vingjarnlegur að keyra okkur heim með dótið á bílkerrunni. Við ætluðum að byggja kofa en geymdum gólfteppið í skóginum á skólalóðinni þangað til. Foreldrarnir máttu náttúrlega ekkert vita. Hehe.

Ég man þegar við fórum í heimsókn til bæjarstjórans og báðum um kofaleyfi á einhverju túni. Maðurinn brosti út að eyrum yfir þessum krakkagríslingum og játaði því að auðvitað mættum við byggja okkur lítinn kofa á túninu. Seinna heyrðum við að þetta hefði verið skemmtilegasta heimsókn sem bæjarstjórinn hafði fengið á heimili sitt frá ókunnugum. Alla geta saklaus börn brætt inn að hjartarótum.

Ég man fyrsta skóladaginn minn. Ég var í peysu sem amma gerði handa mér og með nýju fjólubláu skólatöskuna og mamma tók mynd af mér. Þetta var á þeim tíma sem ég hélt að skólinn yrðu 10 skemmtileg ár.

Ég man þegar ég varð stóra systir í fyrsta skipti. Ég fékk að fara í pössun til Stebbu frænku á meðan barnið fæddist. Fór svo með henni á sjúkrahúsið og skoðaði litla bróður stoltust í geiminum. Og ég fékk að gefa honum snuddu í fyrsta skipti og hún virtist svo risastór.

Ég man þegar mér var alveg sama hvort það væri drasl í herberginu mínu eða ekki. Og þegar mér var alveg sama þó ég setti aldrei rúmteppið á rúmið og það lægi bara í hrúu á gólfinu í bland við dúkkur, pónýhesta, föt og kubba.

Ég man þegar við æfðum af lífs og sálarkröftum fyrir hvern öskudaginn á eftir öðrum. Og alla þá gleði þegar ég kom heim með risastóra nammipokann með mörgum kílóum að nammi. Nammiáhuginn hefur víst alltaf fylgt mér.

Ég man þegar ég passaði "annað hvert" barn á Akureyri og fannst æðislegt þegar ég fékk 50 krónur fyrir.

Ég man þegar ég fékk grænann 100 krónu seðil og fékk að fara út í búð að kaupa nammi fyrir svona stóran pening.

Ég man þegar ég átti fullt af litlum boltum sem geymdir voru í brúnni gamalli tösku sem mamma átti. Boltarnir voru 14 og hétu allir einhverjum skrítnum nöfnum. Þeir áttu líka æfingabók og ég gaf þeim einkunn þegar ég þóttist þjálfa boltana mína. Ótrúlegt en satt fóru ótal klukkutímar af nokkrum árum í þetta mikla áhugamál.

Ég man þegar ég, pabbi, Stebba, Unnur og Skundi löbbuðum uppí Fálkafell næstum á hverjum degi. Á þeim tíma sem alltaf var opið þar og þegar við Unnur blönduðum saman ólíklegustu kryddum við heitt vatn og sögðum svo pabba og Stebbu að þetta væri heitt kakó handa þeim. Þau trúðu okkur sjaldnast.

Ég man þegar konurnar á leikskólanum skipuðu mér að drekka mjólkina mína og ég kúaðist og fannst þetta svo ógeðslega vont. Og hvað ég öfundaði eina strákinn á allri deildinni sem mátti fá vatn að drekka. En þarna sat ég og píndi í mig vonda mjólk eða drakk ekki neitt.

Ég man þegar ég gat ekki opnað barnamatskrukkurnar þegar ég var lítil að passa bræður mína ein heima. Þá fór ég til konunnar í næstu íbúð og hún opnaði þær fyrir mig.

Ég man þegar amma saumaði á mig og mömmu eins kjóla. Minn var grænn og mömmu bleikur. Rosalega flottir. Svo fórum við út að labba í flottu kjólunum okkar með nýja bláa barnavagninn og nýja litla bróður minn.

Ég man þegar ég fór á fyrstu kóræfinguna mína í kirkjunni. Þegar ég fór með Stebbu frænku að syngja fyrir Svein Arnar í inntökuprófinu og ég kunni ekki textann við fann ég á fjalli lagið sem ég lærði samt í leikskóla.

Ég man þegar það var enginn skóli vegna veðurs. Vá hvað maður beið spenntur við útvarpið á morgnanna ef veðrir var vont til að tékka hvort það kæmi ekki örugglega tilkynning frá skólanum.

Ég man þegar ég eignaðist fyrstu vinkonu mína. Hún flutti í sama stigagang í blokkinni okkar. Þá vorum við á leikskóla. Við vorum feimnar og þorðum ekki að segja neitt. Mamma gaf okkur ís og við sátum framá gangi við hvíta smelluborðið okkar að borða ís því við þorðum ekki inn til hvor annarrar en höfðum opið inn í íbúðirnar. Í mörg ár lékum við alltaf saman en þekkjumst ekki neitt í dag.

Ég man svo afskaplega margt. Líklega er þó best að hætta þessu rugli og fá sér lion bar ís. Vá ég hefði getað hoppað hæð mína af gleði í búðinni þegar ég sá að loksins var yndilegi ísinn minn kominn til Noregs! Upp rifjuðust óteljandi danaveldisminningar frá ískaupum au-pair stelpnanna. En núna verð ég að sætta mig við að borða svona ís ein í fyrsta skipti á ævinni.

Kveðja úr sveitinní í æðislega góðu veðri og endalaust fallegu útsýni yfir sjóinn og fjöllin þar sem rauðir og appelsínugulir litir koma fram í allri sinni dýrð.

Valborg Rut

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Oh, kommon!

Ætli það sé ekki helst í fréttum héðan úr sveitinni að litla Dísin varð 1. árs í gær. Er ekki frá því að hún hafi stækkað smá, svaka pæja í nýjum kjól í afmælinu í gær, set inn myndir við tækifæri ;) En svo virðist sem hún hafi ekki þolað að eldast svona og er núna með ælupesti. Ætla nú rétt að vona að hún hressist fljótlega og að við hin smitumst ekki af neinu svona! Þessi veiki er mín mesta martröð. Annars eru nú allir hressir og sérstaklega núna þegar góða veðrið er loksins komið aftur! Og þar með er inniveru og hreifingarleysi lokið og við út að hreyfa okkur takk fyrir! Eins og ég var orðin dugleg, en þá kom bara snjór og ég nennti engu.... ;)

Núna ligg ég uppí rúmi í mikilli sorg. Ástæða þess mun vera að ég vaknaði sérstaklega aftur til þess að horfa á Ungfrú Reykjavík keppnina í beinni á netinu en það virkar ekki. Þetta hlýur að vera djók. Ég er búin að bíða í marga daga og hlakka til í allan dag! En svo virkar þetta ekki! Vinsamlegast ekki auglýsa að allt innlent sé sent út beint á netinu ef það virkar svo ekki. Oh þessi tækni. Ég verð því að sætta mig við að sjá þetta bara seinna eða láta mér nægja að skoða myndir og kynna mér úrslitin á morgun. Verst að það er ekkert eins skemmtilegt að horfa á þetta þegar maður veit hver vinnur. Eins og þeim sem horfa á fótbolta finnst skemmtilegra að horfa á leikinn á sama tíma og hann er frekar en á upptöku þegar allir vita hver vann. Eða að horfa á formúluna þegar úrslitin eru löngu ljós. Þá eru hlutirnir bara ekki eins skemmtilegir. en jæja, ég verð víst að sætta mig við hlutina eins og þeir eru og hætta þessu væli yfir þessu apsúrd áhugamáli mínu. Svona er lífið.

Talaði við Leifu áðan, gaman að heyra í henni! enda gleymdum við okkur alveg og töluðum næstum 2 tíma. Þegar við tölum saman er stundum talað mjög hratt og mjög mikið, hehe. En svo er líka hlegið og fíflast og ljóskusetningarnar aldrei langt undan. Aldrei að vita nema ég geri mér ferð til Danaveldis til að hitta þær skvísur við tækifæri, væri nú gaman að þvælast um með Leifu og Lilju og rifja upp síðasta ár! Stelpur, það er sko eins gott að þið saknið mín jafn mikið og ég sakna ykkar ;)

Líklega verð ég að bíta í það súra epli að fara bara að sofa aftur án þess að sjá keppnina.

Sofið vel elsku besta fólkið mitt ;)

Valborg

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Allir eru fallegir á sinn hátt.

Vakin er athygli á því að þetta blogg fjallar aðeins um ólíka uppbyggingu fegurðarsamkeppna og er því ekki við allra hæfi.

Ég horfði á valið um fegurstu stúlku Noregs í gærkvöldi. Gaman að sjá svona keppni í öðru landi og vitanlega fylgdist ég með. Það vakti athygli mína hversu ólíkt uppbygging fegurðarsamkeppna er. Ég get ekki gert af því en þegar ég horfi á þessar keppnir gagnrýni ég allt og segi mitt álit á hlutunum. Margt gott, annað sem mætti betur fara. Þessa keppni bar ég saman við keppnina heima, vitalega því þeim er ég vön.

Þarna voru 12 stelpur sem höfðu verið valdar af dómnefnd til áframhaldandi þátttöku. Það var ekkert lagt upp úr dansatriðum eða skemmtilegu lokakvöldi. Allt svo látlaust og aðeins örfáir í salnum sem líktist litlum bíósal. Engin fagnaðaróp eða vinahópar sem söfnuðust saman og kvöttu uppáhaldið sitt áfram. Það var 7 manna dómnefnd sem var búin að gefa stelpunum einkunn fyrir ólíka hluti. Hver og einn dómari gaf sína einkunn og voru þær birtar á sjónvarpsskjánum. Viðtöl, vaxtarlag, framkoma og fleira. Svo var tekið meðaltal og þar kom viðmiðun til úrslita.

Þetta var ekki spennandi áhorfs. Stelpurnar einfaldlega stóðu eins og dúkkur með álímt brosið í beinni röð mest allan tímann. Hreifingar voru litlar sem engar, aðeins ein ferð sem maður gat notað til að horfa á göngulagið og hreyfingarnar. Fannst leiðinlegt að þegar þær komu í síðkjólum voru það allt samskonar kjólar. Augljóst að þær fengu ekki að velja neinn fatnað sjálfar nema bikiníið sem mér finnst pínu skrítið. Sumar voru þar af leiðandi með meira gerfi í sínum toppum en aðrar. En auðvitað fínt að fá að koma með eitthvað sem passar!
Þær voru með sömu hárgreiðsluna allan tímann, sama farðann og það var engin tónlist, ekki einu sinni í kríningunni. Ég saknaði lagsins sem mér finnst alltaf svo gaman að heyra þegar ný fegurðardrottning er valin heima. Mér fannst samt frábært að ekki var lagt jafn mikið upp úr flóknum danssporum og í keppnunum heima. Hvað er maður er taktlaus eða bara ekki góður dansari? Er þetta ekki spurning um útlit en ekki um danskunnáttu? Jú líklega en ef maður fúnkerar ekki í dansinum lítur maður sennilega ekki svo vel út.

Það stakk mig svolítið að það virtist ekki vera neitt þyngdarlágmark í keppninni. Mér fannst tvær stelpur, þó sérstaklega önnur þeirra mjög óheilbrigðar í útliti. Alltof grannar og hægt var að telja í þeim hvert einasta bein sem sköruðu út úr óheilbrigðilega grönnum líkömunum. Mér finnst fegurð vera heilbrigði. Mér fannst þetta að minnsta kosti alls ekki góðar fyrirmyndir og varð hugsað til þeirrar þyngdarmarka sem sett hafa verið á tískuvikum í mörgum af tískuborgum heimsins. Ég get með sanni sagt að þó svo að þetta lágmark sé nú frekar lágt hefðu þessar stelpur aldrei fengið að sýna á tískupöllum. Það var vont að horfa á svona fallegar verur í svona mikilli vannæringu.

Kannski er umstangið við keppnirnar heima aðeins að fara út í öfgar. Alltaf er reynt að gera þetta flottara og flottara sem er auðvitað bara gaman en það er alltaf til millivegur. Líklega væri hægt að spara aðeins til kostnaðar og dansatriðin mættu nú stundum minnka um helming. Ég man ekki betur en eitt árið hafi ég verið í hláturskasti yfir hallærislegu bikinídansatriði. En jú það er nú svolítið gaman að leggja svona mikið upp út þessu. Ég held nú samt að það myndi engum líða neitt verr þó eitthvað væri sparað til kostnaðar. En ég hlakka allavega til að horfa á ungfrú Reykjavík sem er á fimmtudagskvöldið. Skilst að keppnin í ár sé aðeins öðruvísi en hefur verið og verður gaman að sjá hvort það verði ekki jákvæðar breytingar.

Held að ég ljúki þó þessum fegurðarsamkeppnapælingum í bili, enda búin að velta þessu öllu vandlega fyrir mér þó svo ég hafi kannski ekki komið aðalatriðunum rétt frá mér í þessum pistli mínum.

Valborg Rut ferurðarspekúlant með meiru eins apsúrd og það nú er að keppa í fegurð.

mánudagur, apríl 09, 2007

Brostu :-)

Mig langar að byggja sykurmolahús. Rosalega flott sykurmolahús og dunda mér heillengi með lím, sykurmola og góða tónlist. Það er svo skemmtilegt. Helga, við byggjum sykurmolahús þegar ég kem heim!

Ég kvarta yfir því hvað flug til Köben er dýrt og hversu dýrt sé að fljúga innanlands í Noregi. Mig langar til Köben að hitta Lilju og Leifu og til Stavanger til Þóru og Orra. Svo langar mig í heimsókn frá góðu fólki og rölta um götur Osló. Kemur allt með tímanum, spurningin er bara að tíma þessu ;)

Ég þakka fyrir að það er komið gott veður og hvað það er gaman að horfa út um gluggann minn núna.

Mig langar að ferðast um Ísland. Væri gaman að taka smá gelluferð hringinn um landið eða eitthvað í haust. Bíll, tónlist, tjald, nammi, gítar, söngur, vinir, ullarpeysa, kuldaskór og fleira sem fullkomnar útilegur.

Ungfrú Noregur er í kvöld. Er vitanlega búin að mynda mér skoðun á málinu og hlakka pínu til að vita úrslitin. Aldrei að vita nema ég kíki á þetta í sjónvarpinu.

Ég er ekki ánægð með hvað ungfrú Reykjavík keppnin er seint á fimmtudagskvöldið. Byrjar 22 á íslenskum tíma sem er miðnætti hérna. Svo ef ég horfi beint í gegnum tölvuna mína þarf ég að vaka til 2 um nótt. Kannski ekki sniðugt þegar maður þarf að vakna fyrir allar aldir á föstudögum.

Maginn minn er ekki í góðu skapi núna. Ég veit ekki hvað hann er að tjá sig. Ég hef ekki borðað neitt sem hann gæti mótmælt held ég. Ja nema kannski of lítið súkkulaði, en ég efast stórlega um að það sé ástæðan.

Ótrúlegt að ég sé búin að vera hérna í 3 mánuði. Tíminn líður eitthvað svo ótrúlega hratt. Áður en ég veit af verður bara komið sumar og svo allt í einu haust!

Fataskápurinn minn er ofurskipulagður núna og það er yndislegt. Skipulag er best í heiminum. Ef allir hefðu skipulagsáráttu væri heimurinn nú svolítið góður ;) hehe.

Mig langar út að hreyfa mig. En læt það bíða betri tíma og held áfram að mygla hérna inni í hlýjunni frekar en að fara út að arka í kuldanum.

Ég hlakka til að koma heim í bæjinn minn bestasta. Þó svo að aðrir staðir séu góðir verður Akureyri alltaf bærinn minn og Svarfaðardalur verður alltaf dalurinn minn.

Hendurnar mínar eru eins og hendur gamallar konu. Ástæða þess líklega ofþvottur eða álíka skrítið fyrirbæri.

Er alltof dugleg við að gleyma vítamíninu þessa dagana. Reyndar eiginlega alveg síðan ég varð veik þarna einhverntíman um daginn. Þá ákvað ég að hætta að taka það á meðan ég tæki allt þetta pensilín og lyfjadót því annars varð töflumagnið yfirþyrmandi mikið. Hef svo bara ekki komist í gang með þetta aftur. Verð að koma þessu í lag fljótlega.

En nú er ég fyrir löngu síðan búin með allar hugmyndirnar fyrir ógáfulegt blogg svo ég slútta þessu í bili og flyt kveðjur heim á besta landið.

Valborg Rut prinsessa

laugardagur, apríl 07, 2007

Páskar :-)

Gleðilega páska elsku besta fólkið mitt!

Já þetta er nú svolítið skrítinn páskadagur. Ég bara vaknaði og hafði enga litla bræður til að leita að páskaegginu með og ekki eðalfólkið heima til að sitja með við eldhúsborðið og háma í okkur páskaegg og lesa málshætti. Þess má líka geta að ég klæddi mig bara í gallabuxur eins og flest alla daga. Já það er ekki mikill munur á milli daga hér í sveitinni. Þetta er líka fyrsti páskadagurinn í 7 ár held ég sem ég fer ekki í messu í kirkjunni minni á páskadag. Og í fyrra fór ég meira að segja í tvær. Mamma verður því að halda uppi kirkjmenningu fjölskyldurnar og þeir sem ég þekki að syngja fyrir mig líka. Sem ég efast nú ekkert um þar sem fólkið mitt syngur nú alltaf hæst af öllum! hehe. Páskarnir heima eru svona borða góðan mat allir saman tími. Mig langar í matarboðið til ömmu og afa í hádeginu. En það bíður betri tíma.

En það er ekki bara páskadagur í dag. Heldur á ég líka 6 ára fermingarafmæli :) Já maður er eiginlega bara orðinn gamall. Mér fannst ég nú þvílíkt fullorðin þegar ég fermdist en allt í einu er ég bara miklu fullorðnari og held víst bara áfram að eldast. Og núna finnst mér krakkarnir sem fermast eitthvað svo litlir, og ég hugsa, bíddu var ég ekki miklu stærri og þroskaðri en þau þegar ég fermdist? Jú ég er nú á því, hehe. Svo á næsta ári er allt í einu bara litli bróðir minn að fermast! Vó tíminn líður.

Því að þín vegna bíður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér,
til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.

(Fermingarversið mitt, sálmur91. 11-12)

Njótið páskanna, minnist þess líka hvers vegna við höldum þá, þeir eru ekki bara súkkulaði þó svo að það sé náttúrlega voða gott!

Bestu kveðjur...... Valborg Rut

Það snjóar!


Veturinn hefur tapað baráttunni við sumarið sem hefur gert allt sitt til að koma niður á jörðina. Sumarið náði yfirhöndinni en nú virðist sem veturinn hafi feikt sumrinu í burtu og hafi ákveðið að dvelja lengur. Hér er því allt á kafi í snjó, snjókornin berja gluggana með látum og vindurinn hvín á húsinu með ólátum.
Páskarnir nálgast með öllu sínu fríi og við höfum síðustu daga dvalið uppá fjalli og notið hyttulífsins. Núna er maður svo kominn niður og ég búin að njóta þessara súkkulaðidaga og gefa mig alla að dásamlegu páskaeggi sem freistar mín mikið. Bragðið alltaf jafn gott en málshátturinn fannst mér nú ekki alveg vera að gera sig. Steinn prófar gull en gull menn. Já já ég veit nú ekki alveg hvað þetta þýðir en ef einhver er svo vitur má endilega koma með útskýringu á þessu.
Ég tók til í fataskápnum mínum í morgun. Ég bara fæ það ekki skilið hvernig ég get alltaf draslað svona til. En ég tók þá eftir því að ég hef ekki notað nema helminginn af fötunum sem ég kom með hingað. Til hvers að bera þetta allt með sér ef maður notar þetta svo ekki? Ja það er spurning, fæ líklega seint svar við henni þegar ég á í hlut. Alltaf með föt fyrir viku í þriggja daga ferðalagi. Gleymi því nú ekkert þegar ég fór með 13 boli í helgarferð á Akranesi hér í den með kórgellunum ;) En sko maður veit ekki hvað maður notar eða í hverju manni langar að vera fyrr en maður er kominn á staðinn. Ég fer samt að læra þetta!
Talaði við Helgu í gær, í 3 klukkutíma, hehe. Líklega getum við stundum talað mikið! Langt síðan við höfum spjallað svona mikið, hefur einhvernegin gleymst að tala þegar við erum svona langt í burtu frá hvor annari! En við bættum úr þessu og málefnin krufin til mergjar auk þess sem gamla bloggið okkar var endurnýjað og gömlum færslum hent út. Stefnan er að setja gáfulegar færslur, ekki veit ég nú hvernig það á eftir að ganga. Svo koma heldur engin komment þegar maður skrifar annað en svona, svo gerði ég þetta færslur!!
En nú mun ég halda áfram að krifja netheiminn og kveð héðan í bili.....
Valborg Rut

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Þegar lít ég liðinn tíma...

.... sé ég ljós sem aðeins bærast.....

Þegar lít ég yfir farinn veg sé ég ólíka hluti. Ég sé góða hluti og ég sé slæma hluti. Sumt skemmtilegt og gott, annað leiðinlegt og neikvætt.

Mér datt þessi setning úr lagi í hug um daginn. Þá staldraði ég við og fór að hugsa um það litla ljós sem var fyrir ári síðan. Hvað allt sé í raun miklu betra núna en þá.

Í fyrra var ég í skóla. Mér leið ekki vel og hafði ekkert til að sækjast eftir í þessa byggingu sem ég átti að læra í. Mig langaði ekkert. Hvað þá að læra. Í sumum hlutum ríkti óvissa. Ég bara sat og var en andlega var ég ekki þarna. Hugurinn minn var á flugi um heima og geima, heilbrigðiskerfið var gagnrýnt í öreindir.

Ég lít illa út í dag.
En hvers vegna?
Það er hvergi bólu að sjá.
Hvergi er eitthvað öðruvísi en venjulega.
En þrátt fyrir það er andlitið án svipbrigða.

Það er sálin mín.
Sama hversu mikið ég mála mig.
Sama hversu lengi ég dunda við hárið.
Sama hversu lengi ég stend í sturtunni.
Ég lít samt illa út.

Það er ekki hægt að mála yfir sálina.
Tilfinningarnar eru á sínum stað.
Þeim verður ekki breytt þrátt fyrir spegilinn.
Og þarna stend ég.
Hörð á því að gera mitt besta.
Enda á því að brosa tilgerðarlegu brosi framan í spegilmyndina.

Ég geng í burtu.
Kannski sér fólk ekki hvernig mér líður.
Kannski er ég fín og sæt.
En ég efast um það.
Ég veit hvernig mér líður.

Ég veit að andlitið mitt ljómar ekki af gleði.
Ég veit að augun glansa.
Ég veit að það er langt í brosið.

En þrátt fyrir þetta allt verð ég að lifa lífinu.
Ég verð að halda áfram út í daginn.
Ég verð að brosa framan í heiminn.
Ég verð að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég verð að takast á við það sem mætir mér í dag.


Það er augljóst að ljósið getur stækkað. Það getur dregið mann til sín í öllu sínu veldi. Maður verður bara að gefa hlutunum tíma. Ekki örvætna. Maður getur átt eftir að elska lífið sitt og sjálfan sig.

Ég er þrjósk, það vita allir. Ég er lokuð eins og sumir vita. Ég sagði ekkert, og segi ekkert. Aðeins það sem stendur hér. Þetta er fortíð sem óþarfi er að velta sér meira upp úr.

Núna er ég glöð og ánægð. Ágnægð með lífið mitt, stefnuna sem það ákveður sjálft að taka, fjölskylduna mína, vinina mína og hef komsti að því að það góða getur verið handan við hornið.

Eflaust velta því einhverjir fyrir sér hvaða tilgang þetta hafði að setja þetta á blogg á veraldarvefnum. En jú, þetta bara lenti hérna þar sem sjálfsskoðun er mikilvæg og að sjá þær góðu breytingar sem verða er frábært.

Höldum áfram að brosa, leitum að því góða, setjum okkur markmið, þekkjum okkur sjálf og hugsum rökrétt.

Þykir vænt um ykkur öll,

Valborg Rut

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Kom katt frí kalle ró fa fí kara dú.... ;)

Er ekki málið að blogga á hverjum degi? Ja ef maður er með tjáningarþörf og afar hugsandi um allt og ekkert þá er nú oft bara gaman að skrifa hérna. Hvort svo sem margir lesa það nú til enda eða ekki er svo allt annað mál. En ég er nú viss um að fleiri lesa þetta en ég veit um, sama hversu ómerkileg skrif mín geta orðið.

Ég tók þá ákvörðun í kvöld að prófa þetta vax á fæturnar mínar sem ég keypti um daginn. Haldiði ekki að það hafi virkað bara svona líka fínt. Ja allavega þegar ég var búin að prófa þetta og læra hvað ég mátt hita þetta mikið í örbylgjuofninum, hvernig í ósköpunum átti að virka að setja þetta á með spítu, og hvernig ég ætti að láta þessi örfáu bréf til að kippa þessu af duga á báðar fæturnar. Svo þegar óvelkomin hár voru farin var það matarolía, plokkarinn til að fullkomna verkið aðeins meira, þvo olíuna af, maka sig út í kremi og pússa hverja einustu tánögl með naglaþjöl þangað til ég var orðin ánægð. Þegar þetta fegrunarstúss var loksins yfirstaðið sá ég að ég hafði eitt í þetta tveimur tímum. Ji.... en ég hafði allavega eitthvað að gera á meðan ;)

Svo fékk ég símtal frá Helgu frænku minni. Var mér tilkynnt að hún ætlaði að syngja fyrir mig lag. Lagið okkar því sá tími væri einmitt að byrja. Ég alveg já já endilega, grunlaus um hvaða lag skildi koma! Svo byrjaði hún: viltu kaupa páskasól, það kostar ekki neitt að kaupa' ana, viltu kaupa páskasól?! Og vitiði henni datt ég alveg sérstaklega í hug þegar hún sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu. Ég einfaldelga get ekki þolað þessa auglýsingu. Jafnvel þó svo að stelpan sem syngur þetta sé nú kannski ósköp krúttleg, en vó þetta er bara alveg skelfilegt. Ég ætla rétt að vona að það verði komin ný páskaauglýsing næstu páska. Ég hélt ég yrði alveg kreisí á þessu í fyrra. Nú svo ekki sé minnst á það að hún frænka mín elskar þessa auglýsingu og söng því lagið við hvert tækifæri og sérstaklega þegar ég var nálægt!

Ég fékk pakka í dag. Að heiman vitanlega :) Hann innihélt, ásamt nokkrum fötum sem mig langaði að fá, nóa siríus páskaegg sem ég mun gæða mér á þegar páskarnir ganga í garð eða þegar ég get ekki beðið lengur. Svo fékk ég bol frá pabba mínum sem stendur á: pabbi minn er lögga. Hehe já líklega á þetta að vera kaldhæðni en í mínu tilviki er þetta nú alveg satt! Ég verð örugglega þvílík gella í þessu, hehe. Svo var það nú dvd diskarnir sem ég hef beðið óþreigjufull eftir í dálítinn tíma. Upptökur síðan við kórgellurnar vorum í Slóveníu og Austurríki síðasta sumar. Dagurinn í Komenda 11. júní beint í æð þegar ég horfði á þetta í dag. Þjóðdansararnir, vondi maturinn, yndislegu kirsuberin, hljómsveitin, karlakórinn, upptökumaðurinn, fjallakofinn og við sem fengum móttökur eins og um prinsessur væri að ræða.

Mér fannst nú reyndar svolítið skrítið að horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu og stundum eiginlega bara alveg ferlegt. Ég gat nú stundum ekki varist hlátri, það var eitthvað svo fyndið að sjá þetta svona aftur, við mis þreytulegar en samt glaðar og mjög svo misvel dansandi, hehe. En það var nú bara gaman að sjá þetta. Svo var það tónleikadiskurinn. Ég tók náttúrlega eftir öllum óþarfa geispum og hreyfingum, úthverfum möppum, krosslögðum höndum og andlitum án brosa en svona erum við nú bara stundum! Mér fannst reyndar alveg hrikalegt í hressu lögunum að við höfum ekki lagt meira uppúr því að brosa, kappa, dansa og hreyfa okkur en mér fannt þetta fínt þegar ég stóð þarna í röðinni! En ég mæli allavega með því eftir að hafa horft á okkur að gera nokkrar fíniseringar ;) Mér fannst við nú syngja nokkuð vel, mér finnst reyndar orgeltónlistin skemmtilegri en hitt og hefði viljað sjá meira af því en þessir tónleikar voru aðalega svona léttir og fjölbryettir svo það var bara ágætt líka! Saknaði samt þjóðsöngsins mest í heiminum, hefði endilega viljað eiga það á upptöku, getum örugglega verið stoltar af því verki okkar ;) Ja reyndar eins og flestu öðru bara! En ég er nú orðin svo kröfuhörð varðandi allt svona framkomu og stíliseringadót og framistöðuna í heild svo ég þyrfti kannski að læra að slaka á þeim.... ;) Gaman að horfa á þetta og eiga svona síðustu minningar með skvísunum til æviloka ;)

En jæja, hætt að tjá mig í bili og fer þess í stað að svífa um draumalöndin......

Bestustu kveðjur, Valborg í fjarskanum.

mánudagur, apríl 02, 2007

Um allt og ekkert

Í morgun vakti athygli mína skírnarmessa einhvers söfnuðar sem sýnd var í sjónvarpinu. Jú ég fylgdist nú aðeins með þessu en aðalega úr fjarlægð þar sem ég sönglaði með stjörnur og sól sálminn til skiptis á íslensku og norsku/dönsku. En það sem mér fannst skemmtilegast og fékk mig til þess að gefa þessu auga var alveg frábær barnagospelkór. Ég hef nú ekki séð svona barnagospelkór áður en fannst þetta nú svolítið spennandi. Virkaði svolítði öðruvísi en venjulegur barnakór. Sennilega aðeins aðrar áherslur og svona tónlist fær mann einhvernegin til þess að vera frjálslegri og það sást pínu á þessum krökkum. Hver og einn einasti söng af öllum lífs og sálarkröftum. Enginn var feiminn eða hlédrægur, allir svo opnir, lifandi og brosandi. Og svo heillaði mig hversu vel kórnum var raðað upp, (kemur þessu skipulagshæfni og stíliseríng enn og aftur í ljós) og svo voru allir í eins peysum í glaðlegum litum. Gaman að fylgjast með þessu :)

Ég hata snúrur. Snúrur út um allt, flæktar og snúnar, í sambandi eða ekki. Ótrúlegt hvað svona getur farið í mig. Tölvusnúrurnar út um allt, svo hendi ég þeim inní skáp svo þær séu ekki á gólfinu eða í stólnum, svo hleyp ég og næ í þær þegar ég þarfnast þeirra og þá er allt komið í enn meiri flækju en ég skildi við það í og allar hinar snúrurnar í snúruhillunni sem inniheldur reyndar líka eina skó og ullarpeysu dettur út úr skápnum. Alveg meiriháttar óþolandi. Hlakka mikið til þegar allt getur verið þráðlaust. En snúrur virðast safnast saman með allskyns tækjum og tólum svo ég verð að sætta mig við þetta. Því að missa þessa tækni væri náttúrlega þvílíkt glatað. Líklega þarf ég bara að finna eitthvað ofurgott sístem sem gæti hentað þessum leiðindar hlutum vel. Fljótlegt, hentugt, smart, pent, hreinlegt og flækir ekki. Hehe já já gangi mér vel.

Ég skil bara ekkert í þessu veðri. Rigning og ský svo líklega er best að taka úlpuna fram aftur. Ég sem hélt að tíð útifatnaðar væri liðin þetta misserið. Leiðindarveðri spáð alla páskana sem er náttúrlega alveg glatað. En jæja, ég verð þá bara inni og borða mitt súkkulaði í friði, held við aukakílóunum og reyni að njóta inniverunnar. Þó endist ég kannski ekki mjög svo lengi innandyra en þá tek ég bara fram útifötin og kuldaskóna og harka af mér utandyra! Þýðir víst lítið að vera með aumingjaskap og iðjuleysi í langan tíma er nú alls ekki mér að skapi. Búin að vera inni í allan heila dag og hef ekki hætt mér svo langt sem út með ruslið. Mér gengur samt pínu vel í hollustunni og salatið hefur verið tekin fram ásamt ávöxtunum og súrmjólk. Já já ég hef heyrt að þessi samsetning þyki skrítin en þetta er nú bara með því betra sem ég fæ þegar ég ákveð að hollusta mig upp annað slagið, endist nú ekki lengi í einu en gengur nú vel á sumrin! Hverjum langar í grænmeti á köldum vetrardegi? Nei takk þá held ég að ég grípi nú frekar í yndislegt súkkulaðistykki ;)

Einn af göllunum mínum tjáði sig mikið í dag. Þessi yndislegi gallaði magi minn samþykkti ekki að borða neitt. Hann fékk þó ekki að ráða, og lét hann mig því finna vel fyrir því í allan dag. Ef maður getur ekki orðið brjálaður á þessu veseni. Ég verð nú samt að segja að þetta hefur verið í ágætu lagi núna í smá tíma svo nú er bara að vona að þetta haldi sig frá mér í lengri tíma! En enn og aftur þýðir ekkert nema að harka af sér, halda áfram og hætta að kvarta yfir því sem ekki verður lagað. Um að gera að þakka bara fyrir að þetta sé ekki verra!

Eitthvað endaði þetta blogg sem neikvætt. En svona gerist þegar hver lína er óhugsuð og hendurnar einfaldlega ráða ferðinni. Þá kemur bara það sem kemur. Hvert fór jákvæðnin? Æi hún er sennilega ekki langt undan, skrapp bara í smá pásu ;) Kemur örugglega við hjá mér fljótlega aftur ;)

En sennnilega eru nú allir löngu hættir að lesa þar sem þetta er nú orðnar töluvert margar línur af eindæmis vitleysu úr útlandinu. Meira en nóg komið, jafnvel þó svo ég gæti vel skrifað miklu meira.

Valborg Rut í sveitinni.

sunnudagur, apríl 01, 2007

1. apríl en ekkert aprílgabb.

Ekki fylgja stígnum þangað sem hann liggur. Farðu heldur leiðina sem enginn stígur liggur um og skildu eftir slóð.

Svolítið til í þessu. Maður á ekki að fylgja bara straumnum og gera eins og allir hinir. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir og það sem manni sjálfum finnst best? Í skógarferð á ókunnum slóðum er líklega betra að fylgja stígnum þangað sem hann liggur. Til þess að við villumst ekki af leið og verðum viðskila við allt og alla. En það er líka hægt að fara sína eigin leið. Maður þarf bara að passa hvar maður gengur og gæta sín vel. Þá fara hlutirnir á besta veg. Og ef við gerum mistök, þá lærum við af þeim. Þannig er þetta líka í lífinu sjálfu. Við getum farið á eftir straumnum, kannski svolítið óviss um hvert við erum í raun að fara. En við bara fylgjum og gerum eins og hinir. En við getum líka farið aðra leið. Okkar eigin leið, í okkar ákveðnu mynd, með okkar eigin væntingar um það hvert við förum. Getum skilið eftir okkur slóð og sýnt að við getum farið okkar eigin leiðir. Við kannski rekum okkur á eða villumst smá af vegi en ef við komumst inn á þann veg sem við teljum réttann aftur komum við bara sterkari til baka. Það er hægt að nýta sér ógöngur og erfiðleika til að koma út sem sterkari persónur og með meiri reynslubanka á bakinu. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir? Líklega skiptir þó mestu að vita hvert við að lokum stefnum eða hvað við viljum hafa í okkar lífi. Þegar við lítum til baka eigum við að vera ánægð með hvernig við skildum við þann veg sem við gengum.

Það er gaman þegar fólk skilur eftir síg lítið spor hérna á leið sinni um veraldarvefinn, endilega tékkið aðeins á því ;)

Bestustu kveðjur úr sól og sumri í landi þar sem bráðum kemur aftur óveður..... Valborg Rut